Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 11
X>v LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 11 Fátt gleður landann meira en aukið verslunarrými. Það sann- aðist enn og aftur á dögunum þegar Kringlan þandist út og suður. Mörgum þótti þar þó ærið rými fyrir, ekki síst eftir að Kringlan gleypti Borgar- kringluna sálugu og tengdist henni með rana. Iðnaðarmenn i kringluviðbótinni voru pung- sveittir við störf sín, bæði inn- lendir og erlendir. Það þurfti að fá hjálp að utan til þess að klára herlegheitin enda stutt til jóla. Iðnaðarmennirnir voru svo sendir heim vansvefta með bauga undir augum en talsverða uppbót í buddunni. Guðmundm- rafiðnaðarforingi sagði öll Evr- ópulög um vinnuvemd og hvíld hafa verið fótum troðin en hvern varðar um slíkt þegar koma þarf stærra og voldugra molli £if stað áður en jólatrafiik- in hefst fyrir alvöru. Kvennaveröld Ég hef oft komið í Kringluna líkt og aðrir landsmenn. Þótt ég byggi ekki á rannsóknum full- yrði ég þó að talsvert fleiri kon- ur en karlar leggi leið sína í hina glæstu miðstöð. Það er nefnilega hrein undantekning ef ég fer þangað einn og óstuddur og svo er með marga kynbræður mína. Yfirleitt fer ég, líkt og aðr- ir góðir eiginmenn, þangað í fylgd með konunni. Hún hefur þá séð eitthvað fallegt og vill bera það undir mig áður en fjár- fest er. Það er ágætur siður þótt í raim sé hann óþarfur. Ég stend langt að baki konunni þegar kemur að því að velja eitthvað til heimilisins, hvort sem það eru innanstokksmunir eða fatn- aður. Það er því til málamynda að ég mæti og segi já við vali konunnar. Við íslendingar erum eyöslu- klær. Það er eitthvað í þjóð- arsálinni sem segir okkur að ef við kaupum ekki í dag þá fáist hluturinn ekki á morgun. Hann sé okkur eilíflega glataður. Þetta kann að vera arfur frá haftatím- I himins og jarðar og verslanirn- ar eru glaesilegri en nokkru sinni fyrr. í því flotta molli má því eyða heilu dögunum, skoða, kaupa og fá sér í svanginn þess á milli. Það er jafnvel hægt að bregða sér í bíó í mollinu til þess að hvíla fætur rétt um stund svo ganga megi meira á eftir. Það er einkum nauðsyn- legt fyrir karlpeninginn sem verður afar þreyttur í mollum. Bragð sem konur nota i mollum í útlöndum er að koma mönnum símun fyrir á nálægum bar og sækja þá síðan. Þeim líður þá behu- um sfund, rétt meðan öl- kollan gælir við innviðina í þeim. Þeir verða þá leiðitamir og allt að því skemmtilegir. Þeg- ar aftur bráir af þeim þarf að bæta á svo ástandið verði viðun- andi. Þetta á síður við í íslenska glæsimollinu. Þá eru menn á heimavelli og geta ekki gengið um sali í léttri vímu. Það er alltaf hætta á að einhver þekki þá. Því verða konur oft, eins og dæmin sanna, að ganga einar um glersali Kringlunnar. Annað moll Kringlan hefur verið stækkuð og er glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Það gleður menn en enn er landinn ekki af baki dottinn. Það á nefnilega að byggja annað moll og ekki síður glæsilegt í Smárahvammslandi í Kópavogi. Þar verða búðirnar margar og stórar og bílastæðin í breiðum umhverfis höllina. Kópavogsbú- ar og ríkisvaldið eru í óða önn að byggja breiðgötur, brýr og slaufur til þess að koma öllu fólkinu í nýja mollið. Þar skal ekki standa síður að málum en í Reykjavíkurmollinu í Kringlu- mýrinni. Þegar hefur