Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 18
18 &ygarðshornið LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV enn einu sinni fram hversu prýði- lega Frakkar hefðu staðið sig i stríðinu við verja og það var beinlínis unaðslegt að horfa á Ég fékk eina af þessum instant- flensum i vikunni, lá með hita eitt mánudagskvöld undir sæng og horfði á Sjónvarpið, hafði óró- legar draumfarir um nóttina sem snerust um að ég var Eddie Murphy - sem er ekki öfundsvert hlutskipti af þeim draumi að dæma - og vaknaði svo stálsleg- inn, mér til nokkurra von- brigða því ég hafði hlakkað til að liggja í rúminu allan dag- inn og fá kannski súkkulaðiís - til að kæla mig. Það kom ekkert út úr þessari flensu. Nema eitt: Ég horfði á sjónvarpið heilt kvöld. allan þennan vínvið, alla þessa sól - já - allan þennan landbúnað. Eflaust var það hitanum og flensunni að kenna að mér tókst ekki að fá nokkurn botn í það hver elskaði hvern - ég skildi að allir elskuðu að minnsta kosti mikið og það nægði mér, auk þess sem konurnar voru allar undurfagrar. Afar vel heppnuð mynd í alla staði. bíð enn eftir því að sjónvarpsfólkið upp- götvi Dalalíf Guðrúnar frá Lundi og búi til hundrað þátta syrpu úr því verki. Eða Jóni Trausta. Eða Þorgils gjallanda. Eða jafn- vel Einari H. Kvar- an? Þegar kom að Mánu- dagsviðtalinu sem er besti sjónvarpsþátt- urinn var ég því mið- ur farinn að um- breytast í Eddie Murphy en hins vegar missti ég ekki af myndinni sem kom á undan Taggart og fjall- aði um meðferð íslenska fánans. Og eflaust var það líka hitanum og flensunni að kenna, en sú mynd fyllti mig ónotalegri vanmáttar- kennd. Mér varð hugsað til frægra orða Sigurðar Nordal um „vanda þess og vegsemd að vera ís- lendingur". Það kom sem sé á daginn í þess- Gaman að því. Það rifj- aðist upp fyrir mér hversu ágæt dægradvöl er í því fólgin að vera með hita og horfa á ómerkilegt sjón- varpsefni og mæla sig af og til. Taggart var að vísu hálfdaufur, aðalnáunginn, sem mér finnst alltaf aö heiti Kristján, er enginn bóg- ur að taka við meistara hinn- ar hlýlegu ólundar og þótt að- alkonan sé sniðugri týpa virð- ast handritshöfundar ekki vita almennilega hvað þeir eiga að gera við hana og eru sífellt að búa til einhvern hálfvelgjulegan rómans kringum hana - ég bíð skelfdur eftir því að Kexið fari að reyna við hana líka. Franskur myndaflokkur sem mér virtist snú- ast um örlög og ástríður vínbænda átti miklu betur við mig. Þar kom ari mynd að það er enginn smá- ræðis vandi að umgangast þennan fána okkar svo að rétt sé. Maður þarf að vera vel að sér um hárfln- ar siðareglur til að vita hvenær við hæfl telst að flagga honum; það þarf að gæta ýtrustu ná- kvæmni upp á millímetra hvernig honum er flaggað og flóknar horna- fræðilegar útlist- anir um afstöður á stönginni voru mér gersamlega ofviða, og það virtist ámóta erfitt að brjóta þennan fána rétt saman og að binda pelastikk. Er það kannski meiri vandi en vegsemd að vera íslendingur? Það hvarflar stund- um að manni: við höfum fána sem aðeins fag- menn ráða við að nota; við höfum þjóðsöng sem eingöngu fagfólk getur sungið; við aðhyllumst tungutak sem einungis fagmenn hafa fullt vald á, eða hversu marg- ir ætli kunni að beygja rétt orð eins og hönd eða kýr? Skilaboðin eru: Það er eingöngu fyrir fag- menn að vera íslendingar. Þetta lýsir allt einhverju óör- yggi. Þetta eru eins og fyrirmæli að ofan um þjóðernisást, eins og stressað foreldri sem vill fyrir alla muni að afkvæmið standi sig nú vel í útskriftinni og hegði sér rétt. Hver er skýringin á þessu? Þú álfu vorrar yngsta land, orti Hannes Hafstein í byrjim aldar- innar. Allt í einu var ekki lengur talað um Eldgamla ísafold heldur þurfti nú að skapa allt. Búa til þjóð. Búa til þjóðargersem- ar. Og þá héldu sumir af mætustu menntamönn- um landsins að íslendingum væri ætlað eitthvert alveg sérstakt hlut- verk í heimin- um - það væri einhvern sér- stök vegsemd að vera af þess- ari þjóð, frekar en til dæmis að vera frá' Surinam. Og þeirri sérstöku vegsemd fylgdi sérstakur vandi: þetta viðhorf hefur með öðru leitt til þeirrar stefnu að kenna börnum íslensku í skóla eins og um væri að ræða erlent tungumál sem væri þeim með öllu ótamt. Getur verið að menn hafl kannski verið fullmikið að vanda sig við veg- semdina þegar fullveldið var feng- ið árið 1918? %tgur í lífí Eyjólfur Ólafsson lýsir deginum í Tákklandi er hann dæmdi síðasta leikinn á erlendri grund: Vaknaði í Paradís Eyjólfur Ólafsson dómari í hópi kollega sinna í búningsklefanum fyrir síð- asta leikinn á erlendri grund. Frá vinstri eru það Gylfi Þór Orrason, vara- dómari í leiknum, Pjetur Sigurðsson aðstoðardómari, Eyjólfur og Ólafur