Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 41
U"%F LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 #r/nú/a a Ákvörðunar að vænta í dag!. Samkvœmt síðustu fréttum er það Ijóst að úrskurðar vegna áfrýjunar Ferrari á brottvísun þeirra úr síðustu formúlukeppni er ekki að vœnta fyrr en í dag,þegar FIA-heldur fréttamannafund um málið. Þar veróur úr- skurðurinn lesinn upp af Max Mosley, forseta FIA, og blaðamönnum leyft að koma með spurningar um mál- ið. Fréttin síðastliðinn sunnudag um að Ferrari-liðið og ökumenn þeirra hefðu verið svipt stigum sínum eftir keppnina í Malasíu kom eins og reiðarslag yfir marga aðdáendur Ferrari-liðsins og keppendurna sjálfa. Eddie Irvine var kominn upp í flugvél á leiðinni heim þegar hann fékk fréttirnar og sigurgleðin á götum Ítalíu fjar- aði út í ekki neitt. Nœstu daga upphófst mikill fjöl- miðlasirkus, þar sem margir stigu á stokk og sögðu álit sitt á málinu. Við skulum aðeins skoða hvað gerð- ist í vikunni og hverjir sögðu hvað. Sunnudaaur17.okt Ferrari-liðið dæmt úr kepni og Hakkinen orðinn heimsmeistari Formúlu 1-kappaksturinn fór fram á sunnudagsmorgun í Malasíu. Michael Schumacher og Eddie Irvine, sem keyrðu fyrir Ferrari-liðið, komu fyrst- ir í mark en fast á hæla þeirra kom heimsmeistarinn Mika Hákkinen sem keyrir fyrir McClaren-Mercedes. Eftir kappaksturinn kom þó í ljós að Ferr- ari-bíiamir voru með ólöglegan búnað og því voru þeir dæmdir úr keppni. Mánudagur 18. okL Ferrari áfrýjar úrskurði FIA-dúmarans Samkvæmt yfirlýsingu FIA-dómar- ans Jo Bauer, voru bílar þrjú og fjögur (Irvine og Schumacher) dæmdir úr keppni vegna þess að þeir uppfylltu ekki FIA-reglugerð númer 3.12.1. Ástæða brottvísunarinnar var sögð vera hliðarvængimir við ökumanns- rýmið'un mjög strangar reglugerðir era um stærð þeirra. Mun hafa munað tæpum sentímetra á þykkt þeirra. Lík- legt var þó talið að hönnuðum Ferrari hafi yfirsést þessi galli og að hann hafi ekki verið vísvitandi. Samkvæmt yfir- lýsingu frá Ferrari var reglugerðar- brotið „minni háttar" og hafði ekki neinn ávinning í fór með sér. Fjöl- miðlafulltrúi Ferrari, Claudio Berro, sagði: „Við þurfum að skoða tækniat- riðin betur. Við skoðuðum bílinn til að sjá hvort þetta væri rétt en það er of snemmt að koma með einhveijar yfír- lýsingar." Tæknisfjóri Ferrari, Ross Brawn, hélt því statt og stöðugt fram að breytingamar á vængjimum hefðu ekki haft áhrif á getu bílanna. „Við notuðum þessa vængi á Nurburgring og þá var engin athugasemd gerð þótt að við hefðum keyrt með þá alla helg- ina. FIA setur sinar eigin reglur um hvaða hluti á að skoða og við skipum okkur ekki af því. Við erum einfald- lega vissir um að breytingin kom sigri okkar ekkert við.“ Mánudaaur 18. okL Úrskurðar áfrýjunar Ferrari að vænta í dag, laugardag - tæknistjóri Jordan-liðsins sammála Ferrari '' \ FIA sagði frá því að áfrýjun Ferrari yrði tekin fyrir í París á fostudaginn. Sérfræðingur Jordan-liðsins í loftafls- fræði, Tim Edwards, sagðist vera hönnuðum Ferrari sammála. „Þetta er svo lítill munur aú ávinningurinn er enginn," sagði Tim. „Þaö er örugglega ekki áhœttunnar virði aö koma meö svona ólöglega breytingu og eiga þaó á þeim sönnunargögnum sem koma fram. “ Eins og fram kom í fréttunum sner- ist málið um tæpan sentímetra mis- mun á þykkt hliðarvængja Ferrari-bíl- anna á einum stað við loftinntökiní Það sem menn hafa verið að rífast um er hvort það skipti einhveiju máli með loftflæði til vélarinnar en eftir því sem hraðinn verður meiri verður erfiðara fyrir vélina að fá meira loft. Jackie Stewart varð fyrstur til að benda mönnum á þessa breytingu á Ferrari- bíinum og taldi hann víst að um vísvit- andi breytingu væri að ræða. Ferrari- menn voru því ekki sammála og hafa borið við tæknimistökum og eitt er víst að munurinn er svo lítiil að tækni- stjórar annarra liða hafa tekið undir með þeim. Reglumar í Formúlu 1 era mjög strangar og ekki algengt að gert séu frávik frá þeim og þvi sem dómar- ar hafa dæmt einu sinni. Til era samt . dæmi um það að ökumenn hafi misst stig sín en keppnislið ekki og margif^ hafa spurt hvort að mistökin hafi nokkuð verið ökumönnunum að kenna og hvort þeir vissu yfirhöfúð eitthvað um þessar breytingar. Vlax Mosley, forseti