Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 JjV 70 •/A / fréttum Ásmundur G. Vilhjátmsson Asmundur Guðberg Vilhjálmsson lögfræðingur er höfundur bókarinn- ar Skattur á fjármagnstekjur og eignir sem nú var að koma út. Starfsferill Asmundur fæddist í Sandgerði 4.2. 1954. Hann er alinn þar upp til sex ára aldurs en flutti þá til Kefla- víkur. Ásmundur lauk stúdentsprófi frá MH 1974, stundaði nám í lögfræði við HÍ og var gistinemi við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla 1976-77, lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ 1981 en lokaritgerð hans fjallaði um vinnustöðvanir: - verkfoll og verk- bönn, stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ 1980-81, stundaði framhalds- nám í skattarétti, vinnurétti og EB- rétti við Árósaháskóla 1989-90 og í skattarétti við Lundúnaháskóla 1991-93. Ásmundur var lögfræðingur vinnumálanefndar ríkisins 1981-84, dómarafulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akranesi 1984-86, starfsmaður hjá launadeildinni frá 1986, deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytisins 1986-88, deildarstjóri í tekju- og laga- deild ráðuneytisins 1988-91, stund- aði rannsóknir á tekjuhugtaki ís- lenskra skattalaga, álagningu og framkvæmd með styrk úr Vísinda- sjóði á árunum 1991-93. í framhaldi 'mæli af því gaf hann út ritin Skattaréttur 1, útg. 1994; Skattaréttur 2, útg. 1994; Skattaréttur 3, útg. 1995, og Skattaréttur 4, útg. 1996. Frá þeim tíma hef- ur hann stundað fræði- störf í lögfræði en starfar nú sjálfstætt sem skattalögfræðingur hjá endurskoðunarfyr- irtækinu Þema ehf., sem er aðildarfélag Gr- ant Thomton Inter- national, alþjóðasam- taka endurskoðunarfyr- irtækja. Asmundur G. Vilhjálmsson. húsmóðir í Reykjavík. Alsystkini Ásmundar eru Sigríður, f. 1.9. 1951, hótelstýra á Geysi í Haukadal; Axel Amdal, f. 2.6. 1959, sjómaður í Sandgerði. Foreldrar Ásmundar: Vilhjálmur Ásmunds- son, f. 20.5. 1926, fórst með mb. Rafnkeli 4.1. 1960, vélstjóri á Borg í Sandgerði, og k.h., Gróa Axelsdóttir, f. 21.10. 1924, húsmóðir á Borg og síðar ráðskona í Keflavík. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 1.8. 1989 Ragnheiði Björnsdóttur, f. 26.12. 1952, handlistakonu. Hún er dóttir Bjöms R. Einarssonar, f. 16.5. 1923, hljóðfæraleikara og fyrrv. hljóm- sveitarstjóra í Reykjavík, og k.h., Ingibjargar Gunnarsdóttur, f. 28.3. 1925, hárgreiðslumeistara og fyrrv. umsjónarkonu. Sonur Ásmundar og Ragnheiðar er Vilhjálmur, f. 20.2.1985, nemi. Dóttir Ragnheiðar og stjúpdóttir Ásmundar er Ragnheiður Bogadótt- ir, f. 22.1. 1977, lögfræðinemi við HÍ. Hálfsystir Ásmundar er Þorbjörg Ágústa Birgisdóttir, f. 16.2. 