Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 39
I LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 Breski rithöfundurinn og Booker-verðiaunahafinn Graham Swift væntanlegur til landsins: Hestaskálin Því hefur verið haldið frarn að breski rithöfundurinn Graham Swift œtti frekar heima með 19. aldar höfundum en höfundum frá síðari hluta þeirrar tuttugustu sem hann þó óumdeilanlega gerir. Skáldsögur hans og smásögur eru skrifaðar í hefðbundnum stíl og fást við grundvallaratriði mannlegrar tilveru: lífið, dauðann, fjölskylduna, náttúruna og söguna - bœði frá einstaklingsbundnu sjónarhorni og samfélagslegu. Þó eru þœr langt í frá þungar og tyrfnar en lausar við þá óþekkt og uppátektarsemi sem einkennir stóran hluta sam- tímabókmennta. Gott dœmi um þennan sagnastíl Grahams Swifts má finna í nýjustu skáldsögu hans, Last Orders, Hestaskálinni, sem kemur út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur í nœstu viku. Þá mun höfundurinn einnig sœkja okkur íslendinga heim og lesa úr verkum sínum. Hestaskálin Graham Swift er fæddur í London áriö 1949 og hefur búið þar alla tíð. Hann lauk námi í enskum bók- menntum frá háskólunum í Cambridge og York og kenndi ensk- ar bókmenntir við ýmsa háskóla i London meðan hann var að feta sín fyrstu spor sem rithöfundur. Gra- ham Swift byrjaði ungur að skrifa og hafði þegar skipað sér á bekk með bestu rithöfundum Breta þegar hann hlaut bresku Booker verðlaunin fyrir Hestaskál- ina. Fyrsta skáldsaga hans var The Sweet-Shop Owner (1980) og Shutt- lecock kom ári síðar. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með bókinni Waterland (1983) sem gerist i fenja- landinu í Austur-Englandi. Hún var þýdd á fjöldamörg tungumál og eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd. Það sem mestu máli skipti fyrir Swift var að eftir útkomu hennar gat hann helgað sig ritstörfum. Síð- an þá hefur hann gefið út þrjár skáldsögur, Out of this World (1988), Ever After (1992) og Last Orders (1996) auk smásagnasafnsins Learn- ing to Swim (1982). Graham Swift hef- ur hlotið margvís- Graham Svift er vænt- anlegur til landsins boði Máls og menn- ingar. legar viður- kenningar fyrir ritverk sín i heima- landi sínu og um heim allan. Allar bækur hans á' ensku eru fáanlegar hjá Máli og menningu og nýlegt við- tal við hann má lesa á vefsíðu for- lagsins: www.mm.is. Graham Swift Hestaskálin, Last Orders á frummálinu, er komin út í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. „Þannig að ég breiddi úr Racing post fyrir framan mig með öllum Doncaster list- anum. Svo kveikti ég í rettu og dró fram skráningabókina mína og athugasemdirnar. Skráningabók Ray Johnson, ‘87, ‘88, ‘89. Alltaf að halda skrá yfir veðmálin. Svo renndi ég yfir hlaupin og veðhlaupahest- ana, gerði útreikningana í hug- anum, sem kemst upp í vana, útilokaði, reiknaði prósentur, hvaða brautir eigi að taka og hverjar að forðast. Fólk heldur að ég sé Lucky Johnson og þetta sé allt gert með sjötta skilningar vitinu og stundum er það líka þannig, stundum er hugboð bara hugboð. En ástæð- an fyrir því að ég er inn undir hjá hrossunum, eða svo að segja, og að Jack Dodds og Lenny Tate verða það aldrei er sú að allir vilja trúa á veðmál byggð á hugboði. Og það lítur kannski út eins og heppni en er í rauninni níutiu prósent vand- legt bókhald, er níutíu prósent spurning um að reikna út möguleikana. Ég hef ekki unn- ið hjá þessu tryggingafyrirtæki til einskis. Fólk heldur að það séu hestar frá himnum sem svara bænum manns en það sem maður þarf að læra er að snúa á bókarann og ef maður vill snúa á bókarann þá verður maður að færa sínar eigin bæk- ur. Svo ég rannsakaði hlauparana, strauk mér um kjammana, hugsaði með mér: Hátt hlutfall, hátt hlutfall. Veð- mál utan vallarins, svo það leggst skattur ofan á. Á þúsund pund. Hugsaði meö