Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Bjargræðistríóið flytur söngtexta Jónasar Árnasonar í Kaffileikhús- inu. r Oskalög landans Kafíileikhúsið mun í vetur standa fyrir tónleikaröð sem heitir og inniheldur Óskalög landans. Þema tónleikanna verða íslenskir höfundar. Fyrsta kvöldið var til- einkað söngtextum Jónasar Árna- sonar, m.a. úr hinum síelskuðu leikritum, Þið munið hann Jörund, Delerium Bubonis, Allra meina bót og Járnhausnum. Vegna fjölda áskorana verða tónleikamir endur- teknir í kvöld, kl. 20. Mörg þessara Tónleikar laga voru geysivinsæl í flutningi sönghópsins Þrjú á palli en á fóstu- dagskvöldið er það hópur sem kall- ar sig Bjargræðistríóið sem flytur lögin. Hópinn skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanó, Anna Sigríð- ur Helgadóttir, söngur, og Örn Arn- arsson, gítar, en þó mun að auki heyrast í ýmsum öðrum hljóðfær- um og söngröddum og þá mun Bjargræðistríóið fylgja eftir húmor og gleði laganna. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Á morgun, kl. 17, heldur Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna tónleika í Neskirkju. Stjómandi á tónleikun- um er Gunnsteinn Ólafsson og ein- leikari á selló er Sigurður Halldórs- son. Á efnisskránni er konsert fyrir seOó og hljómsveit eftir Edward Elgar og sinfónía í d-moU eftir Cés- ar Franck. Þetta eru fyrstu tónleik- ar á tíunda starfsári Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna. Sveitina skip- ar áhugafólk í hljóðfæraleik, auk nokkurra tónlistarkennara og nem- enda. Hljómsveitin kemur fram op- inberlega nokkrum sinnum á ári, ýmist á sjálfstæðum tónleikum, með kóram eða við önnur tækifæri. Diddú og Skálholtskórinn Á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, kl. 16, mun Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja ásamt Skál- holtskórnum Qöl- breytta dagskrá með kirkjulegri og veraldlegri tónlist. Dagskráin er hluti dagskrár sem flutt var á tónleikaferðalagi í Frakklandi og á Ítalíu. Á tónleikunum verða meðal annars flutt eftirtalin verk: Hallelújakórinn úr Messíasi, Hear My Prayer eftir Mendels- sohn og dúett sem hjónin Diddú og ÞorkeU Jóelsson flytja. Kór Snælandsskóla Kór Snælandsskóla heldur tón- leika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í dag, kl. 16. Tónleik- arnir eru útgáfutónleikar geisla- disks sem kórinn vann að síðast- liðiö vor og kemur út um þessar mundir. Á diskinum, sem nefnist „Fagur er Fossvogsdalur", eru 19 lög, bæði innlend og erlend. Stjómandi Kórs Snælandsskóla er Heiðrún Hákonardóttir. w Arnesingakórinn Náttmál er nafn á nýrri geisla- plötu Ámesingakórsins í Reykja- vík. Efnisskrá plötunnar er fjöl- breytt úrvM íslenskra og erlendra laga, allt frá hefðbundnum kórlög- um til kirkjulegra verka. Á tón- leikum í Bústaðakirkju í dag, kl. 16, mun kórinn kynna lögin. Að- gangur er ókeypis. Skúrir eða slydduál Norðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél norðaustan til fram að hádegi en annars hæg breytileg átt Veðrið í dag og víðast léttskýjað. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast sunnan til. Höfuðborgarsvæðið: Hæg aust- læg átt, léttskýjað og hiti 5 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavik: 18.06 Sólarupprás á morgun: 08.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.51 Árdegisflóð á morgun: 11.28 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 3 Bergstaðir léttskýjaö 4 Bolungarvík alskýjað 6 Egilsstaðir 8 Kirkjubœjarkl. skýjaó 8 Keflavíkurflv. skýjaö 8 Raufarhöfn skýjað 6 Reykjavíit skýjað 9 Stórhöfði rigning 8 Bergen skýjað Helsinki 8 Kaupmhöfn alskýjað 7 Ósló skýjað Stokkhólmur 6 Þórshöfn skúr 8 Þrándheimur hálfskýjaó 7 Algarve skýjað 21 Amsterdam rign. á síð. kls. 11 Barcelona skýjaö 22 Berlín hálfskýjað 11 Chicago heiðskírt 9 Dublin skúr á síó. kls. 13 Halifax lágþokublettir 4 Frankfurt skýjaö 13 Hamborg skýjaö 10 Jan Mayen skýjað 4 London skýjað 16 Lúxemborg skýjað 11 Mallorca