Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Jj'V’ , ' - ' c mik Sviptingar á sjávarslóð: Leitin að Sjöstjörnunni Um þessar mundir sendir Mál og menning frá sér minningar Höskuldar Skarphéðinssonar. Hann hóf störf sem stýrimaður á minnstu skipum Land- helgisgæslunnar, var á miðjum vett- vangi í öllum landhelgisátökum Is- lendinga og lauk ferli sinum sem skip- herra á flaggskipinu Tý eftir við- burðaríkan starfsdag. Frásagnargáfa Höskuldar nýtur sin vel í þessari bók, hvort sem hann lýsir björgunarferð- um á úthöfum eða segir frá átökum við herskip hennar hátignar þegar Bretar neituðu að viðurkenna fisk- veiðilögsögu Islendinga og svifust einskis í tilraunum sínum til að sigla íslensku varðskipin í kaf. Hér birtist kafli úr bókinni þar sem segir frá leitinni að Sjöstjörnunni. Hún fórst í hafi milli íslands og Fær- eyja 11. febrúar 1973, en þá var Hösk- uldur stýrimaður á Ægi, í miðju land- helgisstriði. Gripið er niður í miðja sögu eftir að lýst hefur verið erfiðleik- um fjögurra skipa við að staðsetja Sjö- stjörnuna. Frásögn bókarinnar er talsvert stytt. Leitin lengsta Þeir á Sjöstjömunni sögðust hafa neyðartalstöð sem þeir myndu taka með sér þegar þeir yfirgæfu bátinn og við bentum þeim á, sem Dettifoss gerði líka, að lykla inn talstöð báts- ins þannig að við gætum haldið áfram að miða burðarbylgju hans eftir að fólkið væri farið frá borði. Við sögðum þeim jafnframt að verið væri að útvega flugvél til leitar. Rúmlega þrjú sendi Sjöstjarnan út neyðarkall og sagði ástandið vera orðið mjög alvarlegt um borð og kvaðst vera að setja út bjargbátana. Ms. Dettifoss kom inn og sagðist halda á bátinn eftir miðun rétt- vísandi 295 gráður, en ítrekaði að miðunarstöðin hjá sér væri óleið- rétt. Við miðuðum ms. Dettifoss samtímis og var miöun okkar til hans óbreytt. Nokkrum andartök- um síðar sagði Sjöstjaman að búið væri að setja út bjargbátana en bát- urinn sjálfur væri orðinn mjög þungur og gengi sjór yfir framdekk- ið. Kváðust þeir ekki þora að draga lengur að láta fólkið yfirgefa bátinn. Um væri að ræða tíu manns sem færu í tvo tólf manna bjargbáta. Þar með vorum við lagðir af stað í leit sem er sú lengsta og átakanlegasta sem ég hef tekiö þátt í. Slæm hlustunarskilyrði Hlustunarskilyrði voru alls ekki góð og samband okkar við Sjöstjöm- una datt út öðru hverju þegar hryðj- umar gengu yfir. Hin leitarskipin, sem vom nær slysstað, reyndu að halda uppi sambandi og bera á milli, en þegar klukkan var langt gengin fjögur rofnaði endanlega tal- samband okkar við bátinn. Brest- imir í móttökutækjunum, ýlfrið í vindinum og hríðin sem buldi á brúargluggunum fyrir utan lögðust eins og ógnarfarg á okkur í brúnni á Ægi. Menn stóðu hljóðir og biðu í ofvæni eftir svari frá áhöfn gúmmí- bátsins en þaðan barst ekkert hljóð. Það bætti í vindinn jafnt og þétt og rökkrið færðist yfir. Hríðarélin sleiktu mógráan hafflötinn og vindrokumar ýfðu upp öldufaldana þegar þeir risu og hrundu fram yfir sig. Einstaka múkki sást koma út úr kófinu og hverfa jafnskjótt í sort- ann, lét vindinn og uppstreymið frá öldunum bera sig áfram án þess að blaka vængjum. Mikið lifandis ósköp áttu þeir gott að vera svona óháðir þessum hamfómm og ég bar saman í huga mér aðstöðu múkkans annars vegar og fólksins hins vegar sem átti nú líf sitt undir tveim veik- byggðum gúmmíbátum. Þessum agnarsmáu bjargtækjum sem vafa- laust áttu eftir að lenda margsinnis inni í þeim hrikalegu brotum sem hvarvetna risu, þar sem sjórinn ruddist fram í tonnatali á um tutt- ugu sjómílna hraða. Siglt undan sjó og vindi Ægi var siglt mikinn undan sjó og vindi sem stóð upp á stjómborðs- homið. Hann rásaði mikið á stefn- unni og maðurinn við stýrið hafði kappnóg að gera við að beita stýr- inu gegn snúningi skipsins til hvorrar handar. Þegar skipið steyptist fram af ölduhryggjunum og tók á rás niður í öldudalina með aukinni ferð og vaxandi stafnhalla, leiddi ónotatilfinningu upp í nárann á mér og maga. Myrkrið var skollið á. Enn jókst veðurofsinn og