Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 fáðtal Hrannar B. Arnarsson gerir upp sakirnar við andstæðinga sína úr kosningabaráttunni: Revndu að breyta ævi minni i samfelldan glæpaferil - nýti mér þessa erfiðu reynslu til góðs og hlakka til að takast á við ný verkefni í borgarstjóm „Mér leið hrœðilega eftir atlöguna í kosningabaráttunni. Mér hefur aldrei liðið verr og vissi hreinlega ekki að hœgt vœri að berja mig svona langt nióur. Eftir að hafa lagt mik- ið á mig til aö forða fyrirtœkinu frá gjaldþroti og fjölda við- skiptavina frá fjárhagslegum skaða var afskaplega sárt aö upplifa að á tveggja vikna tímabili væri öllu því starfi snúið á haus og gerð markviss tilraun til að breyta öllum mínum æviferli í samfelldan glæpaferil. “ Það er Hrannar Bjöm Amarsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sem mælir þessi orð nú þegar hann er loks- ins sestur í stólinn sinn í borgarstjóm Reykjavíkur og lítur til baka. Úrskurð- ur yfirskattanefndar hefúr fallið á þann veg að honum er gert að greiða 450 þúsund krónur í sekt vegna skatt- skila á árunum 1992 og 1993. Síðasta hálfa mánuðinn fyrir síðustu borgar- stjómarkosningar snerist baráttan nær eingöngu um Hrannar og fjár- málavanda hans. Hann segist hafa orð- ið var við „undirbúninginn og kjafta- ganginn" talsvert löngu áður. En svo hafi allt orðið vitlaust. „Ég hef sannfærst æ betur um það eftir því sem lengra hefúr liðið ffá kosningunum, að þessu var stjómað í herbúðum Sjálfstæðisflokksms,“ segir hann. „En það þjónar engum tilgangi að eltast við einhver nöfn i þeim efn- um. Þetta var skipulagt og framkvæmt sem hluti af kosningabaráttu þeirra. Menn væm menn að meiri ef þeir hreinlega viðurkenndu það.“ Þá kom sjokkið Hrannar segir að það hafl ekki runnið upp fyrir honum fyrr en nokkra eftir kosningar hvað hefði í rauninni gerst, andstæðingam- ir hefðu reynt að koma glæpa- mannsstimph á hann. „Sjokkið kom ekki fyrr en þá. Fram að kosningum var þetta spuming- in um að halda sjó og klára dæmið. Á því tímabiU leit ég á mig og mína ffamtíð sem al- gjört aukaatriði og hefði nánast gert hvað sem er til að forða fé- lögum mínum í Reykjavíkur- listanum frá skaða út af mín- um málum, hvort heldur hefði verið að segja mig af listanum eða halda áfram. Framtíð Reykjavíkurlistans virtist hvíla á mínum erfiðleikum og ég veit satt að segja ekki hvað hefði gerst ef Reykjavíkurlist- inn hefði ekki haldið borginni. Ég þori ekki að hugsa þá hugs- un til enda. Eftir kosningamar sneri þetta hins vegar eingöngu að mér. Þá varð erfiðara að brynja sig fyrir áhrifúnum eins og ég gat gert í kosningabarátt- unni sjálff i. Oft hvarflaði að mér að það yrði erfitt fyrir mig að fá uppreisn æm. Um tíma sá ég ekki hvemig það gæti gerst. Það sem bjargaði mér var, að ég á mjög góða að. Ég fékk frábæran stuðning frá konu minni, móður og öUum öðrum sem að mér standa. Þegar ffá hefúr lið- ið hef ég líka sannfærst æ betur um að meðan ég sjálfur er viss um áð ég hafi gert mitt besta, og hafi góða samvisku vegna þess sem ég hef gert, muni ég á endanum njóta þess. Ég er mjög sáttur við sjálfan mig.