Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Húnvetningar vilja semja undir forustu ASÍ en ekki VMSÍ: Sé ekki hlutverk VMSI - segir formaður Samstöðu í Húnavatnssýslum DV, Akureyri: „Það er ákaflega sérkennilegt að í hverjum samningum á eftir öðrum skuli aðildarfélög Verkamannasam- bands íslands fara fram í mörgum fylkingum en ekki undir sameigin- legri forustu sambandsins. Ég sé þvi ekki í fljótu bragði hvert er orðið hlutverk Verkamannasambands ís- lands,“ segir Valdimar Guðmanns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslum. Á fundi sem boðaður hefur verið í samninganefnd Samstöðu um helg- ina mun Valdimar leggja fram til- lögu þess efnis að í komandi samn- ingum fari Alþýðusamband íslands fyrir samninganefnd verkalýðsfé- laganna en ekki samninganefnd Verkamannasambandsins. „Flóabandalagið svokallaða hefur dregið allar vígtenn- urnar úr Verkamannasam- bandinu og mér finnst það besti kosturinn í stöðunni að menn sameinist undir merkj- um ASl í þeim átökum sem fram undan eru,“ segir Valdi- mar. Aðspurður segist hann ekki sjá í fljótu bragði hvað hafi vakað fyrir forustumönnum „Flóabandalagsfélaganna" þriggja, Eflingar stéttarfélags í Reykjavík, Verkamannafélagsins Hlifar í Hafn- arfirði og Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur, þegar þessi félög ákváðu að kljúfa sig frá VMSÍ og fara fram sér i komandi kjarasamn- ingum. „Eg hreinlega veit það ekki, en ég óttast að þeir hafi talið okkur landsbyggð- armenn mundu verða drag- bíta í þeirri baráttu sem fram undan er. Þessir menn vinna jú í allt öðru umhverfi en við, en þess ber þó að geta að á félagssvæði þeirra vinna fjölmargir á berstríp- uðum töxtunum einum sam- an.“ Þeirri spurningu hvers vegna landsbyggðarfélögin þjappi sér þá ekki saman í baráttuna svarar Valdimar þannig að þau hafi ekki lokið þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að það sé hægt að fara saman fyrir hönd alls ófaglærðs starfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta þýðir ekki að við munum ekki berjast af krafti og standa fast á okkar kröfum. Að mínu mati á sú krafa að hljóða upp á 120 þúsund króna lágmarkslaun. Það er hreinlega skammarlegt að horfa upp á það að I dag sé sumt fólk að fá útborgaðar um 70 þúsund krónur fyrir sína vinnu, það nær ekki nokkurri átt,“ segir Valdimar. Þing Verkamannasambandsins hefst nk. þriðjudag og þar verða kjaramálin og sú ólga sem er innan sambandsins til umræðu. Valdimar segist ekki sjá fyrir sér að samband- ið sé í andarslitrunum. „Það held ég ekki, en það er spuming hvort ekki sé hægt að stokka spilin verulega upp innan sambandsins," segir Valdimar. -gk Valdimar Guð- mannsson. Steingrímur J. Slgfússon á tali við milljónir Evrópubúa í fyrrakvöld. Kjarnorkumálið í BBC: 20 milljónir horfðu á Steingrím J. „Ég bjó á Nýja-Sjálandi í eitt ár og tala lýtalausa ensku þótt ég segi sjálfur frá. Ég kvíði engu í þeim efn- um þótt gera megi ráð fyrir að 20 milljónir manna séu að horfa og hlusta á mig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skömmu áður en hann fór í beina útsendingu hjá BBC í gærkvöld vegna kjarn- orkumálsins. „Þetta er sjónvarps- þáttur sem heitir Europe Direct en í Evrópu er allt logandi út af þessum nýju upplýsingum í kjamorkumál- inu - sérstaklega á ítaliu þar sem yf- irvöld hafa víst þurft að viðurkenna geymslu kjamavopna," sagði Stein- grímur J. Viðtalið við Steingrím J. var sent beint út úr hliðarsölum Alþingis- hússins um hálfáttaleytið í gær- kvöld og alþingismaðurinn talaði beint til milljóna Evrópubúa í um það bil 10 mínútur. -EIR Óheppinn ökumaður Góð tíð fyrir norðan: Ffflarnir sýna sig - trjágróður ekki í hættu DV, Akureyri: „Haustið hefur verið einstaklega gott hér en ég hef ekki áhyggjur af því að gróður hafi farið neitt af stað. Trjágróður lætur ekkert trufla sig á þessum árstíma en þessi góða tíð verður til þess að tré verða vel undir veturinn búin,“ segir Hallgrímur Indriðason hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga um þá einstöku