Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 Helgaiblað DV Sviðsljós Eyrun og hóf- arnir snúa aftur Eyrun snúa aft Hófskeggið snýr fram Hófar snúa aftur íSmm Söngkonan og leikkonan Cher Rætt er um að hún taki viö afJerry Hall í leikritinu Mrs. Robinson í London. Fer Cher úr öllu? Þótt söngkonan og leikkona Cher nálgist sextugt viröist ekkert lát á töfrum hennar og aðdráttarafli enda hefur hún lagt sig fram um að varð- veita útlit sitt sem best og hvergi sparað nýjustu tækni á því sviði. Nú er mikið rætt um að hún taki við af Jerry Hall, eiginkonu Jaggers, í umtalaðri sviðsuppfærslu af Mrs. Robinson í London. Þessi uppfærsla hefur einkum verið fræg fyrir að þar fara rosknar leikkonur úr fötunum eitt andartak en færri sögum fer af leiksýningunni að öðru leyti. Það var Kathleen Turner sem reið á vaðið og lét handklæðið falla fyrir fullu húsi. Þegar hún þurfti að snúa sér að öðr- um verkefnum var Jerry Hail ráöin og hún hefur strippað á sviðinu um hríð við sæmilegar undirtektir en nú er sem sagt verið að ræða við Cher um að taka rulluna að sér. Um hríð stóð til að Barbra Streisand leyfði leikhúsgestum að sjá nakinn bakhluta sinn en fullyrt er að hún hafi verið rekin skömmu eftir að æfingar hófust. Þessu neita reynd- ar aðstandendur sýningarinnar ákaf- lega. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir íslenska aðdáendur Cher að bregða sér í leikhús í innkaupaferöinni til London í haust og fá að sjá glampa í eins og einn þjóhnapp. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar seg- ir að einu sinni hafí nokkur böm verið að leika sér á bæ einum. Skammt frá bænum var stórt vatn og eyrar með vatninu. Sáu bömin gráan hest á eyrinni og fóm að skoða hann. Fór eitt bamið á bak honum og svo hvert af ööm þangað til það elsta var eftir, það vildi ekki fara á bak og sagðist ekki nenna því. Hljóp hesturinn þá af stað og hvarf út í vatnið með bömin á bak- inu. Bamið sem var eftir fór heim og sagði frá þessu og vissu menn að þetta hafði verið nykur. í flestum vötnum Varla er til það vatn á íslandi sem ekki hefur í eina tíð verið talið heimkynni nykurs. Hann er bæði í ám og stöðuvötnum og jafnvel í sjó þó þaö sé sjaldgæft. Til em sögur um nykur í Þveitinni á Homafírði, í Leirvogsvátni í Mosfellshreppi, í Fúlutjöm skammt frá Staðarstað og á nokkrum stöðum em til tjamir sem bera nafnið Nykurtjöm. Sagt er að nykur sé í Reykjavíkurtjöm annað árið en Hafravatni hitt. Und- irgangur á að vera milli vatnanna sem nykurinn fer eftir og eiga Reykvíkingar að geta heyrt ógur- lega skmðninga, bresti og óhljóð þegar nykurinn er á ferð og Tjöm- in frosin. í Urriðavatni skammt frá Egilsstöðum eru heitar uppsprettur sem nefnast Tuskuvakir og hefur oft sést nykur á beit við þær og er sagt að honum liði vel í ylnum. Fyrirbærið er oftast likt hesti, grátt á litinn en stundum brúnt. Eyrun og hófamir snúa aftur en hófskeggin fram og hann er með blööra undir vinstra bógnum. Nyk- urinn er þó alls ekki bundinn við þessa lýsingu og sumir segja að hann geti breytt sér í alla lifandi hluti og dauða, nema vorull og bankabygg. Aðrir segja að hann sé djöfullinn í hestsliki og í Noregi eiga tröll það til að breita sér í hvíta nykurhesta. Þegar spmngur koma i ís verða miklar drunur og Nykurinn Fyrirbæriö er líkt hesti, grátt á litinn en stundum brúnt. Eyrun og hófarnir snúa aftur en hófskeggin fram. NYKUR Blaðra undir vinstri bóg hann nefndur kumbur. Það nafn er líklega dregið af Kumburtjörn und- ir Skarðsfjalli í Landsveit, því úr Kumburtjöm kom einu sinni grár graðhestur og fyljaði meri. Úr þessu sama vatni kom líka einu sinni stór, troðjúgra, grá kýr. Þegar átti að mjólka hana sást að klauf- irnar snem öfugt eins og hófamir á nykrinum. Vildi enginn eiga hana enda var kýrin svo ólm að hún kramdi bam eitt til dauða og hvarf síðan. Uppruni nykursins í Huld sem Ólafur Davíðsson segja menn að þá sé nykurinn að hneggja. Nykurinn kastar fyli eins og hestur en í vatni og hann get- ur fyljað venjulegar mer- ar. Einkenni hesta sem em undan nykur og meri er að leggjast niður þeg- ar þeim er riðið yfír vatnsfall sem vætir kviðinn á þeim. Er hann þá spakur og tælir menn til að ríða sér yfír. Þegar menn hafa farið á bak honum hleyp- ur hann út í vatnið og dreg- ur mennina með sér. Nykurinn þol- ir ekki að heyra nafn sitt eða nokk- urt orð sem líkist því, tekur hann þá viðbragð og hleypur í næsta vatn. Einu sinni var nykur að draga sofandi stúlku út í vatn í Skreiðsdal. Stúlkan vaknaði og sagði: „Láttu kjurra nyk- ur.