Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 31
30 %elgarviðtalið
+
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 DV JO"V LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998
Qelgarviðtalið« ,
Heimir Karisson, innflytjandi í Englandi og fyrrum íþróttafráttamaður á Stöð 2 og Sjónvarpinu, á hægum batavegi eftir heiftarlega sýkingu:
Góö heilsa er eitt þaö dýrmœtasta sem viö eigum. Án mikils fyrirvara getur hún brost-
iö og gildir einu hvort fólk er ungt eöa komiö til elliáranna. Þetta fékk Heimir Karls-
son, fyrrum íþróttafréttamaöur og knattspyrnumaöur meö meiru, aö finna svo rœkilega
fyrir í vor. Hann er rétt aö komast af staö eftir aö hafa fengiö heiftarlega streptokokka-
sýkingu. Á tímabili var Heimi ekki hugaö líf, svo tœpt var ástand hans. Nú þarf hann
aö fara sér hœgt því hann gœti átt þaö á hœttu aö fá liöagigt í kjölfar veikindanna.
Nokkrir dagar eru síöan hann sleppti hœkjunum en um tíma gat hann eingöngu fariö
um í hjólastól. Viö áttum samtal viö Heimi þar sem hann sagöi okkur sólarsöguna,
hvernig þaö er fyrir fullfrískan mann aö upplifa slík veikindi, áhrif þeirra og hvaö
hann hefur veriö aö gera í Englandi.
Heimir hefur síðastliðin þrjú ár
búið í litlu þorpi utan við Hull í aust-
urhluta Yorkshire ásamt eiginkonu
sinni, Rúnu Guðmundsdóttur, og
tveimur dætrum og starfrækt þar
eigið fyrirtæki er nefnist Pure Tec
Ltd. Fyrirtækið sérhæfir sig í inn-
flutningi og sölu á vörum til sjón-
varpsmarkaða. Áður en við forvitn-
umst um fyrirtækjareksturinn og líf-
ið í Englandi skulum við fá Heimi til
að lýsa veikindunum. Frásögnin er
ævintýri líkust.
„Sem gamall knattspyrnumaður
veit maður það alveg hvernig er að
brotna, togna, slitna og rifna,“ segir
Heimir sem fann fljótlega að gömul
íþróttameiðsl væru tæpast að taka
sig upp.
r
Obærilegur verkur
„Þetta byrjaði með verk við ilina á
vinstra fæti. Fyrst datt mér kannski
í hug að ég hefði teygt á ilvöðva. Ég
veitti þessu ekki mikla athygli til að
byrja með en man að þetta gerðist
nákvæmlega klukkan 6 á laugardags-
kvöldi 7. mars síðastliðinn. Á tveim-
ur tímum breiddist verkurinn síðan
út og varð gjörsamlega óbærilegur.
Þá sannfærðist ég um að hér hlyti að
vera einhvers konar eitrun á ferð-
inni. Fóturinn var bókstaflega log-
andi.“ segir Heimir.
Fyrst var farið á slysavarðstofu í
Hull. Þar fékk hann þau svör
lækna að hann hlyti að vera
brotinn eða brákaður.
Ekki var hlustað á kenningar Heim-
is um að þetta gæti verið sýking og
var hann sendur heim. Þegar hringt
var í heimilislækninn hélt hann
fram sömu skýringum og kollegar
hans á slysavarðstofunni.
Settur í gifs
„Eg reyndi að sofa um nóttina en
með slökum árangri. Morguninn eft-
ir fór ég aftur á slysavarðstofuna. Þá
var tekin mynd en læknarnir sáu
ekkert athugavert við hana. Þeir
sögðu mér að sennilega væri þetta
brákun í beini og settu mig í gifs.
Enn reyndi ég að segja þeim að þetta
væri sýking. Minnsta mál hefði ver-
ið fyrir læknana að taka blóðprufu.
Þeir sögðu mér að tala við bæklunar-
deildina ef ég yrði enn slæmur næsta
dag. Sem ég og gerði.“
Á bæklunardeildinni var gifsið
tekið af og fótur-
inn skoðaður.