skýjað 23 Montreal heiðskírt 8 Narssarssuaq skýjaö 1 New York hálfskýjaö 11 Orlando hálfskýjaö 17 París rigning 13 Róm hálfskýjað 20 Vín skýjaö 8 Washington þokumóöa 4 Winnipeg skýjaö 1 Listasafn íslands: Norðurljós Á morgun hefst í Listasafni ís- lands tónlistarhátíð Musica Ant- iqua, Norðurljós, með tónleikum hins kunna strengjakvartetts Qu- atuor Mosai'ques sem hingað kem- ur sérstaklega af þessu tilefni. Kvartettinn er löngu orðinn þekkt- ur fyrir túlkun sína á verkum Skemmtanir klassísku meistaranna Haydns, Mozarts, Beethovens, Schuberts, Schumanns og fleiri. Quatuor Mosa'iques skipa Erich Höbarth og Andrea Bischof fiðluleikarar, Anita Mitterer lágfiðluleikari og Christophe Coin sellóleikari og em þau þrjú fyrstnefndu frá Aust- urríki en sá síðastnefndi frá Frakklandi. Þau hafa haldið tón- leika víða um heim, gefið út um tuttugu geislaplötur sem hlotið hafa lof gagnrýnenda. Tríó Sipurðar Flosa- sonar i Múlanum Annað kvöld er þriðja djass- kvöld Múlans á haustönn. Þá mun Tríó Sigurðar Flosasonar stíga á svið í Sölvasal á Sóloni íslandusi þar sem Múlinn hefur aðsetm- sitt. Tríóið mun leika meira og minna þekkta djassstandarda í opnum og frjálslegum útsetningum. Tríóið skipa Sigurður Flosason á altosax- ófón, Matthías Hemstock á tromm- ur og Þórður Högnason á kontra- bassa. Þeir hafa leikið saman í ýmsum hljómsveitum um árabil en koma nú fram sem tríó í fyrsta sinn. Eins og áður hefjast tónleik- amir kl. 21. Strengjakvartettinn Quatuor Mosa'iques sem leikur í Lístasafni íslands á morgun. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2535: Trjákrónur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. dagsönn ™ Noeleen Heyser, framkvæmda- stjóri UNIFEM, flytur ávarp á Hótel Loftleiðum.. UNIFEM á degi Sameinuðu þjóðanna Til landsins er kominn fram- kvæmdastjóri alheimssamtaka UNIFEM, Noeleen Heyser. Hún mun verða heiðursgestur á hátíðarmorgunverðarfundi á morgun, degi Sameinuðu þjóð- anna, sem haldinn verður í Vík- ingasal Hótel Loftleiða kl. 10.30. Formaður UNIFEM á íslandi, Sig- ríöur Margrét Guðmundsdóttir, setur fúndinn, því næst er ávarp Samkomur Noeleen Heyser. Þá verður brot úr dansinum ÆSA-ljóð um stríð eftir Lára Stefánsdóttur við tón- list eftir Guðna Franzson. Meðal annarra atriða má nefna að þrír tónlistarmenn frá Afríku leika á ásláttarhljóðfæri og Sigriður Dúna Kristmundsdóttir segir frá ráðstefnunni, Konur og lýðræði, og svarar fyrirspurnum. ■v Marcus og Karen Hilton dansa á af- mælishátíðinni í Laugardalshöll. Tíu ára afmælishátíð Dansskóli Jóns Péturs og Köru stendur fyrir glæsilegri danskeppni og sýningu í Laugardalshöllinni í dag. Danskeppni þessi er haldin K tilefni af tíu ára afmæli skólans. Keppt verður í öllum aldursflokk- um. Margfaldir heimsmeistarar, Marcus og Karen Hilton frá Englandi, koma fram með stórglæsi- Dans legt sýningaratriði. Hér er um aö ræða frægasta og eftirsóttasta danspar í heiminum sem enginn dansunnandi getur látið fram hjá sér fara. Auk danskeppninnar fer fram úrtökumót í suður-amerískum dönsum i flokki áhugamanna, 16-34 ára, fyrir Evrópumeistaramót sem haldið verður í febrúar árið 2000. * Gengið Almennt gengi LÍ 22. 10. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,040 70,400 72,410 Pund 117,580 118,180 119,320 Kan. dollar 47,220 47,520 49,450 Dönsk kr. 10,1760 10,2320 10,2100 Norsk kr 9,0990 9,1490 9,2890 Sænsk kr. 8,6360 8,6830 8,7990 Fi. mark 12,7209 12,7974 12,7663 Fra. franki 11,5305 11,5998 11,5716 Belg. franki 1,8749 1,8862 1,8816 Sviss. franki 47,4300 47,6900 47,3400 Holl. gyllini 34,3218 34,5280 34,4441 Þýskt mark 38,6717 38,9041 38,8096 ít. líra 0,039060 0,039300 0,039200 Aust. sch. 5,4966 5,5297 5,5163 Port. escudo 0,3773 0,3795 0,3786 Spá. peseti 0,4546 0,4573 0,4562 Jap. yen 0,663400 0,667400 0,681600 írskt pund 96,037 96,614 96,379 SDR 97,750000 98,340000 99,940000 ECU 75,6400 76,0900 75,9000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.