Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 63
UV LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
Scarface, 1932. Paul Muni f titilhlutverkinu.
sjöunda áratugarins. Þykir Bonnie
and Clyde (1967) jafnan hafa valdið
miklum straumhvörfum, og fylgdu í
kjölfarið rómantískar glæpamyndir
á borð við The Getaway (1972) og
Badlands (1974). Glæponamyndir
fjórða áratugarins endurfæddust
aftur á móti í tveimur fyrstu Guð-
foður-myndunum (1972, 1974) og
mynd Martins Scorsese Mean
Streets (1973). Guðfaðir Francis
Ford Coppola naut hyllis
Hollywood-báknsins og hlutu báðar
myndirnar óskarsverðlaun fyrir
bestu mynd. Mynd Scorsese naut
aftur á móti kult-hylli og varð hann
bæði tákn og fyrirmynd þeirra leik-
stjóra er stóðu „utan“ báknsins. Þá
er hann enn að heilla og ögra áhorf-
endum meðan Coppola hefur tapað
listrænum áhrifamætti sínum. Scor-
sese gerði síðan hina mögnuðu
Goodfellas árið 1990 og leysti hún,
ásamt Miller¥s Crossing Coen-
bræðra, glæponamyndina úr ánauð
Guðfóður-myndanna (sem höfðu
haft viðlíka stöðu innan geirans og
Halldór Laxness meðal íslenskra
rithöfunda). Ekki síst þar sem
þriðja Guðfóður-myndin var frum-
sýnd sama ár, og stóðst ekki saman-
burð við sköpunargleði hinna
myndanna.
Glæponamyndir
Scarface (1932)
Tony Carmonte (Paul
Muni) er svellkalldur og ofbeldis-
hneigður glæpon sem lætur ekkert
aftra sér í baráttunni fyr’- aukn-
um völdum. Ofsóknar- og mikil-
mennskubrjálæðið fer þó illa með
hann á endanum. Hann hefur ýtt
frá sér fjölskyldu og vinum og
óvinir hans eru staðráönir í að
koma honum í kalda gröf. Brian
De Palma endurgerði þessa bylt-
ingarkenndu mynd árið 1983 (sjá
umfjöllun).
Guðföður-serían (\m.
74,90)
★★★★ Líklega frægasti kvik-
myndaþríleikur sögunnar ásamt
Star Wars (sem telst þó vart mikiö
lengm- til þrUeikja). Þessi epísku
meistaraverk Francis Ford
Coppola spanna í heUd sinni yfir
sjötíu ár í sögu Carleone-fjölskyld-
unnar. Mynd númer tvö er eina
framhaldsmyndin sem hlotið hef-
ur óskarsverðlaun fyrir bestu
mynd en serían öll var tilnefnd tU
um þrjátíu slíkra verðlauna.
Scarfaee (1983)
★★★^ A1 Pacino leikur í þess-
ari kraftmiklu endurgerð Brian
De Palma kúbanskan innflytjanda.
Sá er miskunnarlaus glæpamaður
sem fetar hratt upp metorðastiga
bandarískra undirheima. Myndin
býr yfir mikUli yfirferð, fjölda per-
sóna og einkar blóðugum ofbeldis-
atriðum. Spennumyndir á borð
við þessa eru sjaldséðar, og því
kannski ekki að ástæðulausu aö
hún sé á meðal helstu kult-mynda
samtímans.
Millerís Crossing (1990)
★★★★ Tom Reagan (Gabriel
Byme) er hægri hönd glæpakóngs-
ins Leo (Albert Finney). Hann ger-
ir hvað hann getur til að halda
friðinn á miUi yfirmanns síns og
annars glæpakóngs að nafhi
Johnny Caspar (Jon Polito). Það
gengur þó heldur Ula og ekki bæt-
ir úr skák samband Toms við
kærustu Leos, hana Vemu
(Marcia Gay Harden). Stórleikar-
amir Byme og Finney sýna einn
magnaðasta samleik seinni ára.
Goodfellas (1990)
★★★★ Stórvirki Scorseses
byggir á æviminningum mafíós-
ans Henry HUl. Sá er leikinn af
Ray Liotta, sem fer mikinn ásamt
Robert De Niro og Joe Pesci. Árið
1995 gerði Scorsese síðan Casino,
sem mætti nefna óbeint/óhátt
framhald, ásamt þeim Pesci, De
Niro og Sharon Stone. Vanmetin
mynd þótt hún jafnist ekki fylli-
lega á við bestu myndir leikstjór-
ans.
smíö býr yfir mörgum helstu höf-
undareinkennum Tarantinos.
Glæsilega útfærðar samræður, vel
heppnaö tónlistarval, brenglun at-
burðarásar og æði myndrænar of-
beldissenur. Engin kvikmynd
þessa áratugar hefur verið stæld
jafn oft og Reservoir Dogs, auk
þess sem hún endurskóp glæpona-
þemað með eftirminnUegum
hætti. -bæn
niyndbönd ★
SÆTI FYRRI j VIKA PIPHHI I VIKUR Á LISTA i i TITILL * ÚTGEF. j J • -C '' ) TEG. j
1 j Ný i 1 i i i J i 1 j 1 ) j r The Wedding Singer Myndform 1 Gaman j
2 í Ný Flubber j i SamMyndbönd mSmBSSBBm j Gaman
3 ! Ný 1 1 1 i 1 ) Screem2 j Skrfan ’ Spenna
4 ) j 1 j ) i 3 ) j ) Hard Rain ) J Skífan i i ) Spenna j
5 ! 2 J M 1 j 4 j Fallen j Wamermyndir , Spenna
6 ! 3 i 3 ! , i The Man in the Iron Mask ) Wamermyndir ÚgktM j Spenna r V.
