Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 58
o íi afmæli
Til hamingju
með afmæ ið
24. október
90 ára
Stefanía Helga
Sigurðardóttir,
Goðabyggð 6, Akureyri.
85 ára
Elísabet Selma Karlsdóttir,
Dalbraut 20, Reykjavík.
Gróa Vigdís Hansen,
Hringbraut 50, Reykjavík.
80 ára
Jónína Elíasdóttir,
Boðahlein 16, Garðabæ.
75 ára
Halldóra Ingibjömsdóttir,
Flankastöðum, Sandgerði.
Hjörtur Haraldur Gíslason,
Brautarlandi 7, Reykjavík.
Ingi Guðjónsson,
Neðri-Þverá, Hvolsvelli.
Kristjana Steingrímsdóttir,
Hringbraut 89, Reykjavík.
Óli Stefánsson,
Merki, Egilsstöðum.
70 ára
Blængur Grlmsson,
Holtageröi 69, Kópavogi.
Hann tekur á móti gestum að
Digranesvegi 12, Kópavogi, í
dag kl. 15.00-18.00.
Bjami Stefánsson,
Suðurgötu 67, Akranesi.
Hörður Eiriksson,
Blönduhlíð 10, Reykjavík.
Óðinn Rögnvaldsson,
Gljúfraseli 7, Reykjavík.
Páll Axel Halldórsson,
Syðri-Gróf, Ámessýslu.
Hann er að heiman.
Sigurborg Helgadóttir,
Reynimel 68, Reykjavík.
60 ára
Guðlaugur Jóhannesson,
Norðurvegi 27, Hrísey.
Kristjóna Þórðardóttir,
Laxamýri 1, S-Þing.
Sigríður Sigurðardóttir,
Asparfelli 6, Reykjavík.
Þórður Þorsteinsson,
Sunnuvegi 20, Selfossi.
50 ára
Erlingur Þorsteinsson,
Ægisgötu 20, Akureyri.
Guðný Hallgrímsdóttir,
Seilugranda 3, Reykjavík.
Þórður H. Ólafsson,
Klapparstíg 35, Reykjavík.
Ryszard Potega,
Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík.
40 ára
Francis Joseph Mason,
Tunguseli 6, Reykjavík.
Heba Gunnrún
Haraldsdóttir,
Baröavogi 19, Reykjavík.
Jens Valur Ólason,
Keilufelli 14, Reykjavík.
Magnús G. Gunnarsson,
Dalbraut 2, Dalvík.
Oktavía Jóhannesdóttir,
Sunnuhlíð 13, Akureyri.
Þorsteinn G. Hjartarson,
Laxakvísl 8, Reykjavik.
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 T*>'V
Guðmundur Egilsson
Guðmundur Egilsson safnvörður,
Hvassaleiti 26 í Reykjavík, varð sjö-
tugur þann 15.10. s.l.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík
og hefur átt þar heima alla tíð.
Hann hóf störf hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur í febrúar 1944, ásamt
föður sínum, og hefur starfað þar
óslitið síðan. Hann er því í hópi
þeirra starfsmanna fyrirtækisins
sem þar hafa lengstan starfsaldur.
Lengst af var Guðmundur aðstoð-
arverkstjóri. Árið 1988 tók hann að
sér að skrá muni og halda til haga
sögulegum þáttum í starfi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Hann hef-
ur síðan sinnt því starfi en afrakst-
ur þess er hið merka Minjasafn Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við Elliða-
ár.
Þá hefur Guðmundur verið um
árabil í ritnefnd Línunnar, blaðs
starfsmanna Rafmagnsveitunnar.
Guðmundur hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa fyrir Félag heyrnar-
lausra, var m.a. einn af stofnendum
framkvæmdanefndar, mótsstjóri
fyrir mót heymarlausra ellilífeyris-
þega á Norðurlöndum sem haldið
var í Reykjavík 1977, ritnefndar-
maður í fjölda ára að Tímariti
heymarlausra. Hann sat
í nefnd er sá um kaup á
húsnæði fyrir félagið,
var fúlltrúi í táknmáls-
nefhd, sem m.a. hefur
þrisvar gefið út tákn-
málsbækur, og var for-
maður sýningamefndar
er sá um uppsetningu
sögusýningar 1981 um
málefni heyrnarlausra.
