Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Qelgarviðtal „Ef upplýsingamar sem eru í krabbameins- skránni hafa verið teknar frá spítölum sem eru hluti af heilbrigðiskerfinu er spuming hvort sér- leyfishaflnn hafl ekki lagalegan rétt til þess að fá þessar upplýsingar. Það er margt af þessu svo loðið að ég held að við þurfum miklu lengri tima og það þarf líka miklu lengri tíma til að ræða siðferðismálin sem em stórmál," segir Snorri. Finnland hunsað Snorri segir kollega sína vera mjög gagnrýna á frumvarpið. „Ég held að mönnum þyki óvarfæmislega far- ið að. Það er ekki nokkur vafl á því að það er hægt að brjóta þessa dulkóðun og það er hægt að brjóta hana hvaðan sem er úr heiminum. Yfir höfuð hafa þeir menn, bæði hér í Bandaríkjunum og öðrum löndum sem hafa komið til mín og rætt þessi mál, verið mjög hissa og áhyggjufullir yflr meðferð þessara mála á íslandi. Ef við tökum þjóð eins og Finna, sem eiga margt sameiginlegt með okkur á þessu sviði, þá era þeir með mjög góða skráningu á sinni sögu, mjög góðar ættfræðiupplýsingar og hafa staðið sig mjög vel við rannsóknir á erfða- sjúkdómum. Þeir gera þetta allt öðruvísi. Þessi mál eru undir stjórn heilbrigðisráðuneytis þeirra og upplýsingamar era geymdar í aðskild- um gagnagrunnum. Menn sækja um aðgang að þeim og nefhd fer yfir umsóknir og í henni era að sjálfsögðu enginn af þeim aðilum sem era að sækja um. í gagnagrunnsframvarpinu er gert ráð fyrir að sérleyflshafinn hafi einn fulltrúa af þremur í slíkri nefnd. Það er náttúrlega út í hött. Finnar era mjög hissa á hvemig íslendingum dettur í hug að láta þetta í hendur eins fyrirtæk- is sem er hreint gróðafyrirtæki og í tengslum við önnur fyrirtæki, sérstaklega lyfjafyrirtæki, sem era ekki að leggja fé í þetta af góðgerðastarfsemi. Þeir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð og það yrði aðgangur að þessum gögnum sem þeir gætu nýtt sér við sinn iðnað. Af hverju hefur heilbrigðisráðuneytið ekki boðið heim flnnskum fulltrúum, sem hafa mjög mikla reynslu í þessum málum og era að mörgu leyti á rmdan íslendingum að byggja upp þessa gagnagranna? Ég veit ekki til að það hafi verið gert.“ Háskólann þarf að styrkja Snorri telur að til að líftækniiðnaður á íslandi verði öflugur þurfl margt að koma til. Til að mynda þurfi að styrkja háskólann betur en gert hefur verið. Það sé efnahagslega mikilvægt að halda uppi góðri og frjórri framhaldsmenntun. í þvi skyni telur hann æskilegt að tengja einkafyr- irtæki meira við háskólann og aðrar rannsókn- arstofnanir likt og gert er í Bandaríkjunum með mjög góðum árangri. Með því fáist aukið íjár- magn inn í háskólann og verkefnum fyrir vís- „Spurningin er bara sú að ef þetta er allt sam- tengt hvort við getum treyst einhverjum einum aðila fyrir þvf að þetta fari ekki í hendurnar á óviðkomandi aðilum. Ef þessu er safnað f ein- staka gagnagrunna er hægt að gera nákvæm- lega það sama þótt það sé svolftið erfiðara." undsjúkir" íslendingar úti i heimi sem gagnrýna frumvarpið," segir Unnur. „Mér flnnst íslend- ingar lítilsvirtir gagnvart erlendum aðilum með því hvemig íslenska þjóðin er auglýst eins og til- raunadýr. Það er alveg sama hvað Kári segir og hve falleg orð hann notar, það er ekki hægt að túlka það öðravísi þegar skýrsla deCode er les- in. Það er ekki verið neitt að fela það. Það er mjög skorinort. Þetta er eins og söluvamingur sem á að þrýsta í gegn til að hækka hlutabréf í félaginu. Þá kemur upp spumingin hver sé ætl- un fjárfestanna." „Þetta er ekki sveitapólitík," segir Snorri, „og ég er ekki viss um að íslendingar geri sér grein fyrir því að það er virkilega horft til þeirra núna. íslendingar verða dæmdir ef þeir gera ein- hverja vitleysu í þessum málum. Við erum skrefi á undan með þessari umræðu og það má ekki ljúka henni núna því hún er rétt að byrja. Við verðum að halda þessíiri umræðu áfram því að við erum i rauninni að skapa algjörlega nýtt svið með þessu; í Norðrinu er að kristallast mál sem allar þjóðir vita að kemur fyrr eða seinna til þeirra. Þess vegna er verið skrifa ákveðna fram- tíðarsögu og það má ekki flýta sér.