al- jjáðaakstursíþrúttasam- landsins FIA, lætur skoðun sína í Ijús Á Bílasýningunni í London í gær lét svo Max Mosley, forseti FIA, hafa eftir sér skoðanir sínar á frávísun Ferrari- ökumannanna úr keppninni í Malasíu. Þótt að hann sé lögfræðingur sjálfur og'- höfuð þessara virtu samtaka ber samt ekki að líta á skoðanir hans sem ein- hvem Salómonsdóm um málið. „Þetta er bara eitt af því sem gerist í mótor- sportinu," sagði Mosley. Þegar hann var síðan spurður um möguleika Ferr- ari sagði hann: „Ég veit það ekki, eng- inn veit hvaða ávinningur var af þessu nema Ferrari og þeir verða að svara því. Ég hefði sjálfúr viljað sjá mótið enda á brautinni i Suzuka en ef bíllinn uppfyllir ekki settar reglur og réttur- inn virðir úrskurð dómarans á málinú er það allt í lagi mín vegna. Það sem mestu máli skiptir er að við keppunljL eftir ströngum reglum sem ber að virða. Sú staðreynd að Eddie Irvine er í keppni um titilinn á ekki að hafa nokkur áhrif á áfrýjunardómstólinn, þar verður dæmt eftir þeim sönnunar- gögnum sem koma fram og engu öðra.“ -NG V Ferrari-bfll undir segli og starfsmenn Mclaren standa hjá. Þeir munu dcema í málinu samkvœmt hœttu aó missa sœti sín í keppninni fyr- ir hlut sem er vœgast sagt smávœgileg- ur. Þetta var greinilega eitthvaö sem dómararnir vildu skoða nánar því aö þeir voru strax mœttir meö tœki sín til aö mœla vœngina. Þetta er örugglega yfirsýn aö hálfu Ferrari því venjulega eru þessir hlutar ekki skoðaðir." Mánudaaur 18. okt „Svona vinnur maður ekkititil" - segir heimsmeistarinn sjálf- ur, Mika Hákkinen Hákkinen var ekki sáttur við hvern- ig titilvömin var. Samkvæmt honum var það óþægileg tilhugsun að verða krýndur heimsmeistari vegna smá- vægilegra tæknimistaka af Ferrari háifu. „Ég er ekki sáttur viö þetta," sagði Hákkinen. „Svona vil ég ekki vinna titil og mér líöur ekki vel út af því. Þeir umu keppnina á sunnudag- inn heiöarlega. “ Umsögn Hakkinen um málið var dæmigerð fyrir íþróttaanda hans. Þriðjudagur 19. okL Úrskurðurinn „kjaftæði" segir sjálfur Ecclestone - taugastríðið um hvort Hákkinen sé meistari eða ekki heldur áfram Bemie Ecclestone, aðaleigandi For- múlukeppninnar, gekk i hóp þeirra sem gagnrýndu brottvísun Ferrari úr keppninni í Malasíu. Hann hvatti stjóm Formúlu 1-keppninnar tO að skipta um skoðun á málinu. „Þaö sem geröist í Malasíu er slœmt fyrir keppn- ina,“ sagði Ecclestone. „Ég vil þaó sem fólkiö vill, sjá frábœra lokakeppni í Japan. Þaö er synd ef keppnin rœöst af framleiöslumistökum óreynds starfs- manns í verksmiöjunni." Á myndinni sjást vel vængirnir sem ollu þessu írafári. Sentímetramunur á breidd þeirra um miðjuna er það sem allt snýst um og dæmi nú hver fyrir sig. Ross Brawn hjá Ferrari á blaðamannafundi. Rmmtudagur 21. okL Úrskurðar að vænta á laugardag -Ferrariog Mclaren liðin yfirlýs- ingaglöð Ferrari sögðust geta sannað að mis- munur á stærð hliðarvængja skipti engu máli fyrir virkni bilanna. Mcl- aren menn bentu aftur á móti á að eft- ir því sem að útkoma hverrar keppni varð mikilvægari urðu menn að taka meira tillit til reglna en áður. Ferrari lét fara fram prófanir á bílum sínum í vindgöngum til að sýna fram á að eng- inn ávinningur væri að vængborðun- um. Head, tæknistjóri Williams-liðs- ins, tók undir með Ferrari og fleiram en áfrýjunardómstóllinn lét hafa það eftir sér að þótt ávinningur hafi verið enginn væri það ekki vöm í málinu. Föstudagur 22. okL FIA-dómstóllinn lætur almenningsálitið ekki hafa áhrif á sig: Ferrari-áfrýjunin tekin fyrir í dag Yfirstjóm Formúlu 1 lagði þunga áherslu á að dómstóllinn, sem sam- anstendur af fimm dómurum, léti al- menningsáhrif og skoðanir þekktra einstaklinga í grein- inni, ekki hafa áhrif á sig. Talsmaður FIA sagði: „Þessi áfrýjun veröur tekin fyrir hjá fimm dómurum, hver og einn frá sínu land- inu hvor. Nöfnum þeirra veröur haldiö leyndum þangaö til á morgun. Allir fimm eru fullkomlega óhlut- burtdnir í öllu mótor- sporti og eru allir reyndir lögmenn eöa dómarar í sínu heimalandi. Þeir eiga allir bakgrunn í mót- orsportinu en tengjast því ekki lengur á neinn hátt. FIA vill leggja áherslu á aö þessir dómarar láta almenningsálitiá sem vind um eyrun þjóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.