Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 34
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JjV 34 %ilgarviðtal Snorri Þorgeirsson krabbameinslæknir og Unnur Pétursdóttir krabbameinssérfræðingur eru gagnrýnin á frumvarp um miðiægan gagnagrunn: Islendingar lítilsvirtir „Gallinn við umrœðurnar er að sumir líta á okkur sem gagnrýnum þetta frumvarp eins og við séum á móti ís- lenskri erfðagreiningu. Það er bölvuð della. Það verður að aðskilja þessi mál. Ég óska Kára alls hins besta og það er engin ástœða til annars en að œtla að fyrirtœkið blómstri með eða án þessa miðlæga gagnagrunns. “ Umræðan um heilbrigðismál hefur ver- ið alls ráðandi í íslensku þjóðlífi und- anfamar vikur og mánuði. Og aldrei þessu vant er umræðan um gróða- möguleika í krankleika íslendinga og ættartölu og hvernig best sé aö beisla og nýta þá auðlind sem uppgötvuð hef- ur verið með tilkomu erfðarannsókna og líf- iðnaðar. Islensk erfðagreining var lengi vel eina fyrirtækið sem kom að þessari umræðu en í ágúst kom fram nýtt fyrirtæki, Urður Verðandi Skuld. Einn af stofnendum þess fyr- irtækis er Snorri Þorgeirsson, krabbameins- læknir við National Institute of Health í Bandaríkjunum. Helgarblað DV tók hús á Snorra og konu hans, Unni Pétursdóttur, sem einnig starfar á NIH, á heimili þeirra í Bethes- da í Maryland. í nóbelshúsi Snorri og Unnur komu til Bandaríkjanna árið 1972 og ætluðu að búa þar í þrjú ár. En... þau eru þar enn. Þau eiga tvö böm, Sif, 26 ára, og Krist- ján, 18 ára. Sif lauk nýlega lögfræðinámi og Kristján hélt til New Hampshire til náms við Dartmouth College. „Þannig að við erum orðin alein í kotinu,“ segir Unnur. Fyrst í stað bjuggu þau í Washington DC en fljótlega fundu þau hús í Bethesda í Maryland skammt frá Washington. „Við fluttiun inn í þetta hús 1975 í október. Hér höfum við verið síðan. Þetta hús er svolítið merkilegt að því leyti að það var Sarah Stewart, vísindakona á NIH, sem byggði það með fóður sínum. Hún var vel þekkt vísindakona og m.a. tilnefnd til nóbelsverðlauna. Hún vildi selja hús- ið og flytja til Flórída. Við komum hér með dótt- ur okkar þriggja ára og þegar hún sá stelpuna ákvað hún að selja okkur þetta hús. Við áttum enga peninga og höfðum ekki efni á að kaupa það en hún var með þetta skuldlaust og sagðist vilja að það væra vísindamenn á NIH sem ættu þetta hús. Það varð úr,“ segir Unnur og Snorri bætir við: „Ég held nú að við höfúm fengið hús- ið út á Sif.“ Skyldu þau vera á leiðinni heim? „Það em allir íslendingar á leiðinni heim en sumir fara sér mjög hægt. Okkur þykir óskap- lega vænt um ísland og eigum okkar bestu vini á íslandi. Við fylgjumst vel með hvað er að ger- ast þar. Með stofhun þessa nýja fyrirtækis tengj- umst við landinu ennþá meira,“ segir Snorri. Staðið frammi fyrír stórmáli Snorri segir að ísland sé kjörið fyrir líftækni- iðnað. „Við teljmn að það séu mun meiri möguleik- ar en menn virðast í upphafi hafa haldið," segir Snorri. „Þama er greinilega pláss fyrir fleiri en eitt, fleiri en tvö fyrirtæki. Auðvitað hefur mik- il umræða spunnist kringum miðlæga gagna- granninn. Ég held að í þessari umræðu sé mjög mikið atriði að menn aðskilji gagnagrunnsffum- varpið frá íslenskri eriðagreiningu. Allir vilja þeim vel og tvímælalaust er æskilegt að það fyr- irtæki blómstri. Það er þó ekki samasemmerki þar á milli. Umræðan um gagnagrunninn er í raun stór- mál sem snertir marga fleti íslenska þjóðfélags- ins og líka samskipti íslands viö útlönd. ísland er í þessu máli undir alþjóðlegri smásjá. 