Ekkert sáu
læknarnir
athuga-
vert og
settu
Heimi aftur
í
Sögðu þeir
honum að
koma aftur eftir
þrjár vikur
Heimir segist i dag ekki geta annað
en hlegið að þessu því læknarnir
hafi á þessu stigi ekki viljað trúa því
að um sýkingu gæti verið að ræða.
Þegar hér var komið sögu var
mánudagurinn 9. mars runninn upp.
Um kvöldið fór hann að fá verk í
hægri fótinn. Þá segist hann endan-
lega hafa sannfærst um að sýking
væri á ferðinni.
„Ég hringdi í bæklunardeildina og
þar var bara sagt að ég væri með
harðsperrur í fætinum eftir að hafa
verið á hækjum í einn sólarhring. Ég
nennti nú ekki að tala meira við
þann lækni og fékk heimilislækni á
vakt til að skoða mig. Hann sagði
bara það sama. Þetta hlyti að vera
tognun eða í mesta lagi vírus. Þá
hringdi ég í minn eigin heimilis-
lækni og hann sagði það sama. Það
var ekki fyrr en ég heyrði í enn öðr-
um lækni sem hallaðist að því að ég
hefði rétt fyrir mér. Þá var kominn
miðvikudagur og ég búinn að vera
kvalinn í báðum fótum. Kvalirnar
voru þvílíkar að ég gat ekki einu
sinni verið með lak yfir fótunum,"
segir Heimir sem þarna var kominn
með hátt í 40 stiga hita.
Þvaaiö eins og appel-
sínulitað kók!
Síðdegis á miðvikudeginum var
heimilislæknir Heimis kallaður til.
Þá sá hann þvagsýni frá íslendingn-
um sem orðið var „eins og appelsínu-
litað kók“, svo vitnað sé i lýsingu
Heimis sjálfs. „Þá held ég að runnið
hafi á hann tvær grímur.“
Daginn eftir, fimmtudaginn 12.
mars, var Heimir lagður inn á
sjúkrahús, fimm dögum eftir að
hann fyrst veiktist. Þá var hann far-
inn að finna fyrir miklum verk í
vinstri axlarlið og ástandið orðið
virkilega alvarlegt. Við fáum Rúnu
til að lýsa fyrsta deginum á ríkis-
sjúkrahúsinu en þar gekk ýmislegt á.
„Loksins fékkst læknirinn til að
setja Heimi inn á sjúkra-
hús. Ég fór með hon-
um í sjúkrabílnum og hann kom á
sjúkrahúsið um hádegisbil. Þá var
hann lauslega skoðaður af lækna-
kandídat og yfirhjúkrunarkonu. Þeg-
ar ég fór frá honum um hálftvöleytið
sagði ég þeim frá nokkrum hlutum,
sem ég hafði miklar áhyggjur af og
vildi að sérfræðingur skoðaði sem
fyrst. Fóturinn á Heimi var eldrauð-
ur og heitur undan gifsinu, augun
voru gul og hann var með bullandi
hita,“ segir Rúna og þegar hún kom
aftur á sjúkrahúsið um kvöldið var
ekkert farið að hlúa að honum.
Þá varð ég brjáluð!
„Ég fór að skoða hann betur, var
sú eina sem skoðaði hann því ekki
gerðu læknarnir það. Þá var húðin
orðin gulleit og ástand hans rosalegt.
Ég spurði eftir lækni en enginn kom.
Ég gafst upp um níuleytið og varð að
fara heim út af stelpunum. Ég
hringdi síðan á sjúkrahúsið um ell-
efuleytið og þá var ekki enn farið að
gera neitt við hann. Þá var hann bú-
inn að liggja þarna fárveikur í 12
tíma án þess að nokkuð væri gert.
Þarna var mér sagt að ekkert yrði
gert við hann fyrr en morguninn eft-
ir, það væri svo mikið að gera og sér-
fræðingurinn farinn heim. Þá varð
ég gjörsamlega brjáluð. Ég sagði við
hjúkrunarkonuna að ef ekkert yrði
gert innan hálftíma þá kæmi ég á
sjúkrahúsið og myndi garga þar til
þakið fyki af húsinu,“ segir Rúna og
við þetta símtal var allt sett í gang
næsta hálftímann, sérfræðingurinn
ræstur út og Heimi var bjargað í bili.
