Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JLlV stuttar fréttir Dýrara að reykja Opinberar álögur á hvern síg- arettupakka á Grænlandi munu hækka um tíu prósent, sam- kvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1999. Gore I startholunum A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, er þegar kominn í starthol- umar fyrir for- setakosningarn- ar árið 2000. Að- stoðarmenn hans segja að hann muni fara á fulla ferð þeg- ar að loknum þingkosningun- um í nóvemberbyrjun. Norn rekin úr skóla Fimmtán ára gömul stúlka í Baltimore, sem segist vera galdranorn, var rekin úr skóla í vikunni eftir að skólasystir henn- ar kvartaði yfir því að hafa verið hneppt í álög. Friöarverölaun til NATO Tveir norskir þingmenn til- nefndu NATO til friðarverðlauna Nóbels fyrir 1999. Vill halda í Færeyinga Anders Fogh Rasmussen, leið- togi Venstre í Danmörku, segist ógjaman vilja sjá Færeyinga yfir- gefa danska ríkjasambandið. Anders hefur verið í vinnuferð í Færeyjum og rætt við þarlenda stjórnmálamenn. Leyniskjöl í geymslu Leyniþjónusta dönsku lögregl- unnar (PET) faldi ólöglegar og leynilegar skrár í sendiráði Dan- merkur í Washington í lok 7. ára- tugarins. Moröingi dæmdur Vitnisburður ungrar stúlku varð til þess að maðurinn sem myrti móður hennar og yngri systur var fundinn sekur í gær. Stúlkan var illa leikin eftir árás morðingjans en náði sér á undra- verðan hátt. Schröder kokhraustur Gerhard Schröder, tilvonandi kanslari Þýskalands, vísaði í gær á bug gagnrýni um að samsteypu- stjórn jafnaðar- manna og græn- ingja yrði andsnúin við- skiptalífinu. Báð- ir flokkarnir fjalla um stjóm- arsáttmálann um helgina og eru kratar bjartsýnir á niðurstöðuna. Danir slappastir Danir eru minnst farsíma- vædda þjóðin á Norðurlöndum. Aðeins þrjátíu prósent Dana eiga farsíma en annar hver Finni. Þetta kom fram í ritinu Comput- erWorld í gær. mmmmmmmmmmsmmmmmmmmmmm Olían áfram ódýr Olía og gas hefur ekki verið ódýr- ara um áratugaskeið. Olían er tæp- lega helmingi ódýrari en hún var í ársbyrjun 1997, eða undir 13 dollur- um tunnan í stað rúmlega 25 doll- ara. Olíuverð mun verða áfram lágt um ófyrirsjáanlega framtíð segir einn af stjómendum norska Statoil olíufélagsins við Jyllands-Posten. Ástæðurnar segir hann vera ekki aðeins efnahagssamdrátt á heims- vísu og minnkandi eftirspurn held- ur ekki síður gríðarlegar tækni- framfarir sem lækkað hafa fram- leiðslukostnað og lika dregið úr al- mennri orkuþörf og loks aukin sam- keppni í olíuiðnaði í Evrópu með af- námi einkaleyfa og sérréttinda. Hið lága olíuverð muni hafa það í för með sér að olíuframleiðendur muni sækja olíuna þar sem ódýrast er að ná henni. Það sé nú í Miðaust- urlöndum. Það muni verða til þess að pólitískt mikilvægi þess heims- hluta verði á næstu áratugum ekki minna en það var á áttunda ára- tugnum. -SÁ ## Snuröa hljóp á Mið-Austurlandaþráðinn: Orlög njósnara tefja samninga Bandarísk stjórnvöld höfhuðu því í gær að spyrða saman friðarsamn- inginum í Mið-Austurlöndum og frelsi Bandaríkjamanns sem situr í fangelsi dæmdur fyrir njósnir í þágu ísraelsmanna. „Við höfum