Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 21
X>V LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 %!k Stjörnuvitlaust veður 12. febrúar leiö að kvöldi með sár- um vonbrigðum og sá 13. hóf göngu sína. Veðrið hélst svipað fram eftir nóttu en verulega lygndi þegar líða tók á daginn. Aftur glæddust vonir okkar og um kvöldið voru leitarskil- yrði alls ekki sem verst á milli élja, þótt enn væri þungur sjór. En fljót- lega upp úr miðnætti aðfaranótt 14. febrúar hvessti aftur og um tvöleyt- ið var komið stjömuvitlaust veður að nýju ofan á þann ruddasjó sem fyrir var. Um fjögurleytið kváðust loðnuskipin sem leituðu liggja und- ir áfollum og ekki treysta sér til að halda skipulagðri leit áfram. Var þá ákveðið að láta flotann halda sjó. Þetta veður hélst fram eftir degi með hriðarbyl svo ekki sást út úr augum, en síðdegis tók heldur að lygna. Um kvöldið breyttist vindur til norðurs og gekk niður í kalda. Veðrið fór batnandi með hverri klukkustund sem leið allan fimmtu- daginn 15. febrúar. Sjó tók að minnka, skyggni að batna og fleiri skip bættust við leitarflotann en ár- angur varð samt sem áður enginn. Síðdegis var komið ágætis leitarveð- ur, hægur norðan- og norðaustan- vindur, tiltölulega bjart og sjór hafði dottið niður. Varðskipið dregið út úr leitarflotanum 16. febrúar rann upp. Síðdegis var komið skaplegt leitarveður, en þá fengum við ákaflega undarleg fyrir- mæli sem hljóðuðu á þá leið að varðskipið skyldi draga sig út úr leitarflotanum og halda upp undir land. Enginn skildi þessa ákvörðun og öllum féll hún afar þungt, ekki síst skipherranum. Fyrir miðnætti vorum við komnir upp undir Skaft- árós og létum reka þar á sama tíma og stór floti skipa hélt ákafri leit áfram. Alla aðfaranótt 17. febrúar, um morguninn og fram eftir degi létum við reka í Meðallandsbugt undan Skaftárósi í ágætu leitar- veðri. Það var ömurlegt hlutskipti að þurfa að hlíta þessum fyrirmæl- um og eiga að stjórna leit fjölda skipa úr fjarlægö án beinnar þátt- töku. Skipin voru auðvitað í stöð- ugu sambandi við Ægi, forystuskip- ið, og báðu jafnóðum um ný fyrir- mæli eftir því sem þau leystu verk- efni sín. Við gátum samvisku okkar vegna ekki annað en látið sem svo aö við værum líka í fullri vinnu, en þetta þrúgandi ástand olli okkur hugarangri og sérstaklega vor- kenndi ég skipherranum. Klukkan 16:00 kallaði TF-SÝR i okkur og sagðist sjá bjargbát. Um áttaleytið vorum við komnir á staðinn sem TF-SÝR hafði gefið upp en þá var skollið á niðamyrkur og við fundum hvorki bátinn né urðum varir við nokkurt lifsmark. Við settum strax út ljósdufl með ratarspegli og hófum leit út frá því ásamt níu öðrum skip- um. Röðuðu skipin sér upp með 0,7 sjómílna milliþili og höfðu uppi leit- arljós. Um kvöldið fór að kalda af suðsuðvestri og um miðnættið voru komin 9-10 vindstig og sjór fór ört vaxandi. Lík í fanjga- og akkerislinum Það var rétt eftir klukkan þrjú síðdegis 19. febrúar að TF-SÝR kall- aði til okkar og sagðist hafa séð bjargbát. Var þá haldið á fullri ferð á staðinn og klukkan 16:45 var kom- ið að öðrum bjargbáti Sjöstjömunn- ar. Var hann samanfallinn og svo gott sem vindlaus. Við vorum send- ir tveir á léttbáti til að sækja hann og draga að hlið varðskipsins. Yfir- höfn bátsins var alveg fallin saman svo að við urðum að hjálpast að við að halda henni uppi á meðan við skoðuðum bátinn frekar að innan. Ekkert var þar að sjá, enda botninn rifinn þvert yfir í byrðing. Þegar betur var að gáð kom í ljós að fanga- og akkerislínumar lágu sam- anundnar niður um botninn og í þeim hékk lík. Ég dró línumar varlega upp í gegnum gatið á botni