Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 4 *JL fréttír Tugir manns lögskráöir á Haka RE meö bullandi sjómannafslátt: Hafnarstjórn krefst skýringa - formaður hafnarstjórnar Reykjavíkur segir skattamáliö sér óviðkomandi „Samkvæmt lögum verða þeir sem fara á sjó í atvinnuskyni að vera lögskráðir, þetta er m.a. spuming um tryggingamál," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjómar Reykjavíkur, um það að 30 menn eru lögskráðir á hafnsögubátana í Reykjavíkur- höfn. Þessi mál hafa verið mjög umrædd eftir frétt DV þess efnis að þessi fjöldi „sjómanna" sé á hafnsögubátum Reykjavíkurhafn- ar og ekki síst það að þeir skuli allir njóta sjómannaafsláttar sem er eingöngu hugsaður fyrir þá sem stunda alvöru sjómennsku. Miklir peningar eru í spilinu því hver sá sem fær fullan sjómanna- afslátt hefur upp úr krafsinu á þriðja hundruð þúsund króna á ári. Varðandi það hvort nauðsyn sé að allur þessi fjöldi manna sé lög- skráður samtímis segir Árni: „Það er algjörlega ópraktískt að rjúka alltaf til og afskrá menn, það fylgir því talsvert umstang, auk þess sem það er óframkvæm- anlegt með öllu að afskrá menn í hvert sinn em þeir stíga á land. Þetta er eitt mál en lögin um sjó- mannaafslátt er annað mál. Það hvort þessir menn eigi að njóta sjómannaafsláttarins er bara allt annað og auðvitað þyrfti það ekki að vera þannig að allir þeir sem eru lögskráðir njóti afsláttarins. En þeir verða að vera lögskráðir." - Er þörf á 30 mönnum í þessi störf í Reykjavík samtímis? „Mér finnst þeir vera dálítið margir og ég er reyndar ekki viss um að þeir séu svona margir. Fjöldinn kemur mér nokkuð á óvart vegna þess að ég hélt að það væru ekki svona margir menn í hafnarþjónustunni hjá okkur. Hins vegar hef ég beðið um að fá upplýsingar um þessi mál og að hafnarstjóri leggi fram greinar- gerð fyrir hafnarstjóm í næstu viku.“ Vegna þess að lögskráðir hafn- sögumenn njóta skattaafsláttar segir Árni að það sé Reykjavíkur- borg óviðkomandi. „Þetta skattamál er auðvitað ekki mál borgarinnar eða hafnar- innar, þetta er nokkuð sem okkur kemur i rauninni ekki við. En sá mannskapur sem við þurfum að hafa á bátunum verður að hafa lögskráningu, m.a. út af atvinnu- öryggi og tryggingum," segir Ámi Þór. í viðtali við Ragnheiði Hákonar- dóttur, for- mann hafn- arstjórnar á ísafirði sem birtist í DV, var haft eftir henni að hafnar- Árni Þór stjórinn í Sigurðsson. Reykjavík væri lögskráður á hafnsögubátana eins og hafnarstjórinn á Isafirði. Árni Þór sagði þetta algjörlega út í bláinn og er því hér með komið á framfæri. DV hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð Geirs Haarde fjár- málaráðherra í því ljósi að gífur- legar skatttekjur eru undir í mál- inu. Geir svaraði ekki skilaboðum og lét ekki ná í sig. -gk Hrappur hlífir vegakerfinu - grjótflutningar sjóleiðina frá Geldinganesi í Örfirisey Einhver mesta framkvæmdin í Reykjavíkurborg þessa stundina er ol- íuskipahöfh og stækkun á Örfirisey á vegum Reykjavíkurhafiiar fyrir 550 milljónir króna. í ár er unnið fyrir 280 milljónir. Hér er um að ræða bygg- ingu Eyjargarðs þar sem stór olíu- skip, allt að 200 metrar á lengd með 40 þúsund tonna burðargetu, munu eiga athvarf við bryggju í framtíðinni, í stað þess að híma úti á legunni í mis- góðum veðrum við talsvert óöryggi við löndun. Löndun við bryggju flýtir verkinu því hægt