Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 DV ffrlönd stuttar fréttir Til bjargar friði George Mitchell, sendimaður s Bandaríkjastjórnar, hélt fundi með deilendum á Norður-írlandi í gær til að reyna aö blása nýju , lifi i friðarferlið. Heimildir sögðu að þetta væri úrslitatilraun MitcheOs tO að semja um fram- kvæmd samkomulagsins frá í | fyrra. Göng undir Ei Paso Smyglarar grófu 50 tO 60 göng : undir landamæraborgina E1 Paso í Texas til að koma bæði eitur- 3 lyfjum og ólöglegum innflytjend- ;; um inn til Bandaríkjanna frá 'l Mexíkó. Yfirvöld greindu frá >í þessu á fimmtudag. Pinochet deyr í útlegð Augusto Pinochet hershöfð- ingi, fyrrum einræðisherra og harðstjóri í ChUe, mun bera beinin fjarri heimalandinu, að því er stjömuspeking- urinn Karoly Aparicio segir. í stofufangelsi í Bretlandi þar sem hann á yfir höfði sér að vera framseldur tU Spánar svo hægt verði að rétta yfir honum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Lögmenn Pin- ochets áfrýjuðu í gær úrskurði dómstóls um að heimilt væri að framselja einræðisherrann. Land undir golfvöll Golfklúbburinn í Þórshöfn í Færeyjum hefur gert samning við ríkið um leigu á landi undir 18 holu golfvöll. Framkvæmdir hefiast með vorinu og vonir standa tU að vöUurinn verði til- búinn eftir tvö ár. Engin hljóðeinangrun Æðsti dómstóU Bretlands hef- ur úrskurðað að sveitarstjómir þurfi ekki að hljóðeinangra hæj- arblokkir, jafnvel þótt íbúamir kvarti yfir að heyra ástarleiki ná- grannanna. Engar meiningar Bresk stjómvöld reyndu í gær að gera lítið úr fréttum um að Karl ríkisarfi hefði viljað sýna fyrirlitningu sína á stöðu mann- réttinda í Kína með því aö mæta ekki í veislu Kínaforseta. Sagt er að hann hafi verið búinn að ráð- stafa sér annað. Serbar inn í Kosovo Wesley Clark, yfirmaöur her- afla NATO, hefur varað Vestur- veldin við því að ekki sé hægt að útiloka að serbneski herinn sæki inn í norðausturhluta Kosovo. Ætlar að segja af sér Forsætisráðherra Litháens ætlar að segja af sér embætti vegna andstöðu sinnar við um- deilda einkavæðingu ríkisolíufé- lagsins. Hert öryggi með plútoni Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins, segir að reglur um flutning og geymslu á plútoni innan sambandsins séu ekki nógu góðar. Hann lét þessa skoð- un sína í ljós eftir að 0,69 grömm af geislavirku plútoni fóru fyrir mistök til Bretlands en ekki í endurvinnslustöð í Frakklandi. Prodi hefur farið fram á aö skoð- að veröi hvemig hægt sé að koma í veg fyrir að svona nokk- uð gerist aftur. Ritstjóri missir fætur Ritstjóri dagblaðs Bosníu- Serba, sem skrifaði um stríðs- glæpi Serba gegn múslímum í stríðinu 1992 til 1995, missti báða fætur í bílasprengjuárás í gær. Læknar í Banja Luka sögðu manninn illa haldinn. Rússar skýra stefnu sína í Tsjetsjeníu: ESB vill friðar- viðræður strax Evrópusambandiö hvatti Rússa i gær til að hefia þegar í stað samn- ingaviðræður um aö binda enda á átökin í Tsjetsjeníu, eftir að tugir manna týndu lifi og hundmð slös- uðust í flugskeytaárás á aöalmark- aðstorgið í höfuðborginni Grozní. Sívaxandi blóðsúthellingar í Tsjetsjeníu voru helsta umræðuefti- ið á fundi leiðtoga ESB með Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, í Finnlandi í gær. Þar voru einnig rædd framtíðarsam- skipti ESB og Rússlands. „Við hvöttum Rússa til að hefia þegar í stað samningaviðræður um pólitíska lausn átakanna," sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, við fréttamenn eftir fundinn. Leiðtogar ESB fóru fram á það við Rússa að þeir drægju úr hemað- araðgerðum sínum gegn uppreisn- armönnum múslíma í norðurhluta Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, segir að Rússar verði að setjast strax að samningaborðinu við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu. Kákasushéraðsins og leyfa hjálpar- samtökum að koma með nauðsyn- legar vistir til hundmða þúsunda flóttamanna. Bandarísk stjómvöld lýstu einnig yfir áhyggjum sinum af flugskeyta- árásinni í Grozní. Pútín hefur kennt stríðandi tsjetsjenskum bófafylking- um um árásina og jafnframt sagt að rússneskar hersveitir hafi ekki átt neina sök þar á. Leiðtogar ESB virðast hafa talað fyrir daufum eyrum því Pútín sagði hreint út að Rússar myndu halda áfram að berjast við hryðjuverka- menn, eins og hann kaUar uppreisn- armenn múslíma, við suðurlanda- mæri sín. Pútín, sem nýtur mikUla vin- sælda heima fyrir vegna hörkunnar sem stjómvöld hafa sýnt í Tsjetsjen- íu, sagði Rússa ekki hafa neinn tU að semja við þessa stundina en ver- ið væri að leita að viðmælendum. Það getur stundum verið erfitt að sitja bara og bíða. Að minnsta kosti