Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Síða 6
6 %!önd LAUGARDAGUR 13. JÚNl 1998 DV stuttar fréttir Deila um fundarstað Indverjar buðu í gær Pakistön- um til friðarviðræðna í Nýju Del- hi 22. júní. Pakistanar höfnuðu boðinu og buðu í staðinn Indveij- um til Islamabad 20. júní. Persson á uppieið Bilið breikkar á milli Görans Perssons, forsætisráðherra Sví- þjóðar, og Carls Bildts, leiðtoga Hægri- flokksins. Sam- kvæmt nýjustu könnunum njóta jafhaðar- menn og Vinstri flokk- urinn fylgis 48,5 prósenta kjós- enda. Hægri flokkurinn missir stöðugt fylgi. Aðeins 25 prósent kjósenda styðja hann. Kosningar fara fram í septemher. Árás vísað á bug Embættismenn í Egyptalandi og Líbýu vísuðu í gær á bug frétt- um um tilræði gegn Gaddafi Lí- býuleiðtoga. Fimleikar fyrir kónginn Tupou IV, konungur Tonga, getur ekki gleymt sænskum fim- leikastúlkum sem hann sá á ólympíuleikunum 1968. Þær ætla aö halda sýningu í áttræöisaf- mæli hans 4. júlí. Rændi kærastanum 64 ára ítala var rænt í Manila á Filippseyjum í gær eftir að fyrr- um kærasta hans komst að því að hann ætlaði að kvænast 27 ára vinkonu sinni. Gefur 500 kýr 82 ára auðjöfur í S-Kóreu hefur fengið leyfi yfirvalda í N-Kóreu til að koma með 500 kýr til lands- ins. Erfitt hjálparstarf Hjálparstarfsmenn eiga í erfið- leikum með að koma matvælum áleiðis til 200 þúsund fórnar- lamba jarðskjálftans í Afganist- an. Böm eru farin að deyja úr hungri. Boðar afsögn Nýr leiðtogi Indónesiu, Jusuf Habibie, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði ekki að vera forseti eftir ár- ið 1999. Náms- menn og aðrir gagnrýnendur stjórnvalda í Indónesíu telja stjóm Habibies ekki í samræmi við stjómar- skrána. Aukin geislavirkni Vísindamenn í Sviss og alþjóðlegir starfsbræður þeirra rannsaka nú skyndilega aukningu á geislavirkni í Sviss og Frakklandi í júníbyrjun. Geislavirknin var sú mesta frá 1986 er Tsjemobylslysið varð. Hræringar í bílaheiminum: Audi kaupir Lamborghini Audi-bílaframleiðsludeild þýsku Volkswagen-samsteypunnar er að kaupa ítölsku sportbUaverksmiðj- una Lamborghini. Lamborghini-- sportbílar em að miklu leyti hand- smíðaðir og meðal dýmstu sportbíla í heiminum. VUjayfirlýsing hefur verið undirrituð. Samið verður end- anlega um kaupin á næstu vikum. Talsmaður Audi sagði við frétta- mann Reuters í gær að ætlunin væri að reka Lamborghini-bUafram- leiðsluna áfram sem sjálfstæða ein- ingu innan Audi-deUdarinnar, svip- að og Ungverjalandsdeild Audi er rekin. Talsmaðurinn sagði jafn- framt að viðræður stæðu yfir við Vickers-samsteypuna um kaup á vélaframleiðslufyrirtækinu Cos- worth. Þau mál myndu skýrast á næstu vikum. -SÁ Milosevic Júgóslavíuforseti: Leggur jarðsprengj- ur á landamærunum Forseti Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, hefur fyrirskipað að jarö- sprengjur verði lagðar á landamær- unum miUi Kosovo og Albaníu. Þetta kom fram í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times í gær. Með því að leggja jarðsprengjur á landamærin viU MUosevic koma í veg fyrir að fióttamenn geti snúið aftur. Forsetinn ætlar einnig að hræða Frelsisher Kosovo og koma í veg fyrir ferðir hans yfir landamær- in, að því er kemur fram í frétt New York Times. HeimUdarmaður blaðsins sagði að frelsisherinn fengi liðsafla og vopn frá Albaníu. Verði jarðsprengj- um komið fyrir á landamærum Kosovo og Albaníu leiði það tU þess að frelsisherinn leiti til Makedóníu og flytji þaðan vopn til sinna manna. Þar með sé hætta á að átök- in breiðist út. Forseti Albaníu, Fatos Nano, sagð- ist í gær hafa fengið fregnir um að þegar hefði verið hafist handa við að leggja jarðsprengjur á landamærun- um sem um 15 þúsund flóttamenn hafa farið um síðustu tvær vikur. Utanríkisráðherrar tengslahóps- ins svokallaða samþykktu í gær ýmsar kröfur sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti á að bera fram er hann ræðir við MUosevic í Moskvu í næstu viku. Krefjast stórveldin þess að öUum árásum serbneskra öryggissveita verði hætt, að alþjóð- legar eftirlitsmenn fái að koma tU Kosovo, að flóttamenn fái að snúa heim og að viðræður við leiðtoga Albana í Kosovo verði árangursrík- ar. Tilkynnt var um viðbótarrefsiað- gerðir gagnvart Serbíu. Meðal ann- ars var lagt bann við flugi júgóslav- neskra flugfélaga til Vesturlanda. Rússar voru andvígir nýjum refsi- aðgerðum. Þeir eru einnig andvígir hernaðaríhlutun í Kosovo. Átök urðu í Istanbul í Tyrklandi í gær milli óeiröalögreglu og múslímskra kvenna sem mótmæltu banni viö aö konur beri slæöur í