Svæsin sýking
„Eg man ekkert eftir mér tvo
fyrstu dagana. Ég hef líklega ekki
verið langt frá því að deyja. Þegar
veikindin ná svona langt eru þau tal-
in lífshættuleg. Þetta er svæsin
streptokokkasýking og þegar hún
nær bólfestu með þessum hætti,
annað hvort í liðamótum eða líf-
færum, þá er djöfullegt að eiga
við hana. Hún getur valdið
miklum skaða og jafnvel
dauða,“ segir Heimir.
Sérfræðingar á sjúkrahúsinu
töldu að bakterían hefði farið í
gegnum gallveginn með
Fjölskyldan í Hull. Heimir og Rúna Guömundsdóttir ásamt dætrunum Thelmu Rún, sex ára, og Alexöndru Aldísi, þriggja ára.
Heimir Karlsson hefur veriö búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Englandi síö-
astliöin þrjú ár og starfrækt þar innflutningsfyrirtæki. Hann er á batavegi
eftir heiftarlega sýkingu í vor.
DV-myndir Andy Partridge
einhverjum hætti og út í blóðkerfíð. fimm stjörnu hóteli þarna á einka-
Því væri þetta hrein blóðeitrun. sjúkrahúsinu. Umönnunin sem ég
„Hver sem er getur orðið fyrir fékk á ríkissjúkrahúsinu var hins
þessu. Bakterían er á sveimi en lang- vegar ágæt. Hreinlætið er þó með af-
flestir ná að berja hana af sér. brigðum slakt,“ segir Heimir sem
Ónæmiskerfið sér um það. Ein- reyndar gefur eldhúsi ríkissjúkra-
hverra hluta vegna náði hún bólfestu hússins í Hull heldur lága einkunn.
í mér. Þetta er mjög sjaldgæft tiifelli. Hann kennir einkum fæðinu um að
Þannig sagðist heimilislæknirinn hafa misst ein 10-15 kíló.
minn ekki muna eftir nema einu „Hver máltíð var fjórrétta og þeir
öðru fyrir 15 árum á þessum slóðum. hver öðrum verri,“ segir Heimir og
Þetta eru alvarleg veikindi. Fólk sem hlær. Reyndar saknar hann kílóanna
hefur ekki mikið mótstöðuafl getur ekki svo mikið. Sum þeirra eru
hæglega dáið. Bakterían hefði getað nefnilega að koma aftur!
endað hvar sem er í líkama mínum. Fyrir utan kílóin sem fuku segir
Kannski voru heimatökin hægust að Heimir veikindin hafa breytt þanka-
komast í ökkla þar sem þeir eru gangi sínum. Þegar legið sé á sjúkra-
húsi í hálfan mánuð án hreyfingar sé
nægur tími til að hugsa.
„Þá getur maður raðað hlutunum i
forgangsröð. Það er ekki loku fyrir
það skotið að maður hafi vaknað upp
við vondan draum. Það er merkilegt
að svona nokkuð þurfl til að maður
ranki við sér í þessu daglega amstri.
Það var líka einkennileg tilfinning
að liggja svona hreyfingarlaus. Þá
kom í ljós hvað manni finnst eðlilegt
að geta gengið. Mér finnst það standa
upp úr að hafa ekki farið verr út úr
þessu. Þeir sem fá svona sýkingu í
líffæri eiga í þessu ævilangt. Ég á þó
von um bata,“ segir Heimir og tekur
veikindunum greinilega af mikilli yf-
irvegun.
Hætta á liðagigt
Eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í
tvær vikur fór hann heim til sín í lok
mars. Hann gat ekki gengið og varð
að fara um í hjólastól. Við tóku hækj-
ur sem enn eru innan seilingar.
