Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 A-lV Aungtfolk DV-myndir Hilmar Þór Vikan byrjaöi m.a. með þvi að DV vakti máls á athyglisverðu máli innan skák- hreyfingarinnar. Senda átti fimm stráka á heimsmeistaramót bama og unglinga í skák í boði Skáksambandsins en þrjár stúlkur in-ðu að fara á eigin vegum ef þær ætluðu með. Samband- ið sagðist ekki eiga meiri peninga. Þetta virkaði sem sprenging inn í jafnréttisumræðuna og fregnin vakti hörð viðbrögð. Á síðustu stundu tókst að safha nógu miklum peningum frá hinum ýmsu aðilrnn þannig að stúlkumar em á leiðinni til Spánar ásamt drengjunum fimm. Ekki ætlum við að rekja málið frekar hér og nú heldur kynna þessar þijár stúlkur til sögunnar. Þær tefla allar fyrir Tafífélag Reykjavíkur og em eftirfarandi: Harpa Ingólfsdóttir, 17 ára nemi á öðm ári í stærðfræðideild MR, Aldís Rún Lámsdóttir, 15 ára nemi í 10. bekk Hagaskóla, og Ingibjörg Edda Birgisdóttir, 14 ára nemi í Hólabrekkuskóla. Þær era ekki að fara í fyrsta sinn að keppa í skák erlendis. Ingibjörg hefur áður farið tvisvar á EM, einu sinni á HM og einu sinni á NM. Harpa hefur farið einu sinni á HM og einu sinni á EM og Aldís Rún einu sinni á HM. Nú fara þær og keppa í bænum Oropesa del Mar, skammt frá Valencia. Fyrst er flogið til Lundúna í dag, þaðan til Madrid og síðan til Valencia. Loks er ekiö í rútu til mótsstaðar. Með þeim í for veröa skák- drengimir Einar Hjalti Jensson, Stefán Kristjáns- son, Halldór B. Halldórsson, Dagur Amgrímsson og Guðmundur Kjartansson. Mótið stendur til 7. nóvember nk. Við lögðum nokkrar spumingar fyrir þær sem þær svömðu hver fyrir sig. Svörin koma hér að neðan en fyrst em þaö spumingamar: Hvenær byrjuðuð þið að tefla og af hverju? Em einhver skákgen í fjölskyldum ykk- ar? IEigið þið ykkur einhverjar fyrirmyndir í skákinni? Hafið þið t.d. fylgst með Polgar- systrum? ÍAf hverju era svona fáar stúlkur í skák- inni hér á landi? áHvert er ykkar markmið? Stefnið þið að stórmeistaratitli? ÍHver eru ykkar skilaboð til stúlkna sem langar í skákina? IAð lokum, hvernig leggst HM á Spáni i ykkur? Á ekki að slá strákunum við? 1„Ég byijaði að tefla þegar ég var 9 ára vegna þess að það var skáknámskeiö fyrir krakka í skólan- um sem ég var í. Þetta var í Hólabrekkuskóla og skákkennarinn þar hélt uppi mjög góðu starfi. Hann skipti krökkunum upp í styrkleikaflokka svo það var auðvelt að komast inn í þetta.“ I„Ég get ekki beint sagt að ég hafi einhverjar fyr- irmyndir. Mér finnst Polgar-systurnar hafa sýnt það og sannað að stelpur geta alveg verið jafngóðar strákum í skák.“ Í„Ætli það sé ekki út af því að svo lítið fer fyrir kvennaskák á íslandi. Það rætist vonandi úr eft- ir þessa miklu umfjöllun sem hefúr verið í gangi síðustu daga, sem kom reyndar því miður ekki til af góðu.“ á„Ég set nú ekki markið svo hátt. Mitt markmið er eiginlega bara að reyna að bæta mig í skák- inni og ná svipuðum árangri og strákar á mínum aldri.“ Í„Bara endilega að drífa sig og mæta á laugar- dagsæflngu í Taflfélagi Reykjavíkur. Þessar æf- ingar em frá kl. 14 til ca 16.30 og enn bæði fyrir stelpur og stráka, 15 ára og yngri.“ 1„Alveg rosalega vel. Við erum orðnar nokkuð spenntar að komast þangað. Við gemm bara okk- ar besta, það skiptir ekki öllu máli að sigra heldur að fá sem mesta æfingu úr úr þessu. Maður lærir al- veg rosalega mikið á því aö fara á svona mót.