Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 DV 28 fréttaljós Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, bíður örlaga sinna í haldi yfirvalda í London: Dýrkaður og hataður heima og erlendis Augusto Pinochet fer ekki í fleiri teboö til Margaretar Thatcher. Ekki að sinni, að minnsta kosti. Þess í stað varð ást hans á öllu því sem enskt er honum að falli. Einræðisherrann fyrrverandi, sem hélt Chile í heljargreipum sín- um frá því hann rændi völdum í september 1973 til ársins 1990, var handtekinn á sjúkrastofnun í London í síðustu viku þar sem hann var að jafna sig eftir skurðaðgerð á baki. Hann hafði jafnan verið aufúsugestur í London í stjómartíð íhaldsflokksins og því misreiknaði hann sig svona hrapaliega í fyrstu heimsókn sinni eftir að Verka- mannaflokkiu- Tonys Blairs komst til valda. Pinochet var gómaður að kröfu spænsks rannsóknardómara sem vill rétta yfir honum fyrir þjóðar- morð, pyntingar og fleiri alvarlega glæpi. Meira en þrjú þúsund manns voru ýmist drepnir eða hurfu á meðan á valdaráninu stóð eða í of- sóknuum á hendur vinstrimönnum á næstu árum. Bjargvætturinn Pinochet Sitt sýnist hverjum um handtöku hins 82 ára gamla Pinochets. Marg- aret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands sem bauð Pinochet heim tii sín í te aðeins tveimur vik- um áður en hann var handsamaður, krafðist þess í bréfi til dagblaðsins Times á fimmtudag að gamli maður- inn yrði látinn laus og leyft að fara úr landi. Hún vísaði til þess að hann hefði komið í veg fyrir dauða fjölda breskra hermanna með stuðn- ingi sínum við Breta þegar þeir áttu í stríði við Argentínumenn um Falklandseyjar árið 1982. Heima í Chile, þar sem Pinochet er bæöi dýrkaður og hataður, hafa aðgerðir Breta valdið miklum titr- ingi. Svo miklum reyndar að mjög mun reyna á nýfengna lýðræðislega stjómarhætti i landinu. Eduardo Frei, forseti Chile, hvatti lands- menn sína til að sýna stillingu, þeg- ar hann kom úr utanlandsferð á miðvikudag. Við það tækifæri ítrek- aði hann afstöðu stjómar sinnar, nefnilega þá að bresk stjómvöld ættu að virða þá friðhelgi sem Pin- ochet nýtur sem öldungadeildar- þingmaður heima í Chile og sleppa honum. Bretar hafa hins vegar sagt að sú friðhelgi gildi ekki hjá þeim. „Mér verður óglatt og flestum borgumm þessa lands verður óglatt við tilhugsunina um að grimmur einræðisherra á borð við Pinochet geti notið diplómatískrar friðhelgi," sagði Peter Mandelsohn, viðskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, vegna mótmæla Chilestjómar. Þagað þunnu hljóði Eftirtekt vekur að bandarísk stjómvöld hafa þagaö þunnu hljóði um handtöku Pinochets. Breska blaðið Guardian hélt þvi meira að segja fram að ráðamenn í Was- hington reyndu að koma í veg fyrir framsal Pinochets til Spánar þar sem óþægilegar upplýsingar um þátt Bandaríkjanna í valdaráninu kynnu þá að koma fram í dagsljósið. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, James Rubin, vísaði þessu hins vegar á bug. „Ef spumingin er þessi: Höfúm við farið fram á það við Breta að þeir framselji ekki Pinochet, er svarið nei,“ sagði Rubin á fundi með fréttamönnum. Bandarísk leyniskjöl sem nýlega vom gerð opinber sýna að Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, og Henry Kissinger utanríkisráð- herra hafi átt mun meiri þátt í valdaráni Pinochets en hingað til hefur verið talið. í skjölunum kemur fram að Nixon fyrir- skipaði bandarísku leyni- þjónustunni CIA að koma í veg fyrir að sósíalistinn Salvdor Allende kæmist til valda, eða þá að bola honum úr emb- ætti. Nixon heimil- aði að tíu miiijónir dollara yrðu lagðar í leynilegar aðgerð- ir í þessu