Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 43
JL>V LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að þáttum eins og ábyrgð og það er ekki hægt ann- að en að spyrja hvers konar fyrir- myndir þeir foreldrar eru sem kæra aga-aðgerðir skólastjóra þegar börn- in þeirra verða uppvis að brotum. Skilaboðin sem þau börn sem hlut áttu að máli í Hagaskóla fengu frá sínum foreldrum voru: „Þú berð ekki ábyrgð á gerðum þínum, þú þarft ekki að taka afleiðingum þeirra. Ef þú sprengir flugelda inn- an skólans afhausum við skólastjór- ann og njótum til þess stuðnings fræðsluyfirvalda.“ Hvar standa böm sem búa við slíkt bull? Hvar eiga þau að læra um ábyrgð og skyldur? Hvar eiga þau að finna öryggi? Þama kristallaðist í einu máli all- ur sá vandi sem því miður stór hóp- ur barna og unglinga býr við í dag, ábyrgðarleysi foreldra. Gæðatími - hvað er það? Á seinustu árum hefur verið blaðrað heil ósköp um svokallaðan „quality time“, eða gæðatíma, og þessi sértæki tími verið skilgreind- ur þannig að það skipti ekki máli hversu miklum tíma foreldrar eyði með bömum sínum, heldur sé aðal- málið hvemig sá tími sé notaður. Þetta var sem sagt skilgreining þotualdar á hlutverki foreldra. Það verður að játast að skilgrein- ingin var hvalreki fyrir þá sem ekki hafa tíma eða nennu til að sinna börnum sínum. Ef við bara tækjum frá einhverjar mínútur á dag til að vera með þeim, skiptast á nokkrum „innihaldsríkum" setn- ingum við þau, vomm við að rækja uppeldishlutverkið. Foreldrum var í sjálfsvald sett að meta hvað væra „gæöi“ og hvers konar tími þessi „gæðatími" væri. Önnur „patent“lausn á þvi hvernig við ættum að fara að því að ala upp börnin okkar á tímum hraða, spennu og of mikillar vinnu var „ást og agi“. Þótt til séu skil- greiningar í ýmsum góðum bókum á innihaldi þessara orða var hverju foreldri auðvitað í sjálfsvald sett hvort það nennti að kynna sér þær. Þegar litið er til þess agaleysis bama og unglinga sem skólamenn kvarta yfir er ekki frítt við að það læðist að manni sá grunur að nokk- uð sé algengt að einhver slatti af foreldrum hafi misskilið hugtakið „ást og agi“ og sett í staðinn „dekur og valdbeiting". Einkum þegar litið er tO þess að einelti og annað of- beldi eykst hratt hér og er talið margfalt algengara en á öðram Norðurlöndum - en í slíkri hegðun felst einmitt valdbeiting og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Sinna foreldra kemur kannski best fram í „foreldrasamstarfi", sem á ekki að þýða aukið vald for- eldra í skólastarfinu, heldur að for- eldrar og kennarar geti starfað sam- an.að velferð og líðan bamanna. En það er erfitt að fá foreldra til sam- starfs við kennara og skólastjóra. Viðkvæðið er gjarnan að „bömin" vilji ekki að foreldramir séu að skipta sér af skólanum; jafnvel að „bömin“ vilji alls ekki að foreldr- arnir láti sjá sig innan veggja skól- ans. Á sama hátt heyrast foreldrar segja að þeir geti ekki bannað sín- um bömum að gera það sem önnur böm fá að gera, til dæmis að vera úti eftir löglegan útivistartíma og fara í partí þar sem ekki er for- eldraeftirlit. Þetta er ekki ást. Þetta er ekki agi. Þetta er ekki foreldraábyrgð. Hér er verið að veita bömunum leyfi til að setja sér og heimilinu reglur - og það áður en þau hafa náð þroska og hæfni til að skilja þætti eins og ábyrgð og afleiðingar gjörða. Hvar eiga þau að læra þá þætti, ef við afsölum okkur for- eldraábyrgðinni í þeirra eigin hendur? Alvarlegustu afleiðingar slíks ábyrgðarleysis sjást í aukinni áfengis- og fikniefnaneyslu ung- linga. Þær sjást