Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 DV %t!önd Indónesar vita ekki hvar þeir hafa nýja forsetann: Gus Dur er of klár til að vera stefnufastur Þeir sem hitt hafa nýkjörinn for- seta Indónesíu, Abdurrahman Wa- hid, hafa stundum átt í erflðleikum með að átta sig á því hvort hann sé sofandi eða hvort liðið hafi yfír hann. Forsetinn er nær blindur og hefur tvisvar fengið heilablóðfall. En nú í vikunni sýndi Abdurra- hman að hann er sprelllifandi og pólitískur töframaður sem tókst að sigra alla keppinauta sína. Fyrir nokkrum mánuðum var hann ekki einu sinni frambjóðandi. í síðustu viku var heldur ekki Ijóst hvort hans eigin flokkur, Þjóðernis- vakningarflokkurinn, sem hann stofnaði fyrir þingkosningarnar í júní, myndi styöja hann. En innan undir hrörlegum umbúðunum er maður sem tekist hefur að komast áfram til æðstu valda án þess að Erlent frétta- Ijós nokkur viti í raun hver afstaða hans er eða hver markmið hans eru. Vald Abdurrahmans er reist á stoðum íslömsku hreyfingarinnar Nadhlatul Ulama sem sagt er að um 40 milljónir múslíma séu félagar í. Þar sem Abdurrahman er leiðtogi þessarar hreyfingar hefur verið erfitt að ráðast gegn honum. Árum saman gagnrýndi Abdurra- hman Suharto, fyrrverandi einræð- isherra Indónesíu, nægilega mikið til þess að njóta virðingar andstæð- inga Suhartos. Gagnrýnin varð þó aldrei svo hörð að Suharto léti til skarar skríða. Sagt er að dóttir Suhartos, Tutu, sé enn einn stuðn- ingsmanna Abdurrahmans. Ekki er heldur langt síðan Abdurrahman heimsótti Suharto í hús hans í mið- borg Jakarta til þess að ræða félags- legan og efnahagslegan vanda Indónesíu. Pólitísk refskák Þeir sem fylgst hafa náið með Abdurrahman lýsa honum sem verðugum arftaka einræðisherrans Suhartos í pólitískri refskák sem sá síðarnefndi hafði náð fullkomnun í. Aðalkeppinautur Abdurrahmans, Megawati Sukarnoputri, fékk að finna fyrir því síðastliðinn miðviku- dag þegar hann hafði af henni for- setastólinn í lokin. Abdurrahman, sem sagður er vera vinur Megawati, hélt í hönd hennar þegar niðurstaða forsetakjörsins var kynnt. Það var greinilegt hvað Megawati hugsaði en á Abdurrahman Wahid sáust varla svipbrigði. Enginn þekkir hugsanir Abdurrahmans Og það er staðreynd að enginn þekkir hugsanir nýkjöma forsetans. En hann þykir nógu klókur til þess að halda sig við miðjuna og gæta þess að múslímar fái ekki meiri völd. Er talið víst að það valdi mörg- um þeirra vonbrigðum. Þó svo að múslímar í Indónesíu séu hófsam- ari í trú sinni en trúbræður þeirra í Miðausturlöndum hafa sumir klerk- ar gagnrýnt hugsjónir Abdurra- hmans um sátt og samlyndi. Hann svarar með því að segja gagn- rýnendum sínum að lesa kóraninn betur. í innsetningarræðu sinni hvatti hann allar fylkingar til að leysa ágreining sinn. Hann tjáði einnig Megawati þakklæti sitt og virðingu. Hún sat svipbrigðalaus á meðan en hvatti síðan alla Indónesa til að Abdurrahman Wahid, eða Gus Dur, studdur úr ræðustól eftir að hann flutti innsetningarræðuna. Gus Dur er 59 ára, nær blindur og heilsuveill eftir að hafa tvisvar fengið heilablóðfall. Gus Dur er sagður of klár til að vera stefnufastur. Það veldur því að fólk veit aldrei hvar það