“ Stuðningur fjölskyldunnar Hrannar á stóra fjölskyldu, sem studdi hann með ráðum og dáð í bar- áttunni fyrir mannorði sínu. Foreldrar hans em Kristín Á. Ólafsdóttir og Am- ar Sigurbjömsson tónlistarmaður, sem spUaði m.a. með Brimkló og Flowers á sínum tima. Hrannar hefur einnig alist upp hjá tveimur fósturfeðrum, Böðvari Guðmundssyni rithöfúndi og Óskari Guðmundssyni. „Ég á miklu fjölskylduláni að fagna og fengið sitt- hvað gott frá hverjum." Hann var al- inn upp við pólitík og félagsmálagenið lét ekki bíða lengi eftir sér Þegar Hrannar var 7 ára fluttist hann tU Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár. Hann fékk einnig að reyna sveitasæluna, því hann var í sveit í Borgarfirði í mörg sumur. Nú er hann fjölskyldufaðir í Þingholtunum þar sem hann býr ásamt sambýliskonu sinnu, G. Rósu Eyvindardóttur, og átta ára dóttur, Særós Mist, sem er „algjör perla og gleöigjafi." Hrannar hóf rekstur eigin fyrirtæk- is. Upp úr 1991 hófúst fjárhagsvand- ræði fýrirtækisins og þar með Hrann- ars. Hann hyggst nú segja skilið við fýrirtækjareksturinn að mestu leyti „Alveg frá síðustu kosningum hef ég verið að gera ráðstafanir tU þess að ég geta minnkað við mig. Ég hef fengið nokkra gamla samstarfsmenn tU Uðs við fyrirtækið og er sjálfúr orðinn al- gjör minnihlutaaðUi og mun lítið koma nálægt rekstrinum meðan ég sinni störfum mínum sem borgarfúU- trúi. Það er meira en fúUt starf ef menn heUa sér út í það. Það vU ég Hrannar ásamt eiginkonu sinni, G. Rósu Eyvindardóttur og dótturinni Særós Mist. þeir eigi erfitt að sætta sig við að málinu sé lokið, einkum eftir aUt það púður sem þeir settu í það. Þeir hefðu verið menn að meiri að láta þar stað- ar numið. En ég er alls ókvíðinn. Ég hef svarað því sem ég mun Hrannar fagnar góðum kosningaárangri ásamt móður sinni, Kristínu Á. Ólafsdóttur, á kosningavöku Reykjavíkurlistans eftir borgarstjórnarkosningarnar. gjaman gera, ekki síst tU að vinna upp þann tíma sem ég hef misst af kjör- tímabUinu." Hann segir að nú líði sér mjög vel. Hann hafi þurft þann tíma sem liðinn er frá kosningunum tíl að jafna sig. „Ég held að ég hafi náð aftur fyrri styrk. Ég hlakka mjög til að ráðast í þau verkefni sem mér hafa verið falin. Ég er sannfærður um að ég get nýtt mér þessa erfiðu reynslu tU góðs. Ég hef þurft að endurskoða fuUt af hlutum og hugsa upp á nýtt.“ Hrannar var þó ekki lengi í Paradís því hann var varla sestur í stólinn í fyrradag þegar borgarfúUtrúi Sjálf- stæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórð- arson, lét hafa eftir sér að Hrannar ætti að birta úrskurð yfirskattanefnd- ar. „Ég verð, satt að segja, að viður- kenna að ég átti síður von á að þeir reyndu að taka upp merkið þar sem frá var horfið. En ég hef lagt spUin á borðið og ég get í sjálfú sér skUið að svara um þetta mál. Því er lokið.