Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 8
8 %éttir
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 JLí'V’
Framsóknarflokkurinn
- fylgi frá upphafi -
40
35
30
25
20
15
L
i
lafULBriem
Sveinn Ólafsson
Þorleifur Jónsson
Tryggvi Þórhallsson
Ásgeir Ásgeirsson
Siguröur Kristinsson
Jónas Jónsson
1919 1923 1927 1931 1933 1934 1937 1942 1946 1949 1953 1956 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999
Línuritið sýnir útkomu Framsóknarflokksins T kosningum frá stofnun og formenn frá 1934.
í skugga íhaldsins
Fylgiö hrynur af
Framsóknarflokknum
á meðan samstarfs-
flokkurinn dafnar eins
og blómi í eggi. For-
maöur þingflokksins
segir ástœðuna stór-
skotahríö á umhverfis-
ráöherra flokksins en
segir fylgiö koma aftur
þegar flokkurinn hefur
efnt kosningaloforðin.
Mikið fylgið hefur hrunið af
Framsóknarflokknum á aðeins
einum mánuði. Flokkurinn mælist
nú aðeins með 14,3% fylgi sam-
kvæmt skoðanankönnun DV en
hafði 18,9% fyrir aðeins rúmum
fimm vikum. Flokkurinn hefur
sjaldan fengið svo slæma útreið í
skoðanakönnunum DV en hefur
þó i gegn um árin einstaka sinn-
um farið undir 14%. Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra segir
fylgistapið ekki eiga sér skýringu í
atburðum liðinna vikna en Krist-
inn H. Gunnarsson, formaður
þingflokks Framsóknarflqkksins,
segir síendurteknar árásir á Siv
hafa haft neikvæð áhrif á kjósend-
ur. Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla íslands, telur skýringuna sí-
gilda niðursveiflu meðreiðarflokks
Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn.
Missir svip og sérstöðu
Gunnar Helgi Kristinsson segir
vafasamt að túlka fylgistap Fram-
sóknarflokksins út frá þeim mál-
um sem nú eru í þjóðmálaumræð-
unni. Hann telur skýringuna fyrst
og fremst vera hið sígilda og end-
urtekna stef sem útspilar sig í
hvert sinn sem Framsóknarflokk-
urinn tekur þátt í stjórnarsam-
starfi með Sjálfstæðisflokknum.
„En ein skýringin getur einfald-
lega verið sú að Framsóknarflokk-
urinn mælist stundum illa í könn-
unum,“ segir Gunnar Helgi. „Hins
vegar gengur flokknum yfirleitt
illa þegar hann er 1 stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Það virðist
vera lögmál að flokkurinn hverfi
svolítið í þannig stjórnarsam-
starfi. Hann er minni flokkur í
samstarfi við stærri flokk og miss-
ir að nokkru sinn eigin svip og
sína sérstöðu. Þetta eru hinar al-
mennu skýringar. Framsóknar-
flokkurinn hefur hins vegar oft
bjargað einhverju með mjög öflug-
um herferðum fyrir kosningar,"
segir hann.
Tvöfeldni Framsóknarflokks
Gunnar Helgi segir hægt að leita
skýringa á fylgistapinu í einstök-
um mál en er óviss um að þau
skipti sköpum. „Það getur þó vel
verið að Framsóknarflokkurinn sé
í einhverjum vandræðum í um-
hverfismálum sem hafi áhrif á
þessa könnun. En ég myndi að
minnsta kosti vera hikandi að
túlka þetta meira án þess að hafa
gögn um það, til dæmis þau að
framsóknarmenn væru bullandi
Kristinn H. Gunnarsson: „Páll á sína
skírskotun og hefur að mörgu leyti
staðið sig vel en ég á von á að
breytingin skili okkur að minnsta
kosti óbreyttu fylgi.“
óánægðir með afstöðu flokksins í
Eyjabakkamálinu. En það kann að
vera að bæði landsbyggðarmál og
umhverfismál skipti máli. Þaö tog-
ast auðvitað á sitthvort sjónarmið-
ið í Framsóknarflokknum; annars
vegar Austfirðimir og hins vegar
umhverfismálin," segir hann.
