Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV viðtal Þorsteinn Páisson tilkynnti um síðustu helgi að hann ætlaði að hætta í pólitík: Hræðist ekki verkefnaleysi „Ég hef engin áform um það og mfn hugmynd er að fara inn á einhvern nýjan vettvang. Þetta er hlutur sem er frá og ef maður væri með það í huga að snúa aftur þá ætti maður ekki að hætta.“ DV-mynd E.ÓI Um slðustu helgi tilkynnti Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, að yfirstandandi kjörtímabil væri hans síðasta. Hann ætlar að hætta í pólitík. Þorsteinn fór inn á þing árið 1983 en hafði verið virkur í flokksstarfi lengi áður. „Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn um leið og ég hafði aldur til eða jafnvel áður. Ætli ég hafi verið nema 14 eða 15 ára þegar ég gekk í flokkinn." _ Hann segir að það hafi aldrei kom- ið neitt annað til greina en Sjálfstæð- isflokkurinn. Var það uppeldið sem gerði það að verkum? „Nei, það á ekki neinar rætur að rekja til uppeldisins. Ég held ég hafi verið orðinn sjálfstæðismaður strax austur á Selfossi þegar ég var smá- strákur. Auðvitað mótuðust hug- myndir mínar og skoðanir þegar ég þroskaðist og það var aldrei neinn efi í mínum huga.“ Þorsteinn var blaðamaður á Morg- unblaðinu þann tíma sem hann var í námi við Háskóla íslands og vann eitt ár á Mogga eftir brautskráningu. Þá tók hann við ritstjórnarstóli Vísis. Þorsteinn segir að blaðamennskan hafi verið honum kær og hann hefur alla tíð verið skráður sem blaðamaður í símaskránni. „Ég sá aldrei ástæðu til þess að breyta því.“ Alltaf haft góðan stuðning Af hverju ertu að hætta i pólitík? „Mér finnst þetta orðinn góður tími og vil gjarnan huga að einhverju öðru.“ Er þetta nýleg ákvörðun? „Já, hún er það.“ Nú mátti í fyrra lesa í slúðurdálk- um blaða að Þorsteinn myndi ekki gefa kost á sér eftir þetta kjörtímabil. Var það marklaust? „Eins og fólk veit þá er lítið að marka slúðrið í blöðunum. Þetta var ákvörðun sem mótaðist nú í haust." Var eitthvað sérstakt sem varð til þess að þú ákvaðst að draga þig út úr pólitík? ,,Nei.“ Óttaðist þú um stöðu þína? „Nei.“ Ertu traustur í sessi? „Ég hef alla tíð átt góðan stuðning í kjördæminu eins og hefur komið fram í prófkjörum. Ég hef metið það mikils og það hefur gefið mér mjög mikið að geta unnið með fólkinu á Suðurlandi. Það hefur vonandi gert mig að betri stjórnmálamanni að vinna í nánum tengslum við fólk og fyrirtæki. Það er með alit öðrum hætti að vera þing- maður á landsbyggðinni en í Reykja- vík. Landsbyggðarþingmenn eru i nánari tengslum við fólk og kjósend- ur. Mér fmnst að það hafi gefið mér mjög mikið.“ Mun það ekki slíta þessi nánu tengsl verði sú kjördæmaskipan, sem nú hefur verið lögð fram, staðfest? „Jú, hún mun breyta því. Ég held að það geti ekki farið hjá því að þessi nýju kjördæmi verði líkari þvi sem er i Reykjavík og tengslin verða með öðr- um hætti." Er það ekki miður? „Að því leyti er það ágalli en menn eru að ná öðrum markmiðum sem menn settu sér um jöfnun atkvæðis- réttar og jafnræði á milli flokka. Þessi brej’ting þjónar þeim markmiðum sem menn settu sér með endurskoð- uninni." Telurðu að kostir hugmyndarinnar vegi þyngra en gallar hennar? „Ég skal ekki segja það. Sjálfur hefði ég gjarnan kosið aht aðra leið. Mín hugmynd varðandi uppstokkun kjördæma, sem er löngu tímabær, hef- ur verið sú að það ætti að taka mið af því fyrirkomulagi sem er i Þýska- landi. Þar er helmingur þingmanna kjörinn í einmenningskjördæmum og hinn helmingur á landshlutalistum. Fyrir þeim hugmyndum er ekki hljómgrunnur í þinginu. Mín skoðun er sú er að með því hefði mátt mæta þessum sjónarmiðum og viðhalda tengslum þingmanna við fólkið og hið daglega líf.