Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 JL^'V’ %rekkjusvín „Það má kannski segja aö þessi hópur, Hrekkjusvín, hafi liðið fyrir ákveöiö áhugaleysi menningarelítunnar og öfgasinna á vinstri kantinum. “ „Mörg lögin má hlusta á aftur og aftur án þess að verða leið- ur á þeim. Mjög tvíeggjað! Hvers vegna? Jú, það fer eftir boð- skapnum sem tónlistin ásamt textanum flytur. Sé hann póli- tískt framsækinn eru þetta allt miklir kostir. Sé hann aftur- haldssamur eru þetta hinir verstu gallar. Góð list (listrænt séð) með afturhaldsboðskap er hið versta mein. Hún leggst á eitt með burgeisunum við að undiroka alþýðuna, arðræna verkalýð og lengja lifdaga auðvaldsskipulagsins með öllum hörmungum þess, stríði og óöryggi. Barnið hvetur móður sína til að kaupa ekki bíl, heldur reið- hjól og ferðast með strætisvagni. Er þetta krafa dagsins? Get- ur Pétur sett sig inn í aðstæöur bíllausra foreldra með eitt eða fleiri börn, sem þarf að flytja úr einum bæjarhluta í annan í dagvistun og fara svo til vinnu? Ef bæjarskipulagið og almenn- ingsvagnakerfið miðaðist við þarfir fólksins en ekki arðsemis- sjónarmið auðvaldsins þá væri þetta réttmæt krafa. En krafa dagsins er eitthvað á þessa leið: Gott almenningsvagnakerfi og dagheimili fyrir öll börn við vinnustað eða heimili!“ mmm mmm AflDflÆNDIR QG KÚGAÐIR AURAIANDA SAMEINIST! Úr Verkalýðsblaðinu, 16. tbl., 15. des. 1977-17. jan. 1978, undirritað L. Þannig var nú það. Platan Lög unga fólksins með Hrekkjusvínum var óhemjuvinsæl á sínum tíma og í raun undarlegt að hún skuli ekki hafa verið gefin út á geisladiski fyrr en nú. Þetta var óhefðbundin barnaplata, ekki síst vegna þess að hún var skemmtileg og foreldrar höfðu líka gaman af henni. Höfundar tónlistar voru Leifur Hauksson og Valgeir Guðjónsson en um textasmíð sá Pétur Gunn- arsson en fjöldinn allur af lista- mönnum kom að gerð plötunnar. DV hitti þremenningana í tilefni af endurútgáfunni og byrjaði að spyrja hvort það væru ekki elli- merki að vera endurútgefinn? „Nei, við erum eilífir æsku- menn,“ segir Valgeir og Leifur bætir við: „Hefurðu ekki heyrt tal- •að um æskudýrkunina? Af hverju heldurðu að þú sért að taka viðtöl við okkur.“ Eins og hver annar skurður Gagn og gaman gaf plötuna út en sú útgáfa var stofnuð svo listamenn- imir fengju stærri hluta af möguleg- um gróða. Gagn og gaman var stofn- að með pompi og prakt í Norræna húsinu og var ætlunin að standa einnig að útgáfu bóka. Það varð þó aldrei af þvi. En hvernig skyldi það hafa æxl- - ast til að þremenningamir gerðu bamaplötu? „Við vomm ráðnir til verksins eins og hverjir aðrir verktakar," segir Leifur. „Ég held að viö höfum þótt hæf- astir landsmanna til að gera öðru- vísi barnaplötu," segir Valgeir. „Maður bara gekk i þetta eins og '‘hvern annan skurð,“ bætir Pétur við. „Þetta var þannig fyrir mér að ég fékk lögin eftir þessa snillinga á kassettum. Svo fór ég í ferðalag um Evrópu og sendi textana í pósti. Þeir voru í stúdiói og ég sendi text- ana ýmist í símskeytum eða bréf- um. Síðan var ég ekki viðstaddur þegar platan kom út.“ Platan kom út árið 1977 þegar að- eins var ein útvarpsstöð, Ríkisút- varpið rás eitt, og þar þótti ekki til- hlýðilegt að spila hvað sem er fyrir börnin. „Platan var kannski ekki mjög mikið spiluð í útvarpi en hún var hér á öðru hverju heimili og allir foreldrar sem eitthvað vildu eiga undir sér spiluðu þetta fyrir sig og sín börn. Það eru fjöldamörg heim- ili þama úti sem eiga þessa plötu svo mikið spilaða að hún er orðin ónýt,“ segir Leifur. „Það er svolítið sérkennilegt að ég hef aldrei átt þessa plötu,“ segir Pétur, kyndugur á svipinn. „Ekki ég heldur," segir Leifur. „Ég á fullt af þessum plötum," segir Valgeir, rogginn. „Og það sem meira er,“ bætir Pét- ur við. „Ég vissi ekki einu sinni að hún hefði verið endurútgefin. Ég hef ekki séð diskinn heldur." „Það er ekki einu sinni rafmagn heima hjá þér,“ skýtur Valgeir að honum. „Ég komst einhvern tímann yfir kassa af henni og hef verið að gauka þessari plötu að mönnum og málleysingjum. Svo er þaö orðið óþarft núna.