náð samkomulagi um öll helstu atriðin. Mál sem tengist viðræðunum ekkert hefur tafið fyr- ir samningsgerðinni. Það er við- semjenda að ákveða hvort þeir hafni samkomulaginu af þeim ástæðum," sagði háttsettur embætt- ismaður viö fréttamann Reuters sið- degis í gær. Snurða hljóp á þráðinn þegar ver- Sænska lögreglan fékk þegar árið 1992 upplýsingar um að alnæmis- smitaði kvennaflagarinn James Kimball/Mehdi Tayeb hefði stundað óöruggt kynlíf með sænskum kon- um þótt hann væri smitaður af HIV- veirunni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 4 í Svíþjóð í gær. Læknirinn sem skýrði lögregl- unni frá þessu sagði að laganna verðir hefðu ekki sýnt málinu mik- inn áhuga. ið var að undirbúa undirritun frið- arsamnings milli ísraela og Palest- ínumanna sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafði milligöngu um og náðist eftir níu daga maraþonfundi skammt frá Washington. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Isra- els, taldi sig hafa orð Clintons fyrir því að um leið og ísraelar hefðu undirritað samninginn myndu Bandaríkjamenn sleppa njósnaran- um Jonathan Pollard lausum. Að sögn heimildarmanns fannst Net- anyahu sem hann hefði verið svik- inn þegar Clinton sagði nei. Bandaríski embættismaðurinn Leitin af Kimball/Tayeb beindist einkum að Stokkhólmssvæðinu i gær. Hans var þó einnig leitað í nokkrum löndum utan Svíþjóðar. „Við fengum mjög athyglisverðar ábendingar og ég vonast til að þær beri árangur fljótt," sagði Christer Sjöblok lögreglufulltrúi í viðtali við sænsku fréttastofuna TT. Samkvæmt fréttum Stöðvar 4 hef- ur Kimball/Tayeb haldið sig í Upp- sölum síðustu daga. Hann hefur sagði að Pollard yrði ekki sleppt um helgina. Netanyahu hafði vonast til að taka hann heim með sér, meðal annars til að bægja frá gagnrýni harðlinumanna sem eru andvígir samkomulaginu við Palestinumenn. Samningurinn sem gerður var í gær bindur enda á nítján mánaða þrátefli í Mið-Austurlöndum. Sam- kvæmt honum munu ísraelsmenn láta aukið land á Vesturbakkanum af hendi í skiptum fyrir hertar ör- yggisráðstafanir af hálfu palest- ínsku heimastjómarinnar. Ekki var enn búið að undirrita samninginn þegar DV fór í prentun. hringt til vina sinna í Stokkhólmi á hverjum degi, að sögn. Flóttamaðurinn er fullur örvænt- ingar og hann er með sem svarar um þrjú hundruð þúsund íslenskum krónum á sér í reiðufé. Eftir því sem best er vitað er hann ekki með lyfin sem hann tók við alnæmi með sér. Eitt hundrað og tuttugu konur hafa skýrt frá samræði við mann- inn en til þessa hefur aðeins ein reynst smituð af HIV. Depardieu á á hættu að missa heiðursorðuna Franski kvikmyndaleikarinn hefði betur hugsað sig tvisvar um áður en hann steig á mótor- hjól sitt eftir áfengisdrykkju Ií sumar. Svo kann að fara að hann veröi að skila heiðurs- fylkingarorð- unni sem hon- um var veitt árið 1996. Leikarinn var sektaður fyrir ölvunarakstur- inn í júlí og sviptur ökuleyfi. ? Depardieu fekk bréf frá orðu- , nefnd í síðustu viku þar sem hon- í um var tilkynnt að verið væri að íhuga refsingu honum til handa. Áfengismagnið í blóði leikar- ,■ ans