háskólum. Lögreglan handtók aö minnsta kosti 20 mótmælendur. Símamynd Reuter Tvikynja vegna mengunar Vísindamenn fundu í vor fjóra ís- bjamarhúna sem eru með bæði karlkyns og kvenkyns kynfæri. Tvíkynja húnamir fundust á Sval- barða þar sem mengun er mikil. Telja embættismenn í Noregi og vísindamenn að húnamir séu van- skapaðir vegna PCB-mengunar. PCB sest að í fituvefjum og er í selum sem ísbirnimir lifa á. PCB er eitt af þúsundum tilbúinna efna sem vísindamenn telja að líki eftir kynhormónum manna og dýra. I Bretlandi hafa menn tekið eftir kynbreytingum á fiskum og í Am- eríku á krókódílum. ísbirnirnir eru fyrstu spendýrin sem menn hafa séð slíkan vanskapnað á. Vísindamenn hafa undanfarin þrjú ár fundið tvikynja isbimi en í Tvíkynja húnar hafa fundist á Svalbaröa. Símamynd Reuter ár hafa þeir fundið fleiri en áður. Draga vísindamennirnir þá ályktun að tvíkynja birnir geti verið um 4 prósent af stofninum. Það bendi til að allt að 80 ísbimir á Svalbarða séu vanskapaðir. Andrew Der- ocher, einn vísindamannanna sem fundu vansköpuðu húnana, segir ekki vitað hvort vandamálið sé ein- göngu bundið við ísbimi í Barents- hafi þar sem mengun er sérstaklega mikil. Rannsóknin á ísbjömunum er lið- ur í tilraunum til aö kanna mögu- leg tengsl milli tilbúinna efna og vanskapnaðar á kynfæmm og sjúk- dómum i mönnum sem og dýmm. Síðastliðin 50 ár hefur dregið úr sæðisframleiðslu karla í iðnþróuð- mn ríkjum. Kauphallir og vöruverð erlendis New York Syktif 400 OuU 200 100 n u $/t 244 M A M J London 6000 5500 1 5000 4000' FT'SE 101 / i 5852,5 M A M J $A M A M J Frankfurt DAX-40 6000' 4UUU 2ö00,/t|;r^| 5799,22 M A M J Tokyo Nikkel 180 : Bensín 98 okt. 200 190 180 $A M A M J Hohg Kong Hang Seng $/ tunnaM 11,78 M J Fórnaði lífinu í Titanic-leik | DV.Ósló: Hún ætlaði bara aö gera eins og Rose, kvenhetjan í kvikmynd- inni um Titanic. Hún klofaði yf- ir rekkverkið eins og Rose en framhaldið varð ekki eins og í myndinni og enginn sjarmör eins Jack kom og sagði: „Ef þú stekkur þá stekk ég líka!“ Nei, hún missti bara takið og leikn- um var lokið. Þessi urðu örlög þrítugrar I konu frá Ósló. Hún var á leið með ferju til Danmerkur á fimmtudaginn. Um miðja nótt, | þegar gleðskapur var í meira : lagi um borð, datt konunni í hug að gera eins og Rose í Titanic á örlagastundu. Viðstaddir segja að ekki hafi verið um sjálfsmorð að ræða heldur slys sem rekja má til fifldirfsku og ölvunar. Ferjan var á siglingu skammt I vestur af Vardberg í Sviþjóð þeg- ar konan hvarf frá borði. Þrátt fyrir leit sást ekkert til hennar í sjónum. Á endanum varð að halda förinni áfram til Kaup- mannahafnar og Titanic hafði kostað eitt mannslíf í viðbót. -GK Blair fús til viðræðna við Færeyinga Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra !j Danmerkur, að hann sé fús til aö : reyna að finna lausn á deilu : Breta og Færeyinga um land- grunnið milli Hjaltlandseyja og ti| Færeyja. Landstjórn Færeyja hafði óskað eftir því að samn- ingaviðræður um miðlínu færu fram milli háttsettra stjórnmála- manna en ekki bara embættis- manna. Nýr formaðm' færeysku land- stjómarinnar, Anfinn Kallsberg, segir lausn deilunnar forgangs- mál hjá stjóm sinni. Bretar hafa fundið gifurlega mikið af olíu sín megin á svæð- I inu. Mjög liklegt þykir að olía sé I einnig á svæði Færeyinga. Margaret Thatcher talar úr gröfinni Margaret Thatcher, fyrrum | forsætisráðherra Bretlands, hef- ur samþykkt að skrifuð verði viðamikil bók um ævi hennar og Istörf. Thatcher hefur hins vegar bannað að bókin verði gefin út fyrr en að henni látinni. Búist er við að bókin verði í tveimur til þremur bindum. Höf- undurinn, Charles Moore, sem er ritstjóri Daily Telegraph, fær aðgang að einkaskjölum Thatcher og vinnuskjölum með því skilyrði að bókin verði ekki gefin út á meðan járnfrúin er á lífi. Kennarar í átökum viö lögreglu Óeirðalögregla í Grikklandi beitti í gær táragasi til að dreifa 1 kennumm sem efndu til mót- j mæla. Fimmtán kennarar vora handteknir í ýmsum borgum. Kennararnir voru að mót- mæla hæfnisprófum sem leggja á ! fyrir kennara. Yfirvöld vilja að 1 lausráðnir kennarar og kennar- I ar í hlutastörfum taki próf áður en þeir verða fastráðnir. Sumir 1 kennarar hafa verið lausráðnir í I 10 ár. Saka þeir yfirvöld um j hræsni með því að ætla að láta | þá gangast undir próf eftir að ; hafa leyft þeim að kenna svo ! lengi. Um helmingur lausráð- l inna kennara mætti í próf i gær. j Kennarafélög ætla að reyna að koma í veg fyrir próftökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.