“ Í„Pabbi kenndi mér að tefla þegar ég var 5 ára en 8 ára fór ég að taka þátt í skák í Melaskóla og mæta á laugardagsæfingar TR. Þetta með genin er ég ekki viss um en afi var ágætis skák- maður og pabbi hefur áhuga á skák.“ «„Jú, ætli það séu þá ekki helst þær Polgar- systur - og náttúrlega pabbi, sérstaklega þeg- ar ég var yngri.“ ■ „Ég veit það eiginlega ekki. Þær hafa ein- hvem veginn bara alltaf verið miklu færri. Margar þeirra gefast síðan upp á því að vera nánast einar innan um strákana. Ég er t.d. eina stelpan sem æfir skák í Hagaskóla.“ *V 1„Nei, í rauninni ekki. Mig langar auðvitaö að ná góðum árangri en stórmeistaratitill er samt ekki endilega mitt markmið." Í„Bara endilega að prófa. Það er starfrækt skák í mörgum skólum og TR stendur fyrir æfingum á laugardögum, öllum að kostnaðar- lausu.“ 1„Mér líst bara vel á ferðina og við verðum bara að gera okkar besta." Aldís Rún Í„Pabbi kenndi mér mannganginn þegar ég var 5 ára. Svo þegar ég var 7 eða 8 ára fór ég í TR og byrjaöi að tefla af meiri al- vöm. Bróðir minn tefldi mikið og baö mig að koma á æfingu með sér. Mér fannst það svo gaman að ég byijaði." I„Ég hef enga sérstaka fyrirmynd og ég hef séð eina til tvær skákir með Judith Polgar.“ I í ,Ég ætla að reyna aö ná sem lengst." ÆBF* Ég veit það ekki. Kannski er þetta ekki nógu vel kynnt.“ „Það em ókeypis æfingar fyrir alla krakka, 15 ára og yngri, klukkan tvö á laugardögum í TR. Ég skora á allar stelpur til að mæta og kynnast þessu betur." „Mótið á Spáni leggst mjög vel i mig og ég geri mitt besta.“ 1 ... í prófíl Ólafur Páll á rás 2 Fullt nafn: Ólafur Páll S. Gunn- arsson. Fæðingardagur og ár: 25.04.69. Maki: Stella María Sigurðardótt- ir. Börn: Tinna María, 6 ára, og Ólafur Alexander, 4 ára. Starf: Míkrófónskunkur og plötu- spilari á rás 2. Skemmtilegast: Að gleyma stað og stund. Leiðinlegast: Að fá tilkynningu um innstæðulausan tékka frá bankanum. Uppáhaldsmatur: Jólarjúpan. Uppáhaldsdrykkur: Vatn... og vodka i kók. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Whitney Houston hefur einhverra hluta vegna alltaf komið dálítið við hormóna- starfsemina í mér, arkitektúrs- lega séð. Fallegasta röddin: Falleg rödd lætur manni liða vel, ekki satt? Og þess vegna segi ég Tom Waits, Neil Young, Bob Dylan, Jeff Buckley og Bono Uppáhaldslíkamshluti: Þeir sem koma við sögu þegar fjölga á mannkyninu. Hlynntur eða andvfgur rikis- stjóminni: Ég hef engar pólitisk- ar skoðanir aðrar en þær að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Andanum hans Aladdíns... býður upp á marga möguleika. Uppáhaldsleikari: Marlon Brando, Steve McQueen, Robert DeNiro, A1 Pacino, Jack Nicholson og allir þessir reyndu töffarar. Uppáhaldstónlistarmaður: Vest- ur-Islendingurinn Neil Young. Sætasti stjómmálamaðimnn: Ingibjörg Pálmadóttir, að sjálf- sögðu. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Þættir Tommy Vance á VHl. Hann er alvörutöffari og með rödd sem fær heilu húsin til að riða til falls. Leiðinleg- asta auglýsing- in: Lifið er langur vegur... TM öryggi. Leiðinlegasta kvikmyndin: Veggfóður. Sætasti sjónvarpsmaöurinn: Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamað ur á Stöð 2, er voða sæt. Ég kenndi henni líka allt sem hún kann þegar við unnum saman á RÚV. Uppáhaldsskemmtistaður: Heima hjá mér. Besta „pikköpp“-linan: Kann engar. Er ekki mikill pikköpp. Hvað ætlar þú að veröa þegar þú verður stór: Einstaklega hamingjusamur. itthvað að lokum? Munið! Öld gítarleikarans er framundan! .Eitl Bk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.