„Ég er langt frá því búinn að ná
mér. Ætii það geti ekki tekið upp
undir ár. í kjölfar alls þessa get ég
fengið það sem kallast viðbragðsliða-
gigt. Líkaminn bregst þannig við.
Það veldur miklum kvölum. Ég er
annað slagið að fá mikla verki í fæt-
urnar en læknar vilja meina að það
lagist með tímanum. Þeir mæla ekki
með sérstakri endurhæfingu eða
þjálfun heldur þarf ég fyrst og fremst
að fara vel með mig. Tíminn og
kannski lyfin lækna þetta. Ég hef
misst mikið afl í fótum. Batinn er
samt afskaplega hægur og fyrir óþol-
inmóðan mann eins og mig er það
ekki skemmtilegt."
hálfónýtir eftir fótboltann," segir
Heimir en þakkar boltanum það að
hann er með sterkan likama að öðru
leyti.
Góð aðstoð að heiman
„í dag erfi ég það ekki við læknana
hvernig þeir tóku á þessu fyrst. Ég er
bara feginn að ekki fór verr. Konan
mín var hins vegar ekki alls kostcU"
sátt við meðhöndlunina. Þegar á
sjúkrahús var loks komið fylgdi hún
læknunum vel eftir og var hörð og
gerði þeim virkilega grein fyrir hvað
var á ferðinni. Hún á svo sannarlega
þakkir skildar. Með ákveðni sinni
við læknana má segja að hún hafi
bjargað lífi mínu,“ segir Heimir en
Rúna setti sig einnig í samband við
sérfræðinga á íslandi og fékk góð ráð
þaðan. Einkum þakka þau Birni
Guðbjömssyni, yfirlækni á Akur-
eyri, og Boga Jónssyni, bæklunar-
skurðlækni á Landsspitalanum, fyrir
þeirra aðstoð. Þeir vildu allt fyrir
þap gera. Þannig gat Rúna talað við
Björn þó hann væri á leiðinni í leik-
•hús kvöldið sem Heimir lá afskipta-
laus á sjúkrahúsinu.
Missti hátt í 15 kílá
Heimir fékk að kynnast muninum
.á ríkissjúkrahúsi og einkasjúkra-
húsi. Hálfum mánuði eftir að hann
kpm af ríkissjúkrahúsi var hann
lagður inn á einkasjúkrahús til að
skera upp annan fótinn og taka sýni.
Hafði hann þá gert sér grein fyrir að
hann væri með tryggingar fyrir
slíkri vist.
„Munurinn á þessum kerfum er
ótrúlegur. Það var eins og að vera á
útsendingu og hefur verið
byggður þannig upp að hann
er mjög trúverðugur. Það
eru engin læti og öskur
eins og tiðkast í sambæri-
legu sjónvarpsefni í Banda-
ríkjunum."
Einfaldari söluleiö
Heimir á í nokk-
urri samkeppni
við önnur fyr-
irtæki, þó ekki
eins mikla og
vænta mætti.
Hann út-
skýrir
hvers
vegna:
„Þetta
er sölu-
leið sem
sárafá
fram-
leiðslu-
fyrir-
tæki
hafa í
raun átt-
að sig á.
Okkur
hefur
tekist
ágætlega
að sér-
hæfa /
okk- /
urog
ég hef
getað j
byggt
á góð-
um
ein fárra sem komst inn í
sagnfræðideildina í háskól-
anum í Hull, eina þá
stærstu og virtustu i
Englandi. Hefur þar
þriggja ára BA-nám
næsta haust.
„Það er mjög fínt að
búa hérna, líkt og víðast í
Bretlandi. Við
höfðum eng-
L ar sér-
stakar
skoðan-
Nokkrir dagar eru síöan Heimir
sleppti hækjunum. Þær eru hins
vegar innan seilingar því dagar
koma sem hann fær slæma verki
fæturnar.
Ættingjunum brá
Fjölskyldan fór í páskafrí til ís-
lands og Heimir segir ættingjum og
vinum óneitanlega hafa brugðið þeg-
ar þeir sáu hversu alvarlega veikur
hann var.
