Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 jLlV fyrir 15 árum Steingrímur Hermannsson og Ásmundur Stefánsson í öðrum hlutverkum fyrir 15 árum: - spurði Steingrímur þegar Ásmundur afhenti honum 34 þúsund nöfn á undirskriftalista „Fylgja ekki heimilisfóngin, við ætlum nefnilega að senda öllum bréf?“ spurði Steingrimur Her- mannsson, þáverandi forsætisráð- herra, þegar Ásmundur Stefánsson, þáverandi forseti ASÍ, afhenti hon- um undirskriftalista með nöfnum 34 þúsund launþega í landinu fyrir utan Alþingishúsið mánudaginn 10. október 1983. Frá þessu var greint í DV daginn eftir með mynd af þeim félögum. Á listunum var mótmælt afnámi samningsréttar og almennri kjaraskerðingu. Að undirskrifta- söfnuninni, sem gekk í tvær vikur, stóðu ASÍ, BSRB, Samband banka- manna og Launamálaráð bandalags háskólamanna. Til að rifja þetta upp hóuðum við Steingrími og Ásmundi saman í vik- unni fyrir framan Alþingishúsiö. Fimmtán árum síðar eru þeir í allt öðrum hlutverkum. Ásmundur er framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka og Steingrímur sestur í helgan stein, hættur af- skiptum af stjórnmálum og bankamálum. Nú bíðiu’ hann bara þess að ævisaga hans komi út á næstu vik- um. Enginn miðlægur gagnagrunnur „Engin bréf fóru frá okkur því við fengum ekki heimilis- föngin," sagði Steingrímur og kinkaði kolli brosandi til Ás- mundar þegar hann var spurður hvort honum hefði orðið að ósk sinni eftir viðtöku undirskrift- anna. „Það kom aldrei til greina að afhenda heimilisfong, kennitöl- ur eða annað slíkt. Við vorum ein- göngu að safna saman afstöðu manna. Við vorum ekki að setja upp neinn miðlægan gagnagrunn," svaraði Ásmundur og brosti til fönm breytingar A úrklippunni hér til hliðar sést Ásmundur afhenda Steingrími undirskriftirnar og fimmtán árum síðar takast þeir í hendur á tröppum Alþingishússins. DV-mynd E.ól. baka, „tilgangur söfnunarinnar var að gefa fólki kost á að mótmæla þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hafði gripið til sem sennilega eru heiftarlegustu kjaraskerðingarað- gerðir sem gengið hafa yfir. Þær voru í miklu ósam- ræmi við það ástand sem þá ríkti. Eftir á að hyggja tel ég að flest- ir geti verið sammála um að þessar aðgerðir hafi verið mistök." Aðspurður hvort undir- skriftimar hefðu virkað sagði Ásmundur þær hafa ver- ið þátt í að sýna ríkisstjórninni hver afstaða launþega var. Fjöl- mennur fundur fyrir utan þinghús- ið þennan dag hafi sýnt það. „í framhaldi af þessum aðgerð- um okkar dró ríkisstjómin tillög- ur sínEU’ að hluta tÚ baka, ekki kjaraskerðinguna sem slíka held- ur opnaði stöðuna til samningagerð- ar. Þannig skiluðu undirskriftirnar einhverjum árangri. Við búum jú í lýðræðisþjóðfélagi og því fylgir að stjórnmálamenn taki tillit til þess sem er að gerjast á hverjum tíma,“ sagði Ásmundur. Aldrei fyllilega sáttur „Það er rétt sem Ásmundur segir að það vom vissir hlutir í þessum aðgerðum okkai’ sem ég var aldrei fyllilega sáttur við. Fyrst og fremst það að verðbinding var afnumin af launum en ekki fjármagni. Fjöldi fólks fór illa út úr þessu. En þegar þessi ríkisstjórn tók við 1983 þá var verðbólgan 80 prósent og líklega höfum við aldrei áður verið nærri efnahagslegu hruni en þá. Þess vegna varð að grípa til róttækra að- gerða. Við slíkar aðstæður er von- laust að gera öllum til hæfis en ég hefði þó viljað að aðgerðimar hefðu verið mildari gagnvart launafólki," sagði Steingrímur. Hann vildi ítreka að hann hefði ekki spurt Ásmund um heimilsföng- in í einhverjum hálfkæringi. Fúlasta alvara hefði legið að baki því hann hefði gjarnan viljað út- skýra aðgerðirnar betur fyrir fólki. „Hins vegar tóku margir þessum orðum mínum illa. Ég man að Örn Friðriksson, formaður Félags jám- iðnaðarmanna, sem ég síðar kynnt- ist ágætlega, skrifaði mér skammarbréf og var harðorður." Eftir þennan at- burð fyrir 15 árum áttu Steingrímur og Ásmundur ^ margvisleg sam- skipti. Áfram á vettvangi kjarabaráttu og síðar