Guðmundur er annar
höfunda bókarinnar
Heymarlausir á íslandi
en þar er að finna sögu
heymleysingjakennslu á islandi,
sögu Félags heymarlausra og fé-
lagatal. Hann er, ásamt eiginkonu
sinni, heiðursfélagi hjá Félagi
heymarlausra.
Fjölskylda
Eiginkona Guömundar er Hervör
S. Guðjónsdóttir, f. 27.1. 1931, fyrrv.
formaður Félags heyrnarlausra,
dóttir Guðjóns G. Guðjónssonar,
bónda á Hesti í Önundarfirði, og
k.h., Sveinfríðar Sigurðardóttur, en
þau eru bæði látin.
Böm Guðmundar og Hervarar
eru Bryndís, f. 25.3. 1959, talmeina-
fræðingur, gift Áma Sigfússyni,
framkvæmdastjóra og
borgarfulltrúa, og eiga
þau íjögur böm; Magn-
ús, f. 11.7. 1960, fram-
kvæmdastjóri, en sam-
býliskona hans er
Þóra Ólafsdóttir list-
forðunarfræðingur og
eiga þau þrjú böm;
Ragnheiður Eygló, f.
19.7. 1962, kennari, gift
Gunnari Salvarssyni
fréttamanni og eiga
þau fiögur börn; Guð-
jón Gísli, f. 27.10. 1963,
framkvæmdastjóri, kvæntur Bryn-
hildi Gunnarsdóttur framkvæmda-
stjóra og á hann einn son; María
Guðrún, f. 23.1.1966, gift Steingrími
Sigurgeirssyni fréttastjóra og eiga
þau tvö böm.
Systkini Guðmundar eru Ólafúr,
f. 20.6. 1924, iðnaðarmaður I Reykja-
vík; Sigríður Stefania, f. 15.10. 1927,
húsmóðir í Reykjavík.
Fóstursystkini Guðmundar em
Valgerður Jónsdóttir, nú húsmóðir;
Sigurður Blomsterberg húsgagna-
smiður.
Foreldrar Guðmundar vom Egill
Ólafsson, f. 19.3. 1892, d. 26.1. 1976,
stýrimaður og seinna verkstjóri hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
k.h., Ragnheiður R.S. Stefánsdóttir,
f. 11.2. 1897, d. 6.7. 1949, fædd í
Varmadal á Rangárvöllum.
Ætt
Egill var bróðir Ólínu, ömmu
Gunnlaugs Guðmundsonar stjömu-
spekings. Egill var sonur 'Ólafs, út-
vegsb; í Njarðvík, Jafetssonar og El-
ínar Þorsteinsdóttur frá Ytri-Njarð-
vík. Móðir Ólafs var Rágnheiður
Stefánsdóttir, b. í Varmadal, Filipp-
ussonar, b. þcir, Stefánssonar. Móðir
Stefáns var Kristín Einarsdóttir frá
Miðkrika, systir Ingibjargar, ömmu
Jóns Inga listmálara, föður Guð-
mundar Hauks tónlistarmanns.
Móðir Ragnheiðar var Sigríður,
systir Guðna, afa Eggerts G. Þor-
steinssonar, forstjóra Trygginga-
stofnunarinnar. Sigriður var dóttir
Jóns, b. Grímsstöðum, Pálssonar og
Ragnheiðar, systur Runólfs, langafa
Sigurðar A. Magnússonar rithöf-
undar. Ragnheiður var dóttir Jóns
b. i Háarima, Guðnasonar af Vik-
ingslækjarætt.
Guðmundur tekur á móti gestum
sunnudaginn 25 ’O. nk. i félagsheim-
ili Rafmagns'.tíitunnar við Elliðaár,
milli kl. 16.00 og 19.00.
