Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 62
74 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV myndbönd w Out to Sea: Ellismellir á kvennafari ★★ Herb (Jack Lemmon) syrgir eiginkonu sína til hátt í fimmtíu ára. Góðvinur hans, Charlie (Walter Matthau), er grallari mikill og gerir hvað hann getur til að hressa hann við. Þótt Herb sé tregur til tekst Charlie á endanum að gabba hann með sér í reisu á glæsilegu skemmtiferðaskipi. Þegar Herb er kominn um borð fær hann fyrst að vita að þeir félagar hafa tekið að sér að vera dans- herrar einstæðra kvenna (af öllum stærðum og gerðum). Líst Herb bölvanlega á stöðu mála þar til hann heillast af einum dansfélaganum. Charlie er aftur á móti í leit að moldríku og glæsilegu fómarlambi. Þótt hér sé ekki um neina stórmynd að ræða er hún miklu betri en ég þorði að vona. Hún er að vísu ekki mjög fyndin en maður brosir þó út i annað myndina á enda. Þá er rómantíkin í brennidepli, en ólíkt venjunni eru elskendumir á gamalsaldri (karlarnir hið minnsta). Enda er myndin nokkurs konar fantasía til handa eldri karlmönnum i kvennaleit, þótt við hin getum vissulega haft töluvert gaman af. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Martha Coolidge. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Jack Lemmon, Dyan Cannon og Gloria De Haven. Bandarísk, 1997. Lengd: 102 mín. Öllum leyfð. -bæn Go now: íf|> Ást og MS ★★★ Robert Carlyle vakti athygli með túlkun sinni á hrottanum Begbie í Trainspotting og öðlað- ist síðan heimsfrægð í hlutverki atvinnulausa verkamannsins sem platar félaga sína til að strippa með sér i The Full Monty. Útgáfa Go Now á myndbandi er tilraun til að svara eftirspurn eftir honum, en hún er myndin sem hann gerði næst á undan Trainspotting. Hann leikur hér þennan venjulega breska lágstéttarmann - verkamann sem spilar fótbolta og stundar pöbbinn með félögunum. Hann kynnist konu og verður ástfanginn, en síðan kemur í ljós að hann er með MS. Eftir því sem honum versnar verður sambúðin erfiðari, en hún reynir þó að standa með honum eftir bestu getu. Robert Carlyle er sennilega besti leikari Bretlandseyja um þessar mundir og virðist hafa algjört vald á tilfinningatúlkun, sem nýtist honum til fulls í þessari mynd. Juli- et Aybrey feliur eðlilega í skuggann þrátt fyrir að standa sig vel í hinu aðalhlutverkinu, eins og James Nesbitt (sem einnig lék í nýlegri mynd leikstjórans, Welcome to Sarajevo) í hlutverki besta vinarins. Myndin spannar alit tiifinningasviðið og fer látlaust og fumlaust milli gráts og hláturs. Bretar eru sérfræðingar í að snerta á erfiðum málum án þess að drepa áhorfandann úr leiðindum eða hella yfir hann væmni og Go Now er gott dæmi um það. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Juliet Aybrey og James Nesbitt. Bresk, 1995. Lengd: 82 mín. Öllum leyfð. -PJ Hároínes: Stjörnudraumar ★ Jeanne er hiédræg stelpa með mikla tónlistar- gáfu. Besta vinkona hennar, Johanna, er hins veg- ar framhleypin með afbrigðum. Þegar þær taka þátt í söngkeppni fer Johanna því og syngur lag Jeanne. Vinur þeirra fær að hljóðblanda og laum- ast til að setja söng Jeanne í staðinn. Þær vinna keppnina og við tekur mikiil frægðarferili þar sem Johanna þykist syngja lög Jeanne, sem stendur með gítarinn í bakgrunninum og syngur svo lítið beri á. Þegar líða tekur á