Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 31
JjV LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
31
Qðtal
Franskir veðurfræðingar verðlauna íslenskan kollega sinn, Harald Ólafsson, fyrstan útlendinga:
Vindbylgjubrot getur eyðilagt flugvélar
Nýlega tók Haraldur Ólafsson veðurfrœðingur við Prud’homme
verðlaunum Veöurfrœðifélags Frakklands - La Société de la méter-
ologie de la France, í Frönsku vísindaakademíunni í París. Þessi
verðlaun eru veitt ungum vísindamönnum sem lokið hafa doktors-
námi. Verðlaunin er kennd við franska veðurfræðinginn
Prud’homme sem lést árið 1959 og eru hugsuð sem hvatning til að
halda áfram frekari rannsóknum í veðurfrœði. Valið fer þannig fram
aö ungir doktorar frá frönskum háskólum senda inn ritgeróir sínar
sem síðan eru lagðar fyrir dómnefnd. Dómnefndin er skipuð meðlim-
um í Veðurfrœðifélaginu, auk Jacques Lamonte fyrir hönd Vísinda-
akademíunnar og Jean-Claude André frá Cerfaces, stofnun sem vinn-
ur vió rannsóknir í stærðfrœði og tölvufrœði. Cerfaces tengist ekki
frönsku Veðurstofunni með formlegum hœtti og á því fulltrúi hennar
að tryggja að verðlaunaveiting sé hlutlaus.
Að þessu sinni varð dómnefndin
að velja úr átján ritgerðum um ólík
efni og varð verkefni Haraldar
Ólafssonar ofan á, ekki síst vegna
þess að hann hefur þegar fengið
tækifæri til að reyna kenninga sín-
ar á raunveruleikanum. Haraldur
lauk doktorsnámi sínu frá Háskól-
anum í Toulouse árið 1996 og er
fyrsti útlendingurinn sem hlýtur
Prud’homme verðlaunin; 10.000
franska franka. Aðspurður hvaða
þýðingu þau hafi fyrir sig, svarar
Haraldur: „Ef ég hefði ekki áhuga á
að fara til íslands þyrfti ég ekki að
líða hungur í Frakklandi."
Spurður út úr
Það var augljóst við afhending-
una að verðlaunin vekja athygli
nægja ekki alveg, því öðru hvoru er
nauðsynlegt að gera mælingar til að
tengja sig við raunveruleikann. Ég
gerði að vísu í litlum mæli,
kannsku vegna þess að undir niðri
veit ég að á íslandi eru miklu
áhugaverðari gögn til að vinna
með.“
Vindurinn blæs frjáls
- Hvemig stendur á því?
„Það eru meiri öfgar í veðri á ís-
landi. íslensk fjöll eru ekki eins
flókin og fellingafjöll á borð við
Pýrenafjöllin sem veita vindinum
meira viðnám. Á íslandi blæs vind-
urinn frjáls. Þegar fjallabylgjur
skila sér niður á yfirborð jarðar eru
það ekki bara bílar sem fjúka held-
ur líka malbik. Þetta gerist á hverju
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að störfum á Veðurstofu íslands.
DV-mynd Pjetur
franskra veðurfræðinga. Um fimm-
tíu veðurfræðingar af eldri kynslóö-
inni voru viðstaddir til að hlusta á
fyrirlesturinn sem Haraldar hélt eft-
ir og spyrja hann spurninga um nið-
urstöður rannsóknarinnar. í hópi
viðstaddra voru einnig Bjöm
Bjarnason menntamálaráðherra,
Páli Skúlason, rektor Háskóla Is-
lands, og Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri, sem
allir voru í París til að sitja alþjóð-
lega ráðstefnu um stefnumál fram-
haldsmenntunar hjá UNESCO.
- Af fyrirlestri þínum, Harald-
ur, þóttist ég skilja að rannsókn
þin hefði snúist um áhrif fjalla á
vind. Þú sýndir nokkur lýsandi
dæmi frá Islandi þótt rannsókn
hefiði verið miðuð við aðstæður í
Pýrenafjöllunum. Notarðu þau
sem viðmiðun vegna þess hve ná-
lægt þau eru Toulouse?