Gunnar Helgi segist ekki geta á
grundvelli fyrirliggjandi gagna
tengt fylgistap Framsóknar nú við
samsvarandi fylgisaukningu
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs (VG). VG fær 14,5% í
skoðanakönnuninni sem gæfi
flokknum níu þingmenn, jafn-
marga og könnunin skammtar
Framsóknarflokknum.
Ónáða ekki Sjálfstæðisflokk
„Þetta er slakt en það er ekki
hægt að draga aðra ályktun en að
þetta sé timabundin dýfa í kjölfar
mikillar gagnrýni á ráðherra
Framsóknarflokksins í þessum
mánuði," segir Kristinn H. Gunn-
arsson. „Það er svipuð þróun núna
í upphafi þessa kjörtímabils, eins
og áður á þessum áratug, að
stjómarandstaðan ræðst mjög að
samstarfsflokki Sjálfstæðisflokks-
ins og hefur ráðist á ákveðna ráð-
herra. Sighvatur Björgvinsson var
mikill skotspónn stjómarandstöð-
unnar á sínum tíma og síðan Guð-
mundur Árni Stefánsson. Þá lá
Ingibjörg Pálmadóttir undir mik-
illi stórskotahrið á fyrri hluta síð-
asta kjörtímabils og nú virðist það
vera Siv sem er í línunni. Ég er
ekki viss um þetta sé útspekúler-
aður kvikindisskapur heldur reyn-
ir stjómarandstaðan að miða á
eitthvert skotmark og velur þá
ákveðna einstaklinga út úr minni
stjórnarflokknum. Sjálfstæðis-
flokkurinn siglir hins vegar þægi-
legan byr og er ekki mikið ónáðað-
ur af stjómarandstöðunni,“ segir
Kristinn.
Kristinn neitar því ekki að út-
Siv Friðleifsdóttir: „Það er engin ein
persóna sem skapar stjórnmálaafl."
koma Framsóknarflokksins í skoð-
anakönnun DV nú bendi til þess
að gagnrýni stjórnarandstæðinga
hafi hitt i mark. „Könnunin sýnir
að gagnrýnin hafi bitið, alveg eins
og kannanir sýndu á síðasta kjör-
tímabili. Ég held að það sé mikið
Fréttaljós
Garðar ðm Úlfarsson
—
til umræðan um virkjunarmálin
sem hefur gert að Siv lendir f eld-
línunni. Þeir sem em andsnúnir
þeirri framkvæmd hafa verið í
sókn í málinu þennan stutta tima
sem þingið hefur starfað. En þegar
við tökum til vama munum við
bæta okkar stöðu á nýjan leik og
ég á von á þvf að það komi fram
strax í næstu könnun,“ segir
Kristinn.
Neita sér ekki um stóriðju
Kristinn segist ekki telja að
gagnrýni, sem sett hefur verið
fram á Halldór Ásgrímsson, for-
mann Framsóknarflokksins,
vegna kvótamála, eigi þátt í að
skýra fylgistap flokksins. „Hins
vegar held ég að alvarleg staða í
byggðamálum bitni fremur á
Framsókn en Sjálfstæðisflokknum
sem er frekar gerður ábyrgur fyr-
ir efnahagsmálum og nýtur góðs af
velgengni í þeim málurn."
Að sögn Kristins mun Fram-
sóknarflokkurinn bæta fylgið með
verkum sínum. „Við munum
halda áfram okkar stefnu með at-
vinnuuppbyggingu á landsbyggð-
inni í formi stóriðju. Við neitum
Gunnar Helgi Kristinsson: „Það tog-
ast auðvitað á sitthvort sjónarmiðið
í Framsóknarflokknum; annars veg-
ar Austfirðirnir og hins vegar um-
hverfismálin."
okkur ekki um þann möguleika og
það mun skila okkur ávinningi
þegar það mál er komið lengra.
Við erum með í gangi ýmsar að-
gerðir í byggðamálum sem ýmist
eru famar af stað eða í undirbún-
ingi. Það er að fara í gang endur-
skoðun á lögunum um stjórn fisk-
veiða en við sögðum í kosninga-
baráttunni að breytinga væri þörf
í þeim málum. Við væntum þess
að ríkisstjórnarflokkarnir geri
breytingar sem falla betur að skoð-
unum fólks heldur en núverandi
fiskveiðikerfi og styrki byggðina í
landinu."