samstarfið fara brestir að komast í það. Báðar eru óánægðar með hlutskipti sitt og það reynir æ meir á vinskapinn, sérstaklega eft- ir að Johanna fer að sökkva sér í kynlíf og dópneyslu. Þetta franska drama um frægð og vináttubönd ristir ekki mjög djúpt og er lítið meira en hefðbundin melódramatisk unglingafantasía. Krakkarn- ir geta þó kannski lifað sig inn í þetta og fengið útrás fyrir stjömu- dagdrauma sína, og tónlistin er allavega svolítið skárri en hjá Spice Girls. Leikararnir standa sig ágætlega, þrátt fyrir þunna persónusköpun. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Gérard Krawczyk. Aðalhlutverk: Virginie Ledoyen og Maidi Roth. Frönsk, 1997. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Sphere: Sálkönnuðir undir- djúpanna $ ★★ Risavaxið geimskip finnst á botni Kyrrahafs- ins, en þar hefur það legið i yfir þrjár aldir. Mönn- um þykir því líklegt að það eigi uppruna sinn utan úr geimnum og telja jafhvel að geimverur kunni að leynast innan þess. Virtur sálfræðingur að nafni Norman Goodman (Dustin Hoffman) er höfundur mikilvægrar skýrslu um áhrif kynna af geimvemm. Hann er því fenginn til aðstoðar ásamt öðram mikilsvirtum fræðingum er hann fjallar um í skýrslu sinni. Þegar þeir hverfa svo niður í djúpið er ótt- inn við hið ókunna ekki hið eina er angrar þá, heldur einnig óupp- gerðar sakir fortíðarinnar. Sphere tilheyrir geira kvikmyndanna er gefið hefur af sér fjölda afbragðsmynda, sbr. Alien-myndaröðina. Þessi er þó ööravísi að því leytinu til að hún treystir ekki á sýnilega ófreskju (viðbjóðslega en um leið heillandi), heldur sálfræðilega spennu persóna gagnvart eigin sjálfi, samferðarfólki og hinu ókunna. Myndin getur þó vart talist frumleg og minnir um margt á Event Horizon (1997). Ólíkt þeirri mynd tekst Sphere aldrei að byggja upp þá sálfræðilegu spennu er hún ætlar sér. Myndin bætir því litlu víð sí- kvikan heim vísindaskáldskaparins en er engu að síður sæmileg af- þreying. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Barry Levinson. Aðalhlutverk: Peter Coyote, Dustin Hoffman, Sharon Stone og Samuel L. Jackson. Bandarísk, 1998. Lengd: 134 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Ætli íslensk tunga hafi nokkuð yfir að ráða orði sem nær merkingu hins enska „gangsters"? Orðið mafiósi er ekki einungis of tengt hinum sikileyska upprana mafiunn- ar því einnig má finna „gangstera" utan hefðbundinna mafía. Hann til- heyrir þó ávallt ákveðnu glæpa- gengi (sbr. ,,gang“) og er því ekki sjálfstæður glæpamaður eða bófi. Slík orð ná því engan veginn inn- taki enska orðsins. Ég hef ákveðið að nota hér heitið glæpon, þótt það sé náskylt orðinu glæpamaður, þar sem það býr yfir sambæriiegum nostalgíuljóma og „gangster" (ólíkt ,,criminal“/glæpamaður). Glæpa- menn þekkjum við hér á íslandi sem og annars staðar, en hérlendis finnast glæponar einungis í erlend- um bíómyndum. Kannski það út- skýri hvi íslendingar eiga ekki orð yfir „gangstera". Frumkvöðlar Við upphaf fjórða áratugarins öðl- uðust glæponamyndir miklar vin- sældir og fyrstu meistaraverk geirans urðu tU. The Public Enemy (1931) og Scarface (1932) þykja báðar í dag meðal helstu gimsteina kvik- myndasögunnar. Þá búa þær yfir tveimur ólíkum grannmynstrum glæponamynda samtimans. Scarface (Paul Muni) kemst alia leið á toppinn en ofmetnast og eyðir