7 1 4 j 3 i The Big Lebowsky I Háskólabíó 1 J Gaman
8 | 6 J j ) 1 2 ! ) L J 1 J MadCity J ■ />■ ' tjj j Wamermyndir j j Spenna IBBWW
9 ! 5 5 ! i J The Rain Maker 1 CIC Myndbönd j Spenna
10 ) 1 9 i i * ! 2 ! j j DaikCity j j Myndform j ) j Spenna j
11 | 8 1 4 J j * ) Mousehunt j CIC Myndbönd Gaman
12 | 7 ) ) i 8 i ) AsGoodasitGets 1 • ) Skifan ) j 1 Gaman I
13 ! io i 6 ) Trtanic ! Skífan i Drama
14 i U 1..... ... .. j 11 j ) ! 6 í . - i Switchback mmmaamijgm Sam Myndbönd J Spenna 1
15 j 6 ) Mr.NiceGuy ) Myndform i J Spenna
16 ! 13 j | M J J ! s ! J ’ J Great Expectations J ! Skrfan j •" •'. '■ T j Gaman i .
17 ! 19 ! 11 1. Kiss the Girls j CiCMyndbönd Spenna
18 J 1 18 J ! 4 ! i ) Stikkfrí ) ) Háskólabíó j j . j Gaman mam
19 ! Ný 1 i 1 i 1 i AThousand Acres j Háskólabíó j Drama
20 i ! 14 j J 9 ) ■ j Desperate Measures • J -z . ...• '--.i': r J samMyndbönd ) ) Spenna
13. til 19. október
Myndband vikunnar
The Gingerbread Man
S- -
f-
Lélegt handrit en góðir leikarar
Kenneth Brannagh skartar fínum Suðurríkjahrein í aðalhlutverk-
inu.
Metsölubækur John Grisham eru
eitthvert eftirsóttasta efni í kvik-
myndahandrit í HoUywood þessa
dagana. Nú er svo komið að aUar
eldri bækur hans hafa verið kvik-
myndaðar og kvikmyndarétturinn
að nýju bókunum seldur löngu áður
en þær koma út. Ég get ekki sagt að
ég viti mikið um ástæður vinsælda
hans, enda hef ég engar bækur lesið
eftir hann og The Gingerbread Man
er aðeins önnur Grisham-myndin
sem ég hef séð. Ekki er af þessari
mynd að dæma að hann skrifi frum-
legar sögur, aUavega er handritið í
slappasta lagi. Sögufléttan er í hefð-
bundnum noir-stU og afau- fyrirsjá-
anleg. Kenneth Branagh leikur
kvensaman lögfræðing sem kemur
faUegri konu tU hjálpar með því að
keyra hana heim í ausandi rigningu
og eyðir síðan með henni
nótt. Hann flækist síðan í
erjur hennar við föður
sinn, sem virðist vera leið-
togi undarlegs hóps heim-
Uislausra manna, sem
halda tU í húsi hans.
Atburðarásin er aUtof
fyrirsjáanleg tU að mynda
einhverja spennu og
myndin er því lítUs virði
sem spennumynd. Það
væri þannig séð aUt í lagi
ef dramatískir möguleikar væru
nýttir og skemmtUeg noir-stemning
sköpuð, en þvi er ekki fyrir að fara.
Persónurnar eru ekki nógu vel
skrifaðar. Þær eru fremur
flatneskjulegar og óáhugaverðar,
með einni undantekningu, sem er
klikkaði faðirinn, en hann kemur í
raun minna við sögu en efni standa
tu.
Robert Altman er ekki beinlínis
hefðbundinn leikstjóri og
það kom því mörgum á
óvart aö hann var fenginn
tU að leikstýra Grisham-
mynd. Myndir hans
rokka frá því að vera
meistaraverk og niður í
tómt buU.Hér tekst hon-
um ekki að ná upp almennUegri
noir-stemningu, en nær góðri
frammistöðu úr leikurunum, enda
koma leikarar oftast vel út undir
hans stjóm, og þeim þykir því eftir-
sóknarvert að vinna með honum.
Kenneth Branagh stendur sig nokk-
uð vel í aðalhlutverkinu og skartar
þessum líka fina Suðurríkjahreim.
Ember Davidtz í hlutverki konunn-
ar sem leitar ásjár hjá lögfræðingn-
um og Robert Downey, jr. I hlut-
verki drykkfeUds einkaspæjara
standa sig einnig vel, en langbestur
er Robert DuvaU sem klikkaði pabb-
inn. Ed Harris, Daryl Hannah og
Famke Janssen fyUa síðan helstu
aukahlutverk,
Myndin er eiginlega fremur
slöpp, sérstaklega sökum lélegs
handrits, en fagmannleg vinnu-
brögð í kvikmyndatöku og góðir
leikarar hífa hana upp í meðal-
mennskima.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri:
Robert Altman. Aðalhlutverk:
Kenneth Branagh, Ember Davidtz
og Robert Downey, jr. Bandarísk,
1997. Lengd: 115 mín. Bönnuð inn-
an 16 ára. Pétur Jónasson
■K