Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 11 Steinrunnið tröll síma Var það sagt auðvelt. Bara að ná sér í svolitla aukavinnu til þess að standa undir þessum lífs- nauðsynlegu útgjöldum. Það er enginn maður með mönnum sem lætur sjá sig símalausan á skóla- gangi. Máttlítil dæmisaga Ég varð ekki var við sinna- skipti ungdómsins þá er ég sagði þeim af upplifun minni á rakara- stofu síðsumars. Þar sem ég sat í rakarastólnum komu inn tveir slöttólfar á framhaldsskólaaldri. Báðir voru með GSM-síma að hætti ungdómsins. Annar settist í stól við hlið mér og bað um aflit- un en hinn hélt uppi sambandi við umheiminn úr biðstól. Hann hringdi viða og talaði lengi. Þegar aðeins varð hlé á hringingunum heyrði ég þá kumpána ræða sam- an um áhugamál sín, þann er tók við aflituninni og hinn sem beið. Sá sem beið lýsti því yfir að hann hefði fengið útborgaða sumar- hýruna þann sama morgun. Hann hafði fengið 80 þúsund krónur í mánaðarlaun. Gott hjá honum, hugsaði ég mér, hann á þá vasa- peninga til vetrarins. Það fór hins vegar í verra þegar leið á samtal þeirra félaga. Þá kom nefnilega í ljós að útgjöld mánaðarins hjá piltinum unga námu 95 þúsund krónum, þar af var símareikning- urinn 15 þúsund krónur. Strákurinn átti þvi minna en ekki neitt á útborgunardegi. Hann virtist samt ekki hafa miklar áhyggjur af stööunni. Ég fæ þetta bara lánað hjá mömmu, sagði sá sami um leið og hann ráðlagði fé- laga sínum aö ná eins hvítu hári úr aflituninni og mögulegt væri. Því næst valdi hann nýtt númer og hvarf í huganum út í bæ. Dæmisagan virtist engin áhrif hafa á ungdóminn á mínu heimili. Hann var enn þeirrar skoðunar, hvað sem peningapælingum leið, að fjölskyldufaðirinn væri hallær- ið uppmálað. í augum unga fólks- ins var síminn lífsnauðsyn, líkt og andrúmsloftið sjálft. Síminn var hafinn yfir lágkúrulegar pen- ingalegar vangaveltur. Hagnýti nútímagjafa Ég fæ nú stundum að hringja hjá mömmu ykkar, sagði ég til þess að reyna að bæta aðeins stöðu mína í huga barnanna. Þau tóku sig nefnilega til, með örlítilli aðstoð minni að vísu, og gáfu móður sinni nettan síma. Þótt ég segði ekki margt þegar það stóð tO grunaði mig að það væri í því skyni að ná alltaf í móðurina til þess að vita hvort eitthvað al- mennilegt væri í matinn. Þann þanka geymdi ég þó með sjálfum mér enda ekki hægt að bera hann á borð þegar blessuð börnin vildu koma móður sinni inn í nútím- ann. Þessi rök mín um símalánið dugðu lítt. Þótt það væri ekki sagt upp í opið geðið á mér var það fyllilega gefið í skyn að fátt væri eins dapurlegt og að treysta á GSM-síma annars manns, jafnvel eiginkonunnar. Karlmannlegra væri að eiga sinn eigin og fara ekki dult með það. Börnunum hefur hins vegar ekki dottið i hug að gefa foður sín- um svona tól enda ekkert á því að græða. Hann veit hvort sem er sjaldnast hvað er í matinn. Það getur verið erfitt aö kyngja því að vera úreltur, kynjaskepna sem hefur dagað uppi, steinrunn- ið tröll eða andlegur dínósárus. Slíkt hendir þó mætustu menn þótt þeir átti sig alls ekki á stöðu sinni eða að minnsta kosti löngu síðar en allir í kringum þá. Þeir voru og hétu. Fortíðin var þeirra en ekki nútíðin og þvi síður fram- tíðin. Pistilskrifari áttaði sig á stöðu sinni fyrr i vikunni og komst að því við kvöldverðarborðið heima hjá sjálfum sér að hann var stein- gervingur. Eitthvað sem er gaman aö skoða og ræða um fræðilega en gersamlega ónýtanlegt fyrirbrigði í nútíðinni. Við hjónakornin höfð- um keypt