er að losa margar tegundir í einu. Þetta þýðir að tilkostn- aður olíufélaganna lækkar til muna og ætti því að koma út i betra verði á elds- neyti. Hitt verkefinð í Örfirisey er út- færsla vestan Grandagarðs, landvinn- ingar sem einnig eru mikið verkefni, þar sem dýrmætar atvinnulóðir skap- ast. Reykjavíkurhöfn hefúr stækkað land um 15 hektara á þessum slóðum á síðustu tveim áratugum. „Grjótið kemur frá vinsælu svæði, Geldinganesi, þar erum við búnir að opna grjótnám og grjótið í garðinn er að mestu flutt sjóveginn. Við buðum þetta út og verktakanum var gert að flytja meginhluta efnis sjóleiðina, enda eru flutningar á grjóti og möl vandamál í umferðinni,“ sagði Jón Þorvaldsson, yfirmaður tæknideildar Reykjavíkurhafnar, í samtali við DV. Verktakinn er Suðurverk hf. á Hvols- velli. Pramminn fékk nafhið Hrappur og siglir hann 2 til 4 ferðir á dag með efni til Örfiriseyjar auk þess að sigla með efiii inn í Laugames þar sem sorpdælustöð á vegum borgarinnar er í byggingu. Ef menn leika sér meö tölur má ætla að flutningm- á 100-120 þúsund rúmmetrum af efni þýddi að vörubíl- ar færu 10-12 þúsund ferðir á miili Geldinganess og Örfiriseyjar. Vega- lengdin fram og til baka er um 30 kíló- metrar. Heildarakstur hefði því orðið allt að 360 þúsund kílómetrar. Sú vegalengd er álíka og frá jörðu til tunglsins! Efhisflutningaprammar Sveinbjöms Runólfssonar verktaka og Björgunar hf. em líka í fórrnn með möl og þar bætist við um það bil hálf leið til tunglsins með sömu reiknings- aðferð. Byrjað var á að dýpka í olíuhöfn- inni 1997 og 150 þúsund rúmmetrar notaðir í uppfyllingu í garðinn, botn- inum var lyft með besta efninu. Síðan komu aðrir 150 þúsund til viðbótar af grús, og loks grjótgarður, sem er 100 þúsund rúmmetrar. Um 90% af grjót- inu koma sjóleiðina til Örfiriseyjar eins og fyrr sagði. Næsta haust verð- iu olíuskipahöfnin tilbúin í eynni og þar verða öll olíufélög landsins með geyma sina, nánast allar eldsneytis- birgðir íslands á einum stað. -JBP Framkvæmdastjóri sjúkrahússins í Neskaupstað um rekstrarvandann: Vantar meira fé í reksturinn - miðað við umfang þeirrar þjónustu sem veitt er Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Rekstrargrunnur sjúkrahúsins er rangur, það vantar meira fé í hann miðað við reksturinn," sagði Krist- inn ívarsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins í Neskaupstað, við DV. „Nú er verið að vinna að því að endurskoða grunninn og finna lausn á fjárhagsvanda stofnunarinn- ar í góðri samvinnu við heilbrigðis- ráðuneytið." Eins og blaðið greindi frá í gær er 45 milljóna króna halli á sjúkrahús- inu samkvæmt 8 mánaða milliupp- gjöri. Kristinn sagði að mikið hefði verið unnið í hagræðingarmálum á sjúkrahúsinu. „Við erum búin að gera það sem við getum gert,“ sagði hann. Kristinn sagði að á sl. tveimur árum hefði orðið um 25 prósenta aukning á starfsemi sjúkrahússins. Nú stefndi í að innlögnum myndi fjölga úr 730 í um 1050 á þessu ári. Sú aukning væri alls staðar af Aust- urlandi. í fyrra hefðu verið keypt tæki á stofnunina, þ. á m. tæki til lungnaskoðunar, ristil- og maga- speglunar, smásjáraðgerða og lið- speglana. „Tilkoma þessara tækja hefur sparað um 220 ferðir til Reykjavíkur á þessu rúma ári sem þau hafa verið í notkun. Það er gríð- arlegur spamaður fyrir þetta land- svæði að geta annast þessar rann- sóknir sem fólk