Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 11
33 "V LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 viku í leikhúsinu. Auk þess er hann í Spaugstofunni og í hlutverki afa á Stöð 2 sem er hugarfóstur Arnar frá „af til ö“ eins og hann orðar það. Örn hefur verið í hlutverki afa í ellefu ár en það er eflaust íslandsmet. Gæti hann einhvem tíma hugsað sér að skilja við afa? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé mjög erfitt. Ég kann mjög vel við þann karl, hann er voða in- dæll og elskulegur og góður við börnin. Hann talar ekki niður til barna og kemur ekki fram við þau sem kjána. Þau eru jafningjar og allir eru jafnir í hans augum. Hann reynir að vera fræðandi og skemmtilegur í senn. Beitir sér fyrir því að þau hugsi vel um nátt- úruna, hugsi vel um sig og sína, séu prúð og stillt því þá gangi allt miklu betur. Það er bara þannig." Á afi sér leyndar og myrkari hliðar? „Afi á sér engar skuggahliðar." Bogi og afi kærastir Öm hefur leikið óteljandi per- sónur en hverja skyldi honum þykja vænst um? „Ég held það hljóti að vera Bogi róni, vinur minn. Það á sér reynd- ar persónulegar ástæður. Fjöl- skyldumeðlimur minn lenti í því fyrir mörgum árum að hann drakk sig út úr þessu lífi. Ég er mjög lík- ur honum. Við eram sláandi líkir þegar ég er kominn í gervið en hann var útigangsmaður um tíma áður en hann ákvað að henda sér yfir móðuna miklu. Einhverra hluta vegna tek ég hann alvarlega og þykir mjög vænt um hann. Það vakti ekki fyrir mér í byrjun að tengja hann því sem stóð mér nærri en það varð óvart þannig. Þegar ég gerði mér það Ijóst fékk hann meira vægi í hugskoti mínu. Mér þykir líka vænt um afa gamla. Ég kynntist afa mínum ekki mjög mikið þrátt fyrir að hann hafi búið heima hjá mér um tyðtal tíma. Hann var með yfirskegg, hann var smiður, átti fullt af bók- um sem mér þótti gaman að grúska í og hann vissi allt. Þessi fyrirmynd var mitt leiðarljós þegar ég bjó afa til.“ „Ég myndi segja að það væri toppur listarinnar að fá fólk til að hlæja.“ „Það getur verið gaman að vera al- varlegur Númi er kjáni Nýlega birtist lesendabréf þar sem kvartað var yfir Núma sem Örn leikur í Spaugstofunni. Hvemig bregst hann við því? „Menn hafa kvartað undan þvi að ég sé að gera grín að fötluðum en það er ekki rétt. Númi er bara kjáni, hann er einfaldur, vitleys- ingur, en hann er ekki vangefinn, síður en svo. Fólk tekur þetta oft persónulega til sín. Ég sagði ein- hvern tíma í sjónvarpi brandar- ann af konunni sem var komin með Alzheimer en hún var reynd- ar mjög lukkuleg með það því hún hitti nýtt fólk á hverjum einasta degi. Þetta fór fyrir brjóstið á nokkrum, aðcillega konum sem höföu misst menn sína úr sjúk- dómnum. Þær sendu mér bréf. Það er vissulega sorglegt en að sjálf- sögðu er svona gríni ekki beint að þessu fólki. Hvað má þá segja um alla hommana sem búið er að gera grín að, gagnkynhneigða fólkið, ljóskumar, læknana. Það er alveg sama hvar gripið er niður maður hittir alltaf á ein- hvem. Það þarf bara að sýna ákveðið um- burðarlyndi og taka hlutina ekki of alvar- lega. En grínþáttur er aldrei settur fram sem ærumeiðandi eintak. Það er ekki verið að reyna að sverta, svíða og meiða. Gleymum ekki máltækinu góða: Hlát- urinn lengir lífið, hvað sem hver segir!" -sm Tveir tvöfaldir. Örn, Edda Heiðrún Backman og Hilmir Snær Guðnason. DV-mynd Pjetur KATTASYJVIIVG í REIDHÖLL (ÍHSTS í KÓPAVOGI 14. og 15. nóvember kl. 10.00-18.00 Stærsta alþjóðlega kattasýning nokkru sinni á Islandi 4 alþjóðlegir dómarar k Jk. w.hiskál Skúlagata 59 • Simi 540 5400 • www.raesir.is Mazda Demio - ávallt; viðbúinn! Mazda Demio er fjölnota bíll sem er kjörinn fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast. Hann er þeim frábæru eiginleikum búinn að á svipstundu er hægt að breyta honum úr fjölskyldubíl í vinnubíl sem rúmar vörur og kassa eða tómstundabíl fyrir skíðabúnaðinn, útilegudótið eða hnakkinn á hestinn. Hann er fallegur og einstaklega hentugur. Mazda Demio er alltaf til í allt! Verð: Demio LX 1.215.000 kr. □emio GLXn.a55.aoa kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.