í banka- málum er Steingrimur var seðla- bankastjóri og Ásmundur hjá ís- landsbanka. M.a. sátu þeir saman í stjórn Reiknistofu bankanna og samninganefnd bankanna í fjögur ár. „Það var mikils virði að hafa Ás- mund þar þvi hann var svo vel kunnugur hinum megin borðsins," sagði Steingrímur og þeir félagar brostu í kampinn um leið og þeir kvöddust á tröppum Alþingis. -bjb Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sj ón varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 486 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 486 þá hefð sem ríkir í þjóðfélaginu en þá hefð sem hefur skapast í þinni ætt. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 484 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Alexander Már, Mávabraut 6F, 230 Keflavík Ásgelr Jónsson, Feríuvogi 19, 104 Reykjavík METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Louis de Bernléres: Captains Corelli's Mandolin. 2. Bernard Cornwell: Excalibur. 3. Danielle Steel: Ghost. 4. Kathy Relchs: Déjá Dead. 5. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 6. Arundhatl Roy: The God of Small Things. 7. lan McEwan: Enduring Love. 8. Jackle Colllns: Thrill! 9. laln Pears: An Instance of the Rngerpost. 10. Andy McNab: Remote Control. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Grlff Rhys Jones: The Nation's Favourite Comic Poems. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Frank Mccourt: Angela's Ashes. 4. Frank Mulr: A Kentish Lad. 5. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 6. Paul Wilson: The Líttle Book of Calm. 7. Stephen Fry: Moab Is My Washpot. 8. Dlckle Blrd: My Autobiography. 9. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 10. Paul Wllson: The Little Book of Calm at Work. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia D. Cornwell: Point of Origin. 2. Robert Harris: Archangel. 3. Maeve Blnchy: Tara Road. 4. Sebastian Faulks: Charlotte Gray. 5. Dick Francls: Field of Thirteen. 6. Tom Clancy: Rainbow Six. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Hancock & Falla: Heaven's Mirror. 2. Richard Branson: Losing My Virginity. 3. Chris Patten: East and West. 4. Tony Adams & lan Ridley: Addicted. 5. Davld Attenborough: The Life of Birds. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKSN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Pearl Cleage: What Looks Like Crazy on an Ordinary. 2. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 3. James Patterson: Cat and Mouse. 4. Charles Frazier Cold Mountain. 5. Ellzabeth George: Deception on His Mind. 6. Rebecca Wells: Little Altars Everywhere. 7. Dick Francls: Ten Pound Penalty. 8. Anna Qulndlen: One True Thing. 9. Tonl Morrlson: Beloved. 10. Marha Grlmes: The Case has Altered. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 2. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 3. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 4. Jon Krakauer: Into Thin Air. 5. Rlchard Carfson: Don't Sweat the Small Stuff... 6. Mlchael R. & Mary Dan Eaden: Protein Power. 7. Thomas Stanley & Willlam Danko: The Millionaire Next Door. 8. Scott Adams: Journey to Cubeville. 9. Carollne Myss: Why People Don t Heal and How They Can. 10. Stephen E. Ambrose: D-Day: June 6, 1944. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Stephen Klng: Bag of Bones. 2. Patrlck O'Brlen: The Hundred Days. 3. Tom Clancy: Rainbow Six. 4. Arthur Golden: Memories of a Geisha. 5. Nicholas Evans: The Loop. 6. Wally Lamb: I Know This Much Is True. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suze Orman: The Nine Steps to Financial Freedom. 2. Cherie Carter-Scott: If Life is a Game, These Are the Rules. 3. lyanla Vanzant: In the Meantime. 4. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 5. Schlesslnger & Vogel: The Ten Comrnandments. 6. H. Lelghton Steward: Sugar Busters! (Byggt á The Washington Post).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.