1946, Ætt Vilhjálmur var sonur Asmundar, b. á Kvemá í Grundarfirði, Jó- hannssonar, smiðs á Pumpu og Kverná, Dagssonar, útvegsb. á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit, Þór- arinssonar. Móðir Jóhanns var Ingi- björg Bjarnadóttir frá Skerðings- stöðum. Móðir Ásmundar var Halla, systir Guðrúnar, langömmu Helga E. Helgasonar, varafréttastjóra rik- issjónvarpsins. Bróðir Höllu var Runólfur, oddviti og verslunarstjóri í Grafamesi, faðir Guðmundar út- gerðarmanns og afi Soffaníasar Cecilssonar útgerðarmanns. Halla var dóttir Jónatans, b. á Mýmm og Vindási, Jónssonar, og Halldóm Daníelsdóttur, b. á Haukabrekku Sigurðssonar, bróður Sigurðar langafa Daða, föður Sigfúsar skálds Móðir Halldóm var Halla Sigurðar dóttir, b. í Syðra-Skógarnesi, Guð- brandssonar, bróður Þorleifs, föður Þorleifs, læknis í Bjamarhöfn. Móðir Vilhjálms var Steinunn Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Gröf, systir Bárðar, dbrm. í Gröf. Gróa er dóttir Axels, kaupmanns í Sandgerði, hálfbróður Kristjáns Linnets, bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum, afa Guðrúnar Svövu Svav- arsdóttur skáldkonu og Vemharðar Linnets jassunnanda. Axel var son- ur Jóns, skósmiðs á Akranesi, Guð- mundssonar og Gróu Jónsdóttur, b. í Vallarhúsum, Guðmundssonar. Móðir Gróu var Guðrún, systir Helgu, langömmu Inga R. Helgason- ar hrl. og og Bjöms R. Einarssonar, tengdaföður Ásmundar. Önnur syst- ir Guðrúnar var Katrín, langamma Þorvalds, föður Guðlaugs ríkissátta- semjara og Tómasar útgerðar- manns. Guðrún var dóttir Þórðar, b. á Járngerðarstöðum, Einarssonar, og Gróu Jónsdóttur, ættföður Jáiji- gerðisstaðaættar Jónssonar. Móðir Gróu var Þorbjörg Ágústa, dóttir Einars Jónsssonar og Önnu Soffiu Jósafatsdóttur. Guðmundur Heiðreksson Guðmundur Heiðreksson, deild- arstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Ak- ureyri, til heimilis að Lerkilundi 6, Akureyri, er fimmtugur i dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldrahúsum á Eyrinni. Hann stundaöi nám við Tækniskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi í byggingatæknifræði 1972. Að námi loknu starfaði Guð- mundur á verkfræðistofu í Reykja- vík í eitt ár en flutti síðan aftur norður á Akureyri þar sem hann hefur starfað hjá Vegageröinni frá 1973. Guðmundur hefur starfað að íþróttamálum á Akureyri. Hann sat m.a. í stjóm KA og var formaður fé- lagsins 1984-89. Fjölskylda Kona Guðmundar er Magga Alda Magnúsdóttir, f. 10.3. 1953, hjúkmn- arfræðingur. Hún er dóttir Magnús- ar Magnússonar, lengst af sjómanns í Reykjavík, og Lára Eiríksdóttur, húsmóður og starfskonu hjá SÍBS. Börn Guðmundar og Möggu Öldu eru Heiðrekur Guðmundsson, f. 5.9. 1976, mælingamaður hjá Vegagerð rikisins, búsettur á Akureyri; Ragn- heiður Kristrún Guðmundsdóttir, f. 5.11. 1979, nemi við VMA; Guð- mundur Birkir Guðmundsson, f. 25.4. 1992. Systkini Guðmundar: Völundur, f. 16.4.1940, d. 1978, verslunarmaður á Akureyri; Ragnheiður, f. 2.2. 1942, kennari við Kvennaskólann í Reykjavik; Hólmgrímur Kristján, f. 17.11.1955, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Heiðrekur Guðmundsson, f. 5.9. 1910, d. 1988, skáld og verslunarmaður á Akur- eyri, og k.h., Kristín Kristjánsdóttir, f. 21.6. 