gat þessi ágæti félagi í lúðrasveit spænska hersins ekki kæft geispann þar sem hann beið eftir að kveðjuathöfn fyrir Abdullah Jórdaníukonung hæfist. Þriggja daga heimsókn konungs til Spánar lauk í gær. Papon fluttur með þyrlu heim til Frakklands Franski stríðsglæpamaðurinn Maurice Papon var framseldur tU Frakklands frá Sviss síð- degis í gær og fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsi í Berne. Frönsk yfirvöld tóku við honum í borginni Pontarlier en síðan var farið með hann í fangelsið í Fres- nes. Þar þarf hann að sitja af sér tíu ára dóm sem hann fékk fyrir samstarf við nasista á stríðsámn- um. Papon, sem er 89 ára, var handtekinn á lúxushóteli í sviss- neska skíðabænum Gstaad á fimmtudagskvöld. Þangað hafði hann komið síðastliðinn laugar- dag og skráð sig inn á hóteliö midir folsku nafni. Papon lýsti því yfir í vikunni að hann ætlaði ekki að eyða síðustu æviárunum í fangelsi og því myndi hann fara í útlegð. Svissneska stjómin kom sam- an tU sérstaks fundar í gær þar sem rætt var um mál Papons og ákveðið að framselja hann. Danir ánægðir með vinnutíma Danir em almennt nokkuð ánægðir með vinnutíma sinn. Tveir af hverjum þremur karl- mönnum, sem vinna miUi 38 og 44 stundir á viku, vilja ekki draga úr vinnu sinni. Þetta kem- ur fram í könnun sem gerð var fyrir danska fiármálaráðuneytið og Kristilega dagblaðið sagði frá í gær. Konur vUja ekki fækka vinnu- stundum sínum fyrr en þær eru orðnar 45 til 49 á viku. Þá vilja tvær af þremur vinna minna. Borgarstjóri Parísar ætlar ekki að fara frá Jean Tiberi, borgarstjóri París- ar, vísaði í gær á bug áskorunum um að segja af sér. Réttarhöldum yfir eiginkonu hans lauk einmitt í gær en hún var ákærð fyrir að hafa misnotað almannafé. Sak- sóknari fór fram á að borgar- stjórafrúin yrði dæmd í skUorðs- bundið fangelsi. Dómsuppkvaðn- ingar er ekki að vænta fyrr en í desember. í réttarhöldunum var borgar- stjórinn ásakaður um að eiga hlut að máli í svikamálinu. Því hafnar hann alfarið. „Það sem hefur verið sagt er helber lygi. Ég þarf ekki að álasa mér fyrir neitt,“ sagði Tiberi. Dreifing á ævisögu Bush ríkisstjóra stöðvuð: Höfundurinn dæmdur fýrir misheppnaða morðtilraun Bandarískt bókaforlag hefur stöðvað frekari dreifingu á nýrri ævisötu Georges W. Bush, ríkis- stjóra í Texas, eftir að dagblað birti fréttir um að höfúndurinn hefði hlotið refsidóm fyrir að ráða leigu- morðingja fyrir eUefu árum. Myrða átti þáverandi vinnuveitanda höf- undarins með bUsprengju í Dallas en tilraunin mistókst. Það var blaðið Dallas Moming News sem greindi frá þessu á fimmtudag. Þá var búið að dreifa sjötíu þúsund eintökum af níutíu þúsund eintaka upplagi bókarinnar í bókabúðir. Höfundur bókarinnar, J.H. Hatfield, segir að blaðið í DaUas taki feU á honum og öðrum manni. Hatfield sagði fréttamanni blaðsins New York Times að lög- fræðingar hans hefðu bannað hon- um að ræða málið við fiölmiðla. Ævisaga Bush, sem ekki var George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, gefur ekki mikið fyrir höfund ævi- sögu hans, dæmdan sakamanninn. skrifuð í samráði við viöfangsefniö, hefur vakið mikla athygli, einkum sú fuUyrðing að Bush hafi verið handtekinn með kókaín í fóram sín- um árið 1972. Bókarhöfundurinn heldur því fram, og hefur eftir ónafngreindum heimUdarmönnum, að dómari hafi stungið málinu und- ir stól af greiðasemi við Bush eldri. Bush yngri hefur vísað staðhæfing- um Hatfields á bug. Um nýjustu tíð- indin sagði Bush við fréttamann DaUas Moraing News: „Trúverðug- leiki hans er að sjálfsögðu enginn ef hann er dæmdur sakamaður. En trúverðugleiki hans var sosum eng- inn tU að byija með þar sem saga hans var fuUkomlega fáránleg,“ sagði Bush í Suður-Karólína. Bókaforlagið ætlar að kanna bet- ur feril Hatfields áður en ákveðið verður hvort sölu verður haldið áfram á ævisögu Bush. Formannsraunir í borgararétt- indanefnd ESB Joschka Fischer, utanríkisráð- 1 herra Þýska- lands, átti hug- myndina að þvi að Evrópu- sambandið skipaði nefnd tU að sefia á blað borgara- leg réttindi ; þegna aðildarlandanna fimmtán. Hugmyndin er faUeg en sá er | gaUi á gjöf Njarðar að löndin 3 hafa ekki enn getað komið sér saman um formann nefndarinn- 1 ar. Utanríkisráðherrar aðildar- ; landanna hafa margoft rætt mál- 3 ið, nú síðast á fundi sínum í Tampere i Finnlandi á dögunum. Að sögn danska blaðsins JyUands-Posten hafa Danir barist fyrir því að formannsstaða nefnd- | arinnar fylgi formennsku í ráð- ; herranefnd ESB. Niðurstaða í fundarins í Tampere varð hins ; vegar sú að nefndin ætti sjálf að skipa sér formann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.