einnig í aukningu á eineltismálum og öðra ofbeldi. Það er í þessum málum sem það ást- leysi og öryggisleysi, sem börn og unglingar búa við, kemur skýrast fram. Böm sem ekki njóta öryggis á heimili sínu fylla upp í tómið með fíkniefnum, útræsa angist sína í einelti og öðra ofbeldi gagnvart fé- lögum sínum og vekja á sér nei- kvæða athygli. Sökudólgar og ábyrgð foreldra Þegar þessi félagslegi þáttur er kominn í óefni verður að ftnna sökudólg. Nærtækast er að kenna skólanum um vegna þess að foreldr- ar era oftar en ekki i ópersónuleg- um tengslum við skólann. Bömin era þar stóran hluta dagsins og það getur hentað foreldram að lita fram hjá því að bömin koma með líðan sína frá heimilum í skólann. Þar getur líðanin hins vegar magnast, hvort heldur hún er góð eða slæm. Það virðist í fljótu bragði nokkuð haldast í hendur að vera ábyrgðar- laust foreldri og að vera í lélegum, eða engum, tengslum við skóla barna sinna. Ef við erum að bregð- ast foreldraskyldum á einhvem hátt koma afleiðingamar fyrst fram á barninu og verða strax sýnilegar í skólanum. Á meðan foreldrar eru ekki í góðu sambandi við skólann þurfa þeir ekki að heyra að þeir séu að bregðast skyldum sínum. Þeir geta talið sér trú um að allt sé í lagi. Eins og áður segir eru foreldrar fyrirmyndir bama sinna. Þeir era jafnframt spegill þeirra. Ef við sýn- um skólanum þeirra og lífi ekki áhuga öðlast þau ekki tilfinningu fyrir því að þau séu einhvers virði. Þau læra ekki að hafa jákvæðan og uppbyggjandi áhuga á sjálfum sér, skólanum, náminu, umhverfinu. Það sem bam elst upp við verður því eðlilegt frá blautu bamsbeini. Ef við eram óöguð í foreldrahlutverk- inu verður agi þeim ekki eðlilegur. Ef við erum drukkin eða undir áhrifum annarra vímuefna í návist þeirra líta þau á það sem eðlilegan hlut að apa það eftir okkur og það getur haft alvarlegar afleiðingar ef við leyfum þeim að halda, eða mæta í, foreldralaus partí, að ekki sé talað um að þvælast um göturnar eftir lögboðinn útivistartíma. Það getur hentað foreldrum að Ifta fram hjá því að börnin koma með líðan sína frá heimilum í skólann. Þar getur líð- anin hins vegar magnast, hvort heldur hún er góð eða slæm. Það sem barn elst upp við verður því eðlilegt frá blautu barnsbeini. Ef við erum óöguð í foreldrahlutverkinu verður agi þeim ekki eðlilegur. Það er ekki nóg að þrasa um jafn- rétti til náms sem er orðið marg- þvælt hugtak sem fáir geta skil- greint og birtist í dekri við meðal- mennskuna. Það þýðir ekki að ætl- ast til þess að löggjafarvaldið sjái eitt og sér um að bömin okkar læri eitthvað í grunnskóla. Það gengur ekki að ætlast til þess að kennarar og skólastjórar beri ábyrgð á böm- um og foreldrar (og þá þeir sem síst skyldu) hafi valdið i skólakerfinu. Jafnrétti til náms verður ekki fyrr en nemendur búa við skóla- kerfi sem styður og örvar hæfi- leika þeirra og getu sem er auðvit- að eins fjölbreytt og bömin era mörg, en til þess þurfa foreldrar að axla ábyrgð á foreldrahlutverkinu, líðan og viðhorfum barna sinna, kenna þeim aga og ábyrgð á eigin námi. Þá getur skólinn farið að sinna uppfræðsluhlutverki sínu. -sús Albarkar. Bensíndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúplingsbarkar og undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. Rafgeymar Venslun full af nýjum vörum! varahlutir ...i miklu úrvali Þjónustumiðstöð í fijarta borgarlnnar Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 § BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Ijg*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.