1 raun og vera era íslendingar tíu árum á undan flest- um öðrum þjóðum í sambandi við þessi mál, þ.e. hvemig eigi að geyma svona upplýsingar; hver eigi að hafa aðgang að þeim og hver eigi heilsu- farsupplýsingar. Það er stór spuming í hugum margra hvort það sé rétt að eitt fyrirtæki hafl þær undir höndum og hafi einkarétt á nýtingu allra þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem era geymdar í sjúkraskýrslum. Flestar þjóðir sem ég þekki til hafa geymt upp- lýsingamar í aðskildum og ótengdum gagna- grunnum og allir sem ég hef talað við segja það vera langöraggustu geymsluna. Árið 1997 var gerð úttekt á heilbrigðismálum á íslandi af heilbrigðisráðrmeytinu. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að allar þær upplýs- ingar sem snertu heilsu og heilsugæslu væra langöruggastar og best geymdar á þeim stöðum þar sem þær væra skráðar og ekki færðar neitt annað. Þar var þetta skýrt tekið ffarn. Núna er „Þetta er ekki sveitapólitík," segir Snorri, „og ég er ekki viss um að íslendingar geri sér grein fyrir því að það er virkilega horft til þeirra núna. íslendingar verða dæmdir ef þeir gera einhverja vitleysu í þessum rnálurn." DV-myndir E.ÓI. allt annað upp á teningniun. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisráðherra skýri ítarlega breytinguna á afstöðu ráðuneytisins til gæslu upplýsinga sem snerta heilsu og heilsugæslu." Hvemig mun það koma við starfsemi UVS ef íslensk erfðagreining fær einkaleyfi á miðlæg- um gagnagrunni? „Eins og frumvarpið er í dag mun það ekki hjálpa til við uppbyggingu annarra fyrirtækja í líflækniiðnaði. Það er verið að tala um mjög miklar og viðkvæmar upplýsingar og ekki vel skilgreint hvað í þessu felst. Það þýðir að fyrir- tækið sem hefur einkaleyfið getur farið á erlend- an fjármagnsmarkað og sagt: „Við erum með einkaleyfi á heilsufarsupplýsingum heillar þjóðar." Það gerir það erfiðara fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna á þessu sviði, en ekki ómögulegt, að draga fjármagn heim til íslands því að sjálfsögðu verða öll fyrirtæki sem á ís- landi era að leita á alþjóðafjármálamarkað. En við höldum auðvitað áffarn. Forsætisráð- herra hefur sýnt að hann er hlynntur þessari starfsemi og vill hjálpa uppbyggingu á liftækniiðnaði á íslandi. Það er mjög lofsamlegt. Ég tel að ítarleg endurskoðun framvarpsins sé nauðsynleg. Það er ekki ólíklegt að með breytingum sé mögulegt að gera frumvarpið svo úr garði að það hvorki skerði starfsemi annarra liftæknifyrirtækja á íslandi né komi í veg fyrir trygga varðveislu heilsufars- og persónuupplýsinga. En til að svo verði þarf að sjálfsögðu meiri tíma til umfjöllunar, enda er engin ástæða til þess að flýta sér með slíkt stórmál," segir Snorri. Stórar spumingar um siðferði Snorri og Unnur era hissa á umræðunni. Þau segja að erfitt sé að halda uppi málefnanlegri umræðu ef öll gagnrýni á ffumvarpið er túlkuð sem gagnrýni á og andstaða við íslenska erfða- greiningu. Einnig era þau undrandi á því hvað þingmenn hafa lítið haft sig í frammi í umræð- um um málið og ennfremur að fjölmiðlar hafl ekki þrýst meira á þá að láta skoðanir sínar i ljós. Snorri segir upphaflega frumvarpið hafa ver- ið allhrikalegt en skref til bóta hafi verið stigin með endurskoðun þess. Hann telur þó að ræða þurfi mun lengur hvað felist í frumvarpinu og hvaða áhrif það muni hafa á stöðu líftækniiðn- aðar á íslandi og einnig ásýnd íslands á alþjóða- vettvangi. Sem dæmi um mál sem þurfi meiri skoðunar við nefnir hann gagnagrunna Hjarta- vemdar og Krabbameinsfélagsins. I endurskoð- uðu ffumvarpi era Hjartavemd og Krabba- meinsfélagið ekki skyldug til að veita sérleyfis- hafa aðgang að gagnagrunninum en Snorri seg- ir að engu að síður sé margt varðandi það mál sem orki tvímælis í framvarpinu. „Það má vel vera að þetta sé allur leikurinn. Að minnsta kosti eru margir af vinum mínum í fjármálaheiminum sem telja það mjög líklegt. Að það verði aldrei byggður þessi gagnagrunnur. Það sé bara verið að fá einkaleyfi til að selja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.