1911. Ætt Meðal föðurbræðra Guðmundar má nefna Bjartmar, skáld og fyrrv. alþm. og hreppstjóra á Sandi, og Þórodd, rithöfund og fyrram skóla- stjóra. Heiðrekur var sonur Guðmundar Friðjónssonar, skálds og b. á Sandi í Aðaldal. Bróðir Guðmundar á Sandi var Sigurjón, skáld, alþm. og oddviti að Litlu-Laugum, faðir Halldóru, fyrrv. skóla- stjóra, móður Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm., og Halldórs, yfir- læknis í Kristnesi. Sig- urjón var einnig faðir Arnórs skólastjóra, Braga, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Unnar, móður Inga Tryggvason- ar, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Meðal annarra systkina Guðmund- ar á Sandi má nefna Erling alþm. og Áslaugu, móður Karls ísfelds rithöf- undar. Guðmundur á Sandi var son- ur Friöjóns, b. á Sílalæk, Jónssonar, b. á Hafralæk, Jónssonar, b. á Hólmavaði, Magnússonar, ættföður Hólmavaðsættar, Jónssonar. Móðir Guðmundar á Sandi var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, b. á Sílalæk, Stef- ánssonar, b. á Sílalæk, Indriðason- ar, ættföður Sílalækjarættar, Áma- sonar. Móðir Heiðreks var Guðrún Lilja, dóttir Odds, b. í Hrafnsstaða- seli, Sigurðssonar, b. á Hálsi í Kinn, Oddsson- ar. Móðir Guðrúnar Lilju var Sigríður Gunnlaugsdóttir, b. í Flögu í Hörgárdal, Gunnlaugssonar. Kristín er dóttir Kristjáns, b. á Bergs- stöðum, Davíðssonar, b. í Hólakoti, ísleifsson- ar, b. í Hólakoti, Magn- ússonar, b. í Hólakoti, Grímssonar, b. að Hafralæk, Björns- sonar. Móðir Kristjáns var Guð- björg Jónsdóttir „króks“, b. að Hall- dórsstöðum í Reykjadal, Jónssonar, b. í Miðgerði, Jónssonar, b. i Borg- argerði, Kolbeinssonar. Móðir Kristínar var Hólmfríður Jakobsdóttir, af ætt Jóns Sigurðs- sonar frá Breiðumýri. Guðmundur og Magga Alda era erlendis. Guðmundur Heiðreksson. Gunnar Einarsson -* Jóhann Gunnar Ein- arsson, fyrrv. stöðvar- stjóri hjá Pósti og síma í Reykjavík, Hörgshlíð 8, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist i Reykjavík og ólst þar upp við Laugaveginn. Hann'stundaði nám við Póst- og símaskólann, lærði símvirkni og lauk prófum í þeirri grein. Gunnar starfaði nán- ast allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, var lengst af stöðvarstjóri þar, fyrst í Hafnarfiröi en síðan í Reykjavík. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Ólöf Hólm- fríður Sigurðardóttir, f. 1.1. 1931, lengst af fulltrúi hjá Fasteignamati rikisins og síöan hjá launadeild fjármálaráðuneytisins. Hún er dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guð- laugar Bjamadóttur sem bæði era látin. Böm Gunnars og Ólafar era Þór Gunn- arsson, dr. í lífeðlis- fræði, starfar hjá Fiski- stofu, kvæntur Sigrúnu Sturludóttur, náttúru- fræðingi hjá íslenskri erföagreiningu og eiga þau þrjú börn; Hrafn- hildur Gunnarsdóttir, f. 17.5. 1964, margmiðlunarfræðingur, búsett í San Francisco í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Systkini Gunnars: Katrin Einars- dóttir, f. 21.7.1925, nú látin, húsmóð- ir í Garðabæ, var gift Kristbimi Borgþór Þórarinssyni kafara; Ingv- ar Einarsson, f. 28.7.1926, símaverk- stjóri í Kópavogi, kvæntur Önnu Valgerði Gissurardóttur gæslu- manni; Jón Egill Einarsson, f. 24.10. 