“ Sleppti hann stúlkunni og út í vatnið. Nykurinn er stundum kallaður nóni, nennir eða vatna- og í einni heimild er Hvar eru vegatálmarnir? Guðmundur Andri Thorsson skrifar í HelgarblaO DV Verkfoll á íslandi hafa nú um langan aldur einvöröungu beinst gegn almenningi - ekki þeim sem með völdin fara. Þeir sem mega sín lítils snúast gegn þeim sem mega sín minna. En þegar kemur að hin- um stærri málum sem varða líf og afkomu fjöldans hættir fólk að líta á sig sem frumkvöðla í eigin lifi og verður að neytendum, sem tuða dá- lítið en láta allt yfir sig ganga að öðm leyti. Eöa hvar eru vegatálmamir bil- stjóranna sem svo vasklega gengu fram í vor gegn vanburða ferðaþjón- ustu um dreifðar byggðir landsins? öll Evrópa er í uppnámi vegna þess að bálreiðir atvinnubílstjórar hafa gert uppreisn sem breiðist út eins og eldur í sinu, meira að segja jafn löghlýðnir þegnar og Hollendingar steita nú hnefann framan i Valdið. Bílstjómamir hafa lokað þjóðveg- um og krefjast þess að ríkið lækki tolla af bensíni eða sjái til þess með einhverjum ráðum að bensínokrinu linni. Og almenningur styður þá. Og síðast en ekki síst: ráðamenn neyð- ast til að leggja við eymn. íslendingar búa við eitthvert hæsta bensínverð í Evrópu. Og þeim mun ríkari ástæðu hafa þeir til að krefjast lækkunar á bensín- verði að yfírvöld landsins hafa ger- samlega brugðist þvi meginhlut- verki sínu að sjá til þess að almenn- ingssamgöngur séu í boði fyrir fólk. í stað þess að byggja upp net stræt- isvagna eða lesta hér á hinu furðu- lega strjálbýla höfuðborgarsvæði hafa yfirvöld beinlínis neytt fólk til að nota einkabíla í ríkari mæli en þekkist i nokkru Evrópulandi. Rík- isstjómin virðist raunar líta á það sem eitt sitt helsta hlutverk að hvetja til enn frekari kaupa á stór- um orkufrekum bílum. Fólk á því ekki þann valkost að leggja einkabílnum i bensíndýrtíð- inni heldur neyðist til aö kaupa bensín á bílana sína, á þvi verði sem olíufélögunum þóknast að setja á þaö, en eins og kunnugt er hefur ekki tekist að koma hér á sam- keppni í þeim viðskiptum, frekar en hjá tryggingarfélögunum, sem Sennilega hafa því ís- lendingar ríkarí ástceðu en nokkur Evrópuþjóð til að gera uppreisn. Og hvar eru þá vegatálm- amir? Hvar eru bílflaut- umar sem á árunum áður voru alltaf þeyttar í í.i$ vinstrí stjóma tiZ að mótmœla tóllum ? Erum við ennþá svona langt frá Evrópu að við smit- umst ekki af eldmóðin- um þar? einnig auðgast á því að almenning- ur er neyddur til að skipta við þau eða brjóta lög ella. Fyrirtæki sem eru þannig áskrifendur að sjálfkrafa og síauknum tekjum úr buddu ál- mennings hafa enda enga ástæðu til að stunda samkeppni. Sennilega hafa því íslendingar ríkari ástæðu en nokkur Evrópu- þjóð til að gera uppreisn. Og hvar em þá vegatálmamir? Hvar eru bílflaútúmár serri á árunum áður voru alltaf þeyttar í tið vinstri stjórna til að mótmæla tollum? Erum við ennþá svona langt frá Evrópu að við smitumst ekki af eld- móðinum þar? Erum við ennþá svona auðsveipir þegnar? FÍB gerði reyndar lofsverða tilraun til að rísa gegn einokun tryggingafélaganna um árið, en þau samtök virðast því miður ekki hafa hlotið það brautar- gengi meðal almennings að þau hafí bolmagn til að koma af stað fjölda- mótmælum. Ekkert heyrist. Og þegar ekkert heyrist hafa valdamenn enga ástæðu til að leggja við eyrun. Og ekkert breytist nema náttúrlega bensínverðið sem heldur áfram að hækka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.