Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 57 X>V Tilvera Rokkarar elda líka - með uppskriftir til hliðsjónar Það er Hróbjartur Róbertsson sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Það er mikið um að vera þessa dagana hjá þessum 26 ára hljóðmanni. Nú er hann að vinna hjá JP tatto og sér þar um daglegan rekstur en áður hafði hann starfað sem hljóðmaður, bæði á Stöð 2 og Skjá 1. Hann starfaði í fyrravetur sem kennari hjá FÍH. Hann hefúr þó í gegnum árin verið „á lausu“ og unnið fyrir hinar ýmsu hljómsveitir. Þessari vinnu fylgja mikil ferðalög og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort hann ætti ekki einhverja skemmtilega sögu að segja okkur. „Það sem mér dettur fyrst í hug tengist kannski ekki beint matargerð en átti sér stað á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri. Við vorum þar staddir nokkrir félagar og fengum okkur að snæða. Okkur voru svo færð ofsalega flott blöð þar sem við vorum beðnir að fylla út það sem okkur þætti mega betur fara á veitingastaðnum. Það er allt gott að segja um það og ég skrifaði niður samviskusamlega, en það sem kom mér sérstaklega á óvart var að neðst á blaðinu stóð: „Greifinn þar sem fagmenskan er í fyrirrúmi." Ég held að þeir hefðu ekki getað orðið óheppnari með stafsetningarvillu," segir Hrói en segist jafnframt hafa lent illa í því í matarboði eitt sinn. Tilbúinn í vandamálin „Þannig er mál með vexti að ég er með ofnæmi fyrir fiski og ég gæti bók- staflega dottið niður dauður ef ég borðaði hann. En svo var það dag einn að ég var búinn að vera að hitta þessa glæsilegu dömu í ca 2 mánuði á unglingsárunum að foreldrar hennar vildu endilega hitta mig og mér var boðið í mat til þeirra. Mamma hennar var svolítið snobbuð og lét eins og ég væri tengda- sonur hennar til margra ára og þetta leit út eins og hún væri svo guðs lif- andi fegin að loksins vildi einhver dóttur hennar sem var og er enn í dag alveg guðdómlega falleg. Þetta var allt voðalega formlegt og ég var hálfkvíð- inn því mér fannst þetta svolítið at- DVMVND 1NGÓ „Mamma hennar var svolítið snobbuð og lét eins og ég væri tengdasonur hennar til margra ára og þetta leit út eins og hún væri svo guðs lifandi feg- in að loksins vildi einhver dóttur hennar sem var og er enn í dag alveg guð- dómlega falleg," sagðl Hróbjartur Róbertsson. Pipar- myntuís Einfaldur og sérstaklega góð- ur, bragðmikill ís 2 eggjarauður 2 egg 120 g sykur 5 dl rjómi 1 tsk. piparmyntudropar 100 g suðusúkkulaði Þeytið vel saman egg, eggjarauð- ur og sykur þar til kominn er vel stífur massi. Blandið þeyttum rjóm- anum saman við ásamt dropunum. Bræðið 50 g af súkkulaðinu og blandið saman við, saxið niður af- ganginn af súkkulaðinu og setjið saman við með sleikju. Frystið ís- inn og berið fram með góöri sósu. Nykaup Þa r scm fvrskleikiim býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. riði. Og viti menn, innsæi mitt hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Þetta var mesta atriði sem ég hef á ævi minni lent í. Ég bjóst við léttum kvöldverði með kærustunni, foreldrum hennar og systkinum. Nei, konan hafði sko hóað í alla íjölskylduna eins og hún lagði sig og þegar ég kom inn var mér (18 ára) heilsað eins og fertugum manni sem var reiðubúinn að hlusta á öll fjölskylduleyndarmálin jafnt og vandamál. Gaf mér þungt högg Ekki skánaði það þegar við settumst til matar, þá var, mér til mikillar skelf- ingar, fiskihlaðborð og ég með mitt sí- vinsæla ofnæmi. Ég kunni ekki við að segja frá því heldur fékk ég mér þama einhverja súpu og brauð og vonaðist til þess að enginn myndi taka eftir tóm- legum diskinum mínum. En ég slapp ekki svo auðveldlega. Ég vissi ekki fyrr en ég var hættur að geta andað. „Tengdamamma" sem er stór og mikil kona, stökk á lappir og lamdi mig af öllu afli í bakið því hún hélt auðvitað að eitthvað stæði í mér. Ég fékk að vita síðar að það hafði ver- ið notaður fískur við eldamennskuna á súpunni en lítill þó og því þurfti ég ekki meira en vatn og hálftíma til að jafna mig eftir þessi ósköp. Ég var þó lengur að jafna mig í bakinu því þetta var svakalega þungt högg hjá konunni en ég reyndi að bera mig mannalega, það var nóg samt,“ segir Hrói og hlær er hann rifjar upp þessa skemmtilegu minningu. „En uppáhaldsmaturinn minn er þessi og það þarf vart að taka fram að það er enginn fískur í honum.“ Chili con carne Nautahakk, 500 g Stórir laukar, 2 Jalapeno, fullt af þvi Hvítlauksrif, 3 Hveiti, 1 msk. Salt, 1 tsk. Sykur, 1/2 tsk. Vatn, 250 ml Niðursoðnir tómatar, 1 dós Pinto baunir, 1 dós Casa fiesta chili seasoning mix, 1 pakki. Brennivín, tvöfaldur Steikið nautahakkið, saxið laukinn og setjið í pott. Pressið hvít-laukinn og blandið öllu saman út i pottinn. Látið malla undir loki í klukkutíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.