Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Fram undan... Október: 23. Vetrarmaraþon n Hefst kl. 10 við Ægisíðu, Reykjavík. Vegalengd: maraþon I með timatöku. Allir sem ljúka Ikeppni fá verðlaunapening. Verölaunaafhending klukkan 15 í Vesturbæjarlaug. Upplýsingar Pétur I. Frantz- son í síma 551 4096 og símboða ; 846 1756.. Nóvember: j 13. Stjömuhlaup FH n Hefst kl. 13 við íþróttahúsið SKaplakrika, Hafnarflröi. Vega- lengdir, tímataka á öllum vega- lengdum og flokkaskipting, bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 | ára, 40 ára og eldri (5 km). All- ir sem ljúka keppni fá verð- laun. Upplýsingar hjá Sigurði I Haraldssyni í síma 565 1114. Desember: 4. Álafosshlaup n í Hefst við Álafosskvosina, I Mosfellsbæ. Skráning á staðn- ; um og búningsaðstaða við ! sundlaug Varmár frá kl. 10.30. J Vegalengdir: 3 km án tímatöku ; hefst kl. 13, 6 km hefst kl. 12.45 i og 9 km hefst kl. 12.30 með tímatöku. Allir sem ljúka , keppni fá verðlaunapening. Út- | dráttarverðlaun. Upplýsingar í gefur Hlynur Guðmundsson í j SÍma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR n Hefst kl. 13 og skráning frá kl. 11. Vegalengd: 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði S kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, S 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, I 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar veitir Kjartan Ámason í síma 587 2361 og Gunnar Páll : Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA n Hefst kl. 12 við Kompaníið S (Dynheima) og skráning frá kl. ; 11-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokka- ;; skipting, bæði kyn: 12 ára og i yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 ára (10 km), 40-49 ára, 50-59 I ára, 60 ára og eldri. Upplýsing- ar hjá UFA, pósthólf 385, 602 ' Akureyri. 31. Gamlárshlaup KKKn Hefst kl. 13 við Akratorg, j Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5 ; km og 7 km. Upplýsingar gefur Kristinn Reimarsson í síma 431 j 2643. Vefsíða Reykjavíkur maraþons: H1TP://WWW.T0T0.IS/RMAR Netfang Reykjavíkur maraþons: RMAR@T0T0.IS Fjölmargir úr hlaupahópi Þokkabótar eru nú orðnir virkir þátttakendur í helstu almenningshlaupum landsins. Öflugur hlaupahópur Þokkabótar: Hlaupaáhugi landsmanna er alltaf að aukast og sífellt berast fréttir af nýjum og öflugum hlaupa- hópum. Um nokkurra ára skeið hef- ur verið starfræktur hlaupahópur fyrir korthafa líkamsræktarstöðvar- innar Þokkabótar. Sá hópur, sem kallaður er Þokki, var stofnaður árið 1997 og var fyrst aðeins starf- ræktur að sumarlagi. Systurnar Martha og Bryndís Emstsdætur veittu hópnum forstöðu fyrstu tvö sumurin en hvorug þeirra sá sér fært að halda starfinu áfram í sum- ar. Þá fór framkvæmdastjóri Þokka- bótar þess á leit við Oddgeir Ottesen, einn þeirra sem höfðu lagt hvað mesta rækt við hlaupin í hópn- um fram að þessu, að veita hópnum forstöðu. „Þegcir hópurinn hóf æf- ingar í vor, þann 10. maí, komu 6-8 hlauparar á fystu æfmgarnar," seg- ir Oddgeir. „Á næstu vikum fjölgaði þátttak- endum mjög og fóm fljótlega að nálgast annan tuginn. Ég naut jafn- framt góðs af starfi Mörthu og Bryn- dísar, því flestir sem æfðu hjá þeim, hafa haldið áfram. Æfingar voru haldnar þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og laugardaga, og þeg- ar sumri lauk var áhuginn svo mik- ill í hópnum að ákveðið var að halda áfram æfingum ailt árið. Æf- ingamar í vetur em einnig þrisvar í viku, en æft er á fimmtudögum í stað miðvikudaga í sumcir. Æfingarnar í sumar tóku fyrst og fremst mið af Reykjavíkur mara- þoninu. Nú, þegar ljóst er að hópur- inn æfir áfram allt