Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 34
34 0ermynd LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Dómur þjóðarinnar er fallinn: Við viljum - skoðanakönnun DV sýnir mikinn meirihluta þjóðarinnar, rúm 78%, styðja Dorrit Moussaieff til heiðurssætis á Bessastöðum Það er óhætt að segja að íslenska þjóðin hafi hrokkið í kút fyrir um þremur vikum þegar uppskátt varð um ástarsamband forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við breskan skartgripahönnuð og millj- arðamæring, Dorrit Moussaieff. Þjóðin hlýddi agndofa á leiðtoga sinn tala einarðlega á sjónvarps- skjánum um „tilfmningalegt svig- rúm“ til þess að þróa tilfinninga- samband við þessa konu og þetta orðalag rataði lóðbeint inn í orða- forða þjóðarinnar og hefúr verið henni tamt á tungu síðan. Varla þarf að rifja upp slysalegt framhald þessa ástarævintýris þeg- ar Ólafur Ragnar og Dorrit brugðu sér á hestbak austur á Leirubakka í Landsveit, þar sem hestur forsetans hnaut með hann. Ólafur féll af baki og axlarbrotnaði og reiðtúrinn varð því skammvinnari en efni stóðu til og forsetinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavík- ur. Það snerti viðkvæma strengi í hjörtum þjóðarinnar allrar að sjá Dorrit stumra tárfellandi yfir Ólafi vini sínum og hlúa að honum eftir megni í kvöldkulinu á Leirubakka og ekki síður urðum við hrærð þeg- ar þau leiddust út af Borgarspítalan- um, Ólafur með hönd í fatla og leiddi Dorrit með hinni. Við þetta tækifæri lét forsetinn svo um mælt að einn megintilgang- ur ferðarinnar hefði verið að gefa kost á myndatökum svo erlendir fjölmiðlar mættu sjá parið í fallegri íslenskri náttúru við gleðilegar kringumstæður. Ástæða þess var ef- laust sú að skömmu áður höfðu breskir fjölmiðlar, sérstaklega London Times, fjallað um meint ást- arsamband þeirra og dregið upp þá mynd að um léttvægt vináttusam- band væri að ræða. Þar var meðal annars vitnað til Dorritar og haft eftir henni að þau Ólafur væru að- eins vinir, landið væri fagurt og frítt en lengra næði það í rauninni ekki. Þó hafði hún reynt að tjá sig á íslenskri tungu við blaðamenn við Borgarspítalann. Viðbrögð þjóðarinnar Á þeim vikum sem í hönd fóru reyndi þjóðin að átta sig á þeim nýja veruleika sem við blasti í einkalífi forseta íslands. Fordæmi fyrir eins opinskárri umfjöllun og þeirri sem þarna átti sér stað, voru engin og er ekki að efa að málið var rætt til hlítar á vinnustöðum og heimilum landsmanna og sýndist sitt hverjum. Sérstakur umræðu- þáttur var sendur út um málið í Ríkissjónvarpinu þar sem Stefán Jón Hafstein vakti athygli með því að telja alla umfjöllun málsins fyrstu og stærstu mistök Ólafs Ragnars Grímssonar í starfi. Styrkustu ráðgjafar Ólafs Ragn- ars Grímssonar í kosningabaráttu hans voru Gunnar Steinn Pálsson sem rekur GSP almannatengsl og fé- lagi hans Einar Karl Haraldsson. Samkvæmt bestu heimildum DV ráðfærði forsetinn sig ekkert við þá áður en hann kaus að stíga fram í sviðsljósið með þeim hætti sem lýst er hér. Næstu viðbrögð sem vart var við í samfélaginu tóku á sig afar þjóð- legt birtingarform. Vísur um hinn endasleppa reiðtúr á Leirubakka og um ýmsar hliðar málsins tóku skyndilega að berast manna á milli í faxtækjum og á Netinu og eru