Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 24
24 ifjfiðtal LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Nektardansstaðir, kiámlínur og vændi: Tökum við þátt í þrælahaldi og þjónustu við kynlífsfíkn? Guðrún Ögmundsdóttir opnaði umræðu á Alþingi um ástandið hér á landi og þau viðhorf að evrópski klámiðnaðurinn vegi að löggjöf og grundvallargildismati hvers lýðræðisríkis Bamgóður ungur maður óskar eftir ungum vinum sem vilja kynn- ast unaðssemdum ástarlífsins. Tuttugu og þriggja ára ungur maður vill komast í samband við böm 7-12 ára. Þannig hljóðuðu tvær af þeim fjölmörgu nýju auglýsingum á Net- inu þar sem fullorðnir menn reyna að komast í kynferðislegt samband við börnin okkar. Kynlíf sem er „sýnilega" til sölu er nokkuð nýtt fyrirbæri hér á landi þótt það hafl viðgengist í öðrum þjóðfélögum frá ómunatíð - og spuming hvort við emm í stakk búin, félagslega og lagalega, til að taka á móti þessum öflugu straum- um í formi nektardansstaða, jafnvel vændis. Önnur spuming sem vakn- ar er hvort við eigum einhver ráð til að hafa stjórn á því hvert þeir straumar leiða og vísast þá í netaug- lýsingar sem við getum ekki varið bömin okkar fyrir. Enn ein spurn- ing er hvort hér séu á ferðinni stúlkur sem af frjálsum og fúsum vilja hafa lagt þetta starf fyrir sig eða hvort viö séum orðin þátttak- endur i „þrælasölu". Þrælahald nútímans - lýðræðinu ógnað Þótt þetta afbrigði mannlífsins sé nýtt hér á landi em vandamálin sem því fylgja ekki séríslensk, vegna þess að bæði Evrópuráðið og Sameinuðu þjóðirnar hafa um ára- bil reynt að finna úrræði til að stöðva skipulagða glæpastarfsemi sem kölluð er „dreifíng á mann- eskjum" (svona rétt eins og dreif- ing á fíknilyfjum) þar sem ungar stúlkur eru sendar borg úr borg til að dansa nektardans og stunda vændi. „Dreifing á konum“ var yfirskrift ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem haldin var fyrir réttu ári. í skýrslu ffá Evrópuráðinu sem þar kom fram segir: „Hvað einstaklinga varðar, er ljóst að dreifing á mann- eskjum er brot á gmndvallarmann- réttindum; jöfnum rétti allra á virð- ingu og reisn. Kjarna mannréttinda og þá sérstaklega kvenna, er ógn- að.“ Enn fremur segir þar: „Hvað þjóðfélagið varðar, þá er slík „dreif- ing“ nútímategund af þrælahaldi og setur spumingarmerki við löggjöf og grundvallargildismat lýðræðis- ins. Slík starfsemi grefur undan stöðugleika í lýðræði þeirra þjóða sem hlut eiga að máli, veikir inn- flytjendalöggjöfina, magnar þjóöern- isrembu og spennu milli kynþátta. Þegar til lengdar lætur er öryggi lýðræðis í Evrópu ógnað." Undir þetta skrifuðu fjörutiu þjóðarleiðtogar sem eiga sæti í Evr- ópuráðinu á fundi í Strasborg í október 1997 og gáfu síðan út sam- eiginlega yfirlýsingu um að berjast gegn kynferðislegri misnotkun á konum. Öll sú umræða sem átt hefur sér stað í Evrópu hefur lítt borist til okkar. í umræðunni um nektar- dansstaði sjáum við annaðhvort hvítt eða svart, eins og í öðram mál- um, emm annaðhvort með eða á móti en málefnaleg umræða hefur verið víðs fjarri. Ekki hægt að vera á móti raunveruleikanum Það kom því nokkuð flatt upp á þingheim og landsmenn þegar Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í utandagskrárumræðum á dögunum og fjallaði um kynlífs- bylgjuna sem yfir okkur hvolfist, á málefnalegan hátt og í stærra sam- hengi en svo að þar sé pláss fyrir „hvað ég vil“ og „hvað þú vilt“. Til þess að fá það á hreint að Guðrún væri ekki að heimta boð og bönn brann fyrst á vörum spurningin um það hvort Guðrún væri á móti nektardansstöðum og vændi og símalínum og dótabúðum fyrir fullorðna og öðm því sem tengist nöktu holdi. „Ég veit ekki hvort hægt er að vera á móti raunveruleikanum,“ svaraði Guðrún, „enda snýst málið ekki um að vera á móti. Það sem mér finnst skipta máli er hvað í rauninni fer fram á þessum stöðum. Við vitum nú þegar að stúlkumar sem starfa á nektardansstööum koma hingað á misjöfnum