Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 55 Beinttil New Orleans Flugfélagið Air Canada ætlar að hefja daglegt flug á milli Toronto og New Orleans þann 26. október. Yfirvöld í New Orleans bjóða flugfélögum afslátt á lend- ingargjöldum til þess að laða að fleiri ferðamenn og ráðstefnu- haldara. Air Canada er fyrst flug- félaga til þess að taka þessu boði. ferðamenn Jórdanía hefur ekki verið með- | al vinsælustu ferðamannalanda en þai- í landi hafa menn hins vegar mikinn áhuga á auknum straumi ferðamanna. Á næstu árum er ráð- gert að kynna sér- staklega 50 staði sem tengjast sögum úr Biblíunni. Það var sjálf Noor Jórdaníudrottning sem ýtti verk- efninu úr vör þegar hún ávarp- ' aði stóra ferðamálaráðstefnu í Los Angeles á dögunum. Meðal þeirra staða sem kynntir verða er staðurinn þar sem talið er að Jóhannes skírari hafi skírt Jesú, | gröf Mósesar við íjalliö Nebo og Isvæðið þar sem talið er að Jesús hafi dvalið í fjörutíu daga eftir skímina. Bestu náttúrulífs- myndirnar í dag verður opnuð sýning á bestu náttúrulífsmyndum ársins í Náttúrugripasafninu (Natural History Museum) í London. Alls bárust dómefhd 20 þúsund mynd- ir frá 60 löndum. Alls voru vald- ar 150 myndir sem verða á sýn- ingunni. Sýningunni lýkur í lok febrúar á næsta ári. Ný lest í Kaupmannahöfn Farþegar á Kastrupflugvelli sem vilja komast til miðborgar Kaupmannahafhar geta nú tekið lest og tekur ferðin aðeins um tíu mínútur. Lestin fer þrisvar á klukkustund og kostar fargjaldið rétt tæpar tvö hundruð krónur. Þá er reiknað með að hraðlestin frá nýja flugvellin- um í Osló, Gardemoen, hefii ferðir á næstunni. Svíar ætla ekki aö verða eftir- b á t a r f r æ n d a sinna því næsta vor hefiast ferðir hraðlest- ar frá Arlandaflugvelli til mið- borgar Stokkhólms. Með sauðkindur í farangrinum Skotar eru heimsfrægir fyrir nísku og nú hafa þarlendir sauðfiár- bændur fúndið lykilinn að ódýru sumarleyfi. Það kostar að vísu dá- litla fyrirhöfn en Skotarnir láta slika smámuni ekki aftra sér. Skosk ferjufyrirtæki hafa nefni- lega boðið bændum sem ætla með búpening á markað á meginlandinu umtalsverðan afslátt á fargjöldum. Því hafa skosku bændumir jafiian hóp sauðkinda með í för þegar þeir taka fiölskylduna í sumarfrí. Þannig fá þeir afslátt fyrir allan hópinn en forráðamenn ferjufyrirtækjanna segjast undrast þann mikla fiölda bænda sem sé með aðeins örfáar skjátur í eftirdragi. Á meginlandinu geta bændurnir síðan komið kindunum í geymslu gegn vægu gjaldi á meðan þeir njóta sumarleyfisins einhvers staðar allt annars staðar. Á leiðinni heim koma þeir aftur með kindurnar um borð og ef einhver spyr þá segjast þeir bai'a ekki hafa fundið réttan kaupanda. Ferjufyrirtækin hyggjast endur- skoða afsláttinn næsta sumar en segja hann hafa verið hugsaðan til þess að hjálpa bændum við að koma búpeningi sínum í verð; ekki til þess að heilu fiölskyldumar kæmust ódýrt í frí. CNN Nýr flugvöllur í Ósló gengur vel: Hraðlestinni seinkar og tölvubilanir fyrstu dagana. En þrátt fyrir að völlurinn sinni Gardermoenfiugvöllur er á 13 ferkílómetra svæði um 50 km frá Ósló. Símamynd Reuter Óslóarbúar eru komnir með nýj- an flugvöll í stað hins gamla Fomebu-vallar sem hefur verið starfræktur í 59 ár. Nýi völlurinn, sem kallast Gardermoen, var formlega opnaður þann 7. október. Leiðin út á flugvöll hefur lengst talsvert fyrir Óslóar- búa, er 50 km í stað 10 áöur. Margir borgarbúar fagna því vafidaust því Fomebu var nánast kominn inn í miðja borg. Gardermoen er gríðar- stór, 13 ferkílómetrar, og af- kastagetan mikil. Á hverj- um klukkutíma geta 80 flugvélar lent eða hafið sig til flugs án vandræða og mun flug- völlurinn geta þjónað 17 milljónum farþega á ári hveiju. Völlurinn kost- aði enda skildinginn, um 20 millj- arða norskra króna. Flugvallaryfirvöld hafa legið á bæn um að þau sleppi við byrjun- arörðugleika eins og kollegar þeirra í Hong Kong og Malasíu áttu í vik- um saman í sumar. Allt hefur geng- ið að óskum á Gardermoen ef frá era taldar smávægfiegar seinkanir sínu hlutverki með sóma gengur ekki eins vel að koma nýju hraðlest- inni á milli Gardermoen og mið- borgar Óslóar af stað. Á leiðinni þurfti að gera 14 kílómetra göng og berjast gangamenn nú við vatnsflóð og enn sér ekki fyrir endann á hvenær tekst að komast fyrir lek- ann. Þangað til verða flugfarþegar að sætta sig við hæggengari lestir eða umferðarteppu alla leiðina inn til Óslóar. Reuter GOÐ HUGMYND FfEÐIR fl F SÉR . . . ... AÐRfi ENN BETRI NYJfl OFLUGA HEIMILISTOLVflN FRfl COMPflQ fl VERÐI FRfl KR. 121.900 6 manafta Internetaskrift fylgir islnndia intemet - s/cvr <'illum i>iö Nýja heimilistölvan frá Compaq, Presario, er ein öflugasta og fullkomnasta heimilistölva sem fáanleg er í dag. Auk alls búnaðar sem finna má í öðrum góðum heimilis- tölvum, svo sem öflugs mótalds fyrir Internetið og allt að 6,0Gb harðs disks, er hægt að fá Presario tölvuna með innbyggðu DVD drifi sem gerir notendum kleift að horfa á bíómyndir á skjánum (bestu hugsanlegu myndgæðum. Compaq Presario er tilbúin til notkunar beint úr kassanum. TAKMARKAÐ MAGN PRESARIO Presorio býðurupp ó ótol möguleika til vinnu og leiks ó heimilinu, m.a. að: • fara inrt ó Internetið • sjó bíómyndir (DVD) • færa heimilis- bókhaldið • læra heima • senda og fó tölvupóst • stunda bankaviðskipti ... og svo mætti enda- laust telja Geröu þér ferð i Tæknival og kynntu þér eina fullkomnustu heimilistölvu sem markaðurinn hefur upp é að bjóða - a einstöku verði. Tæknival www.taeknival.is Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opið virka daga 09:00 -18:00 • laugardaga 10:00 -16:00 AKRANES • Tölvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutæki - 462 6100 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVlK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ÍSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfiröingabúö - 455 4537 • SELFOSS • Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 Tæknival - i fararbroddi )t1 M / tfíll * 4SU « I f. « U '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.