reyndist vera samsvarandi því að hann hefði drukkið tólf vínglös áður en hann lagði af stað i ökuferðina á vélfáki sinum. Getnaðarvarn- arpillurnar skaða fiska | Úrgangur úr getnaðarvarn- I arpillum sem margar konur nota } brotnar ekki niður í skólp- = hreinsistöðvum, heldur fer bein- | ustu leið út í náttúruna þar sem i hann skaðar meðal annars fiska. Ungir karlfiskar, sem lifa í frá- 5 rennslisvatninu frá þessum | hreinsistöðvum, taka að fram- leiða kvenhormón og hætta er á að þeir verði ófrjóir fyrir vikið, i segir í niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru i Gautaborg. I í frétt í sænska blaðinu Gauta- borgar-Póstinum kemur fram að vísindamenn hafa rannsakað | fiska í frárennslisvatni tveggja | hreinsistöðva. Fiskarnir reynd- | ust vera með 45 sinnum meira af kvenhormóninu estrógen í sér en | þarf til að það fari að hafa áhrif Skærur skekja vopnahléið í Kosovohéraði Til átaka kom milli serbneskra I hersveita og skæruliða albanskra | aðskilnaðarsinna í Kosovohéraði í gær, að sögn vestrænna eftfr- | litsmanna. Eitthvert mannfall S varð í röðum Serba. í Atlögur skæruliða gætu orðið ; til að tefja fyrir því að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti fari að skilyrðum NATO um brott- flutning hersveita sinna frá | Kosovo. í Tveir hershöfðingjar frá : NATO halda til Belgrad í dag til að skýra Milosevic frá þvi að | verði ekki allar serbneskar sveit- ir farnar á þriðjudag, þegar frest- : urinn sem hann hefur til þess j rennur út, eigi hann á hættu að I loftárásir verði gerðar á Serba. Pinochet segist ekki vera neinn ótíndur bófi Augusto Pinochet, fyrrum ein- | ræðisherra í Chde, brást ókvæða I við þegar hann I frétti að hann I væri í stofu- / fangelsi á ; bresku sjúkra- ; húsi. Gamli I maðurinn sagð- ; ist vera dipló- | mat en ekki I neinn bófi. ! Chdeskt timarit I skýrði frá þessu í gær. „Ég kom ekki td þessa lands sem bófi heldur á diplómatavega- ( bréfi,“ sagði Pinochet, að því er I fram kemur í timaritinu Cosas. | Pinochet var handtekinn í London að beiðni spænsks dómara | sem hefur veriö að rannsaka I dauða spænskra þegna á stjórnar- j tíma Pinochets í Chde. Veriö er að I undirbúa fbrmlega ffamsalskröfu. Bijuimniiwnf'iMWMÉi II iiÉiiwiiiiaMawi——w Kauphallir og vöruverð erlendis Nevv York Sykur 400 300 200 100 0 220,9 s/t j“ Á s o London FT-SEIOO 6000 ; 4 5500 . -■ 5000 : 4000' 5189 J Á S 0 : 2000 15001 t 1000 500; o' Vt j Á 1714 S....0 Frankfurt | CAAAi DAX-40 OUwl 4000 2000 4454,28 J Á s o : 190 180 170 160 150 | 140 ' 130 | 120 J: $/t j 135 S 0 Tokyo Bensm 95 okt, |H Bensin 98 okt. Hong Kong Hang Seng 20000 S 15000 1 9817,75 J Á S 0 Hráolia 25 20 15 10 % 5 0H v “S tunna J 12,30 S 0 r~ g Albanskur íbúi frá Kosovohéraði heldur á líki tveggja ára gamals barns sem var drepiö ásamt bróður sínum, föður, frænda og albönskum leiðsögumanni í gær. Fjölskyldan var að snúa aftur heim til Kosovo frá Albaníu þangað sem hún hafði flúið stríðsátökin í héraðinu fyrir einum mánuði. Alnæmissmitaði kvennaflagarinn enn ófundinn: Lögreglan vöruð við 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.