hefur hann í stjórnmálunum. Símamynd Reuter Safnar bröndurum og hefur gaman af rokki Abdurrahman hlaut menntun sína í íslömskum fræðum í Egypta- landi og írak. Áhugamál hans eru fjölbreytt. Hann safnar bröndurum og upptökum með níundu sinfóníu Beethovens. Hann er almennt hrif- inn af klassískri tónlist Vesturlanda en hefur einnig gaman af rokki. Uppáhaldsrokklagið hans er Me and Bobby McGee sem Janis Joplin söng. Fótbolti er einnig meðal áhugamála nýja forsetans. Indónesar dá Gus Dur ekki ein- ungis vegna menntunar hans held- ur einnig vegna annarra eiginleika: Hann er talinn gæddur yfirnáttúr- legum hæfileikum. Hann er stund- um spurður ráða vegna þessara meintu hæfileika. Og stundum klára Indónesar úr vatnsglasinu hans í því skyni að innbyrða anda hans. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl 16-22 Tekiö er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblaö DV þarf þó aö berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag o\\t mil/l him/n. - ■iii '•> Or Smáauglýsingar 550 5000 sætta sig við niöurstöðu forseta- kjörsins. Stuðningsmenn hennar eru hins vegar reiðir. Margir segja að þeim finnist Abdurrahman hafa svikið Megawati. Hann hafi verið bandamaður hennar, hvatt hana til framboðs og lofað að styðja hana. Vegna þess hversu oft Abdurrah- man skiptir um skoðun segja Indónesar oft í gríni að það sé þrennt sem menn geti aldrei verið öruggir um: lífið, dauðinn og Gus Dur eins og Abdurrahman er kall- aður. Margir spyrja sig spurningar- innar sem er titill bókar er kom út um hinn nýkjörna forseta í síðustu viku: „Gus Dur: Hver ertu?“ Og því betur sem fólk kynnist honum því oftar spyr það. Arief Buiman, telur að Abdurra- hman hafi skaddast alvarlega við það að fá tvisvar heilablóðfall. „Hinn nýi Gus Dur er frábrugðinn hinum gamla Gus Dur. Við getum bara leyft okkur að vona að við fá- um þann gamla. Það sem við getum hins vegar búist við er sambland af þeim báðum. Gerðir hans eru stund- um ruglingslegar en ráðgjafar hans verða að bæta það upp.“ Ritstjórinn Goenawan Mohamad segir engan vafa leika á því að Gus Dur sé skarpur. „Hann er mjög klár. Það er hins vegar annað mál hvort hægt er að treysta honum. Hann er of klár til þess að vera stefnufastur. Það veldur því að fólk veit aldrei hvar það hefur hann í stjómmálunum.“ Byggt á Washington Post, Herald Tribune, DN o.fl. Klár eða vitlaus? Hátterni nýja forsetans og tíð skoðanaskipti gera menn auðvitað ráðvillta. Þaö er því ekki undarlegt að menn spyrji hvort hann sé klár eða vitlaus. Þekktur stjórnmálafræðingur, Megawati Sukarnoputri. Gus Dur hafði hvatt hana til framboðs og lofað að styðja hana. Hann ákvað síðan að fara sjálfur í framboð. BRIAN TRACY (j^felNTERNATlONAL aViltu auka sjálfstraust þitt? Auka velgengni og frama í starfi? , Hækka velgengnismörk þín? PHOENIX námskeið, leiðin til hámarksárangurs, byggist á sannreyndum aðferðum til aö láta drauminn rætast. Næsta námskeið hefst miövikudaginn 27. okt. Kynningarfundur mánudaginn 25. okt. á Hótel Loftieiðum, kl. 19.00. Uppl. og skráning í sírna 896 5407. Leiðbeinandi Ólafur Þór Ólafsson í samvinnu viö Innsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.