Guðmundur Egilsson.
Sigríður Kristinsdóttir Johnson
Sigríður Kristinsdóttir Johnson,
Flókagötu 61, Reykjavík, er níræð í
dag.
Starfsferill
Sigríður fæddist að Melstað á Sel-
tjamamesi en ólst upp í Reykjavík.
Hún stundaði nám við VÍ og lauk
þaðan verslunarprófi 1928.
Sigríður stundaði verslunarstörf
hjá O. Johnson & Kaaber 1928-38,
stundaði skrifstofustörf við Hótel ís-
land 1940-44 og stundaði skrifstofú-
störf og var gjaldkeri hjá H. Ólafs-
son & Bemhöft 1946-88.
Fjölskylda
Sigriður giftist 22.10. 1938 Karli
Johnson, f. 12.9. 1905, d. 22.6. 1939,
bankaritara. Hann var sonur A.J.
Johnsons, bankciféhirðis frá Mar-
teinstungu í Holtum, og Guðrúnar
Tómasdóttur frá Barkarstöðum í
Fljótshlíð. Þau voru búsett i Vestur-
heimi og í Reykjavík.
Böm Sigríöar og Karls eru Krist-
inn K. Johnson, f. 4.4. 1935, tollend-
urskoðandi hjá Tollstjóranum í
Reykjavík; Ágústa K. Johnson, f.
22.3. 1939, deildarstjóri í Seðlabanka
íslands.
Hálfsystkini Sigriðar, samfeðra,
era Soffia Kristinsdóttir, f. 23.4.1919,
d. 15.1. 1990, starfaði hjá Sjóvá; Vil-
helm Kristinsson, f. 4.7. 1920, fyrrv.
deildarstjóri hjá Sjóvá.
Foreldrar Sigríðar vom Kristinn
Jónsson, f. 1.12. 1884, d. 24.12. 1933,
lyfiafræðingur í Reykjavíkurapó-
teki, og Sigríður Jóhannsdóttir, f.
23.8. 1878, d. 2.12. 1962, húsmóðir.
Ætt
Kristinn var bróðir séra Bjama
Jónssonar víglubiskups, afa Guð-
rúnar Ágústsdóttur borgarfulltrúa.
Kristinn var sonur Jóns tómthús-
manns í Mýrarholti,
Oddssonar, b. á Vindási í
Kjós, Loftssonar. Móðir
Jóns var Kristín Þor-
steinsdóttir frá Laxárnesi
í Kjós.
Móðir Kristins var
Ólöf, systir Guðnýjar,
ömmu Jóhannear Zoega
hitasveitustjóra, fóður
Guðrúnar verkfræðings,
Tómasar yfirlæknis og
Benedikts stærðffæðings.
Ólöf var dóttir Hafliða,
tómthúsmanns í Nýjabæ í
Reykjavík, Nikulássonar. Móðir
Ólafar var Guðfinna, systir Guðrún-
ar yngri, langömmu Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra, föður
Bjöms menntamálaráðherra. Guð-
rún var dóttir Péturs, b. í Engey,
Guðmundssonar, og Ólafar Snorra-
dóttur, ríka í Engey, Sigurðssonar.
Móðir Snorra var Guðlaug
Þorbjömsdóttir, b. í Engey,,
Halldórssonar. Móðir
Guðlaugar var Guð-
rún Erlendsdóttir, ætt-
föður Engeyjarættar-
innar, Þórðarsonar,
og Gurúnar Gunnars-
dóttur.
Sigríður Jóhanns-
dóttir var móðursystir
Ágústu, konu Jóns Ár-
manns Héðinssonar,
fyrrv. alþm., og Eyjólfs
Guðmundssonar end-
urskoðanda. Hún var
og afasystir Laufeyjar
Jóhannsdóttur, forseta bæjarstjóm-
ar í Garðabæ.
