Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Side 60
6» %Ýikmyndir LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 BUSHHOUR KviKfí'vn'Mi * *líí? J L'! 'fflVLOM Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (f> Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. i HtrmuiiTOfi ‘.r 'imynd lió íi iunlnuiíiiuliTm "f\. Gurrip,! •*‘i ictikriijora "Mrs,sDoubtfim/r •ir .ui S.'ii .uujon IilaDt’t'lnmpntfii líl«loltjen Globu verölíiuna fyrir Sýnd kl. 5 og 9. A.Vjh*n K^íf^kH Sýnd kl. 2.45, m/ísl. tali. Svalir gæjar á svölum næturklúbbi Laugarásbíó frumsýnir í dag gaman- myndina A Night at the Roxbury þar sem tveir óþekktir æringjar, Will Farrell og Chris Katten, leika bræöur sem hafa háar hugmyndir um sjáifa sig og eru vissir um að þeir séu mestu töffarar bæjarins. Ekki eru allir á sama máli og er það skiljanlegt þar sem fram kemur að það tók þá bræður sjö ár að ljúka barnaskólaprófi. Bræðurnir Steve og Doug telja að komist þeir inn fyrir dymar á vinsælasta nætuklúbbnum, Roxbury Club, þá muni þeir yflrstíga ailar hindranir, en eins og gefur að skilja eru þeir ekki á gestalistanum og verða því að standa úti á götu meðan aðrir komast inn. Will Farrell og Chris Katten eru síð- astir í röð margra kvikmyndaleikara sem hafa hafið feril sinn í sjónvarpsser- iunni bandarisku, Saturday Night Live, og er handritið að myndinni byggt á ná- ungum sem þeir Farrell og Katten sköp- uöu þar. Um tilurð bræðranna segja þeir: „Við vorum í eina tíð að skemmta okkur á næturklúbbi. Þar var einn náungi sem hékk viö barinn, leit út eins og hann langaði til að dansa, en þorði ekki út á gólfið. Greinilegt var að hann langaði að vera með öðru fólki, en var allur á skjön við allt og alla i klúbbnum. Það var eitthvað í framkomu hans sem var bæði fyndið og nöturlegt og út frá þessari sýn, út frá þeirri löngum að vilja vera með en fá Will Farrell og Chris Katten leika tvo bræður sem hafa háar hugmyndir um eigið ágæti. það ekki, bjuggum viö til Steve Doug." Atriði þeirra félaga um þá bræður uröu fljótt eitt allra vinsælasta efniö í Saturday Night Live og var auðvelt fyr- ir þá að fá frægar stjömur til að koma fram með þeim þar sem þeir bræður koma viö sögu Meðal annars hafa Jim Carrey, Tom Hanks, Martin Short og Sylvester Stafione komið fram sem gest- ir. Leikstjóri A Night at the Roxbury er John Fortenberry, sem lengi hefur unn- ið við gamanmyndagerð i sjónvarpi, en er hér að stiga sín fyrstu skref í kvik- myndaheiminum. -HK Will Farrell og Chris Katten eru síð- astir í röð margra kvikmyndaleikara sem hafa hafið feril sinn í sjónvarps- seríunni bandaríksu, Saturday Night Live, og er handritið að myndinni byggt á náungum sem þeir Farrell og Katten sköpuðu þar. Campell Scott og Steve Martin í hlutverkum sínum. Háskólabíó — The Spanish Prisoner: Gildrur... Leikrit David Mamets eru flest dramtísk og alvarlegs , en þegar kemur að kvikmynd- unum þá á hann það til að fara í fótspor sakamálamyndameistara fyrri tíma á borð við Alfred Hitchcock. Þetta gerði hann með ágætum árangri í iyrstu kvikmyndmni sem hann leikstýrði, House of Games, og í Homicide og gerir það enn betur í The Span- ish Prisoner þar sem hann nær að halda vel utan um flókna atburðarrás sem stanslaust er að koma áhorfandanum á óvart og sýnir þar takta sem meistari Hitchcock hefði getað verið hreykinn af. Aðalpersónan er vísindamaðurinn Joe Ross (Campbell Scott) sem í byrjun myndar- innar er á leið til fundar við eigendur fyrir- tækisms sem hann vinnur hjá. Ástæðan er að Ross hefur fundið formúlu fyrir ferli (sem aldrei kemur í ljós hvert er) sem á eftir að gefa fyrirtækinu tugi milijóna dollara í arð á næstu árum. Ross er tortrygginn að eðlisfari og er hræddur um að hann verði hlunnfar- inn þegar kemur aö því að skipta gróðanum. Óvænt, að því er virðist, verður á vegi hans Jimmy Del (Steve Martin), mdljónamæring- ur sem Ross gerir að trúnaðarvini smum og þar með er hanskanum kastað og hver skemmtileg fléttan rekur aðra í atburðarás sem aumingja Ross ræður ekkert við. Ekki hjálpar tortryggni hans gagnvart yfirmönn- um sínum. Það þarf snilld til skrifa svo vel fari svona flókna sögu og snilld til að missa ekki tökin á henni í kvikmynd og Mamet er snillingur- mn sem ræður við þetta og er The Spanish Prisoner skemmtilega gamaldags en um leið ákaflega gefandi. Það mæðir mikið á Camp- bell Scott í hlutverki Ross og tekst honum vel að lýsa persónunni sem treystir engum í vinnunni en er svo auðtrúa þegar hann er beittur brögðum utan vinnunnar. Þá er vert að nefna Steve Martin sem er jarðbundinn í þetta skiptiö og nær góðum tökum á hinum slóttuga Jimmy Dell. Leíkstjori og handritshöfundur: David Mamet. Kvikmyndataka: Gabriel Beristain. Tónlist. Carter Burwell. Aðalleikarar: Campbell Scott, Steve Martin, Ben Gazzara og Rebecca Pidgeon. Hilmar Karlsson KVIKMYyDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.