“ „Mér finnst íslendingar lítilsvirtir gagnvart eriendum aðilum með því hvernig íslenska þjóðin er auglýst eins og tilraunadýr." indamenn myndi auk þess fjölga. „Slíkt þarf ekki að draga úr akademísku frjálsræði til þess að stunda rannsóknir," segir Snorri. Auk stuðnings við háskólann segir Snorri að breyta þurfi fl'umvarpi um gagnagrunn á heil- brigðissviði enn frekar. „Ég myndi hiklaust segja að æskilegast væri að gagnagrunnar á heilbrigðissviði séu í hönd- um heilbrigðisráðuneytisins, ekki í höndum eins fyrirtækis. Það á að halda þeim aðskildum. Ég sé heldur enga ástæðu til þess að setja upp samtengda gagnagrunna. Það má fá allar upplýs- ingar án samtengingar þótt það sé aðeins erflð- ara. Það er komið fordæmi fyrir þessu hjá Finn- um og það hefúr gengið mjög vel. y Ég er ekki sannfærður um að búið sé að leysa öll raunveruleg og hugsanleg vandamál sem tengjast samtengdum gagnagrunni. Það má vera að hægt sé að gera það en til þess þarf miklu lengri tíma og meiri vinnu.“ Tilraunadýrin íslendingar UmQöllun erlendra Qölmiðla hefur verið mjög gagnrýnin og hafa Islendingar verið kallaðir „til- raunadýr". „Þannig að þetta era ekki bara einhverjir „öf- Verðlaus gagnagrunnur? „Þversögnin er: Af hverju er verið að djöflast svona í þessum gagnagrunni ef það gengur svona vel með íslenska erfðagreiningu og annaö fyrirtæki er komið á sviðið og þau verða eflaust fleiri. Af hverju þessi djöflagangur vegna mið- lægs gagnagrunns sem kannski verður verðlaus. Og það er hugsanlegt að svo verði,“ segir Snorri. „Svarta hliðin er sú að þetta séu hreinlega pegónísk sjónarmið. íslensk erfðagreining er 100% eign deCode sem er fyrirtæki í Delaware. Eigendur deCode era með meirihluta í stjóm og þeir era allir áhættufjárfestar. Allt í lagi með það, þetta er ekki slæmt fólk. Þeir vilja auðvitað fá hámarksávöxtun. Þeim er nokkuð sama hvað gerist hugsanlega á íslandi. Þeir sofna örugglega á kvöldin. Hvemig fá þeir þá sitt kapítal inn? Annars vegar með því að eitthvað gott komi út úr þessu, til dæmis einkaleyfi á notkun nýrra meingena sem má selja til lyflafyrirtækja. Hins vegar geta þeir farið á hlutabréfamarkað og sagst hafa einkaleyfi fyrir heila þjóð í tólf ár og boðið mönnum hlutabréf. Það væri ekki óeðlilegt að verð á hlutabréfunum myndi fara upp tíu til tuttugufalt. Þeir geta selt þau sflax og þá era þeir búnir. Það má vel vera að þetta sé allur leikurinn. Að minnsta kosti eru margir af vinum mínum i fjármálaheiminum sem telja það mjög líklegt. Að það verði aldrei byggður þessi gagnagrunnur. Það sé bara verið að fá einkaleyfi til að selja. Það verði selt og þá er þetta búið. Þetta er mál sem þarf að taka tillit til í umræðum um frumvarpið um miðlægan gagnagrunn." Orwellískt fmmvarp Snorri og Unnur telja að persónuvemd sé langt frá því tryggð með því að setja allar heil- brigðisupplýsingar í einn miðlægan gagna- grunn. „Frumvarpið er orwellískt," segir Snorri. „Allar erfðafræðilegar upplýsingar era í þessum grunni. Það er svolítið hrikalegt." Þau óttast líka tengsl þess sem rekur slíkan gagnagrunn við tryggingafélög og segja menn vestra vera mjög tortryggna á slík sambönd. „Það hefur komið upp varðandi brjóstakrabbamein að konur vilja ekki fara í krabbameinsskoðun af hræðslu við tryggingafé- lögin. Þær myndu vilja fá upplýsingamar en þær er svo hræddar um að það væri ekki hægt að tryggja fjölskyldur þeirra. Og ekki bara venjulegar tryggingar heldur lika heilbrigðis- tryggingar.