Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 13 "V
'W TK
24 Hífanica lewinsky
Hestakerrur sáum við ekki aðrar í
Washington. Þessi var enda nógu
glæsileg. Piltarnir Mark, Phil, Tom
og Joe hvíldu lúin bein við stall
kerrunnar. Þeir voru of ungir til að
spyrja um Monicu.
Roy Thompson er ábúðarfullur þar sem hann stendur
vörð um þinghúsið en nýlega var maður drepinn á tröpp-
um þess. Skammt frá þinghúsinu er Ifka hverfi sem reið-
ir blökkumenn brenndu til grunna árið 1968 þegar Martin
Luther King var myrtur. Hverfið er enn brunarústir. Þar
býr enn fólk. Roy hafði ekki séð Monicu í eigin persónu.
Capitol Hill hefur svipaðan sess í hugum Washingtonbúa
og Austurvöllur í huga Reykvíkinga. í samræmi við
mannfjölda er Capitol Hiii nokkru stærra. í fjarska rís
minnismerkið fræga. Beint út frá því til hægri er býli for-
setans: Hvita húsið. Þar var Monica en er ei lengur.
Hún er alls staðar...
Öll blöð í Washington eru full af
fréttum af hneykslismálum úr Hvíta
húsinu. Upplogin viðtöl við Monicu
Lewinsky: Ég er ekki feit drusla!
Brjálæðislegt samsæri gegn Hill-
ary! Leyniþjónustan óttaðist að
hún myndi gelda forsetann!
Brjálæðiskast vegna sambands
forsetans og móður hennar!
Og eflaust var aldrei talað við
stúlkuskinnið heldur hugmyndarík-
ir menn fengnir til að hugsa upp
skemmtilega sennileg tilsvör við
leiðinlega fáránlegum spurningum.
Úr jörðu er stéfnt til himins.
... en þó hvergi
„Ég er ekki jafn feit og fólk vill
vera láta,“ segir Monica. „Ég var
reglulega heit þegar ég byrjaði í
Hvíta húsinu." Svona gengu sögum-
ar um telpuhnokkann. Það var auð-
vitað deginum ljósara að við urðum
að fmna hana; tala við hana; rétta
hlut hennar ef það var þá hægt.
Hvar átti að leita? Einn staður er
í Washington þar sem hana var ör-
ugglega ekki að finna: Hvíta húsið.
Alls staðar annars staðar. Vinur
okkar á hóteiinu, dyravörðurinn
Ganoye, ættaður frá betri héruðum
Eþíópíu, gat í engu hjálpað okkur.
Það voru vonbrigði en þó skiljanlegt
þar sem karlgreyið hafði ekki verið
í Bandarikjunum nema tæpt ár.
-sm
Það er eins og maður hafi óvart
villst inn í söguna um ferðina inn að
miðju jarðar þegar stiginn flytur
mann niður á Dupont Circle-neðan-
jarðarstöðina en eina hliðstæða
hennar á íslandi væri Núllið. Neð-
anjarðar vorum við fluttir á vett-
vang.
Hér bjó drottning slúðursins. Þetta
er hin fræga bygging Watergate þar
sem allt fór í háaloft fyrir nokkrum
árum. Hérna bjó Monica ásamt
móður sinni. Bob Dole býr víst líka í
þessu húsi og margir fleiri þekktir.
Nú er Monica víst flutt og sendi
sambýiisfólki sínu bréf þar sem hún
baðst afsökunar á öllu þvf ónæði
sem vera hennar hefði valdið þeim.
David virtist Ifka alvörugefinn við
fyrstu sýn. Þegar hann var spurður
hvort hann hefði séð Monicu
Lewinsky gat hann ekki haldið al-
vörusvipnum og það brast á meö
brosi í andlitinu á honum. Samt
hafði hann bara séð hana í öllum
fjölmiðlum en aldrei á götu.
DV-myndir E.ÓI.
Jerry er alvörugefinn maður þrátt
fyrir múnderinguna. Hann vinnur
öruggiega f tónlistarverslun á dag-
inn og leikur á trommur í djass-
hljómsveit á kvöldin. Um helgar er
þetta samt hlutskipti hans. „No
comment," var hans framlag að
þessu sinni.
Faðir Damien ber það með sér að
hafa verið glaumgosi og mikill
grallari. Hann ku vera ættaður frá
Hawaii og þrátt fyrir að hafa dvalið
lengi í þinghúsinu f Washington
hafði hann ekki heyrt minnst á
Monicu.
Don og Sophie eru frá Nýju-Mexíkó
og voru f heimsókn f Washington í
nokkra daga. Washington og Hvfta
húsið er sem helgireitur í augum
margra Ameríkana og það gilti svo
sannarlega um þetta ástfangna par.
Þau höfðu komið alla þessa leið til
að komast inn f Hvfta húsið. Að-
spurð hvort þau hefðu séð Monicu
sagði Sophie: „Nei, en við sáum
forsetann!" Og gleðin skein úr aug-
um hennar. Hún þvær sér örugg-
lega ekki alveg á næstunni.
Washington D.C. er vettvangur valdatafla og endalauss slúðurs:
r
A slóðum Monicu
Washington er háborg valda í
heiminum þótt völdin hafi ekki ver-
ið áberandi síðustu vikur heldur
miklu frekar kynorkan. Washington
er fögur borg og andrúmsloftið í
þeim hverfum sem vemduð eru af
pólitíi er afslappað og þægilegt.
Utan þeirra svæða er þó að finna
öllu æstari hverfi og þar gildir
framskógarlögmálið: Lögmál eiturs-
ins og dauðans. Þeir sem villast
þangað inn reyna yfirleitt að kom-
ast þaðan aftur sem fyrst og era þá
ekkert að velta sér upp úr rauðum
ljósum og þess háttar skrauti. Við
fóram ekki þangað, enda ástæðu-
laust því Monica okkar Lewinsky
hélt sig örugglega á vemdaðri svæð-
um.
■ Æ&SífeíS5l«4ftS>:
hr Qu^mQueu,
&&P-8Z+SZS**
°SsZQlsl^m Ltnyn4?hnfr<emJ