Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 16
i6 fyiðtal LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV Andrés H. Valberg er ekki bara góður hagyrðingur - hann setur saman beinagrindur af dýrum og safnar öllu mögulegu og ómögulegu: engu værí safnað Andrés H. Valberg með beinagrind af áift sem hann hefur sett saman á sl. 5 árum. Grindin er 1,15 m á hæð. Ásamt fjölda annarra gefur hann beinagrindina á náttúrugripa- safnið á Skógum. Álftin flaug á raf- magnsvír við bæinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum þar sem tengda- sonur og dóttir Andrésar búa. Hann er svolítið stoltur af álftinni. „Það er bratt á henni risið eins og okkur Skagfirðingum." Minnsta beinið er 5 mm langt og kallast vængkló á sitt hvorum vængnum. DV-myndir GVA hár, augnabrúnahár, skegghár, tennur, jaxlar. Meðal annars hefur hann geymt bamatennur sem hann missti einhvern tímann á þriðja áratugnum og barnajaxl sem hann missti 35 ára! „Samkvæmt þessu á ég von á að verða 100 ára að minnsta kosti,“ segir Andrés og brosir þegar hann sýnir blaðamanni safnið. „Af hverju geymirðu þetta allt?“ verður blaðamanni að orði eftir að hafa skoðað þetta allt. „Af hverju?" spyr Andrés á móti, „svo að þetta sé tU. Ef ég hefði ekki safnað neinu þá væri ekkert til.“ Svo mörg voru þau orð. „Stórmennskubrjálæði" Aðeins tíu ára gamall setti Andr- és saman sína fyrstu beinagrind, þá af kindum. Andrés H. Valberg er fyrir löngu landskunnur fyrir vísna- gerö og áhuga sinn á varöveislu muna. Hins vegar vita fœrri aö Andrés er hagur mjög og hefur sett saman ófáar beinagrindur af dýrum og einnig stoppaö upp skepnur af ýmsu tagi. Eftir hann liggja margir tugir slíkra verka og nú hefur hann gefiö þau öll til náttúruminjasafnsins aö Skógum undir Eyjafjöllum sem verið er aö setja upp. Andr- és er safnari aö eöli sínu og þaö sást strax er viö heimsóttum hann í vinnuaöstööuna viö Hyrjarhöföa þar sem hann starfrækti áöur fyrirtœkiö Val- kaup. Nú dundar hann sér, aö veröa áttrœöur, viö aö setja saman beinagrindur og saga niöur fleyga og fleira tréefni auk þess sem hann býr til eftir- sótt trefjamjöl úr korni af ökrunum á Þorvaldseyri. ís- lensk afurö sem ku vera allra meina bót, aö hans sögn. Óhœtt er aö fullyröa aö safn Andrésar á sér ekki hliöstœöu hér á landi - og þótt víöar vœri leitaö. Aö minnsta kosti heföi fáum ef ekki engum dottiö í hug aö gera þaö sem hann hefur gert. Er við setjumst niður með Andr- ési segist hann í upphafi spjalls- ins hafa safnað saman alls kyns hlutum, alveg frá þvi hann var barn að alast upp í Skagafirði. Hann á líka sterkar taugar til Skagafjarð- ar og um það vitna allir þeir munir sem hann gaf Byggðasafni Skaga- fjarðar á sínum tíma. Byrjaði kornungur að safna Andrés segist ekki hafa verið nema 4 eða 5 ára þegar hann fór að safna hinu og þessu, eða fyrir um 75 árum. Hann man að fyrsta plantan sem hann hélt til haga var svoköll- uð fjandafæla sem hann fann í Kálfárdal í Gönguskörðum. Að- spurður sagðist hann ekki hafa litið á þetta sem vísbendingu um að hann ætti ekkert að vera að vasast í þessu. „Það er nú tilfeUið að ég hef sloppið við fjandann nokkuð vel,“ segir Andrés í þessu sambandi. Aðspurður hvernig söfnunar- áráttan er tU komin segir Andrés að þetta sé arfgengt. Hallgrímur Val- berg, faðir hans, hafi verið mikUl safnari í eðli sínu og ekki hent nokkrum hlut. Að gamni sínu setti Andrés saman þessa kynjaveru. Hann segist ekk- ert nafn eiga á hana og hér með er óskað eftir tillögum. Stél kvikindis- ins er af grátittlingi, skrokkurinn úr fjallagrasinu kræfu, hausinn af skógarþrastarunga, hornin eru ýsu- bein, toppfjöðrin af sumarrjúpu og fæturnir eru af mölflugu- étinni rjúpu. Skepnan tyll- ir fótunum á kindarlegg. Andrés er að koma fyrir munum í sérstökum glerkassa sem hann ætlar að nefna „Maður", gáfasta spendýrið eftir því sem best er vit- að. Allt eru það „lífsýni" af Andrési sjálfum sem hann hefur haldið til haga, þ.e. neglur og hlutar af nögl- um, bæöi af tá og fingrum, hár, bif- bót a.m.k. sem Andrés hef- ur safnað en ekki látið frá sér. Það er frímerkjasafn er hefur að geyma um 100 þús- und frímerki, þar af um helmingur frá aldamótum. „Nú þarf ég að finna ein- hvem mann eða fyrirtæki til að losa mig við safnið og gefa það.