tíð sem verið hefur nyrðra í haust. Hallgrímur segir að hættan á að trjágróður og gróður yfirleitt fari af stað þótt hlýindi hafi verið að undanförnu sé lítil vegna þess að kalt sé á næturnar og birtu njóti ekki nema ákveðinn tíma sólar- hringsins. Þrátt fyrir þetta hafa einstaka plöntur „tekið við sér“ og sums staðar á Akureyri hefur mátt sjá fifla í allri sinni dýrð þótt komið sé fram undir nóvember- mánuð. -gk Sæmundur Pálsson, náttúrubarn á Akureyri, hugar að fíflum sperra slg í allri sinni dýrð þótt komið sé fram yfir miðjan október. DV-mynd gk. Betur fór en efni stóðu til þegar þessi bill fór út af á Ólafsvíkurvegi fyrir sunnan Kaldármela á Snæfells- nesi um helgina í haustblíðunni. Þar hafði ökumaður keyrt út af á beinum vegi og út í vatn og var þar DV, Vesturlandi: Grundfirðingar ganga um með súran svip þessa dagana enda von- uðust þeir til að borholan sem bor- uð var í sumar myndi geta yljað bæjarbúum. Raunin varð hinsvegar sú að ekki fannst heitt vatn og hálfur á kafi þegar að var komið. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var sem betur fer ekki til- kynnt um neitt slys á þessum stað þennan dag. -PSJ verða Grundfirðingar áfram að kynda hús sín með olíu eða raf- magni. Um framhaldið er ekki vit- að, en heitt vatn er í Berserkseyri en engar ákvarðanir hafa verið teknar um rannsóknir að sögn Bjargar Ágústsdóttur, sveitarstjóra Grundarfiarðar. -DVÓ Vonbrigði í Grundarfirði: Ekkert heitt vatn í kranan Bátnum ruggað Heimildir herma að borgar- ■ stjórinn sé nú pirraður bæði inn á I við og út á við. Þannig mun Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir vera haldin nokkru óþoli vegna vióvarandi hrekkja sjálfstœö- ismannsins Guö- laugs Þórs Þóróar- sonar sem notar hvert tækifæri til að klekkja á R- listanum. Annar I vandi snýr nú að borgarstjóran- um og það er óhlýðni Helga I Hjörvars, fbrseta borgarstjórnar. Helgi vill veg Áma Þórs Sig- I urðssonar varaborgarfulltrúa : sem minnstan. Hrannar B. Am- : arsson sem snýr aftir til borgar- I sfiómar meö sektarkvittun skatts- ins í vasanum þarf sitt rými i nefndum og ráðum, með stuðn- | ingi Helga, og allt þetta raggar } báti borgarsfiórans... Fyrirmyndir Börkur Gunnars Jónsson Þorvald Þor- 'Gunnarsson, fyrrum blaðamaður Fókuss, gefur út sína fyrstu skáldsögu nú um jólin. Bókin mun heita Sama og siðast og ku fialla um reykviska listamenn sem munu eiga sér fyrirmyndir í þekktu I fólki. Menn hjá útgefandandanum, 1 Máli og menningu, sem gefur bók- ina út hafa að undánfömu gert sitt besta til að í sannfæra höf- undinn um að i sumar persón- : urnar væri betra að strika út úr bókinni. I Þar er að sögn einkum átt við menn j eins og Harald j myndlistarmann, j steinsson og Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndajöfur. Spennandi j verður að sjá hvort þessir kappar skjóta upp kollinum í hafróti jóla- bókaflóðsins... Slök mæting Þeir alþingismenn sem á annað borð mættu til fundar á fimmtu- dagsmorgun skemmtu sér hið : besta. Enginn stjórnarliða var mættur í salinn og þá ekki heldur Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra þegar rætt var um hans málefni. Sverrir Her- mannsson, leið- togi frjálslyndra, sté þá í pontu og vísaði til þing- setu sinnar í gamla daga. Þá hafi verið mætinga- skylda, en nú væri ekki nokkur sfióm á þinginu. Ekki það að hann saknaði sérstaklega við- skiptaráðherrans, því það bættist ekki mikið þó hann kæmi.... Súlufýklar Akureyringar geta nú valið um j þrjá staði, óski þeir þess að fa að beija augum ungar konur dansa : naktar. Nyrðra gengur þessi starf- semi undir heitinu „súludans" og | sýnist sitt hverjum um ágæti dansins I sem nú tröllríður bæði höfuðborg og landsbyggð. Á hagyrðingakvöldi í Eyjafiarðar- sveit orti Hjálmar Frey- ! steinsson lækn- ir og hagyrðingur um 3 .súlufýkla sem verið hafi hér á | landi frá landsnámstíð: Mig grunar aö ei sé á góöu von í genunum leynist sýkin því Ingólfur sálugi Arnarson var öndvegissúlufýkinn. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.