„Þeir áttuðu sig sennilega ekki á
því hversu langt ég var leiddur fyrr
en þeir sáu mig. Maður var nánast
ósjálfbjarga, gat varla gengið, og
kannski áfall að sjá mann svona þeg-
ar maður hefur oftast verið eldhress
og hlaupandi í fótbolta hér og þar,“
segir Heimir. Hann segist eiga fjöl-
skyldum þeirra og vinum mikið að
þakka fyrir stuðninginn sem hann
fékk í veikindunum. Margir hafi
hringt í hann út og fylgst með fram-
vindu mála. Móðir hans kom út til
aðstoðar á meðan ástandið var hvað
alvarlegast. Heimir segir að hjálp
hennar hafi reynst honum og Rúnu
mikill stuðningur.
Sjónvarpsfólk
ekkert merkilegra
Næst víkjum við talinu að öðru.
Skiljanlega verður Heimir að hvíla
fótboltaiðkun um stund vegna veik-
indanna en hann segist verða að
sjálfsögðu límdur við skjáinn á með-
an HM fer fram í Frakklandi. Annað
hvort verði hann að loka fyrirtækinu
eða fá sér sjónvarpstæki á skrifstof-
unni!
Aðspurður hvort hann fái ekki
löngun til að lýsa leikjunum játar
Heimir að það muni óneitanlega
kitla. Ekki svo að hann vilji venda
kvæði um kross og leita uppruna
síns. „Aldrei skal maður þó segja
aldrei,“ segir hann, dularfullri
röddu.
„Sjónvarp er skemmtilegur vinnu-
staður en ég lít fyrst og fremst á
hann sem vinnustað. Margir breskir
kunningjar mínir hafa furðað sig á
þvi að ég skuli hafa hætt á skjánum
heima því þeir líta á sjónvarp og
sjónvarpsfólk sem merkúegan hlut,
líkt og reyndar flestir. í minum huga
er sjónvarpsfólk ekkert merkilegra
en annað fólk. Því miður eru alltof
margir í sjónvarpi á íslandi sem telja
sig yfir aðra hafna vegna þess að
þeir séu á skjánum reglulega. Stund-
um kom það manni á óvart því oft á
tíðum hefði maður haldið að það fólk
væri þokkalega vel gefið,“ segir
Heimir og gefur sumum kollegum
sínum fyrrverandi ekki háa ein-
kunn. Innan um sé þó margt ágætis-
fólk.
Heimir segir sjónvarpsfólk á ís-
landi mega taka kollega sína í
Bretlandi til fyrirmyndar eins og
Magnús Magnússon. Heimir seg-
ir látleysi og hógværð hans að-
dáunarverða og þar sé ekki ver- *
ið með neina stjörnustæla.
Fyrirtækið gengur vel
Eins og kom fram í upphafi rekur
Heimir innflutningsfyrirtæki og sel-
ur vörur til sjónvarpsmarkaöa og
pöntunarlista í Bretlandi og Evrópu.
Það var fyrir þremur árum sem hon-
um gafst tækifæri á að flytja til Eng-
lands og markaðssetja vörur í Bret-
landi, aðallega fyrir bandariskt fyrir-
tæki. Hann var þá búinn að vera
deildarstjóri íþróttadeildar Stöðvar 2
í áratug og siðar íþróttafréttamaður
hjá Sjónvarpinu, auk þess að leika
knattspyrnu og þjálfa. Hann segir
tíma hafa verið kominn á breytingar.
„Við byrjuðum smátt í þessum
rekstri en höfum verið að auka við
okkur. Flytjum líka inn vörur frá
Asiu. Þetta hefur gengið mjög vel. og
veltan verið að aukast jafnt og þétt,“
segir Heimir. Sjónvarpsmarkaðir
eru helstu viðskiptavinirnir og selja
þeir vörurnar frá Pure Tec nokkuð
grimmt. Til marks um hvað þetta er
stór markaður má benda á að einn
sjónvarpsmarkaður tók við milljón
símtölum í aprílmánuði sl. og af-
greiddi ríflega 40 þúsund pantanir á
einum degi.