Bjargar Valgerður málunum?
Andstæðingar ríkisstjórnarinn-
ar hafa haldið á lofti að ekki hilli
undir efndir ýmissa kosningalof-
orða Framsóknarflokksins og
Kristinn þvertekur ekki fyrir að
það hafi haft neikvæð áhrif á fylg-
ismenn flokksins. „Ég hef engar
sannanir um það en finnst það lík-
legt. En ef það er rétt mat þá eru
áhrifin aðeins til skamms tíma því
auðvitað kemur fylgið aftur og
gott betur þegar efndirnar koma.
Það getur enginn ætlast til að lok-
ið sé við að efna fjögurra ára kosn-
ingaloforð á fimm mánuðum,“ seg-
ir Kristinn.
Eins og áður hefur verið til-
kynnt mun Valgerður Sverrisdótt-
ir taka sæti Páls Pé'turssonar fé-
lagsmálaráðherra á kjörtímabilinu
og Kristinn segir að það muni ger-
ast um næstu áramót. Hann telur
engra sérstakra breytinga að
vænta á fylgi Framsóknarflokks-
ins af þeim sökum að Valgerður
kemur úr öðru kjördæmi en Páll
og að kona leysir þar með karl af
hólmi á ráðherrastóli. „Páll á sína
skírskotun og hefur að mörgu leyti
staðið sig vel en ég á von á að
breytingin skili okkur að minnsta
kosti óbreyttu fylgi,“ segir Krist-
inn.
Siv segist ekki ein bera sök
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra segir niðurstöður skoð-
anakönnunar DV koma á óvart.
„Kannanir sem hafa verið fram-
kvæmdar fyrir mjög stuttu sýna
ekki þessa stöðu og það er erfitt að
sjá að það hafi gerst eitthvað síð-
asta mánuðinn sem gæti skýrt
hana,“ segir hún. „En það er
áhyggjuefni fyrir okkur Fram-
sóknarmenn að þegar við höfum
verið við stjórnvölinn og skapað
skilyrði ásamt Sjálfstæðisflokkn-
um fyrir einu mesta góðærisskeiði
íslandssögunnar skuli það ekki
skila sér í ánægju með okkar stöif.
En við spyrjum að leikslokum. Við
gáfum fyrirheit i síðustu kosning-
um sem við erum að vinna að og
munum hrinda þeim í framkvæmd
á kjörtímabilinu."
Siv telur ekki að hún sem ráð-
herra beri persónulega ábyrgð á
fylgistapi flokksins. „Það er engin
ein persóna sem skapar stjórn-
málaafl og það er auðvitað Fram-
sóknarflokkurinn í heild sem fær
vísbendingar í skoðanakönnun-
um,“ segir hún.
Menn átti sig á Steingrími
Sjálfstæðisflokkurinn fær 52%
fylgi í DV-könnuninni og Siv segir
það ankannalegt. „Það er áhyggju-
efni þegar eitt stjórnmálaafl er
orðið svona ofursterkt. Eins kem-
ur á óvart hversu miklu vinstri
grænir bæta við sig en þeirra mál-
flutningur hefur ávallt upp á
síðkastið verið mjög á neikæðum
nótum. Þeir eru á móti öllum
framfaramálum og þeirra pólitík
gengur út á að vera á móti nánast
hverju sem er,“ segir Siv.
Siv telur ekki einsýnt að tengsl
séu á milli fylgistaps Framsóknar-
flokks og fylgisaukningar VG með
tilliti til mikillar áherslu VG á um-
hverfismál. „Ég held ekki að eitt-
hvert eitt mál geti skýrt þessar
sveiflur. Foringi vinstri grænna,
Steingrímur J. Sigfússon, ber til
dæmis ekki síður ábyrgð en aðrir
á því í hvaða stöðu málefni Fljóts-
dalsvrkjunar eru. Hann var í ríkis-
stjórn sem studdi málefni Fljóts-
dalsvirkjunar og kom aldrei fram
með neinar efasemdir í því máli.
Hann, ásamt þingmönnum allra
flokka, samþykkti hvemig ætti að
halda á málefnum Fljótsdalsvirkj-
unar. Það væri ágætt að kjósendur
áttuðu sig á þessu,“ segir Siv.
-GAR