í matinn í sameiningu þetta síðdegi og hjálpuðumst að við hefðbundin undirbúning kvöldverðarins, raunar einu tryggu samverustund fjölskyld- unnar á degi hverjum. Samvinn- an fólst að mestu i því að konan matbjó en ég lagði á borðið og sinnti ýmsu smálegu. Þótt aðstoð mín og undirbúningur þessarar samverustundar væri ekki merki- legri en þetta var ég þó tiltölulega sáttur við sjálfan mig. Ég taldi mig nútímamann sem fylgdist til- tölulega vel með því sem gerist í samfélaginu, hræringum öllum og framþróun. Fimm símar á borðið Þar kom að við settumst öll við borðið, foreldrar, afkom- endur og tengdadóttir. Það var þá sem kviknaði á per- unni og rann upp fyrir mér ljós. Ég var utan- veltu í þessari sam- kundu. Upp á þetta kvöldverðarborð komu hvorki fleiri né færri en fimm svo- kallaðir GSM-símar. Þrjú eldri börn okkar hjóna lögðu þar frá sér símana, eigin- konan sömu- leiðis og tengda- dóttirin. Þau einu sem sátu sem þvörur þarna var litla barnið á heimil- inu, 9 ára gamalt, og fjöl- skyldufaðirinn. Látum það vera með bamið. Þar er vart hægt að ætlast til þess að stúlkan sú fram- visi þessu stöðutákni nema sem leikfangi. Það var höfuð fjölskyld- unnar sem sat þar eitt og yfirgef- ið, gersamlega úr lagi gengið, púkalegt og úr tísku. Ungu mennirnir tveir, svolítið komnir á þrítugsaldurinn, gerðu beinlínis grín að föður sínum þá er þessi dapurlega staðreynd blasti við. Maðurinn var gersam- lega ótengdur, maður sem fram til þessa þóttist fylgjast með, fá ábendingar, já taldi sig númer. Hann var afhjúpaður í einni svip- an. Eldri dóttirin og tengdadóttir- in voru prúðari og sögðu ekki margt. Af svip þeirra mátti þó lesa að þær vorkenndu þessum manni sem virtist algerlega úti á þekju í hinu hraöa samfélagi. Eig- inkonan lét kyrrt liggja en litla dóttirin gaukaði nokkrum hugg- unarorðum að föður sínum. Hún má ekkert aumt sjá. Ég reyndi að verja þessa von- litlu stöðu og sagði þessa pinusíma mikinn peningagleypi. Það væri margt sem kailaði á út- gjöld á stóru heimili og því ekki hægt að veita sér hvaða munað sem væri. Góði besti, sögðu strák- arnir, þú verður að læra að for- gangsraða. Þeir fluttu síðan snöggsoðinn fyrirlestur um gagn- semi þessara síma og mikilvægi að vera stöðugt í sambandi. Þeir sögðu þessi tól ómissandi, hvort heldur væri í skóla eða vinnu. Um leið lýstu þeir furðu yfir augljósu sam- bandsleysi foðurins. Sveinamir tóku ekkert mark á því þótt ég benti þeim á að ekki væru stórar fúlgur afgangs um hver mánaðamót. Ég væri ekki í biðröð eftir hlutabréfum, hvort heldur væri í Landsbanka, Búnað- arbanka eða Drengjabankanum. Þeir fussuðu á þau rök og sögðu skort á símatengingu einmitt ástæðu þess að ég fjárfesti ekki rétt. Fiskur undir steini í sakleysi mínu spurði ég stúlkurn- ar tvær, eldri dótt- urina og tengda- dótturina sem báðar eru í skóla, hvaða þörf væri fyrir Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri þessi tól í náminu. Það stóð ekki á svörunum. Þær þurftu að hafa samband við skólasystkini og fé- laga öllum stundum, hvort sem það tengdist félagslífi eða námi. Þá þurftu þær að ná heim til þess að kanna hvað væri í matinn, þ.e. hvort það borgaði sig að koma heim eða hvort splæsa ætti í pitsu. Fiskur i kvöldmat- inn sparaði til dæmis talsverð ferðalög. Þá var ekki ástæða til þess að koma fyrr en nálgaðist háttatíma. Þegar ég gafst ekki upp og spurði hvort fátækt skóla- fólk gæti rek- ið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.