„Sjónvarpsmarkaðir verða stöðugt
vinsælli i Evrópu þó að ekki hafi
þeir gengið of vel hjá Stöð 2 og Sjón-
varpinu. Forráðamenn þessara
markaða hafa áttað sig á því að það
þýðir ekkert að bjóða fólki eitthvað
drasl. Neytandinn í dag er svo vel
upplýstur. Sá markaður sem við eig-
um mestu viðskiptin við hefur tekist
mjög vel. Hann er sendur út í beinni
grunni eftir margra ára starf í sjón-
varpi. Það hefur hjálpað mér að meta
vörur sem koma inn á borð til okkar.
Maður getur gert sér betri grein fyr-
ir því hvort varan virki í sjónvarpi
eða ekki. Reynslan hefur einnig
hjálpað mér við að kynna hlutina
fyrir þessum sjónvarpsstöðvum,"
segir Heimir sem telur að íslensk út-
flutningsfyrirtæki mættu fara að
gefa þessari söluleið meiri gaum. Sér
vitanlega hafi eingöngu Alpan á Eyr-
arbakka selt vörur sínar í gegnum
erlenda sjónvarpsmarkaði.
„Oft á tíðum er þetta fljótari, auð-
veldari og ódýrari leið fyrir fram-
leiðslufyrirtæki heldur en að fara
hefðbundnar útflutningsleiðir. Þarna
fæst ókeypis auglýsing þar sem ekki
þarf að borga fyrir auglýsingatím-
ann. Markaðirnir kaupa vörurnar
frá framleiðandanum," segir Heimir
en hann vinnur nú í að koma vörum
Bláa lónsins á framfæri við sjón-
varpsmarkaði í Bretlandi. Hann tel-
ur ástæðu til að hvetja framleiðend-
ur á íslandi að hafa samband við sig.
Ef þeir telji sig hafa boðlega vöru fyr-
ir sjónvarpsmarkaði, bæði í Bret-
landi og á meginlandi Evrópu, þá sé
sjálfsagt að „kíkja á málið“.
Ánægð í Englandi
Þrátt fyrir veikindin segir Heimir
fjölskyldunni líða vel í Englandi.
Dætrunum, Thelmu Rún, 6 ára, og
Alexöndru Aldísi, 3 ára, líki lífið og
sömu sögu sé að segja um eiginkon-
una. Rúna hefur verið í undirbún-
ingsnámi fyrir háskólanám og var
irfram nema að hann væri heldur
fráhrindandi fiskimannabær. Það er
öðru nær. ímynd íslendinga um stað-
inn er alröng. Þetta er hinn snotrasti
bær og mörg falleg þorp í kring,“ seg-
ir Heimir sem er 15 mínútur að aka
til Hull frá þorpinu sem þau búa í.
Hægt að læra margt
af Bretum
Fjölskyldan hyggst búa áfram í
Englandi, enda ánægð með sitt.
Heimir segir umhverfið þar sem þau
búi vera barnvænlegt og skólakerfið
að mörgu leyti gott.
„Ég verð að segja að það er margt
í bresku samfélagi sem íslendingar
geta lært af. Siðleysið í íslensku sam-
félagi er rosalegt, bæði hvað varðar
pólitík, embættismannakerfið og við-
skiptalifið. Þetta hef ég svo sannar-
lega uppgötvað i þessi þrjú ár í Eng-
landi. Ég fylgist vel með pólitík og
fréttum hérna úti og sé hvernig tek-
ið er á málum. Heima á íslandi ríg-
halda menn í svona stöður svo lengi
sem þeir mögulega geta,“ segir Heim-
ir og telur að islenskir fjölmiðlar
mættu vera kraftmeiri. Vandamálið
sé hins vegar smæð íslensks samfé-
lags og þessi eilífi „kunningsskapur“
manna í millum.
„Annars hallar heldur á okkur í
samanburði á samfélögunum," segir
Heimir og nokkuð ljóst að ekki er
von á honum heim til íslands í bráð.
Hann segir heldur enga þörf á því,
svo lengi sem fjölskyldan getur haft
lifibrauð af því að búa úti. -bjb
<
t
*