“ Ámi inni - Kristín út Hrannar fékk kjörfylgi sem á að nægja honum tU setu í borgarrráði. Hann segist eiga eftir að ræða við félaga sina um það hvemig nefndar- setum verði hátt- að. Þau mál verði skipulögð á næst- unni. Hann óttast ekki að verða settur tU hliðar í borgarstjómarflokki Reykjavíkurlistans. Um styrk Reykjavíkurlistans segir Hrannar að á kjörtímabilinu hafi kom- ið upp erfið mál, sem hvUt hafi á hon- um. Upp hafi komið rót í hópnum. Talsverð mannaskipti hafi orðið, en listinn standi sterkur eftir sem áður. Hann segir það hreina tUvUjun, að hann komi inn í borgarstjóm um svip- að leyti og Ámi Þór Sigurðsson segir sig úr Alþýðubandalaginu. „Úrskurður yfirskattanefndar er dagsettur 20. októ- ber og ég gat ekki komið inn fyrr en hann lá fyrir. Það er ekkert sem teng- ir þessi tvö mál saman. Því er það hugsanavilla að verið sé að skáka Áma Þór út fyrir mig, enda er það frambjóðandinn fyrir aftan hann á list- anum, Kristín Blöndal, sem víkur úr borgar- stjóm við niina innkomu. Ámi verður áiram inni. Ég held að þama sé einfald- lega verið að búa tíl samsær- iskenningu og sjónarspU úr einhverju sem ekkert er.“ Hrannar vUl ekki kannast við að það sé vand- ræðagangur á Framsókn innan samstarfsins Þvert á móti séu borgarfuU- trúar Framsókn- arflokksins mik- iU styrkur fyrir ReykjavUmrlist- ann. Hrannar B. Arnarsson segist líta björtum augum til framtíðar og hlakka til að takast á við ný verkefni í borgarstjórn Reykjavíkur. Lúta litíum forystuaga Um framtíðarmúsík i stjómmála- ferli borgarstjórans segist Hrannar sannfærður um að Ingibjörg Sólrún muni stýra borginni út kjörtímabUið. „Hvað hún gerir svo veit ég ekkert um. Ég held að það sé aUtof langsótt að fara að ræða um arftaka einhvers sem við vitum ekki einu sinni hvort sé að hætta. En úr því að þú spyrð um Helga Hjörvar þá myndi ég treysta honum fyrir borgarstjóraembætti eins og öðm. Hann hefur staðið sig mjög vel sem forseti borgarstjómar og hefur verið að vinna sér aukið traust með störfúm sinum í borgarstjóm. Hins vegar sýnist mér á háttalagi bórgarstjómarflokks sjálfstæðismanna að þeir líti svo á að Inga Jóna Þórðar- dóttir sé ekki þeirra framtíðarforingi. Þar virðist hver maður hugsa um sig og þeir virðast a.m.k. vera þrír sem ætla sér að gera tilkáU tU þessa sætis, auk hennar. Þeir lúta litlum forustu- aga Guðlaugur Þór, VUhjálmur VU- hjálmsson og Júlíus VífUl. Það kæmi mér mjög á óvart ef ekki verður harð- ur slagur um leiðtogasætið hjá sjálf- stæðismönnum fyrir næstu kosning- ar,“ segir Hrannar sem er greinUega farinn að spýta í lófana og hlakka tU að takast á við borgarstjómarglímuna. En pólitíkin er honum ekki aUt þótt hún sé mikUvægur þáttur í tUveru hans. Hann iðkar skák og segist hafa aukið það á seinni árum. Hann tekur einnig þátt í félagsstörfum tengdum skákinni. Svo er hann farinn að stunda hestamennsku ásamt dóttur sinni. Þau vom með hesta á húsi síð- astliðinn vetur og æfia að halda því áfram næsta vetur. „Það er unaðslegt að fá að kynnast borginni og svæðinu í kringum hana í gegnum hestamennskuna. Það þarf ekki nema 5 mínútna bUtúr að enda- mörkum borgarlandsins tU að komast í hreinar náttúmperlur. Þessi borg ber án nokkurs vafa höfuð og herðar yfir aUar aðrar höfuðborgir heimsins að þessu leyti," segir Hrannar sem segist vera búinn að losa sig við sárar tilfinn- ingar vegna atlögunnar að mannorði hans. Hann verði aldrei sáttur við meðferðina sem hann fékk en sé þó hvorki bitur né beiskur. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.