Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Ferðaskrifstofan Landnáma: Sjókajak og 17. aldar málsverður á einum degi Vistvæn íslensk rúta, sigling á sjó- kajak, málsverður að hætti fyrri alda, jöklaferðir, hestaferðir og svo mætti lengi telja. Allt þetta og margt fleira er meðal þess sem Ferðaskrifstofan Landnáma býður íslenskum hópum að njóta í dagsferðum sumarsins. „Við setjum upp ferðir um Suður- land og Reykjanes fyrir smærri og stærri hópa. Hafi fólk séróskir þá reynum við að sinna því en hins vegar eru ákveðnir staðir sem við mælum alltaf með í þessum ferðum. Við höfum til dæmis mjög góða reynslu af kvöldverðinum í Skál- holti sem er byggður á uppskriftum frá 17. öld. Við bjóðum fólki í hlað- borð og íslendingum fellur þessi matur yfirleitt vel í geð en útlend- ingar hafa haft blendnar tilfinning- ar gagnvart þessu þótt þeim þyki þetta vissulega forvitnilegt. Matseð- illinn samanstendur af marineruð- um sveppum á túnsúru með sósu úr sykri, rjóma og hunangi, soðnum silungi pökkuðum í njólalaug, rófu- súpu, reyktu lambalæri, saltkjöti, súpukjöti, heimagerðum ostum og mörgu fleira,“ segir Ingiveig Gunn- arsdóttir hjá Ferðaskrifstofunni Landnámu. Gósenland fuglaáhuga- manna Ingiveig segist alltaf mæla með jarðfræðiferð um Reykjanesið og síðan Hellisheiði við fólk því sá hluti landsins sé afar áhugaverður. Þá er gjarna farið í siglingu á svokölluðum sjókajökum á veg- um Suðurstrandar á Stokkseyri. „Það er mikið ævintýr að sigla á þessum kajökum og það ráða allir við þetta. Við höfum verið með fólk á níræðisaldri og alltaf hefur allt gengið að óskum. Á þessum slóðum er fugalífið með eindæmum fjölbreytt og þetta er gósenland fuglaáhugamanna," segir Ingiveig. Fjósakokkteillinn góður Meðal annarra áfangastaða Landnámu í ferðinni má nefna gróðurhús í Reykholti, hestaferð á Hengilssvæðinu, nánar tiltekið í Reykjadal. Þar ljúka menn gjarnan ferðinni á baði i heitum hverum sem er að finna á svæðinu. Þá eru tveir staðir ekki síst sniðnir aö þörfum ungu kynslóðarinnar þótt fullorðnir geti vissulega einnig haft gaman af. „Það er annars vegar húsdýragarö- urinn i Slakka sem er einstaklega skemmtilegur og smekklegur. I garð- inum hefur verið reistur fjöldi lítilla torfhúsa sem hýsa dýrin. Hins vegar er það ferðamannafjósið á Lauga- bökkum þar sem fjósabarinn heillar hina fullorðnu á meðan hinir geta fylgst með mjöltum. FjósakokkteiU- inn er afar vinsæU og þykja mjólkur- afurðir bóndans hafa hin göfugustu áhrif á gesti,“ segir Ingiveig. -aþ Ferðamannafjósið á Laugabökkum er vinsæll áfangastaöur, ekki síst þegar yngsta kynslóðin á í hlut. í Skálholti skoöa ferðalangar Landnámu kirkjuna og svo er fariö í óvenjulegt hlaðborð en það er byggt á uppskriftum og matarvenjum sem voru við lýði fyrir 300 árum. Gönguferðir Landnámu: Gamla Reykjavík og náttúra Öskjuhlíðar Gönguferðir um gömlu Reykjavík er meðal spennandi ferða hjá ferða- skrifstofunni Landnámu í sumar. Gengið er frá Aðalstræti um Grjóta- þorp í Grófina, Hafnarstræti, Póst- hússtræti og inn Austurstrætið. Þá er farið um Arnarhól og inn á Laugaveg og skoðað húsið sem Hall- dór Laxness fæddist í og þaðan hald- ið upp á Skólavörðuholt og um Þing- holtin niður í bæ og endað við Al- þingishúsið. í ferðum íslenskra göngumanna er megináherslan lögð á persónusögu; þ.e. þeirra sem bjuggu í húsunum. Auk þess er áhersla lögð á sögu, byggingasögu og arkitektúr húsanna. Að lokinni göngu er sest á kaffihús þar sem mönnum gefst færi á að ræða