Ragnarsson aðstoðardómari. ,,Það er miðvikudagurinn 14. október 1998 og staðurinn er Teplice í Tékklandi, skammt frá þýsku landamærunum. Fram undan var að dæma landsleik Tékklands og Eistlands í und- ankeppni EM í knattspyrnu. Þetta átti að vera minn siðasti leikur sem ég dæmdi á erlendri grund. Ég vaknaði kl. 8 á Hótel Para- dís og gekk til morgunverðar með félögum mínum, Gylfa Þór Orra- syni, Pjetri Sigurðssyni og Ólafi Ragnarssyni. Courtney kom á óvart Næst gerðum við okkur klára og korter í tíu kom ágætur vinur minn, Jiri Ulrich, fyrrum milli- ríkjadómari, sem ég kynntist í Englandi 1993 er við dæmdum þar í EM undir 18 ára. Fyrir hönd tékkneska knattspyrnusambands- ins var hann okkar stoð og stytta; tók á móti okkur á ílugvellinum í Prag daginn áður og fylgdi okkur allan tímann. Hann keyrði okkur út á völl, Stadium de Teplice, og þar hittum við frægan dómara hér á árum áður, George Courtn- ey frá Englandi. Hann var eftir- litsdómari á landsleiknum. Hann var virtur dómari sem hélt góðum aga og þvl hélt maður að hann væri stífur. En hann kom á óvart. Var virkilega þægilegur og með þennan breska húmor. Við byrjuðum á því að skoða leikvöllinn, búningsklefana og alla umgjörð. Undir stjórn Court- neys var haldinn fundur með okk- ur, fulltrúum beggja liða og að- standendum leiksins. Fundir sem þessir fara fram fyrir hvem milli- ríkjaleik því allt þarf að vera á hreinu. Tákkkristall á gönguför Að fundi loknum um ellefuleyt- ið fórum við á hótelið ásamt Jiri. Er þangað kom var ákveðið að fá okkur göngutúr í bæinn og kaupa pinulítið af aðalframleiðsluvöru landsins, tékkkristal. Þegar við vomm búnir að því komum við aftur á hótelið um klukkan hálf- eitt og þá snæddum við hádegis- verð. Að honum loknum hvíldum við okkur um stund fyrir leikinn. Korter fyrir þrjú héldum við stuttan fund á hótelherbergi mínu þar sem ég fór yfir fyrir- mæli mín til aðstoðardómaranna, nokkuð sem við erum vanir að gera fyrir hvern leik. Hálftíma síðar var lagt af stað á völlinn. Að sjálfsögðu var það Jiri sem ók okkur og vorum við komnir ein- um og hálfum tíma fyrir leik, eða klukkan hálfijögur. Mér leið nokkuð vel, fann fyrir örlitlu stressi fyrir stórleik sem þennan en það var bara ávísun á gott. Við tók hefðbundinn undirbún- ingur; láta liðin fylla út leik- skýrslur, gera frumskoðun á skó- búnaði og öðru hjá liðunum, gera boltana klára, klæða sig og skoða loks völlinn. Næst hituðum við okkur upp með liðunum í 15-20 mínútur. Fjöldi fólks var farinn að streyma á völlinn en hann tek- ur 15 þúsund manns. Prúðmennska og pappírsvinna Rétt fyrir leikinn heilsuðum við upp á ágætan vin okkar og landa, Teit Þórðarson, sem þjálf- ar landslið Eistlands. Síðan hófst leikurinn klukkan fimm. Hann gekk ágætlega fyrir sig. Var skemmtilegur, sérstaklega fyrir heimamenn, sem réðu lögum og lofum á vellinum. Þetta var ekki eins erfiður leikur að dæma og ég hafði búist við. Leikmenn léku af mikilli prúðmennsku en engu að síður þurfti ég að lyfta 5 gulum spjöldum. Þau áttu flest rætur sínar að rekja til vallarins sem var háll. í liðunum voru þekktir leikmenn eins og t.d. Patrick Berger hjá Liverpool, sem skor- aði tvö mörk beint úr aukaspyrn- um, og Pavel Nedved hjá Lazio sem skoraði fyrsta markið. Stað- an í hálfleik var 4-0 fyrir heima- menn en lokatölur urðu 4-1. Að leik loknum tók við mikil pappírsvinna að vanda. Útfylla þarf dómaraskýrslu sem er upp á sex blaðsíður. Einnig þurfti að fylla út svokallaða prúðmennsku- skýrslu (Fair Play) í samvinnu við eftirlitsdómarann. Courtney mun senda sína skýrslu um leik- inn til UEFA, Knattspyrnusam- bands Evrópu, en hans orð voru þau að við hefðum staðið okkur mjög vel. Eftir pappírsvinnuna þurfti að faxa afrit af öllum skýrslum til UEFA og það tók sinn tíma. Allir voru að faxa á sama tíma þar sem margir leikir fóru fram þetta kvöld. Fákk að eiga boltann Þegar við vorum búnir að þvo okkur og klæða kom Jiri með gjöf frá tékkneska knattspyrnusam- bandinu vegna þessa síðasta milliríkjaleiks hjá mér; boltann sem leikið var með. Knöttinn mun ég varðveita til minningar um leikinn. Er þessu lauk um níuleytið um kvöldið snæddum við á hótelinu ásamt Courtney og aðstoðar- manni hans. Þar leystum við þá út með litlum gjöfum til að minna þá á ísland. Courtney þakkaði fyrir sig með því að panta kampa- vín á borðið til að skála fyrir mínum starfslokum á þessum vettvangi. Að loknum kvöldverði settumst við dómararnir niður á hótelinu og spjölluðum um stund áður en farið var í háttinn um miðnætti. Við áttum ferð fyrir höndum snemma um morguninn til Prag þaðan sem flogið var til Amsterdam og loks íslands."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.