“ Kommúnistar óánægðir Platan er óhefðbundin. Fengu þeir ekki símhringingar frá kol- brjáluðum foreldrum vegna henn- ar? „Nei, það var bara Verkalýðsblað- ið,“ segir Pétur. „Það sallaði hana niður. Hún fékk mikinn uppslátt og það fylgdi stór ljósmynd með.“ „Af okkur?“ spyr Valgeir. „Nei, það er bara mynd af mér þannig að þetta fer allt á mig,“ seg- ir Pétur. „Menn hafa náttúrlega gert kröfu til þín um stéttvísi og ábyrga stefnu," ályktar Valgeir. Verkalýðsblaðið var gefið út af EIK-ml sem stóð fyrir Einingar- samtök kommúnista, marx- lenínista. Ari Trausti Guðmunds- son var þá í forsvari fyrir samtök- in sem var félagsskapur sem nokk- uð margir voru i. „Allir sem áttu góða úlpu,“ segir Vcdgeir glottandi. „Mér finnst að ætti að tala við Ara Trausta um þetta.“ Fyrir utan dóm Verkalýðsblaðs- ins var fólk jákvætt. „Allt sem hefur sagt við mig um þessa plötu hefur verið ákaflega já- kvætt. Þetta þótti skemmtileg plata og hún er helvíti skemmtileg," seg- ir Valgeir. „Það sem gerir hana svo skemmtilega," segir Leifur, „er að hún hefur þessa svakalegu breidd. Það eru jafnt fullorðnir og böm sem hafa gaman af henni.“ „Það er í henni húmor og birta,“ segir Valgeir. „Hún er sólrík." Leifur lítur glottandi til Péturs. „Þetta er ansi góð plata, Pétur. Þú ættir að fá þér hana.“ „Elsku mamma, ekki kaupa bíl“ Textarnir eru kærkomið fjall í flat- lendi því sem bömum er oft á tíðum boðið upp á í bamatónlist. „Ég hafði aldrei samið texta við lag áður,“ segir Pétur. „Ég rúllaði lögunum í gegnum hausinn á mér. Svo var maður með eitthvað í hausn- um, einhver umhugsunarefni eða eitthvað sem mann langaöi til að koma á framfæri. Þannig elti þetta hvað annað og kom af sjálfu sér.“ „Ég held að Pétur sé þarna að lýsa textagerð á breiðum grundvelli," seg- ir Valgeir. „Þetta fór fram með sama hætti og ævinlega er gert. Menn sitja pungsveittir þangað til eitthvað kem- ur. Ég hef nú komið nálægt því að setja saman bæði lög og texta og það er miklu erfiðara að koma saman texta.“ „Orðin era svo djöfull ábyrg," seg- ir Leifur. „Einn hljómur kemur og fer, það kemur annar á eftir. Orðið er þama og æpir framan í þig.“ „“Álfadrottning fer úr undirkjóln- um bak við gluggatjöld." Þetta er flott lína. Þetta er náttúrlega klassík," seg- ir Pétur. „Þetta er bullandi lýrík," sam- þykkir Leifur. Tilvistarkreppa X-kynslóðar- innar Þeir eru á einu máli um að barna- menningu þurfi að sinna betur en gert hefur verið. „Þetta er býsna mikilvægur hlutur að sinna. Það er ekkert sjálfgefið, þó að börn geti látið sér lynda að hlusta á „fullorðinsefni", að það sé endilega það sem þeim þætti skemmtilegast. Ég held að þetta ætti að vera fólki dá- lítið umhugsunarefni," segir Valgeir. „Þetta hefði Verkalýðsblaðið tekið upp. Við lifum í heimi markaðslög- mála, menn græða ekkert á barna- menningu. Ég veit ekki hvort það er hluti af þessu," segir Leifur. Ætla Hrekkjusvín ekki að koma saman í tUefni útgáfunnar? „Nei,“ svara þeir býsna samtaka. „Eigum við ekki að gera fuUorðins- plötu núna?“ spyr Pétur. „Fyrir sömu börnin," segir Valgeir. „Þessi börn eru 25-30 ára gömul núna. Er þetta ekki bara X-kynslóðin? Nei, hún slapp við þetta.“ Blaðamaður leggur tU að kynslóðin verði nefnd eftir Hrekkjusvinum og þeir taka undir það. „Þetta er kannski einn af þeim hlutum sem er ábyrgur fyrir tUvistar- kreppu þessarar X-kynslóðar,“ segir Leifur. Valgeir kinkar koUi og bætir við: „Það myndaðist ákveðin eyða þegar hrekkjusvínin hættu." -sm „Platan var kannski ekki mjög mikið spiluð í útvarpi en hún var hér á öðru hverju heimili og allir foreldrar sem eitt- hvað vildu eiga undir sér spiluðu þetta fyrir sig og sín börn. Það eru fjöldamörg heimili þarna úti sem eiga þessa plötu svo mikið spilaða að hún er orðin ónýt.“ DV-myndir Teitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.