bátsins og þegar líkið var komið upp að yfir- borði dró ég það undan bátnum og síðan upp í bátinn til okkar. Líkið var af ungum manni sem hafði bundið eða flækt fangalínunni um hægri úlnlið sinn en hluti akkeris- línunnar hafði auk þess þvælst um vinstri handlegg hans og öxl. Lík unga mannsins var að mestu bert ofan buxnastrengs, því köflótta bómullarskyrtan sem hann hafði íklæðst var í tætlum. Hann var í riffluðum flauelsbuxum með ullar- sokka á fótum, augu hans vom lok- uð og líkaminn fölur og linur við- komu. Það gagntók mig klökkvi og ég var gráti næst þar sem ég horfði á lík þessa unga sjómanns sem að lokum hafði lotið fyrir hinum blindu náttúruöflum. Enginn myndi nokkum tíma geta gert sér í hugarlund þá baráttu sem hann háði fyrir lífi sínu eða metið þær Strax dró í sundur með skipunum. Eftir ásiglinguna varð freigátan svo rangskreið og gangvana að stjórnendur hennar gáfust upp og hrufu strax af miðunum. Höskuldur Skarphéðinsson hóf feril sinn sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni á varðskipinu Maríu Júlíu. Þetta happaskip er enn á sjó og gert út frá Tálknafirði. Höskuldur í brúnni á varðskipinu Arvakri. hrikalegu þjáningar sem hann mátti þola þar til yfir lauk. Björgunarbáturinn finnst Eftir að við höfðum komið lík- inu um borð f Ægi var bjargbátur- inn hífður sömu leið. Hann var því sem næst vindlaus, en lítið skemmdur að öðru leyti en því að samskeytin þar sem botninn hafði verið límdur saman höfðu gefið sig. Báturinn hafði augljóslega lent í miklum hremmingum og fólkið ásamt öllum fylgihlutum horfíð í djúpið. Þegar ég skoðaði bjarghátinn, og reyndar oft síðar, hugleiddi ég hvers vegna botninn gaf sig frekar en eitthvað annað. Líklegast finnst mér að brimskaflamir hafi bók- staflega þrýst fólkinu niður í gegn- um bátinn. Botnar í svona bátum þurfa að vera æði traustir til að þola mörg tonn af sjó þegar fólk er þar innanborðs. Ég hef líka velt þeirri spumingu fyrir mér hvort rekakkeri sé ekki frekar til óhag- ræðis en hitt við svona aðstæöur. Ég geri mér vitaskuld ljóst að það kunni að vera óþægileg tilfinning að velta undan kröppum öldu- hryggjum og brotum, en sú spurn- ing leitar engu að síður á hugann hvort það sé þó ekki skömminni skárra en að fá yfir sig sjó í tonna- tali. Auðvitað verður þetta ekki sannað nema með ítarlegum rann- sóknum þar sem fullkomnum bún- aði er beitt. A hverju sumri fyrr á árum fór skip frá Landhelgisgæslunni til haf- og fiskirannsókna á íslandsmiðum. Fiskifræðingarnir Jón Jónsson og Aðalsteinn Sigurðsson við störf sín um borð í Maríu Júlíu upp úr 1960. Steingervingur í vitundinni Með Sjöstjörnunni fórust tiu manns og meðal þeirra hjón, skipstjórinn og kona hans. Við þennan mannskaða urðu tíu börn fóðurlaus og þar af missti eitt þeirra bæði móður sína og föður. Aldrei hefur hinn bjargbátur Sjöstjörnunnar fundist og ekkert er vitað með vissu hvað af honum varð. Undarlegt er það að aldrei skyldi heyrast framar i neyðarstöðinni eftir að Sjösfjarnan hvarf í djúpið. Brotn- aði loftnetið, bilaði stöðin eða tókst mönnunum ekki að skera sig frá hinu sökkvandi' skipi í tæka tíð? Slikum spurningum verður auðvitað aldrei svarað, en þessi sorglegi atburður, að- dragandi hans og öll framvinda, hefur orðið að steingervingi í vitund minni fram á þennan dag. { Karli ur minningum Höskuldar Skarphéðins- sonar, fyrrum skipherra, sem Mál og menning gefur út á næstu dög- um, segir frá hrikalegri fjögurra skipa baráttu við að staðsetja tvo björgunarbáta Sjöstjörn- unnar sem fórst á milli Islands og Færeyja 11. febrúar 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.