skyni. „Ég fæ ekki séð hvers vegna við verð- um að láta land taka upp marxískt stjómar- far bara af því að þjóð- in er óábyrg,“ sagði Henry Kissinger árið 1970 á fundi nefndar sem hafði yfirum- sjón með leyni- legum aðgerð- um Kondór skoð- aður CIA. Skjölin leiða að Chile var á þessum ljós tíma þungamiðja leyniaðáætlunar sem kennd var við kondórinn. Þar var um að ræða samvinnu herstjóma í nokkram ríkjum Suður-Amer- íku við að elta uppi og útrýma útlægum and- stæðingum sínum. Spænski dómarinn sem hefur krafist framsals Pin- ochets til Spánar, Baltasar Garzon, er einmitt að skoða aðild Pin- ochets að leyni- áætluninni Kondór í rann- sókn sinni á hvarfi 94 manneskja frá Spáni, Argentínu, Chile, Bandaríkjunum og Bret- landi í „skítugu stríði" suður-amerískra her- stjórna gegn vinstri- mönnum. Manuel Contreras, yf- irmaður leynilögreglu Pinochets, sem situr i fangelsi í heimalandinu fyrir að skipuleggja moröið á Fórnarlamb Pinochets segir frá: Tvö ár í pyntingarklefanum „Þeir komu heim til mín klukk- an tíu að kvöldi og þrifu mig með sér. Ég var tekinn burt frá fjöl- skyldunni sem ekki var sagt hvert fara ætti með mig. Næstu tvö árin dvaldi ég í pyntingarklefunum undir forsetahöllinni. Það var fullt af fólki þama. Suma þekkti ég. All- ir voru misnotaðir á hroðalegan hátt. Ég var niðurlægður á hverj- um degi. Ég var hengdur upp og barinn.“ Þannig lýsir chileski blaðamaö- urinn Carlos Reyes meðferð sinni hjá pyntingameisturam Augustos Pinochets einræðisherra í Chile, í viðtali í breska blaðinu Guardian í vikunni. Reyes var handtekinn í mars 1974 og sakaöur um hryðju- verkastarfsemi gegn ríkinu. „Það sem böðlamir reyna að gera er að svipta mann allri reisn,“ heldur Reyes áfram. „Þeir léku fyrir mig upptökur af öskr- andi bömum og sögðu mér að þetta væra raddir minna eigin bama. Þeir sögðu aö ég væri að hlusta á þegar verið væri aö pynta son minn og dóttur og að þau yrðu drepin ef ég væri ekki samvinnu- þýður. Þeir vildu fá nöfn fólks í flokknum en ég hafði ekki nein nöfn til að gefa þeim. Mig langar til að gráta jpegar ég heyri að búið sé aö handtaka Pin- ochet. Ég lít ekki á handtöku háns sem persónulegan sigur, hún er réttlæti fyrir þúsundir manna sem hurfu sporlaust. Það verður að finna þá. Þeir vora allir vinir mín- ir, sumir voru blaðamenn eins og ég. Ég hef heyrt að sumir hafi ver- ið drepnir og að fjölskyldur þeirra hafi verið þurrkaðar út. Ég var heppinn, ég slapp. En ég mun alltaf muna hvemig það er að vera pyntaður og kominn upp á náð og miskunn manna sem kunna að láta sér standa á sama.“ Carlos Reyes var í haldi þar til í desember 1979. Þá var hann send- ur til Panama en handtekinn á ný. Hann var settur um borð í flugvél á leiö til Chile en slapp þegar hún haföi viðdvöl á Heathrow-flugvelli í London. sósíalistanum Orlando Letelier í Washington DC áriö 1976, sagði í fyrra að hann hefði tekið við skip- unum frá Pinochet. Sonur tollheimtumanns Augusto Pinochet fæddist þann 25 nóvember 1915 í borginni Valpara- iso í suðurhluta Chile. Faðir hans, sem var af frönsku bergi brotinn, var starfsmaður tollgæslunnar í borginni. Sautján ára gamall gekk hann í herskóla og eftir það lá leið hans upp á við, allt þar til Salvador Allende forseti skipaði hann yfir- mann chileska sjóhersins árið 1973, aðeins nokkram vikum fyrir valdaránið. Pinochet er mikifl aðdáandi leið- toga eins og Júlíusar Sesars, Napól- eóns Bónapartes og Charles de Gaulles. Fyrirmyndina að stjórnar- háttum sínum sótti hann hins vegar til annars illræmds harðstjóra, Franciscos Francos á Spáni. Salvador Allende, forseti Chile, lést af völdum skotsára sem hann hlaut