Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Kynbótatilraunir samþykktar þrátt fyrir ótta við Kreutzfeldt-Jakob-sjúkdóm: Norska beljuinnrásin er hafin - sennilegt að kúariðan geti borist með fósturvísum, segja dýralæknar og óttast tilraunastarfsemi Þessa dagana er verið að byrja að safna saman kúm í Noregi til nauð- synlegra sjúkdóma- og erfðafræði- rannsókna vegna væntanlegs inn- flutnings á fósturvísum til íslands samkvæmt ákvörðun landbúnaðar- ráðherra. Hann óttaðist ófrið og kærur ef hann neitaði að sam- þykkja þessa tilraun. Mál þetta á sér langan að- draganda og var Guðni Ágústs- son lengi undir feldi að íhuga hvort leyfa ætti slíkan innflutn- ing og tilraunir hér á landi með norskar kýr. Á sínum tíma lýstu 70 prósent íslenskra bænda sig mótfallin innflutningi á norskum kúm sem þá voru hugmyndir um að flytja á fæti til landsins og koma fyrir á um 100 til 200 kúa- búum víða um land. Óttuðust menn mjög að þetta yrði upp- hafið aö endalokum tilveru hins forna islenska kúastofns. Hurfu menn þá frá hugmyndum um inn- flutning á lifandi kúm en þróuðu þess í stað hugmynd um innflutning fósturvísa úr norskum kúm. Hefur verið hart tekist á um þetta mál. Vitneskja um kúariðu í Evrópu hef- ur verið vatn á myllu andstæðinga þessara ráðagerða en landbúnaðar- ráðherra segir kúariðu ekki þekkta í Noregi og sérfræðingar telji enga hættu á smiti með innflutningi fóst- urvísa. Mikill ótti við kúariðu Kúariðumálið er alvarlegasta landbúnaðarmálið í Evrópu þessa dagana. Breskir vísindamenn halda því m.a. fram að smitleiðir séu mun fleiri en áður hefur verið talið. Kúariða geti t.d. borist í sauðfé og þá líklega líka í önnur dýr ekki síð- ur. Sannaö þykir samhengi kúariðu og Kreutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í mönnum. Kúariða virðist nú breið- ast út með meiri hraða en menn gerðu sér áður grein fyrir. Þannig lýstu Spánverjar því yfir í vikunni að kýr með kúariðu hefðu fundist þar í landi og síðast í gær bárust fregnir um að kúariða hefði fundist í fyrsta skipti í tveim kúm í Þýska- landi. Þá bárust líka þær fregnir frá Asoreyjum í gær að þar hefði fund- ist kúariða í grip sem fluttur var Siguröur Sigurðar- son, dýralæknir á Keldum. Páll Agnar Páls- son, fyrrverandi yfirdýralæknir. Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaöamaður þangað frá Þýskalandi. Fjöldi fólks hefur látist í Bretlandi af völdum þessa fárs og Frakkar glíma nú við vaxandi vanda heima fyrir. Þá hafa að minnsta kosti tveir einstaklingar greinst með Kreutzfeldt-Jakob-sjúk- dóm hér á landi síðan 1960. Af þess- um sökum telja nú ýmsir íslenskir bændur það hreint brjálæði að fara að gera tilraunir með erlenda kúa- stofna hér á landi þegar svo lítið er í raun vitað um smitleiðir. Það sé t.d. alls ekki hægt að fullyrða neitt um aö smit geti ekki borist með fósturvísum. Þá séu veirur af svo hæggengum stofnum afar lífseigar. Þær þoli fimbulkulda og einnig suðu við hundrað gráða hita í átta klukkustundir. Þær geti því t.d. lif- að af í niðursoðnu kjöti og lifi auð- veldlega í jarðvegi árum saman. Líkt og með innflutning riðuveik- innar með erlendu kynbótafé þá taki menn nú enn stórkostlegri áhættu með innflutningi á norskum fósturvísum. Veirurnar setjast upp í tauga- frumum, ekki síst í heilanum. Þær eyðileggja taugafrumurnar innan frá. Af þessum sökum er talið lík- legt að þeir sem borða t.d. heila úr sviðahausum séu í meiri hættu með að verða fyrir