“ „Það er enginn að segja að söfnun gagna og nýting þeirra sé ekki gagnleg," segir Snorri. „Spurningin er bara sú að ef þetta er allt sam- tengt hvort við getum treyst einhverjum ein- um fyrir því að þetta fari ekki í hendurnar á óviðkomandi aðilum. Ef þessu er safnað í ein- staka gagnagranna er hægt að gera nákvæm- lega það sama þótt það sé svolítið erfiðara.Það er því ekki verið að koma í veg fyrir neitt. Þau rök að þetta sé nauðsynlegt til að hafa betri aðstöðu við að finna gen og lækna fólk standast ekki.“ Snorri og Unnur setja spumingamerki við það hvemig á að fá samþykki fólks fyrir notkun heilbrigðisupplýsinga. „Ég held að sá sem leitar eftir upplýsingum verði að leita eftir samþykki en ekki að sjúkling- urinn þurfi að láta vita að hann vilji ekki láta þær af hendi. Annað gengur á móti öllum siða- reglum sem menn vinna eftir varðandi persónu- helgi. Samkvæmt frumvarpinu þarf ekki einu sinni að minnast á þetta við sjúklinginn. Það era þessi mál sem fólk sem hefur spáð mikið í sið- fræðihluta málsins er skíthrætt við. í rauninni hefur fólk ekki vald yfir þessum upplýsingum sjálft." „Það er ekki bara verið að kortleggja okkur, foreldra okkar, ömmur og afa, heldur líka böm- in okkar,“ segir Unnur. „Það er verið að ákveða fyrir komandi kynslóðir. Það er mjög alvarlegt." Næstu ár mikilvæg Snorri segir það merkilegt hve mikill stuðn- ingur er við einkaleyfi á miðlægum gagna- grunni á sama tíma og mikil umræða sé um hve fáir eigi fiskimiðin. „Málið er að þetta er stórmál fyrir íslensku þjóðina og framtíð hennar. Ég sé líftækniiðnað sem atvinnugrein Islendinga á næstu öld og það era ekki bara þessi tvö fyrirtæki. Við vitum ekk- ert hvaða hugmyndir ungt fólk kemur með eftir tíu ár og það á enginn að þurfa að biðja um skömmtunarseðla frá Kára Stefánssyni eða okk- ur í Urði Verðandi Skuld. Það er út í hött. Það á að hafa það frjálsræði sem er nauðsynlegt til að skapa frjóa nálgun til þessara viðfangsefna. Það sem er að gerast er að upplýsingaöldin hefúr gert það að verkum að það þarf ekki hund- rað milljóna manna þjóðir til að geta orðið virkur, og áhrifamikill þátttakandi í líftækniiðnaði framtíðarinnar. Netið er „The Big Equalizer". Ef þjóðin er vel menntuð þá er hægt að gera óhemju mikið þrátt fýrir mannfæðina. Þama era að skapast geysilega miklir möguleik- ar fyrir íslendinga til að hasla sér í rauninni völl langt fram á næstu öld. Kannski verða þetta okk- ar næstu fiskimið. I Bandaríkjunum era 2000 fyrirtæki sem eru í þessum iðnaði. Þau era núna metin á 110 billjón- ir dollara. 1992 voru bara fjögur fyrirtæki sem skiluðu ágóða. Nú í ár eru þau líklega í kringum 20. Þessi nýja þekkingaröld er búin að taka dálít- inn tíma i þróun en nú er hún komin á það stig að við getum farið mjög hratt. Þess vegna er út í hött að njörva niður nýtingu á íslenska erfða- efninu. I rauninni á íslenska þjóðin að eiga upp- lýsingamar og við sem erum aö hagnýta þetta eigum að sækja um leyfi til hennar. Næstu tíu ár era mjög mikilvæg fyrir íslend- inga til að hasla sér völl á þessu sviði því að þá er það til framtíðar. Aftur á móti erum við úr leik ef þetta lendir í einhverri vitleysu og við missum þetta út úr höndunum." -sm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.