í valdaráni Pinochets. Ná- kvæmlega undir hvaða kringum- stæðum hefur aftur á móti aldrei verið upplýst. Allende var inni í for- setahöllinni La Moneda þegar flug- herinn gerði loftárásir á hana eftir að hann hafði neitað að segja af sér og þiggja boð um að fara úr landi. Pinochet gerði sjálfan sig að æðsta leiðtoga þjóðarinnar þegar eftir valdaránið en að forseta í des- ember 1974. Þingið var leyst upp, stjórnmálaflokkar voru bannaðir, stjórnarandstæðingar vora hundelt- ir og kúgunin var miskunnarlaus. Harðstjórinn naut dyggs stuðnings bandarískra stjómvalda og klerka- stéttareinnar heima. Með þennan stuðning að bakhjarli var hann kjörinn forseti landsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1980. Átta árum síðar kallaði hann þjóðina aftur að kjörborðinu. Hann ætlaðist þá til að hún staðfesti setu hans á forseta- stóli til aldamóta. Þjóðin var hins vegar á öðru máli. Tæp 55 prósent hennar höfnuðu áframhaldandi vist Pinochets í forsetahöllinni. í desem- ber 1989 var Patricio Alwyn, leiðtogi stjómarandstöðunnar, kjörinn for- seti og Pinochet hvarf úr forseta- höllinni í mars 1990. Hann var þá búinn að tryggja sér stöðu yfir- manns hersins, sem gegndi þar til í mars á þessu ári, og eftir það ævi- langa setu í öldungadeild þingsins, með öllum þeim forréttindum sem til heyra, svo sem áðurnefndri og umdeildri friðhelgi. Blóði drifinn séntilmaður Bæði vinir Pinochets og óvinir kalla hann séntilmann. Vist er að þessi gamli gráhærði maður lítur heldur meinleysislega út. I upphafi greinar þessar var nefnd ást hans á öllu því sem enskt er. Hann lýsti því meira að segja einu sinni yfir að Bretland væri óskastaðurinn til að búa á, vegna þess að þar hefðu menn í heiðri virðingu fyrir reglum og kurteisi. Hann sá þó ekki ástæðu tfl að koma þannig fram við and- stæðinga sína. I ferðum sínum tfl Bretlands á undanfórnum áram fór Pinochet ekki aðeins í teboð til frú Thatcher, heldur keypti hann bresk flugskeyti og heimsótti söfn. Hann og eigin- konan Luisa heimsóttu vaxmynda- safn Madame Tussaud reglulega og þau létu sig hafa það að borga átta pund og standa í biðröð með öðram ferðamönnum sem vildu skoða Windsorkastala Bretadrottningar. Hann kaupir hálsbindin sín í glæsi- versluninni Harrods og er veikur fyrir annarri stórverslun, Fortnum and Mason. Þá ku það hafa glatt gamla manninn mjög að yfirmaður söludefldar Burberrys bar kennsl á hann. Fyrir fjórum áram snæddi Pin- ochet á vinsælu og virtu veitinga- húsi í London, River Café í Hammersmith-hverfinu. Reikning- urinn hljóðaði upp á fimm hundrað pund. Andvirðið var gefið mann- réttindasamtökunum Amnesty Intemational. „Við vildum ekki peningana hans og þeir hjá Amnesty sögðust ekki vilja þá heldur en þeir ákváðu að þiggja þá sem gjöf frá River Café og nota þá til að standa straum af löfræðikostnaði í Chile," sagöi Ruth Rogers, annar eigandi veitingahúss- ins, í viðtali við Guardian. Fyrirmynd annarra Pinochet hratt af stað umbótum á efnahagslífi Chile í anda markaðs- hyggjunnar, andstætt því sem aðrir einræðisherrar i Suður-Ameríku gerðu. Pinochet sjálfur og stuðn- ingsmenn hans guma sig gjaman af efnahagsframförunum, sem að sönnu hafa aðeins komið litlum hluta þjóðarinnar til góða. Chileskt efnahagslíf hefur síðan orðið fyrir- mynd stjórnvalda í öðram ríkjum Suður-Ameríku sem hafa viljað koma skikk á efnahaginn heima fyr- ir. Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hefur kallað stjóm Pinochets best heppnuðu einræðis- stjóm Suður-Ameriku en bætti við að hún væri blóði drifin. Byggt á Reuter, Guardian, Libération, o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.