verið samið við helstu stórverslanir landsins um þátttöku og ekki síður erlendar verslanakeðjur. Huggun harmi gegn Það verður því kátt í Kópa- vogshöllinni þegar iðnaðar- mennirnir hverfa þaðan ósofnir, um þegar lítið fékkst og hver sá sem náði að nýta sinn skömmt- unarmiða eða leyfi þóttist hafa himin höndum tekið. Því kaupa menn i dag umfram þarfir og raunar umfram getu. Þótt góð- ærið sé hér og hafi verið undan- farin ár er einkaneyslan meiri en nokkru sinni áður. Við lifum því um efni fram og söfnum skuldum þótt kaupmáttur hafi aukist meira hjá okkur en þeim þjóðum sem við miðum okkur við. Það er nefnHega svo gaman að gera góð kaup, ná vörunni á tfi- boösverði. Því eigum við flest slatta af sjónvarpstækjum, sem sífeUt verða ódýrari, mynd- bandstækjum, hljómflutnings- tækjum, aUs konar heimilis- tækjmn í eldhús, að ógleymdum tölvunum og öUum fylgifiskum hennar. Þetta er þó aðeins það smálega. Það þarf ekki annað en bregða sér út á götu tfi þess að líta á stóru hlutina, bfiaflotann. Hann hefur tekið stakkaskiptum eftir að við náöum okkur upp úr efnahagslægðinni. Jeppaflotinn er glæsfiegur og þýskir eðal- vagnar að verða jafnalgengir og í meðalstórri borg í Þýskalandi. Fasteignasalar muna heldur ekki aðra eins gósentíð. Það selst aUt sem á sölurnar kemur og ekki nóg með það. Ásett verð, sem svo er kaUað, var áður sett fram tfi þess aö um það væri prúttað og veruleg verðlækkun næðist. Nú staðgreiða menn það sem upp er sett og oftar en ekki hækkar verð á íbúðum í sölu. Þá bítast fleiri en einn um fasteign- ina og sá sem er að selja bíður bara með doUaramerkin í aug- unum. Lán og raðgreiðslur Til þess að kaupa aUt þetta dugar ekki kaupið eitt og sér. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðarritstjórí Það þarf að slá lán, að minnsta kosti ef menn eru að kaupa eitt- hvað stórt. Eðlilegt er að menn fái lán við íbúðakaup en nú berj- ast bankar, tryggingafélög og fjárfestingastofnanir aUs konar um að lána jafnvel aUt kaupverð nýrra bfia. Bara að sækja nýja bílinn og aka út. AUur sá hama- gangur minnir á fleygt sölutrikk Loftleiða í gamla daga: „Fly now - pay later. Sá boðskapur þótti nokkur tíðindi þá enda var það venjan þegar menn höfðu minna umleikis að þeir ættu fyrir flug- farinu. Nú fljúga menn og borga miðann á raðgreiöslum korta- fyrirtækjanna, kaupa vörur hér og ytra og setja einnig á rað- greiðslulistann. Kaupum nú - borgum seinna. Það er mottóið. Allt að því skemmtilegir Það er því gaman í nýju Kringlunni. Þar fæst aUt mfili kinnfiskasognir og með bauga undir augum en enn með sæmi- lega stöðu í buddunni. Þá mun heldur enginn rifja upp Evrópu- reglur um hvfid og Guðmundur rafiðnaðarforkólfur lætur lítið fara fyrir sér fyrir sér þar tfi töminni verður lokið. Þá álykt- ar sambandið eitthvað tfi mála- mynda. Guðmundur veit sem er að hans menn vfija standa með- an stætt er, ekki síður en pípar- ar, smiðir og múrarar sem að verkinu koma, innlendir jafnt sem erlendir. Við verðum þvi enn að herða einkaneysluna og skuldasöfnun- ina. Með sameinuðu átaki tekst okkur að fyUa moUin tvö. Það er að visu nokkur gaUi hversu fá- menn þjóðin er en þó huggun harmi gegn að bróðurpartur landsbyggðarinnar er þegar fluttur eða á leiðinni tfi Reykja- víkur og Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.