áriö um kring, stefni ég að því að skipta árinu nið- ur í fjögur tímabil. Fyrstu þrjá mán- uðina eftir Reykjavíkur maraþon, hef ég að mestu leyti sleppt öllum stuttum sprettum og stefnt fyrst og fremst að því að auka kílómetra- fjöldann. Margir hlauparanna hafa bætt sig vemlega við þá breytingu. Um miðjan nóvember næstkom- andi förum við að leggja meiri áherslu á hraða- og styrktaræfingar og verður þá jafnframt boðið upp á lyftingaprógram í líkamsræktar- stöðinni. í febrúar á næsta ári ein- beitum við okkur að því aö hækka mjólkursýruþröskuldinn og há- marka súrefnisupptöku." Oddgeir, sem er aðeins 26 ára gamall, hefur enga menntun sem hlaupari eða íþróttaþjálfari, en hef- ur mikinn og brennandi áhuga sem hefur greinilega smitað út frá sér. Hann hefur sjálfur hlaupið töluvert um árabil og á að baki tvö maraþon- hlaup, í Reykjavík 1995 og í Saar- landi í Þýskalandi í sumar. Tímamæling sýndi árangur Oddgeir gætir þess að æfingar hópsins séu misjafnar eftir dögum vikunnar. „I miðri viku höfum við æft styttri spretti, brekkuhlaup og reynum að hlaupa meira í kapp við klukkuna. Á laugardögum er hlaup- ið lengra, yfirleitt um 20 km hverju sinni. Áhuginn er mikill og nú mæta að jafnaði 20 manns á hverja æfingu. í hópnum sem mætir á æf- ingar er 35-40 manns, en ætli það séu ekki 25-30 sem eru verulega virkir og leggja rækt við æflngarn- ar. Margir metnaðarfullir einstak- lingar í þessum hópi hafa bætt sig mikið. Flestir þeirra hugsa fyrst og fremst um að bæta tíma sinn og hafa þar náð góðum árangri. Með- limir úr Þokka hafa meðal annars tekið þátt í Bláskógaskokkinu (16 km) þar sem fjórar af fimm fyrstu konum voru úr Þokka. Fjórir félagar úr Þokka tóku þátt í hálf- maraþoni í Akureyrarmaraþoni og náðu þar fyrsta og þriðja sæti í kvennaflokki. Fyrstu þrír hlaupararnir í Sri Chinmoy-friðar- hlaupinu fyrr í þessum mánuði, voru einnig úr Þokka. Ég gerði tímamælingu nýverið í hópnum og þá kom í ljós að allir höfðu bætt sig, fjórar konur náðu að hlaupa 3 km á undir 12 mínútum og þrír karlmenn á undir 11 mínútum. Því miður komast ekki allir í para- keppni Vetrarmaraþons (sem fram fer í dag, 23. október) en sumir af þessum einstaklingum munu þó keppa þar og væntanlega ná góðum árangri." Parakeppni Vetrarmaraþons fer þannig fram að karl og kona hlaupa sitt hvort hálfa maraþonið, rúmlega 21 km. „Ég er alveg viss um að þau munu öll ráða vel við þá vegalengd, enda svipuð þeirri sem þau hlaupa á hverjum laugardegi. Jafnvel þó að brautin sé ekki létt á ég von á því að þau nái flestöll að bæta tíma sinn í þessari vegalengd," segir Oddgeir. Fjölmargir úr hlaupahópi Þokka- bótar eru nú orðnir virkir þátttak- endur í helstu almenningshlaupum landsins. „Mörg úr hópnum eiga eft- ir að fjölmenna í götuhlaupin á Oddgeir Ottesen stjórnar einum öflugasta hlaupahópi á höfuðborgarsvæð- inu þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. næsta sumri. Nú þegar hafa nokkur þeirra tilkynnt að þau stefni að heilu maraþoni við Mývatn næsta sumar og 1-2 ætla meira að segja að hlaupa Laugaveginn, milli Land- mannalauga og Þórsmerkur.“ Oddgeir segist verða áþreifanlega var við aukinn áhuga fólks á al- menningshlaupum. „Áhugi fólks fer greinilega vaxandi og hlauparar mæta einnig meiri skilningi frá bíl- stjórum heldur en áður.“ Oddgeir" hyggur sjálfur á afrek á næsta ári. „Ég var búinn að tilkynna það í hlaupahópi Þokkabótar að ég stefndi aö því að hlaupa heilt mara- þon við Mývatn á undir 2:45 klst. Það er eins gott fyrir mig að standa við þá yfirlýsingu," segir Oddgeir. Æfir þrisvar í viku árið um kring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.