1929, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Hallfríði Guðmundsdóttur lyfjatækni. Foreldrar Gunnars vora Einar Jónsson, f. 28.4.1892, símaverkstjóri í Reykjavík, og k.h., Jóna Sigríður Ingvarsdóttir, f. 29.9. 1896, d. 8.6. 1974, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Jóns, bókbindara og b. í Steinum undir Steinahlíð, Einarssonar, b. í Steinum, Jónsson- ar. Móðir Jóns var Þórunri Sveins- dóttir. Móðir Einars var Jóhanna Sigríð- ur Magnúsdóttir, b. á Amgerðar- stöðum í Fljótshlíð, Þorvaldssonar, b. á Stóra-Klofa í Landsveit, Jóns- sonar, b. í Helli, Jónssonar. Móðir Þorvalds var Valgerður Jónsdóttir. Móðir Jóhönnu var Steinunn Gísla- dóttir. Jóna Sigríður var dóttir Ingvars, b. á Bjamastöðum, Guðbrandsson- ar, b. í Vatnagerði og Miðdal, Árna- sonar, b. í Galtalæk, Finnbogason- ar. Móðir Guðbrands var Margrét Jónsdóttir. Móðir Ingvars var Sig- ríður Ófeigssonar, ættfóður Fjalls- ættar, bróður Solveigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móðir Ófeigs var Ing- unn Eiríksdóttir, ættföður Reykja- ættar, Vigfússonar. Móðir Jónu Sigríðar var Katrín Kristjánsdóttir Schrams, trésmiðs í Öndverðarnesi Ellertssonar Schrams, Christianssonar Schrams, kaupmanns á Höfðaströnd. Móðir Katrínar var Hallbjörg Guðmunds- dóttir. Gunnar er að heiman. Gunnar Einarsson. 711 hamingju með afmælið 23. október 85 ára Guðrún Samsonardóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára Arnþrúður Kaldalóns, Skipholti 64, Reykjavík. 75 ára Magnús Guðmundsson, Tröð, Isafjarðarbæ. 70 ára Guðrún Sigurjónsdóttir, Kóngsbakka 7, Reykjavik. Gunnhildur Jóhannsdóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Jón Ámi Sigfússon, Víkurnesi, Skútustaðahr. Kristín J. Sigurðardóttir, Holtagerði 38, Kópavogi. Ólöf Sigurðardóttir, Kársnesbraut 87, Kópavogi. Sigurðxu- Sigmarsson, Stórholti 6a, Akureyri. 60 ára Ósk Óskarsdóttir, Heiðargerði 21, Vogum. Sigurjón Árdal Antonsson, Seilugranda 2, Reykjavík. 50 ára Árni Haukur Brynjúlfsson, Lönguhlíð 9, Reykjavík. Bjarni Magnússon, Kvíholti 12, Hafnarfirði. Gunnar Valdimar Johnsen, verkfræðingur, Dalsbyggð 10, Garðabæ. Þorsteinn Ámason, Yrsufelli 8, Reykjavík. 40 ára Björn Gísli Bragason, Borgarheiði 5h, Hveragerði. Guðmundur Kristján Jónsson, Fálkagötu 12, Reykjavík. Halldóra Margrét Svavarsdóttir, Æsufelli 6, Reykjavík. Hrönn Jónsdóttir, Nátthaga 12, Sauðárkróki. Lovísa Heiðarsdóttir, Eyjahrauni 5, Þorlákshöfn. Nanna Björg Benediktz, Fannafold 160, Reykjavík. Ólafur Barði Kristjánsson, Hvammsgerði 6, Reykjavík. Ólafur Ólafsson, Hverafold 118, Reykjavík. Ruth Melsted, Tjarnarbóli 14, Seltjarnamesi. Stefán Laxdal Aðalsteinsson, Langholtsvegi 73, Reykjavík. Sæmundur Ólason, Hellu, Grímsey. Vignir Kristjánsson, Leiratanga 4, Mosfeflsbæ. wamma Dýr kurma «Md umferöarreglur. Höldum Þeim frá vesunum. ya;rR°,,< httpv'/Www.umferd.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.