Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Page 25
JL>'Vr LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 25 &lönd Hataðasti þingmaður Bandaríkjanna hrökklast úr embætti forseta fulltrúadeildarinnar: Gingrich féll á eigin bragði Newt Gingrich átti svo sannar- lega ekki von á því að syndir Bills Clintons yrðu honum að falli. Þvert á móti ætlaði fráfarandi forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings að bola forsetanum úr embætti fyrir ástar- ævintýri hans með lærlingnum Monicu Lewinsky og allar lygarnar sem fylgdu í kjölfarið. BandcU'íska þjóðin var á öðru máli. Hún refsaði repúblikönum í kosningunum í síðustu viku og repúblikanar refsuðu svo .Gingrich með þvi að bola honum úr embætti. Eitt sinn hetja Öðruvísi mér áður brá. Ekki eru nema fjögur ár síðan þessir sömu repúblikanar báru Gingrich á hönd- um sér og hylltu hann sem sanna hetju. Repúblikanar komust í meiri- hluta í fulltrúadeildinni eftir kosn- ingarnar haustið 1994, í fyrsta sinn í 40 ár. Og sá sæti sigur var Gingrich að þakka, öðrum fremur. Hann var merkisberi hægribylting- arinnar í bandarískum stjómmál- um og félagar hans launuðu honum með því að kjósa hann í embætti forseta fuiltrúadeildarinnar. í sext- án ár hafði hann hins vegar verið óbreyttur dáti og hataðasti maður- inn á Bandaríkjaþingi í ofanálag. Og allt þar til talið hafði verið upp úr kjörkössunum í síðustu viku lét Gingrich sig dreyma um að verða kannski frambjóðandi Repú- blikanaflokksins í forsetakosn- ingunum árið 2000. Ekki er út- lit fyrir að sá draumur hans muni rætast. Vissi hvað hann vildi Ot talandi um drauma. Eða hvað maður á að kalla það. Gingrich ku ekki hafa verið hótinu eldri en fjórtán ára þegar hann sagði öllum þeim sem heyra vildu að hann ætl- aði sér að verða forseti full- trúadeildar Bandarikjaþings þegar hann yrði stór. Gingrich er sonur liðsfor- ingja í hernum. Og eins og til heyrir flakkaði hann milli herstöðva með foreldrum sín- um í æsku. Þannig umhverfi skerpir tilfinningu ungra manna fyrir ættjarðarástinni og sögunni. Enda kaus hinn ungi Gingrich að lesa sögu í háskóla áður en hann tók til við að skapa hana. Gingrich var kjörinn á þing árið 1978. Hann var varla kominn inn úr dyrunum þegar hann sagði félögum sínum til synd- anna, sagði leiðtogum flokksins að þeir hefðu ekki neinar skýrar áætl- anir um framtíðina. Flokkurinn átti undir högg að sækja og á fundi með ungum repúblikönum á háskólaaldri sagð- ist hann vita hvers vegna. „Við hvetjum ykkur til að vera snyrtilegir, hlýðnir og tryggir. Allt þetta skátahjal er fint í kringum varðeldinn en gengur ekki í stjórnmálum," sagði Gingrich fyrir tuttugu ár- um. „Þið eruð í stríði og það er stríð um völdin.