málin frekar. Sólsetursganga Náttúruskoðunarferð og útivist að kvöldi til er annar kostur sem Landnáma býður upp á í sumar. Gangan hefst við Gróttu þar sem farið verður yfir jarðfræði svæðis- ins, fræðst um fjörufuglana og notið ferskrar hafgolunnar. Frá Gróttu er gengið meðfram strandlengjunni og liggur leiðin meðfram Ægisíðunni og Reykjavíkurflugvelli inn að Öskjuhlíð. Þar verða skoðaðar rúst- ir seljabúskapar fyrr á öldum, farið í gegnum hemámssöguna og skoð- aðar rústir frá þeim tíma ásamt þvi sem fræðst verður um gróður og fjölbreytt náttúrufar Öskjuhlíðar. Áð lokum fara göngumenn í Perluna og fá sér kaffi og meðlæti. Leiðsögumaður í ferðunum er Gunnar Biering sem margir þekkja sem sérfræðing í nýburalækning- um við Landspítalann í áratugi en hann hefur um langt skeið verið áhugamaður um sögu Reykjavíkur og búskapar- og lífshætti, jarðfræði og náttúrufar landsins. Lágmarksfjöldi í báðum ferðum er tíu manns og verðið er 900 krón- ur fyrir utan kaffið. Grjótaþorpið er einn af viðkomustöðum í gönguferðinni um gömlu Reykja vík. DV-mynd Teitur Varnargarðar bættir Týnda borgin, Petra, er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem heimsækja Jórdaníu og þykir mikil upplifun að ganga í gegn- um þröngt gljúfrið inn í borg- ina. Gljúfurgangan er tveir kíló- I metrar og sums staðar eru að- eins tveir metrar á milli veggja. Þessi gönguleið þykir þó ekki með öllu hættulaus og drukkn- ; uðu til dæmis 23 ferðamenn í skyndiflóði sem varð árið 1963. Þá voru reistir varnargarðar en þeir þykja ekki nógu góðir og nú hafa yfirvöld heitið því að gera úrbætur á þannig að ferða- menn þurfi ekki að óttast um líf og limi á meðan þeir arka um hinu fornu borg. Öryggi ábótavant Alþjóðasamband flugmanna hefur sent ffá sér lista yfir flug- velli sem að þeirra mati stand- ast ekki kröfur um öryggi. Á listanum eru 150 flugvellir og þar af eru 15 sem fá svarta stjörnu og þykja beinlínis hættulegir vegna slæms aðbún- aðar. Meðal þeirra eru flugvell- ir í San Fransisco, Hong Kong, Wellington, Nice og Fornebu- flugvöllur í Ósló. Yfirlýsingu flugmannanna hefur víða verið mótmælt; meðal annars í San Fransisco og Wellington, og þar segja menn flugmenn fara yfir strikið því flugvellirnir standist alþjóðlegar kröfur um öryggi. 51 heillar þjófa Það fer víst ekki fram hjá neinum að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Frakk- landi nú um stundir. Ferðaiðn- aðurinn gerir það enda gott og : sjaldan hafa jafnmargir leigt sér bíl og nú. Frönsk yfirvöld hafa hins vegar sent frá sér viðvörun vegna bílaleigubila skráðra í Marne en þar enda númer þeirra jafnan á 51. Fólk er hvatt til þess að skilja ekki undir neinum kringumstæðum verðmæti eftir í bílunum og allra síst þeim með númerin nefnd hér á undan. í anda Lúðvíks XIV Eigi menn sér þann draum að skemmta sér eins og kóngafólk fyrr á tímum þá gefst tækifærið um næstu áramót til að láta hann ræt- ast. Þá v e r ð u r nefnilega haldinn konung- legur ára- mótadans- leikur í Versölum þar sem 650 gestir munu svífa um sali í dýrðlegum fögnuði; þ.e.a.s ef þeir eru tilbúnir að punga út 80 þúsund krónum fyrir herleg- heitin. Kvöldverðurinn verður byggður á gömlum matseðlum frá tíma Loðvíks XIV og síðan verður vegleg flugeldasýning á miðnætti. Dansleikurinn er op- inn öllum sem vilja borga eða þar til hámarksgestafjölda er náð. Miðapantanir eru í síma 33 1 43 591648 og sjálfsagt fer hver að verða síðastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.