þurfti áöur að sækja suður til Reykjavíkur." Kristinn sagði að kaup og endur- nýjun á búnaði á síðasta ári hefðu kostað um 14 milljónir króna. Þar af hefðu um 5 milljónir verið gjafafé. „í sumar lokuðum við tíu rúmum en það höfum við ekki gert áður. Lokanir af þessu tagi spara ekkert. Menn eru þá bara sendir á á sjúkra- hús í Reykjavík sem eru yfirfull fyr- ir. Öllum þeim sem að þessu máli koma er mikið í mun að þessum sí- fellda hallarekstri linni. En það er ekki hægt, nema með því að auka fjármagn til sjúkrahússins eða þá með því að skera niður og breyta eðli stofhunarinnar." -JSS Hver getur betur? Undirbúningur er miklu meira en hafinn hjá ríkissjónvarpinu vegna spumingakeppninnar Gettu betur. Þó hafa ýmis vandkvæði skapast vegna mis- munandi skoðana á því hver eiga að vera spyrill keppninnar á næsta ári. Þeir sem helst koma nú til greina eru Hall- dóra Geirharðs- dóttir skemmti- kraftur, Þorfmn- ur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, og Leifur Hauksson, yfirmaður dægurmála- útvarpsins. Ekki era þó allir sam- mála um hver þessara aðila eigi að hreppa hnossið og eru mjög skiptar skoðanir meðal framhaldsskóla- nema um málið. Þess má geta að nokkram aðilum hefur verið boðin staða dómara keppninnar en allir hafa hafnað góðu boði, minnugir örlaga fráfarandi dómara... Sigríður inni Enn hefúr fækkað i þingflokki Alþýðubandalagsins og er nú ríf- lega helmingur þeirra sem voru í honum upphaflega eftir. Þar á með- al er þingmaður Al- þýðubandalagsins á Reykjanesi, Sigríð- ur Jóhannesdótt- ir. Mikillar óá- nægju hafði gætt meðal hinna og þessara með Sig- ríði og var búið að ákveða að skipta henni út og finna hæfari frambjóðanda. Það var þó ákveðið á elleftu stunda að halda henni, enda voru menn hræddir um að Sigríður myndi yfirgefa Alþýðubandalagið og skilja 2-3 eftir í þingflokknum. Það var því sjálfur formaðurinn, Margrét Frímannsdóttir, sem ákvað að bjóða Siggu að vera áffarn en bara ef hún yrði stillt og góð... Kári fluttur heim Þeir sem eru að rótast í manntal- inu á Netinu hafa tekið eftir að um- talaðasti íslendingur tíunda áratug- arins, Kári Stefánsson, vísinda- maður og læknir, er sagður með lögheim- iii í Bandaríkjunum. En líklega er þjóð- skráin ekki upp- færð og leiðrétt nema endrum og eins því Kári hef- ur, að eigin sögn, flutt lögheimili sitt frá Bandaríkjunum eftir 20 ára búsetu í því landi, aö Víðihlíð 6 í Fossvogi, í hverfið sem kallað hef- ur verið „milli lífs og dauöa“, enda er það á milli Sjúkrahúss Reykja- vikur og Fossvogskirkjugarðs ... Bitur reynsla Ákveðið mun að auglýsa feitt starf forstjóra veitustofnana borg- arinnar. Þetta þykir mörgum und- arlegt í því ljósi að þegar hefur ver- ið ákveðið að tjalda- baki að Guðmund- ur Þóroddsson hljóti hnossið. Eins og DV greindi frá er hugur meðal sjálfstæðismanna að háeffa veitu- ;stofnanirnar. Vil- __ hjálmur Vilhjálms^ son, borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna, mun þó ekki sammála fé- lögum sínum. Hann mun vera minnugur þeirrar bitru reynslu sem sjallar búa enn að eftir mislukkaða háeffun Strætó sem hann á þeim tíma varaði mjög við. Það mun því hafa verið ofsagt í Sandkorni aö Vilhjálmur hafi verið á móti háeffun vegna vináttu við Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- mann Hitaveitunnar... n Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.