mér: Maður kaupir köttinn í sekknum með því að veðja á þá sem fá með- Ray byr svona snemma á keppnis- tímabilinu. Hugsaði með mér: Þetta væri miklu auðveldara ef ég væri á staðnum, það er alltaf auðveldara að vera á staðnum. Maður sér hestana, maður finn- ur lyktina, það er ekki eins og stefnumót við óvissuna. Og maður fær eitthvað í staðinn. Hófa á grasi, sól á silki, írskan kjaftavaðal. Og allan þann gauragang sem bjór og vonir skapa. Hugsaði um allt það sem Jack mun aldrei sjá eða heyra framar. Reykurinn úr sígarettunni minni liðast í átt að gluggan- um. Bústin ský eftir rigningar- dembur, gangur mála breytist úr góðu í ljúft. Gangur mála. Ég leit á úrið mitt: hálftólf. Það eru bara kjánar sem veðja snemma, lyktin breytist með hverri mínútu, þetta snýst um útreikningana og lyktina. Ein- ungis kjánar veðja snemma. En hvað ef? Segjum sem svo að Jack. Ég hélt áfram að horfa ekki á nafnið sem horfði á mig af miðj- um listanum. Tuttugu og tveir hlauparar. Hvað felst í nafni? Þeir kalla mig Lucky. Einungis kjáni veðjar á nafn. Og Jack verður ekki bjargaö, honum verður ekki bjargað. Ég fletti í gegnum athuga- semdirnar mínar, sló niður töl- um. Regla númer eitt: gæði fyrir peningana. En Jack vill ekki fá gæði fyrir peningana, hann vill fá einn stakan vinning sem slær botninn í alla aðra vinninga, til að bjarga lifibrauði hans, því sem hann hafði þrælað fyrir. Hann er ekki á þeim buxunum að fara meðalveginn. Svo þetta er ekki venjulegt veðmál. En ég hélt áfram að horfa ekki á nafnið sem starði á mig. Utan riöla, vallarlengdin tutt- ugu á móti einum. Þó það héldi áfram að stara á mig. Það er til heppni og svo er heppni. Það er til örugg lieppni sem foröar manni frá vandræðum, sem forðar manni frá því að byssu- kúlur hitti mann eða veldur því að maður verður hundrað og fimm ára og svo er villt heppni sem leyfir manni að láta greip- ar sópa um gull. Útreikningarn- ir og lyktin sem verður sterkari og stundum er lyktin allt sem maður hefur tU að fara eftir, og maður sér allt sem maður þarf að fá að vita um hest á því hvernig hann ber höfuðiö. Það er eins og allt snúist um veð- málið, en stundum snýst það bara um hlaupið og lætin og há- vaðann í kapphlaupinu. Stund- um snýst það bara um dýrð hestanna. Svo ég drap í sígarettunni og kveikti í annarri og tók tvö eða þrjú skref um herbergið eins og ég gæti ekki setið kyrr. Ég stóð við gluggann. Ytri jaðar Bermondsey. Og brautin í Donnie breið og slétt þeysireið. Það væri kjánalegt. Ég fann fyrir spáfiðringnum í brjóstinu og heppninni í æð- unum. Því sem fær mann til að taka þátt til að byrja með, því sem fær mann tU að vera með í fyrsta lagi. Ég opnaði gluggann eins og ég næöi ekki andanum. Ég fann fyrir loftinu og reykn- um í nösunum og lífinu í limunum og peningunum hans Jack sem brunnu við hjarta mitt. Miracle Worker: Kraftaverk- ið.“ Hestaskálin segir frá aUsérstæðu ferðalagi fjög- urra öldunga sem miðar að því að uppfyUa hinstu ósk sameiginlegs vinar þeirra. Eftir því sem ferðalag- inu vindur fram kynnist lesandi hverjum og einum - örlögum þeirra og flóknum samskiptum. Smám saman magnast spennan að óhjá- kvæmilegu uppgjöri við óuppgerðar sakir í fortíðinni. Persónur Hesta- skálarinnar segja söguna sameigin- lega en oftast hefur orðið Ray nokk- ur Johnson eða Lucky eins og vinir hans kaUa hann. Sá er forfaUinn > veðjari og í kaUanum sem hér fylg- ir er hann um það bU að detta í lukkupottinn enda kunnugri króka- leiðum veðreiðanna en nokkur ann- 7777777777775 Smáauglýsingadeild DV er opin: »virka daga ld. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 »sunnudaga kl, 16-22 Tekið er 6 móti smáauglýsingum tilkl,22til birtingar nœsta dag Ath. Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl, 17 á föstudag Smáauglýsingar 5505000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.