forsend- um. Sumar eru mjög sjálfstæðar og harðar og fá peningana sem þær vinna fyrir í eigin vasa. En hingað kemur líka annar hópur kvenna; stúlkur sem em nýttar í alþjóðlegu, skipulögðu vændi. Þær rúlla á mUli stórborga án þess að hafa svo mikið val um það sjálfar, þannig að þetta er hvorki einfalt mál né gegnsætt." Hvað kemur okkur þetta við? Er þetta ekki vinna sem þær hafa sjálf- ar valið? „Sumar hafa valið sér þetta starf af fúsum og frjálsum vilja, aðrar ekki. í því liggur grundvallarmunur sem'þarf að uppræta, ekki bara hér, heldur um aUa Evrópu og það er vissulega verið að berjast gegn frek- ari vexti þessarar nútímaþrælasölu þar, vegna þess að hún byggir á því að verið sé að nýta neyð og fátækt kvenna, aðaUega frá fyrrum austan- tjaldsríkjunum, tU að auðgast. Það er stundum verið að segja að þessar stúlkur hafi upp í miUjón á mánuði, en mér er það til efs að aUar þessar stúlkur fá aUa þá peninga í eigin vasa.“ Spurning hvort lögleiða á vændi Era nektardans og vændi réttlæt- anleg ef stúlkumar fá peningana í eigin vasa? „Spurningin um réttlæti snýst um það hvort þær eru í þessu af fús- um og frjálsum vUja og fái aUa pen- ingana sjálfar fyrir sína vinnu. Þá erum við líka komin út í spuminguna um það hvort eigi að lögleiða vændi, eins og sumar þjóð- ir hafa gert, þannig að stúlkurnar sem stunda þessa elstu atvinnu- grein kvenna fái atvinnuvemd gegn lagabóketaf og öUu sem því fylgir. Þá er þetta líka undir atvinnueftir- liti eins og hver önnur starfsgrein. Þá er aUt uppi á borði, hlutirnir sýnUegir og viðurkenndir. Hin hugmyndin er að setja bann við líkamlegri þjónustu, eins og Sví- ar hafa gert. Þar með er ábyrgðinni varpað yfir á neytandann en ekki á stúlkurnar sjálfar. Slík lagasetning hefur auðvitað sínar skuggahliðar, því þá fer þetta allt ífam neðanjarð- ar og þær stúlkur sem eru í þessum bransa geta ekki leitað sér aðstoð- ar.“ Ber okkur skylda tU að vemda og aðstoða þær erlendu stúlkur sem koma hingað í þeim tUgangi að veita líkamlega þjónustu? „Já, þær em manneskjur og eiga að njóta vemdar mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem við eigum aðild að. Annars er talið að margar íslenskar stúlkur séu líka í þessum bransa nú þegar. Það má segja að þjóðinni sé sama á meðan hún trúir því að hér sé aðeins um útlendar stúlkur að ræða. En raun- veruleikinn er auðvitað annar." Er þetta ekki einhver kimi í þjóð- félaginu sem alltaf verður til? „Jú, og við breytum þvi ekkert. Hins vegar þýðir það ekki að við eigum að vera feimin við að skoða hann og ræða.“ Hvers vegna eram við svona sof- andi á verðinum hvað þessi mál varðar? „í umræðunni erlendis hefur það komið upp á yfirborðið að dætur í vel stæðum fjölskyldum séu síður líklegar til að fara út í vændi en dóp. Fíkniefnaneysla fer ekki eftir efnahag foreldranna, hún skýtur upp kollinum hvar sem er. Og þar sem vel stæðar fjölskyldur em yfir- leitt við stjórnvölinn í hverju landi er því lítill áhugi á málefnum vændiskvenna." Fórnarlömb kynlífs- markaðar frá fyrrum austantjaldslöndum I áðurnefndri skýrslu Evrópu- ráðsins kemur fram að pólitískt, fé- lagslegt og efnahagslegt ástand í sumum löndum hvetji fólk til að koma sér úr landi og reyna fyrir sér erlendis. Þar er Úkraína tekin sem dæmi en átökin þar hafa leitt af sér hrikalegt atvinnuelysi. Aðeins 11,5 milljónir af 23 milljónum íbúa hafa atvinnu. Hlutfall kvenna á atvinnu- leysisskrá er 80 af hundraði. 1,4 milljónir kvenna á aldrinum 18-25 ára em atvinnulausar og því taldar í áhættuhópi, þ.e.a.s. gætu átt það á hættu að verða fómarlömb kynlífs- markaðarins. Vitað er að á síðasta ári fóru 400 þúsund konur frá Úkra- ínu til starfa á erlendri grund og staðfest er að hundrað þúsund þeirra séu misnotaðcir á kynlífs- markaöinum í Þýskalandi, ísrael, En hingað kemur Ifka annar hópur kvenna, stúlkur sem eru nýttar í alþjóðlegu, skipulögðu vændi. DV-mynd E.ÓI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.