sjálfúm sér og fjölskyldu á endan- um. Tom Powers (James Cagney), úr The Public Enemy, öðlast einnig frama innan glæpaheimsins en átt- ar sig á villu sins vegar áður en yfir lýkur. Það bjargar honum hins veg- ar ekki frá grimmilegum dauðdaga. Báðar myndirnar voru fordæmdar fyrir að upphefia glæpona, þótt und- irstrikað væri í byrjun þeirra að ekki væri ætlunin að fegra ímynd þeirra heldur að varpa ljósi á hegð- un glæpona í samfélagslegu sam- hengi. Scarface þótti einnig brjóta öll mörk yelsæmis í útfærslu ofbeld- isatriða. Áttu myndirnar sinn þátt í því að Hollywood neyddist til að setja á fót ritskoðun þar sem áhrifa- miklum samfélagshópum ofbauð efni þeirra. Ljóst þykir að myndim- ar hefðu ekki fengið sýningarleyfi eftir að ritskoðuninni var komið á árið 1934. Það ætti því ekki að koma á óvart að glæponamyndir skyldu leggjast af um stundarsakir. Endurreisn Frjálsræði kvikmyndagerðar- manna jókst samfara frelsishugsjón The Godfather. Marlon Brando í hlutverki Don Corleone. Klassísk myndbönd The Public Enemy: ^ **** Ógnvaldur almennra borgara Rakinn er æviferill æskufélag- anna Tom Powers (James Cagney) og Matt Doyle (Edward Woods). Við kynnumst þeim strax á unga aldri sem miklum grölluram. Undir for- ystu Toms leiðast þeir smátt og smátt út á glæpabrautina. Þegar komið er að fyrri heimsstyrjöldinni eru þeir orðnir þekktir smákrimm- ar. Jafnframt verður Tom höfuð fiöl- skyldu sinnar, þar sem faðirinn er látinn og eldri bróðirinn, Mike (Donald Cook), heldur með banda- ríska hernum til Evrópu. Þegar áfengisbanninu er komið á tekur veldi félaganna heldur betur að dafna. Þeir vaða nú í peningum og kvenfólki og geta keypt sér hvað sem þá lystir. Þegar Mike kemur loksins heim frá Evrópu er hann lítt sáttur við lífsmynstur bróður síns. Móðirin reynir að koma á friði þeirra á milli. Fjölskylduvandamál- in verða þó hjóm eitt þegar út brýst stríð á milli glæpaflokka og setið er um líf félaganna Toms og Matts. Leikstjóri myndarinnar, William A. Wellman, var mikill ævintýra- maður. Hann var flugmaður í fyrri heimsstyrjöldinni og vann fyrir sér sem áhættuflugmaður að henni lok- inni. Hann sat þó ekki í stjórnklef- anum heldur gekk út á vængi flug- véla. Enda hóf hann kvikmyndafer- ilinn sem leikari. Hann áttaði sig þó fljótlega á þvi að betur færi um hann í sæti leikstjórans. Drauma- verkefni hans var kvikmyndin Wings (1927), sem hann byggði á eig- in reynslu úr fluginu og býr yfir mögnuðum flugsenum. Hlaut mynd- in fyrstu óskarsverðlaun sögunnar. The Public Enemy gerði hann árið 1931 og vakti hún strax mikla at- hygli. Frammistaða hins óþekkta James Cagney þótti mögnuð og varð hann að stjörnu svo að segja sam- stundis. Myndin er þó fiarri því að vera jafn hrottaleg og af er látið. Wellman beitir nefnilega þeirri tækni að vísa til ofbeldis frekar en að sýna það á tjaldinu en slík nálg- un er ekki síður áhrifamikil. Mynd- in reynir umfram annað að skýra þátt samfélagsins í sköpun glæpona á borð við Tom Powers. Samfara þvi James Cagney leikur Tom Powers og var frammistaða hans lofuð. tekur hún þátt í sköpun nýrrar kvikmyndategundar - glæpona- myndai'innar. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: William A. Wellman. Aðalhlutverk: James Cagney og Edward Woods. Bandarísk, 1931. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.