nálgaðist fárviðri. Engin svör höfðu borist frá hinu nauðstadda fólki og við vorum að leggja af stað úr brúnni í kvöldmat þegar vaxandi dynur nálgaðist að utan. Brot reið yfir skipið og lagði það nánast á bakborðshliðina. Það skalf og hristist og brothljóð frá brotnu leirtaui heyrðist neðan úr borðsölunum. Þegar við höfðum náð áttum og skipið rétt sig var fariö að gá að því hvort eitthvað hefði skemmst. Þá kom í ljós að hluti af stjómborðslunningunni var horfinn í hafið. Engum manni var hleypt út á þilfar og því ekki fengist frekar um þær skemmdir sem orðið höfðu utan þilja. Úkennilegir skruðningar Slegið var af ferð meðan borinn var fram matur. Áhöfnin var ný- byrjuð að borða þegar skipið tók að síga að aftan og yfir til stjómborða, rétt eins og sjórinn væri að fjara undan því. Það var auðfundið hvað í vændum var, hver og einn greip til þess sem næst var, vaxandi dynur að utan nálgaðist og skipið tók að rísa frá stjór og hallast yfir til bak- borða. Það reis hærra og hærra, hallaðist meira og meira og svo reið brotið yfir. Bylmingshögg og drun- ur kváðu við og Ægir lagðist flatur á bakborðshliðina, nötrandi stafna á miUi. Ókennilegir skmðningar sem mögnuðust óðfluga bárust niður til okkar og andartaki síðar beljaði sjór niður um lofttúðumar í borð- sölunum. Það var ekkert næði til að matast og engum var hleypt út til að kanna skemmdir. Síðar kom í ljós að stjórnborðsreykháfurinn hafði dældast mikið, skápurinn fyrir bjargbátinn á stjór hafði lagst sam- an og loftið pressast úr bátnum þeg- ar öryggisventlar hans gáfu eftir og sjórinn sem flætt hafði niður loft- rásimar hafði komið inn um loft- inntakið á hábrúnni. Við vomm komnir á slóð Sjö- stjömunnar og hófum skipulagða leit. Skollið var á fárviðri og leitar- skilyrðin afleit. Haldið var áfram að kalla og hlusta, en engin svör feng- ust. Björgunarflugvél frá vamarlið- inu kom á svæðið en varð strax að hverfa af vettvangi vegna veðurofs- ans. Enn bárum við von í brjósti um að ftnna bjargbáta Sjöstjömunnar og fólkið sem var þar, en óneitan- lega fór efinn að grafa um sig í hug- um okkar. Hvers vegna var leitar- flugvél ekki send Alls konar spumingar vöknuðu og tóku að leita á hugann. Var stað- arákvörðun okkar rétt, gat fólkið lif- að af í þessum litlu gúmmíbátum við þessar voðalegu kringumstæð- ur, hvers vegna var þessi leitarflug- vél ekki send fyrr, eða þá einhver önnur? Ef flugvél hefði komið með- an bjart var af degi hefði hún að minnsta kosti getað staðsett Sjö- stjörnuna og eytt þeim efasemdum sem nú grófu um sig í vitund okkar. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson og ms. Dettifoss leituðu með okkur þessa nótt ásamt ms. íra- fossi. Viö skipstjómarmenn á Ægi rýndum út í sortann og myrkrið og beygðum okkur ósjálfrátt niður fyr- ir brúargluggana í hvert sinn sem brimskaflarnir hrundu inn yfir stefnið á varðskipinu, komu æðandi aftur eftir þilfarinu og brotnuðu á framþili brúarinnar. Það var langt liðið á vaktina mina og það nálgað- ist miðnætti þegar mér sýndist bregða fyrir ljósi 30-40 gráður á bak. Vonir okkar glæddust og strax var breytt um stefnu í áttina sem ljósið sást. Varðmaðurinn í tumin- um var látinn vita og ekki leið á löngu þar til fleiri höfðu komið auga á ljósið, sem nú var framund- an. Eftirvæntingin gagntók okkur og hinni þrúgandi þögn sem rikt hafði í brúnni létti í bili. En fógnuð- urinn stóð aðeins skamma stund og vonbrigðin helltust yfir okkur þegar ljósið birtist rétt fyrir framan varö- skipið á bakborða og fleytti kerling- ar aftur með síðu þess. Þetta reynd- ist vera bjarghringur frá varðskip- inu sem tekið hafði út þegar brotin riðu yfir það fyrr um kvöldið. Það á ekki af systrunum að ganga. Snowdon stunginn af til Ástralíu og Filippus í hyldýpi Austfjarðarála. Með próf úr Stýrimannaskólanum f höndum. Sitjandi: Bjarni Helgason og Benedikt Guðmundsson. Standandi: Hrafnkell Guðjónsson, Höskuldur Skarphéðinsson, Róbert Jensen og Sigurjón Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.