“ „Fortíðin vefst ekki fyrir mér" Þorsteinn og Davíð Oddsson háðu einvígi um formannssæti Sjálfstæðis- flokksins og töldu margir að sá slagur hefði valdið sárum. Eru þau sár gró- in? „Ég hef í sjálfu sér ekki velt því mikið fyrir mér. Ég hef fyrst og fremst unnið að þeim málum sem ég hef haft áhuga á. Ég hef haft tækifæri til þess í sjávarútvegsráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu og við höfum staðið fyrir miklum breytingum. Mótun þeirrar sjávarútvegsstefnu að færa sjávarútveginn frá miðstýringu yfir í markaðskerfi og móta langtimastefnu um nýtingu auðlindanna. Við höfum bylt dómskerfinu og endurskipulagt löggæsluna og skapað í samstarfi við kirkjuna nýjan kirkjurétt. Þetta eru verkefni sem ég hef haft mjög gaman af. Ég hef ekki tamið mér að líta mik- ið til baka. Fortíðin vefst ekki fyrir mér.“ Tveir kandídatar eru þegar í sæti Þorsteins á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi og eru það Árni Johnsen og Drífa Hjartardóttir. Viltu sjá ein- hverja fleiri í þeim slag? „Ég hef átt ágætt samstarf við þau á undanförnum árum og það kæmi mér ekkert á óvart að fleiri blönduðu sér í slaginn. Á þessu stigi hef ég ekki hugmynd um það. Kjördæmisráðið ákvað að taka sér góðan tíma í að ákveða með hvaða hætti yrði staðið að vali frambjóðenda. Mönnum þótti sem þessi ákvörðun markaði nokkur tímamót og menn þyrftu að hugsa sig um og velta því fyrir sér hvernig ætti að standa að vali manna á listann. Ég held að það hafi verið eðlilegt. Það er nægur tími til stefnu og allt of snemmt að kveða upp einhverja dóma í því.“ Áttu þér einhvern draumaeftir- mann? „Nei, aðalatriðið er að ég hef haft mikla ánægju af að vera þingmaður Sunnlendinga. Þar á ég rætur og hef í gegnum þetta starf eignast marga trausta og góða vini. Ég hef rætt mik- ið við fólk í kjördæminu nú í haust og mitt mat er það að staða flokksins þar sé óvenju sterk eins og reyndar staða flokksins á landsvísu. Þannig að flokkurinn á möguleika á mjög góðum úrslitum. Ég vona sannarlega að það gangi eftir." Hafa náðst sættir við Eggert Hauk- dal? „Ég hef aldrei átt í stríði við hann. En hann verður að segja þér við hverja hann er ósáttur. Ég kann ekki þann lista utan að.“ Hvað stendur upp úr á pólitískum ferli? „Það er ekkert eitt sem ég met öðru fremur. Ég fór inn i pólitík með ákveðnar hugmyndir um að það væri kominn tími til að gera breytingar. Ég var í hópi ungra manna í flokknum sem knúði á um breytingar. Við gáf- um meðal annars út bók þar sem við kynntum hugmyndir okkar. Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma flestu af því fram í samvinnu við marga aðra. Það er ánægjulegt að þær hugmyndir, sem við fórum af stað með fyrir ein- um og hálfum eða tveimur áratugum síðan og þóttu um margt róttækar þá, eru almennt viðurkenndar í dag. Við höfum fært ákvarðanir á fjármagns- markaði frá ríkinu út á markaðinn. Ég átti sem fjármálaráðherra þátt í því að umbylta skattakerfinu og koma á staðgreiðslu og hef í þessum ráðu- neytum unnið að miklum breytingum síðastliðin átta ár á þeim grunni og hugmyndum sem ég hafði sem ungur maður þegar ég byrjaði í pólitík. Fyrst og fremst finnst mér ánægjulegt að sjá að stjórnmálastarf af þessu tagi getur skilað slíkum árangri og að hugmynd- ir geta orðið að veruleika." Sérðu eftir einhverju? „Nei, mér finnst þetta um flest hafa verið mjög ánægjulegur tími og gef- andi. Ég er ekki með neina eftirsjá. Það er helst að ég sjái eftir stiganum hérna í sjávarútvegsráðuneytinu. Maður kemst svo vel í gang á morgn- ana með því að hlaupa upp stigann." Mál lögreglunnar í Reykjavík hafa verið ofarlega á baugi undanfarið og þá sérstaklega mál Böðvars Bragason- ar lögreglustjóra. Hefur verið talað um aðför að Böðvari. Er einhver stoð í þeim sögusögnum? „Ekki af hálfu ráðuneytisins. Ég get ekki svarað fyrir aðra í því efni.“ Sverrir Hermannsson hefur gagn- rýnt þig harðlega. Tekurðu það nærri þér? „Nei.“ Læturðu það þér sem vind um eyru þjóta? „Það er kurteislegt að orða það svo.“ Stjórnarslitin veiktu stöðu Þorsteins Árið 1987 stóðu Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibals- son upp frá ríkisstjórnarborðinu og slitu samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Hafði það áhrif á pólitískan feril þinn? „Auðvitað hafði það heilmikil póli- tisk áhrif en það var pólitískur ágreiningur sem snerist um aðgerðir í efnahagsmálum sem var mjög brýnt að gera. Það þurfti að rétta stöðu út- flutningsatvinnuveganna. Ég beitti mér fyrir því um vorið 1988 að það yrði gert með gengisbreytingum. Þá stóð formaður Framsóknarflokksins með mér í því að það þyrfti að breyta genginu en Alþýðuflokkurinn var á móti. Við fórum millileið sem þýddi að það þurfti að koma aftur að þeim málum um haustið og þá hafði for- maður Framsóknarflokksins einfald- lega skipt um skoðun og vildi ekki al- mennar aðgerðir og gengisbreytingu. Þeir lögðu til óframkvæmanlega lög- bundna niðurfærslu á launum og verðlagi. Það kom nú best í ljós hversu óframkvæmanlegar þær hug- myndir voru að þeim datt ekki í hug að framkvæma þær þegar þeir höfðu sjálfir myndað nýja rikisstjórn. Þeir töldu eigi að síður ótækt að fara eftir þeim hugmyndum sem ég hafði lagt til og þegar sú stjóm hafði verið mynduð var gripið til einhvers mesta sjóðasukks og millifærslna á síðari tímum sem misheppnaðist algjörlega. Mig minnir að þáverandi formaður Framsóknarflokksins hafi orðað það svo að hann hefði misst trú á almennt viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Þessi um- skipti urðu þjóöinni dýrkeypt. Stjóm- in varð síðar að viðurkenna það og varð að grípa til almennra aðgerða með gengisbreytingum. Síðar varð ég sem sjávarútvegsráð- herra að taka hluta af þessum óreiðu- skuldum sem þeir settu á ríkissjóð og koma þeim yfir á sjávarútveginn sem er í dag að borga af þeim skuldum með sérstöku gjaldi á veiðiréttinn og verður að því fram til 2010. Það sést best á því hversu