Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 18
i8 heygarðshornið LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 JjV Eg gæti... í Degi var á dögunum haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur að bréf Davíðs Oddssonar til Sverris Her- mannssonar sýndi hroka bréfritar- ans og einræðistilburði. Ég veit það ekki. Slík sálgreining segir svo sem ekkert og breytir því að minnsta kosti ekki aö bréf forsætisráðherra var sent í kjölfar þess að bankastjór- ar Landsbankans þráuðust við að lækka vexti, heimilum landsins til hagsbóta og almennum þjóðarhag til heilla. Haft var eftir Sverri Her- mannssyni að það væri eins og éta óðs manns skít að elta vaxtalækkun íslandsbanka - og fara eftir ein- dregnum tilmælum forsætisráð- herra. Og hvað gerir forsætisráð- herra þá? Lætur hann fara með sig eins og einhverja lufsu? Hví skyldi hann ekki grípa í taumana? Hví skyldi formaður Sjálfstæðisflokksins sem tróð Sverri Hermannssyni í Landsbankann til að rýma fyrir Birni sínum Bjamasyni ekki áminna sinn mann? Er það hroki? Bréfið það ama sýnir glögglega þá eiginleika Davíðs Oddssonar sem valdið hafa ástsæld hans - það sýnir mann sem þekkir vald sitt og hikar ekki við að beita því þyki honum þurfa, eða kannski öllu heldur: hóta að beita því. Það sýnir mann sem á í fullu tré við alla og líður engum að hlaupa út undan sér. Hann hefur fullkominn aga á sínu liði. Maður er meira að segja viss um að Árni Jo- hnsen fer til hans og biður um leyfi áður en hann gefur út hljómplötu Guðmundur Andri Thorsson Hann er hreinn og beinn: heyrðu góði, þú ert þarna í skjóli okkar og ef þú hagar þér ekki eins og maður skaltu bara snáfa. Daginn eftir lækk- aði Landsbankinn vexti og Sverrir át allt ofan í sig. Og nú rifjast upp fyrir manni þegar hann hellti sér í Morgunblaöinu yfir fírafn Jökuls- son sem skráð hafði eftir honum í Alþýðublaðið ummælin um óðs manns skít. Gamla sagan: Siggi sparkar í Nonna litla sem sparkar í köttinn... ****** Hvað er það sem stendur í bréfi Davíðs? Ég gæti ... Annaðhvort er hann að segja að hann gæti farið niður á plan Sverris í ómerkilegum málflutningi og talað um ellefu þús- und milljóna króna tap og níu hundruö milljónirnar sem strákur- inn týndi - eða hann er ósköp ein- faldlega að benda bankastjóranum á glöp fyrri ára sem megi rifja upp ef hann haldi sig ekki á mottunni. Ráð- herrann er með öðrum orðum að segja bankastjóranum að hann sé starfi sínu ekki vaxinn; hann skuli ekki ímynda sér að hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir; hann sé ein- vörðungu þama í skjóli Flokksins og geri hann sér ekki grein fyrir því og hlýði ákvöröunum formannsins verði honum ósköp einfaldlega sagt að snáfa. Og hvar er hann nú? Svo eru menn að kenna handaflsaðferðir í efnahagsmálum við Steingrím Her- mannsson. ****** Ég gæti... Umfram allt sýnir bréfið mikinn valdstjórnarmann að störfum. Sú vitneskja forsætisráðherra að stjórn- endur Landsbankans hafi glutrað niður upphæð sem er ljósárum frá skilningi venjulegs fólks - og þar af tæpum milljaröi á óvenju aulalegan hátt - verður honum ekki tilefni þess að hreinsa ærlega til í stofnun- inni. Hann hróflar ekki við kerfinu heldur hagnýtir sér veikleika þess til að ná fram markmiðum sínum. Hann notfærir sér kænlega vitneskju sína. Hún gefur hon- um höggstað á stjórn- endunum. Sá sem hef- ur vald yfir upplýsingum hefur ráð annarra í hendi sér. SvKfir HMWMöMt-ft, tAmlsbanko AUHWrtWOÚ U 101 R,yk}«vnL 