„Nei! Ég tók Pýrenafjöllin fyrir af
því að ég var með í höndunum gögn
úr annarri rannsókn, byggðri á
tölvuútreikningum. Þessi gögn
leysa jöfnu sem lýsir hreyfingu and-
rúmslofts með aðstoð tölvu. Gögnin
ári á íslandi en hér í Frakklandi
geta menn þurft að bíða lengi eftir
slíku.“
- Hvað er Pyrex sem þú minn-
ist oft á í fyrirlestrinum?
„Pyrex er nafn á gagnaöflunar-
átaki sem var gert árið 1990. Þá
eyddu Veðurstofur Frakklands og
Spánar 200 milljörðum íslenskra
króna i að safna gögnum úr sendum
flugvéla, loftbelgjum og svo fram-
vegis um fjallabylgjur. Þeir fundu
samt ekki eina einustu fjallabylgju
sem brotnaði."
Bylgjubrotin segja til
um stefnu lægflar
- Hvað gerist þegar fjallabylgja
brotnar?
„Þá verða allra verstu stormar
niðri við jörð, hlémegin við fjöllin.
Við þessar aðstæður verður lika
mest ókyrrð í lofti sem getur eyði-
lagt flugvélar.
Ég hugsa að það hafi verið þetta
sem gerðist þegar Metró vélin lenti
í mikilii ókyrrð við ísafjörð fyrir
fáum árum. Hún hefur líklega lent í
fjallabylgjubroti. Það útskýrir hvers
vegna þetta kom fyrir. Þess vegna
eru gögn úr svarta kassanum í vél-
inni sumpart merkilegri en nokkuð
það sem kom út úr Pyrex dæminu."
- Ertu búinn að kanna gögnin?
„Nei, ekki ennþá en ég á vonandi
eftir að skoða þau.“
- Hveiju bætir þín rannsókn
við þekkingu veðurfræðinga á
fjallabylgjubrotum?
„Mín rannsókn sýnir fram á að
þetta fyrirbæri getur átt sér stað við
áður óþekktar aðstæður.
Ég tek tillit til samspils svigkrafts
jarðar og fjallabylgju. Það hvernig
fjöllin hægja á andrúmsloftinu
skiptir miklu máli fyrir reiknilikön
sem reikna veðurfar nokkra áratugi
fram í tímann. Tengsl snúnings
jarðar og fjallabylgna skipta máli
fyrir spár sem ná til dæmis viku
fram í timann."
- Er hægt að sjá fjallabylgju-
brot fyrir?
„Það er ekki vonlaust og líklega
er það aðeins spursmál um tíma
hvenær það verður hægt. En bylgju-
brot skiptir ekki aöeins máli þar
sem brotið verður, það hefur mikið
að segja fyrir veður á miklu stærri
kvarða. Ýmislegt bendir til þess að
fjailabylgjur og fjallabylgjubrot geti
stjómaö lægðabrautum, það er að
segja því hvert lægðimar fara.
Við getum tekið dæmi sem skipt-
ir okkur á Islandi máli. Ef það
brotna margar bylgjur yfir Græn-
landi þá brotnar hreyfiorka and-
rúmsloftsins niður. Og mikil hreyfi-
orka, sem er ekkert annað en hraði
í andrúmsloftinu, er lægðabraut.
Þess vegna geta bylgjubrotin sagt
okkur heilmargt um það hvert lægð-
imar stefna."
- Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Frá 26. október til 19. desember
8 vikna aðhaldsnámskeið Gauja litla
- þar sem feitir kenna feitum!
Þjálfun 3 til 5 sinnum í viku • Fræðsludagur • Vigtun og fitumælingar • Ytarleg kennslugögn •
Matardagbækur • Mataruppskriftir • Æfingabolur og vatnsbrúsi • Frir Ijósatimi • Feikna mikið aðliald
Kennsla í tækjasal • Hvetjandi verðlaun • Næringarráðgjafi á staðnum • Ótakmarkaður aðgangur
að World Class i 8 vikur ‘Vaxtamótun með íþróttakennara • Yogatimi
WoiidClass tO]Il
/acum ^^þegar þér hentar
' IbROT
LITT
IÞROTTAFATNAÐUR
mm
RÆKTIN
Skráning í síma 896 1298