“ Gingrich kallaði sig íhaldssaman byltingar- mann. Hann var sama marki brenndur og svo margir aðrir byltingar- menn að honum lét best að kollvarpa því sem fyrir var en féll svo á prófinu þegar kom að hvers- dagshlutum í póli- Jfjjf tík eins og að finna málamiðlanir. Pólitíska stefhu- skrá sína kaliaði Newt Gingrich Samninginn við Ameríku. Þar lýsti Gingrich yfir því að hann vildi lækka skatta, eins og allir aðrir repúblikanar, banna fjár- lagahallann og skikka fé- lagsmálastofnanir til að út- vega fólki vinnu í stað þess að láta það hafa fébætur og svo ffamvegis. Bandarískir kjósendur létu boðskapinn heilla sig í kosningunum 1994 þegar repúblikanar fengu 52 sæta meirihluta i full- trúadeildinni. Það orð fór af Gingrich að hann væri snjall baráttu- maður. Hann hitti þó fyrir ofjarl sinn þar sem Bill Clinton var. „Ég er feitur. Ég er ljót- ur. En ef þú hrindir mér stend ég alltaf upp aftur. Ég stend alltaf upp aftur,“ sagði Clinton við Gingrich þegar þeir settust niður og fengu sér einn gráan saman árið 1993. Þá var Gingrich enn bara ungur uppreisn- armaður. Óhætt er að segja að þar hafi Clinton ratað rétt orð á munn. Dásamlegur óvinur Clinton fór fogrum orðum um Gingrich eftir ófarir hans og repúblikana á dögunum. Gleði manna forsetans yfir falli Gingrich er þó blendin. Hann var dásamlegm- andstæðingur. Enginn annar leið- togi repúblikcma er jafnóvinsæll af alþýðu manna og Gingrich. Þegar hann úthellti sér yfir manninn í Hvíta húsinu varð það því frekar til þess að auka samúð almennings með forsetanum en hitt. Þótt Gingrich hafi veist harkalega að forsetanum fyrir siðferðisbresti hans í tengslum við allt havariið í kringum Monicu Lewinsky, er hann ekki neinn drifhvít- ur engill, eins og ætla mætti. Gingrich var aðal- maðurinn í að fella Jim Wright, leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sið- ferðisbresti. Árið 1995 komst svo upp um sjálfan strákinn Tuma. í ljós kom nefnilega að Gingrich hafði um árabil þegið fé fyrir fyr- irlestra úr sjóði einum sem alls ekki mátti fjármagna póltíska starfsemi. Máli þessu lauk með því að þingið ávítaði Gingrich og sektaði hann um 300 þús- und dollara. Hann hefur þegar greitt þriðjung sektar- innar og til stendur að hann greiði 50 þúsund dollara í næsta mánuði. Hann hefur nú lýst því yfir að sektin verði að fullu greidd áður en hann lætur af embætti. Byggt á Politiken, Time og fl. Mexíkósk sveitahúsgögn SóSaborð Breidd 122 cm, hæð 50 cm, dýpt 75 cm. 25% af sláttur - nú kr. 19.500 á meðan birgðir endast Nýbýlavegur 30 (Dalbrekkumegin) S. 554-6300 Ármúli 7 • S. 553-6540 www.mira.is RÆSTINGAR FYRIRTÆKJA RÆSTINGAR STOFNANA RÆSTINGAR HEIMILA á Arnarberg ehf. Fossháls 27 • Draghálsmeglri Slmi 567 7SS7 • fax S67 7559 Hnappnælur Barmmerki Framleiðum hinar vinsælu hnappnælur sem fyrirtæki og félagasamtök nota til kynningar við ýmis tækifæri. Leitið upplýsinga hjá BÍSísíma 562 1390 . tölvup.: bis@scout.is > Nóvembertilboð verðlækkun Demparar Kúplingasett Vatnsdælur Hjólkoppasett Stýrisliðir o.fl. ísetning ef óskað er. Fast verð. Verslið hjá fagmanni. Verslun bfleigandans. varahlutir HAMARSHOFÐA1 - 567 6744 V_____________________/ Opið 9-6 virka daga og 10-4laugardaga. Umhyggja þín skilar sér m/— 't' ■ ______ 20 R»fi jiieð C Veittu barninu þínu það besta sem völ er á allt frá ykkar fyrstu kynnum. Járn er fyrir blóðið og Fólínsýra er fóstrinu nauðsynleg til eðlilegs þroska. Multi Vit inniheldur öll helstu vítamín og steinefni. Umhyggja þín skilar sér til barnsins Éhc www.heilsa.is leilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi & Skipagötu, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.