vitlausar þessar að- gerðir voru. Vissulega hafði þetta áhrif á mig pólitískt. En ef ég hefði farið með Sjálfstæðisflokkinn inn í aðgerðir af þessu tagi hefði það haft langvarandi áhrif á flokkinn og dregið úr trú fólks á honum. Forystumenn hans gátu ekki tekið ráðherrastóla fram yfir það að standa á grundvallarviðhorfum. Það hefði verið ámóta asnaspark og þegar formaður Alþýðuflokksins skrifar undir yfirlýsingu um það að herinn eigi að fara úr landi. Mér fannst mikilvægara að standa vörð um trúnað Sjálfstæðisflokksins við sina stefnu heldur en halda ráðherra- stóli fyrir sjálfan mig. Það réð minni afstöðu á þessum tíma og leiddi til þess að stjórnarslit voru óhjákvæmi- leg. Almenningsálitið snerist á sveif með Sjálfstæðisflokknum í framhald- inu því hann styrkti mjög stöðu sína upp úr þessu.“ Var þetta rýtingsstunga í bakið eins og talað var um i fjölmiölum? „Ég kann ekki við að vera með lýs- ingar af því tagi. Ég hef sagt um þenn- an atburð og marga aðra að við verð- um að dæma þá og koma með lýsing- arorð þegar lengra er liðið frá. En það er mjög mikilvægt að menn geri sér grein fyrir þeim staðreyndum sem lágu þama að baki. Þetta var efnisleg- ur pólitískur ágreiningur en ekki per- sónuleg togstreita. Að minnsta kosti ekki af minni háifu. Þannig að þetta var einfaldlega óhjákvæmilegt af pólitískum ástæð- um.“ Veikti þetta stöðu þína innan flokksins? „Auðvitað hlaut það að gera það. Það hlaut að skrifast á minn reikning að þetta stjórnarsamstarf gekk ekki. En hitt hefði verið miklu verra fyrir bæði mig og flokkinn; ef ég hefði far- ið að gefa eftir á grundvallaratriðum. Ég hefði gert sjáifan mig og flokkinn að athlægi ef ég hefði skrifað upp á þetta sjóðasukk sem samstarfsflokkar okkar fóru síðan út í.“ Engin áform um að snúa aftur Hverju ætlarðu að snúa þér að þeg- ar þú hættir störfum sem ráðherra og þingmaður næsta vor? „Það er ekki afráðið. Ég hef auðvit- að leitt hugann að því en ekki gengið frá neinu í þeim efnum.“ Talað hefur verið um að þú tækir að þér ritstjórn Morgunblaðsins. Er eitthvað hæft í því? „Það er alveg sama hvað yrði nefnt í þessu. Ég hef ekki gengið frá neinu og það er einfaldlega ekki til umfjöll- unar á þessu stigi og ég á ekki von á því að það verði fyrr en á nýju ári.“ Myndirðu taka því ef þér yrði boð- inn ritstjórnarstóll hjá Morgunblað- inu? „Ég hef ekki fengið slíkt tilboð og veit ekkert um það. Ég á einfaldlega ekki annað svar við þessu en að ég reikna með að gera það upp við mig á nýju ári hvað við tekur.“ Það er væntanlega nóg í boði fyrir mann með þína reynslu? „Ég er ekkert smeykur um það að fá ekki eitthvað að gera.“ Ertu þreyttur eftir að hafa staðið í eldlínunni i 15 ár? „Nei, síður en svo. í mínum huga var lika að hætta áður en ég yrði þreyttur og aðrir yrðu mjög þreyttir á mér.“ Muntu snúa þér að sveitarstjórn- arpólitik? „Nei, ég er að draga mig út úr póli- tík en ekki fara inn í pólitík." Snýrðu einhvern tíma aftur í stjórnmál? „Ég hef engin áform um það og min hugmynd er að fara inn á einhvern nýjan vettvang. Þetta er hlutur sem er frá og ef maður væri með það í huga að snúa aftur þá ætti maður ekki að hætta.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.