sennilega fáir íslendingar í dag sem ekki hafa heyrt eða séð einhverja kviðlinga af þessu tagi þótt engir þeirra hafi birst opinberlega. Sumt af þessum kveðskap er harla fram- bærilegt og þyldi birtingu en innan um var smekklaus leirburður. í kjölfarið fylgdu svo skopsögur þar sem Ólafur og Dorrit voru sett í að- alhlutverk í frásögninni. Þetta var svolítið merkilegt fyrir þær sakir að fram til þessa hafði þess aldrei orðið vart í þjóðarvit- undinni að mönnum þætti í lagi að gera góðlátlegt grín að forseta ís- lensku þjóðarinnar, hvað þá einka- málum hans. Aldrei fékk nein fer- skeytla um Vigdísi á fæturna meðal þjóðarinnar, hvað þá brandarar og enginn forseti lýðveldisins hefur fyrr en nú öðlast þann sess í vitund þjóðarinnar að mönnum þætti við- eigandi að hafa einkamál hans í flimtingum. Við viljum Dorrit Það er enginn vafi á því að marg- ir töldu að í öllum hamaganginum hefði virðing almennings fyrir hinu háa embætti ef til vill dvínað lítið eitt og ef til vill hefði þjóðinni ofboð- ið svo að hún hefði í stórum stíl snúið baki við forseta sínum. Nú þarf enginn að velkjast í vafa um það lengur. Dómur þjóðarinnar ligg- ur fyrir og eins og sjá má hér til hliðar er yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í skoðanakönnun DV hlynntur sambandi þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar og rúm 78% þjóðarinnar vilja sjá hana í stól forsetafrúar á Bessastöðum. Þetta staðfestir að þjóðin fylgir forseta sínum gegnum þykkt og þunnt og lætur ekki einhverjar spekálur eða flflalæti í fjölmiölum slá ryki í augun á sér. Þvert á móti hnappast almúginn að baki sínum manni og er með honum til enda. Mega þau giftast? Nú, þegar stuðningur þjóðarinnar og svigrúm liggur fyrir, kann vel að vera að til tíðinda dragi í þróun sambands þeirra Dorritar og Ólafs. Sigurður Líndal lagaprófessor stað- festi í samtali við DV aö engir ann- markar eða meinbugir væru á ráða- hag þeirra ef til hans kæmi. Maki og fjölskylda forseta íslands hafa engan opinberan „status“ og því engin sérstök skilyrði sem forseti þarf að fylgja við makaval hvorki hvað varðar ríkisfang né trúaraf- stöðu. Að þessu leyti situr Ólafur Ragnar við sama borð og aðrir þjóð- félagsþegnar, þ.e. hann má láta hjartaö algerlega ráða sinni för í makavali. Hitt er svo annað mál að ein- hverjum kann að þykja eðlilegt að eiginkona forseta íslands hafl ís- lenskan ríkisborgararétt. Þeir sem giftast eða staðfesta samvist sina með íslenskum ríkisborgurum fá ís- lenskan ríkisborgararétt eftir þrjú ár frá giftingu enda hafl viðkom- andi átt lögheimili á íslandi þann tíma. í tilfelli Dorritar gæti hún haft tvöfalt ríkisfang. Engin dæmi eru um undanþágur frá þessum reglum um þriggja ára biðtíma en þess eru dæmi að ekki séu allir jafnir fyrir lögunum og nægir að rifja upp hjónaband Páls Péturssonar ráðherra frá Höllustöð- um en hann og Sigrún Magnúsdótt- ir fengu á sínum tíma undanþágu frá annars ófrávíkjanlegri kröfu Hagstofu íslands um að hjón hafi sama lögheimili. Það kann að vera að forseti íslands fengi einhverja slíka flýtimeðferð. Mill{arðamæringurinn Dorrit í Sunday Times er Dorrit lýst sem milljarðamæringi sem nýlega jók verulega við auð sinn þegar hún seldi hlutabréf í skrifstofubyggingu