Sigríður tekur á móti ættingjum
og vinum í Safnaðarheimilinu
Vídalínskirkju, Kirkjulundi í Garða-
bæ, á afmælisdaginn milli kl. 15.00
og 18.00.
Sigríður Kristinsdóttir
Johnson.
Eyvindur Pétursson
Eyvindur Pétursson,
vaktmaður við Slipp-
stöðina á Akureyri, til
heimilis að Seljahlíð 11
G, Akureyri, er sjötug-
ur í dag.
Starfsferill
Eyvindur fæddist í
Nes-Vági í Suðurey í
Færeyjum og ólst þar
upp við sjómennsku og
almenn sveitastörf þess
tíma. Hann var í barna-
skóla í Suðurey og átti
þar heima til átján ára aldurs er
hann flutti til íslands.
Eyvindur flutti til Akureyrar er
hann kom hingað til lands og hefur
átt þar heima síðan. Hann stundaði
fyrst byggingarvinnu á Akureyri
skamma hríö, var síðan á síldarbát
frá Siglufirði og hóf síðaðn störf hjá
Flugfélagi íslands á Ak-
ureyri. Hann hóf síðan
störf hjá ullarverksmiðj-
unni Gefiun veturinn
1947 og starfaði þar til
1959. Þá hóf hann störf
hjá Iðunni, skógerð, þar
sem hann starfaði til
1963. Hann starfaði síð-
an á síldarplani á Rauf-
arhöfn og Seyðisfirði hjá
Valtý Þorsteinsssyni út-
gerðarmanni til 1967.
Hann hóf þá aftur störf
hjá Iðunni, skógerð, og
starfaði þar til 1981, var
síðan vaktmaður hjá Hagkaupi á
Akureyri til 1986, vann enn hjá Ið-
unni til 1988, var húsvörður hjá Sól-
borg á Akureyri til 1989, stundaði
byggingarvinnu næstu tvö árin og
hefur verið starfsmaður hjá Slipp-
stöðinni á Akureyri frá 1992.
Eyvindur hefur verið trúnaðar-
maður á vinnustað um árabil. Þá
hefur hann setið á ýmsum stéttarfé-
lagsþingum á undangengnum ámm
Fjölskylda
Eiginkona Eyvindar er Sigurlína
Pétursdóttir, f. 4.4.1936, starfsstúlka
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akiu-
eyri. Hún er dóttir Péturs Björgvins
Jónssonar, skósmíðameistara á Ak-
ureyri, og Sigurbjargar Pétursdótt-
ur húsmóður.
Börn Eyvindar og Sigurlínu em
Pétur Björgvin Eyvindsson, f. 17.4.
1969, stuðningsfulltrúi í Reykjavík,
en sambýliskona hans er Kristín
Ásta Halldórsdóttir þroskaþjálfi og
er dóttir hennar Diljá Catharína
Þiðriksdóttir; Andrea Eyvindsdótt-
ir, f. 6.12. 1973, sjúkraliði, búsett í
Mosfellsbæ, en sambýlismaður
hennar er Þovaldur Steinþórsson
framkvæmdastjóri og er dóttir
þeirra Guðfinna Diljá Þorvaldsdótt-
ir; Sigurbjörg Eyvindsdóttir, f. 6.12.
1973, starfsstúlka í eldhúsi, búsett í
Reykjavík.
Systkini Eyvindar eru Jenscia,
búsett í Danmörku; Díon, í Færeyj-
um; Jens, búsettur í Hafnarfirði;
Myrthley, búsett í Reykjavík; Jó-
hanna, búsett í Danmörku; Hjörleif,
í Danmörku; Erling, í Færeyjum;
Solveig, búsett í Danmörku.
Foreldrar Eyvindar voru Daníel
Petur Splidt, sjómaður í Færeyjum,
og Andrea Splidt húsmóðir.
Eyvindur tekur á móti gestum í
sal Hjálpræðishersins, að Hvanna-
völlum 10, á afmælisdaginn milli kl.
15.00 og 18.00.
Eyvindur Pétursson.