Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999 Eins og sjá má var spítalinn stórt og stæðilegt hús á sínum tíma en nú er húsið heldur hrörlegra. Endurbygging Franska - merk saga í hrörlegu húsi Gunnar Þ. Halldórsson og Albert Eiríksson stefna að því að endurbyggja Franska spftalann. DV-mynd Teitur Þegar franskar skútur voru sem flestar að veiðum við strendur ís- lands komu hingað um fjögur þús- und franskir sjómenn á vertíð hverri. Skömmu eftir aldamót var hinn svokallaði Franski spítali reistur í Búðakauptúni til þess að þjóna þessum frönsku sjómönnum. Húsið var byggt úr norskum við en spítalinn var kostaður af Frökkum sem einnig áttu hann og ráku. Jafn- framt byggðu þeir læknisbústað sem síðar þjónaði hlutverki heimil- is fransks konsúls. Áður reistu Frakkarnir sjúkraskýli og kapellu. Franski spítalinn er nú að sjá sem hrörlegar rústir en hann á sér merka sögu og fyrir þær sakir hefur hópur áhugamanna sett sér það markmið að endurbyggja hann. Blaðamaður hitti þá Gunnar Þor- stein Halldórsson og Albert Eiríks- son og ræddi við þá um draum þeirra, endurbyggingu spítalans. Þeir félagar sitja í stjórn félagsins Franski spítalinn. „Við viljum forða húsinu undan eyðileggingu, flytja það sem næst sínum upprunalega stað og varð- veita það. Húsið stóð upphaflega í þorpinu að Búðum en var tekið nið- ur um 1940 og endurreist í Hafnar- nesi hinum megin við fjörðinh og þar var það nýtt sem íbúðarhús og skóli,“ sagði Gunnar. Þeir tóku fram að húsið væri ekki ónýtt þrátt fyrir að vera í slæmu ástandi, þannig er grind hússins að mestu heil. Þegar þeir voru inntir eftir því hvers vegna þeir hefðu hug á þvi að endurbyggja spítalann sögðu þeir að mikill áhugi væri meðal heima- manna um að varðveita minjcir um þennan merka kafla í sögu Fá- skrúðsfjarðar. „í endurbyggingu hússins felst björgun menningarverðmæta og nýtingarmöguleikar eru endalausir og húsið getur orðið byggðarlaginu gífurleg lyftistöng. Við myndum vilja sjá þar safn um frönsku sjó- mennina og hugsanlega kaffihús eða gistiheimili. Húsið er svo stórt að það getur hæglega verið margnota," sagði Albert. Félagið hefur þó ekki sett sér það markmið að ákveða hvaða starfsemi eigi best við í húsinu né að reka það, tilgangur þess er fyrst og fremst að bjarga því frá glötun. . Að sögn Gunnars og Alberts eru hvergi á landinu til jafnmargar minjar um veru hinna frönsku sjó- manna og i Fáskrúðsfirði. Þar er til að mynda franskur grafreitur, fyrr- nefnt sjúkraskýli og kapella og læknisbústaðurinn sem hefur verið gerður upp og þjónar nú hlutverki ráðhúss Fáskrúðsfirðinga. Enn þann daginn í dag eru sterk tengsl milli Fáskrúðsfjarðar og Frakklands. „Að gera upp Franska spítal- ann býður auk þess upp á aukna mögu- leika í ferða- mannaþjón- ustu. Frakkarn- ir sem hingað koma vita oft á tíðum heilmik- ið um sögu hússins og veru frönsku sjó- mannanna á Fáskrúðsfirði," sagði Albert og auk þess ætti Fáskrúðsfjörð- ur sér vinabæ- inn Gravelines í Frakklandi en bæjarstjórnin þar hefur sýnt verkefninu áhuga. Aðspurðir um sögu spítal- ans sögðu þeir að dapurleg af- drif hússins mætti rekja til þess þegar Frakkar hættu veiðum við ísland. Þeir vildu selja spítalann með öllum búnaði en af því varð aldrei, meðal annars vegna póli- tískra deilna á íslandi. „Hugmynd kom upp um að gera húsið að héraðssjúkrahúsi fyrir Austfirði en vegna ágreinings um hvað skyldi gera og hvernig skyldi framkvæma það varð ekkert úr þeim áformum. Þá kom einnig til tals að gera húsið að berklaheimili en í stað þess voru berklasjúklingar fluttir suður á Vífilsstaði og dæmi voru þess að þeir létust á leiðinni," sagði Gunnar. Félagið Franski spítalinn var stofnað í fyrra og voru stofnfélagar um fimmtíu manns. Nú er verið að taka fyrsta skrefið í fjáröflun með sölu á fimm gerðum af jólakortum en á þeim eru gamlar ljósmyndir af spítalanum. „Félagið hefur eignast drjúgan meirihluta í húsinu og nú getum við farið í að fjármagna endurbygging- una,“ sagði Albert. Eins og gefur að skilja verður endurbyggingin gífur- lega kostnaðarsöm en Gunnar bend- ir á Vesturfarasetrið á Hofsósi. „Þar voru menn duglegir að safna fé og afla styrkja og það ætlum við líka að vera. Þetta verður tekið skref fyr- ir skref og það er allt í lagi þótt það taki mörg ár að ljúka verkinu." -þor ^/övcu'HawtáHtú/cew fyrir konur ó öllum aldri Viltu læra að farða þig fyrir aldamót? Nú er tækifærið. Verðum með námskeið miðvikudaginn 27. qktóber. 3 klst. námskeíð Förðunarbox innifalið Takmarkaður fjiildi sæta ráning er hafín! 97 8978 * 699 5159 Fiat Bravo Abarth 3/98 Ek.32.þ. 3d ,5g. ABS, geislasp, samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur Verðkr. 1.390.000 Fiat Brava 1.6 SX11/96 Ek. 59.þús 5d. 5g. Rafm.rúður ABS, loftpúðar, samlæs.. Verð kr. 890.000 Útsala á notuðum bílum Istraktor 2 xToyota Carina E 2.0 95 Ek. 81/78 þús Sjálfsk / 5 gíra, Spoiler, Álfelgur.Þjófavörn. Verð kr. 990.000 / 890.000 Renault Clio 1.4 S 5/95 Ek.42 þ. 3d. 5g. Rafm.rúður, álfelgur, sportstólar, vökvastýri Verð kr.650.000 Nissan Micra 1.3 GX 5/97 Ek.63. Þús. 3d. 5g. Geislaspilari, vetrardekk Verð kr. 650.000 Toyota Corolla 1.3 GL 5/91 Ek.131. Þús. 4d.5g Útvarp/segulband Verð kr. 360.000 Smiðsbúð 2 Garðabæ . Sími 5 400 800 Opið virka daga kl. 8 -18 laugardaga kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.