21 UUSSSTEift' n* ^f£&g£5****z* /ýiA* $*****>'--------- Og mörg eru þau bréfin í Blá- skógaheiðinni, sagði gamli maður- inn í íslandsklukkunni. En kannski ekki nógu mörg. Nú vill svo til að Finnur Ingólfsson iðnaö- arráðherra hefur lýst yfir vilja sín- um í málefnum fyrirtækis sem beinlínis heyrir undir hann. Það er Landsvirkjun. Sú stofnun er ekki fríríki þótt margir haldi það - þar á meðal ráðherrann sem talar eins og þegn hennar. Finnur hefur sem sé lýst yfir eindregnum vilja sínum til að beita sér fyrir því að þess verði farið á leit við Landsvirkjun meö öllum ráðum hvort hún væri tilleiðanleg með að íhuga hvort nokkur kostur væri að kanna möguleika á því að láta fara fram athugun á því hvort hugsanlega væri hægt með tíð og tima að gaumgæfa það að láta hugsanlega fara með einhverjum hætti fram nokkurs konar umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun. Hann ætlar að beita sér í málinu. En Landsvirkj- un ræður þessu alveg sjálf að hans sögn. Það er undir henni komið hvort fariö verði eftir umhverfis- hluta EES-samningsins og Rio-sátt- málanum sem íslendingar undirrit- uðu að vísu með lygaramerki á tán- um. Landsvirkjun fékk virkjana- leyfi á þeim tímum þegar hér ríkti fullkomið andvaraleysi í umhverf- ismálum og því gildir þaö leyfi um aldur og ævi. Af því að þetta er Landsvirkjun. Ótíndur ráðherra getur ekki veriö að skipta sér af málefnum hennar. Eða hvað? Hef- ur ekki Davíð Oddsson með fram- göngu sinni við að lækka vexti á sínum tíma gefið Finni Ingólfssyni glæst fordæmi um það hvernig myndugur ráðherra starfar? Finn- ur þarf sárlega á uppreisn að halda eftir Leyndarmál sín, en samt á maður eftir að sjá að hann ræski sig og berji í borðið gagnvart Landsvirkjun. Ekki er þó öll nótt úti enn - komi eindreginn þjóðar- vilji fram um að óháð umhverfis- mat fari fram þar eystra er kannski vonarvottur að forsætisráðherra dýfi á ný penna í blek: hlýðir ekki Friðrik Sophusson öllu sem hann segir? dagur í lífi Bjarni Felixson lýsir fyrsta degi í HM: Gamla góða HM-víman „Mér leiö eins og í gamla daga þegar ég var aö búa mig undir kappleik." DV-mynd Pjetur Ég vaknaði snemma að morgni HM-dagsins hins fyrsta á miðviku- dag. Það var fallegur morgunn í vesturbænum og sólin var farin að spegla sig í sléttum Skerjafirð- inum. Ég leit á klukkuna. Hún var rúmlega fimm og ég velti því stundarkorn fyrir mér hvort ég ætti að halla mér aftur í hálftíma eða rífa mig á fætur. Ég þurfti ekki að taka þessa ákvörðun sjálf- ur því ósjálfrátt var ég kominn fram úr og farinn að sinna morg- unverkum á baðherberginu og eld- húsinu. Ég hlakkaði til þessa dags og þeirra verka sem fram undan voru og þau voru býsna mörg. Ég átti fréttavakt á útvarpinu og að auki fyrstu útsendinguna frá heims- meistaramótinu í knattspymu þar sem heimsmeistarar Brasilíu- manna og Skotar áttu að hefja sparkið að lokinni setningarat- höfn á Frakklandsleikvanginum nýja. Mér leið eins og í gamla daga þegar ég var að búa mig undir kappleik. Það var fyrst nú á þessum morgni að HM var efst í huga mér en íslandsmótiö var ekki langt undan því að ég hafði séð KR vinna ÍR á KR-vellinum kvöldið áður. Um leiö og ég sötraði morg- unteið fylgdist ég meö morgun- sporti á Sky og CNN en á þeim var þó lítið að græða. Ég hafði vonast til að landsliösþjálfari Skota hefði tilkynnt um byrjunarlið Skota gegn Brasilíumönnum en hann hafði hætt við það þar sem þjálfari Brasilíumanna hafði ekki tilkynnt sitt byrjunarlið. Ég