“ „Gefa það?“ hvá- ir blaðamaður. „Já, ég hef aldrei selt einn einasta hlut á ævinni sem ég hef safnað. Ég hef ekki þurft á því að halda, hef haft í mig og á með öðm móti. Nú þarf ég að fara að komu öllu þessu dóti frá mér.“ Þrátt fyrir háan aldur er fínvinnan engin fyr- irstaða hjá Andrési. Hér notar hann flísa- töngina við samsetningu á krumma sem hefur sig til flugs. Andrés fékk hann frá skyttu sem skaut hann í hrauninu við Hafn- arfjörð. Upphaflega átti að stoppa fuglinn upp en þar sem það mistókst ákvað Andrés að setja beinagrindina saman. „Hann var það sem kallað- var „aksjónsrokkur". Hann keypti á flestum uppboðum sem hann komst á, fór oft langar leiðir til þess, en stundum keypti hann ekki neitt. Vildi bara komast á „aksjón“. Oft kom hann heim með fulla kassa af alls kyns dóti. Allt var þetta dýr- mætt í hans augum og þegar ég óx úr grasi fór ég að kíkja í þetta hjá honum. Síðan gaf hann mér þetta allt og safnið er að mestu komið til safnsins á Sauðárkróki. Bókasafnið hans er hins vegar komið að Skóg- um.“ Kindarvala Hallveigar og pískur Bólu-Hjálmars Lífsýni af safnaranum Það sem fer á Skóga eru nokkrir tugir af beina- grindum, 200 tegundir af skeljum, 250 tegundir af blómum, 100 tegundir af eggjum, á annað þúsund tegundir af skordýrum, margir tug- ir sjávardýra og -gróðurs, um 100 tegundir af steinum, lífsýni af safn- aranum sjálfum, steingervingar og ælukekkir úr fuglum. Ælukekkir? myndi einhver spyrja en það er það sem fuglinn skilur frá sér þegar hann hefur etið nægju sína og melt- ingarvegurinn leyfir ekki meiri fæðu. Á vinnustofu Andrésar kennir margra grasa. Þar má m.a. finna eski sem hann fann á gönguferð einni í Heiðmörk. Eskið er 60 cm langt en í bókinni Flóra íslands segir að hæsta eski á íslandi hafi verið 40 cm. Enn slær Andr- és öllum við! Þarna get- Norður á Krók er Andrés búinn að koma um 1 þúsund munum frá sér, sumum allt frá því á land- námsöld. Það segist hann geta sannað. Sem dæmi nefnir hann kindarvölu Hallveigar Fróða- dóttur, konu Ingólfs landnáms- manns Arnarsonar. Hann segist hafa staðfest skjal frá rannsóknar- stofu í Svíþjóð frá hvaða tíma valan er sem fannst í öskulagi í Aðal- stræti 16 í Reykjavík fyrir mörgum árum. Sem dæmi um annan merkan mun sem Andrés hélt til haga var piskur í eigu Bólu-Hjálmars. Pískinn eignaðist faðir Andrésar skömmu eftir að Bólu-Hjálmar and- aðist á bænum Brekku árið 1909. Sögu sem þessa setti Andrés nið- ur á blað sem fylgir hverjum ein- asta hlut, bæði til safnsins undir Eyjafjöllum og í Skagafirði. Eitt er það í viö- ur einnig að líta helsingjanef, rauð- fjöður (þarategund), klaufmaðk, grátholu (holu fyrir neðan augu á kindum), sníkjudýr, illur, köngulær, egg af ýmsu tagi, haus af skötusel, biskupsstafi (hámerar- hryggi) og uppstoppaðan haftyrðil. Þannig mætti lengi telja. í virðingarskyni við sinn besta heimilisvin, köttinn Högna, setti Andrés beinagrind hans saman. Köttinn fékk hann á sínum tíma í Kattholti og réð hann til að halda músastofninum í skefjum í nágrenni vinnustofunnar. Eftir 15 ára dygga þjónustu átti Högni erfitt um gang og því lét Andrés svæfa hann. Högni tyllir framlöppunum á vikurstein sem Andrés gróf upp úr vik- urskafli á Fagurhólsmýri árið 1951. Steinninn, sem er 20 cm hár, er talinn vera úr Öræfagosinu 1362. Andrési fannst við hæfi að láta Högna tylla sér á þennan merka stein. Hann hélt til haga pungnum og eistunum, sem hann geymir í formalíni, málbeininu og loks mynd af honum. Loks hengdi hann þvagblöðruna á skottið með tveimur örfínum þráðum úr rottuhalaseimi! Ekkert væri til ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.