á Canary Wharf í London fyrir 45 milljónir punda. Hér er um að ræða skýjakljúf sem heitir Canada Tower. Sunday Times fullyrðir að hagnaður Dorritar af þessari sölu hafl verið um 25 milljónir punda sem myndu vera um 3 milljarðar ís- lenskra króna. Dorrit var i hópi fjárfesta sem keypti sig inn í bygg- inguna fyrir flórum árum og síðan hefm- þenslan á fasteignamarkaðn- um verið slík að þrátt fyrir að selja 25 pensum undir skráðu verði varð hagnaður Dorritar þessi. Sunday Times segir að myndarleg skart- giápaviðskipti Dorritar fyrir fáum árum þegar hún seldi sett af skart- gripum, höfuðdjásn, hálsfesti, arm- band og eyrnalokka, fyrir þrjár milljónir punda, blikni í saman- burði við þessi umsvif og segir reyndar að síðan hún hætti að selja skargripi og fór að flárfesta í gleri og steinsteypu hafi henni vegnað mun betur fiárhagslega en áður. Dorrit býr í húsi við Cadogan Square þar sem þykir ákaflega fínt að búa nú um stundir. Þar á hún íbúð sem að sögn Sunday Times er metin á 2 milljónir punda sem eru ca 240 milljónir íslenskra króna. Hver er Dorrit? Rifium aðeins upp helstu æviat- riði Dorritar. Hún er, að sögn Sunday Times, 46 ára gömul en talan 49 hefur sést á prenti í ís- lenskum blöðum. Hún er gyðing- ur, fædd í ísrael, elst þriggja systra sem heita Dorrit, Tammy og Sharon. Foreldrar þeirra, Sam og Alisa Moussaieff eru vellauðug og reka skartgripaverslanir í Hiltonhótelinu við Park Lane í London og aðra verslun í Genf í Sviss. Moussaieff flölskyldan kvíslast um allan heim í margar aldir og er mjög virt i samfélagi gyðinga. Dorrit ólst upp í Jerúsal- em og lærði skartgripahönnun og skartgripaverslun af föður sínum og haslaði sér fyrst völl í skart- gripahönnun aðeins sextán ára þegar hún sýndi sína eigin skart- gripi á sýningu í Dorchester. í dag fæst hún við sölu og hönnun skart- gripa auk þess að skrifa í tímarit- ið Tatler. Dorrit hefur einu sinni verið gift. Fyrrverandi eiginmaður hennar er Neil Zarach, verslunar- eigandi og innanhússarkitekt í London. Þau bjuggu saman í sjö ár frá en voru alls gift í ellefu ár frá 1969 til 1980. Dorrit er mjög þekkt hafn í sam- kvæmislífí og meðal vina hennar og kunningja sjást nöfn fólks á borð við Sean Connery, Ivana Trump, Shakira Caine, eiginkona Michaels Caine, Aliai Forte og Donatella Flick. „Dorrit litla" Nafn Dorritar á sér fyrirmynd í heimsbókmenntunum. Móðir herrnar hreifst svo af aðalsöghetju bókarinnar Little Dorrit eftir Charles Dickens að hún ákvað að skira bamið í höfuðið á henni. Little Dorrit er ekki meðal þekkt- ustu verka Dickens en hún birtist sem neðanmálssaga í bresku dag- blaði á árunum 1855 til 1857 og kom út í bókarformi árið 1857. Þetta er hjartnæm saga um ástir og andstreymi. Dorrit litla elst upp með annan fótinn í fangelsi þar sem faðir hennar situr í skulda- fangelsi. Dorrit litla berst eins og hún getur við að hafa í sig og á, meðal annars með því að starfa sem saumakona á lúsarlaunum utan fangelsisveggjanna. Meðal vinnuveitenda hennar er hin ill- gjarna frú Clennam. Sonur herrnar er Arthur sem með tímanum fellir íbúð Dorritar í þessu húsi við Cadogan Square er virt á 2 milljónir punda sem eru um 240 milljónir íslenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.