hafði reyndar sjálfur stillt upp liðunum fyrir þá og var nokkuð viss um að sú liðs- skipan yrði notuð. Ég kyssti konuna, sem enn var í fastasvefni, og hélt til vinnu. Ég var kominn upp I útvarpshús rétt fyrir sjö. Ég hafði lofað að spjalla um HM í morgunþættinum Hér og nú en áður fór ég yfir helstu vef- síður um HM og tók saman upp- lýsingar sem ég þyrfti að hafa við útsendinguna í sjónvarpinu og tók saman aðrar íþróttafréttir fyrir morgunfréttir. Og hér sannaðist enn einu sinni að morgunstund gefur gull í mund. Aö morgunfréttum loknum sótti ég konuna heim og gaf henni ann- an koss að skilnaði. Síðan kom ég við hjá vini mínum, Friðleifi Stef- ánssyni, tannlækni og fræknum íþróttakappa í KR, og þar fékk ég fyrsta kaffibolla dagsins og líflegar umræður um heima og geima með hæfilega miklu grobbi af beggja hálfu. En tíminn var naumur. Ég hélt aftur til vinnu og Friðleifur ræsti borinn að nýju. Og nú fóru hjólin að snúast. Ég tók saman íþróttir í hádegisfréttir, kom fram í Popp- landi á rás 2 og sneri mér síðan aftur að útsendingunni frá HM. Ég hringdi í Guðmund Torfason, þjálfara Grindavíkur og fyrrver- andi atvinnumann í knattspyrnu í Skotlandi, sem hafði lofað að að- stoða mig við lýsinguna, og hann var tilbúinn í slaginn. Guðmundur er drengur góður eins og hann á kyn til en faðir hans var Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki og margfaldur methafi í stangarstökki. Að loknum hádegisfréttum í út- varpinu tók ég saman plögg mín um HM og skundaði niður í Sjón- varp. Þar voru allir á fleygiferð við undirbúning fyrstu útsending- arinnar frá HM og I mörg horn að lita í sérstöku HM-myndveri sem komið.hefur verið upp. Nú fyrst komst ég í þessa gömlu góðu HM-vímu sem ég þekki vel frá fyrri árum. Ég kom fyrst aö HM- útsendingum árið 1974 og hef verið með í slagnum allar götur síðan. Ég byrjaði á því að leita upplýs- inga um opnunarhátíð mótsins en engar upplýsingar höfðu borist um hana og bárust reyndar aldrei þótt ég hefði hringt tvívegis til Parísar til að fá einhverja hug- mynd um í hverju hún væri fólg- in. Það var eins og hún væri auka- atriði og einu upplýsingar sem hægt var að fá voru þær að fran- skir fimleikamenn og fjöllistafólk myndi leika þar listir sínar og Jacques Chirac setti síðan mótið. Þegar hann hafði gert það vorum við Guðmundur Torfason tilbúnir og einnig liðin á vellinum. Við fengum óskabyrjun á þessu heims- meistaramóti og við Guðmundur vorum í því ánægjulega hlutverki aö lýsa hröðum og skemmtilegum leik. Það verða aðrir að dæma um það hvemig okkur tókst upp en viö skemmtum okkur vel og von- andi áhorfendur líka. Að leik loknum og einum kaffi- bolla hélt ég aftur á vakt í útvarp- inu og var mættur í HM-hom á rás 2 tuttugu mínútum eftir leik. Næsta verkefni var að búa til pistil í sjö-fréttir og að því loknu var leikur Norðmanna og Marokk- ómanna hafinn og þar meö gleymdi ég kvöldmatnum. Að loknum tíu-fréttum um kvöldið hélt ég loks heim, sæll og ánægður, en glorhungraður. Ég var svo heppinn að mín ágæta eig- inkona hafði reiknað þennan feril nákvæmlega út og kvöldverðurinn var tilbúinn þegar ég kom heim á ellefta tímanum. Að honum lokn- um hreinsaöi hún sjónvarpsfarð- ann framan úr mér og ég fann þreytuna læsast um mig. Ég fékk mér einn disk af skyri, burstaði tennur, skreiddist inn í rúm og var sofnaður á augabragði, sæll og ánægður að kvöldi fyrsta dags á HM í fótbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.