veirusýkingu en aðr- ir. Þetta er talið geta skýrt óvenju háa tíðni Kreutzfeldt-Jacob-sjúk- dómsins í Færeyjum. Sama skýring er talin líkleg á óvenjuhárri tíðni þessa sjúkdóms hjá mannætum í Nýju-Gíneu. í kjötmjöli er einmitt talið að orsakanna sé að leita í heila og mænu sem malað er með beinum og öðru sem til fellur af skepnunum við slátrun. Riða berst með fósturvísum Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, lét banna það hér- lendis 1978 að kjötmjöl væri notað til að fóðra dýr sem síðan væru not- uð til manneldis. „Þá var umræðan að byija um Kreutzfeldt-Jakob-sjúk- dóminn í Bretlandi. Síðan var það líka salmonella og ýmislegt annað sem tengdist þessari ákvörðun," sagði Páll í samtali við DV í gær. - Er engin hætta á að smit berist með fósturvísum úr norskum kúm? „Við vitum að riða í sauðfé berst með blóði og fósturvísum líka. Mér flnnst því ósköp sennilegt að slíkt gildi einnig um kúariðuna. Það eru eiginhagsmunir kúabænda sem stjórna þessum innflutningi. Mér finnst þó skrýtið að eiginkonur bændanna sem stjómað hafa mjölt- um frá alda öðli hafi aldrei verið spurðar hvort þær vildu fá nýtt kúa- kyn. Ég sé engan tilgang með inn- flutningi á þessum fósturvísum og er hreint ekki hrifinn af þessum til- raunum. Það er svo margt sem spil- ar inn i varðandi umhverfið og aðra þætti. Þá eru reglur á Islandi lítils virtar og þegar liðin verða tiu ár verða komnir nýir menn og nýjar reglur og allir búnir að gleyma þeim gömlu.“ við slátrun fyrstu kynbótagripanna í Hrísey en undir lok árs fari fyrstu kálfamir af norsk-íslenska kyninu að fæðast. Árið 2004 verða kvígurn- ar sem koma úr þessu eldi aldar upp og þær fyrstu sæddar undir lok árs. Árið 2005 munu samanburðar- rannsóknir á þessu nýja kúakyni og því íslenska heíjast. Ráðgert er að niðurstaða úr samanburðarrann- sóknum liggi fyrir árið 2008 og þá verði ákvörðun tekin um framhald á eldi kúa af norskum uppruna hér á landi. Rannsóknunum er ætlað að leiða í ljós mögulega hámarksafurðasemi íslenskra kúa og um leið fóðurþörf þeirra og fleiri þætti í samanburði við þær norskættuðu. „Mjög takmark- að leyfi" Guðni Ágústs- son segir samstööu um málið í Lands- sambandi kúa- bænda og meðal fagaðila. „Það leyfi sem ég er þama að gefa er mjög takmarkað. Það er algjör tilraunainn- flutningur til að bera saman í fyrsta lagi þessa norsku kú, i öðm lagi íslensku kúna og í þriðja lagi blending þessara kúa- stofna. Það vakir fyrir mönnum er að spyrja spurninga vegna þeirrar framtíðar sem blasir við islenskum landbún- aði. Fjölmiðlar hafa haldið því fram að kvóti sé mjög þrengjandi fyrir at- hafnir bændanna. Því hef ég ákveð- ið að lyfta framleiðsluþakinu hjá tveim góðum kúabændum sem leyf- ir þeim að framleiða og rækta eins og þeir geta með íslenskum kúm. Til þess verkefnis hef ég fengið 35 milljónir króna á sjö árum. Ég held að það verði mjög áhugavert fyrir íslenska mjólkurframleiðendur að fá að fylgjast með þessum tilraunum sem og því sem fram fer á Möðru- völlum og að Stóra-Ármóti.“ Hvers vegna er fósturvísainn- flutningur leyfður? „Ef ég hefði sagt nei við þessari tilraun, hver hefði mín staða þá verið? Fyrir- rennarar mínir hafa gefið svínabændum tækifæri til að flytja inn sterkari svinastofna til kynbóta. Þannig er það líka með varphænuna. Það hefði verið erfitt hjá mér núna að brjóta á kúa- bændum. Það liggur fyrir að þeir hafa fengið að flytja inn þijú kyn af nautum sem nú Atta ára tilraunaferli Búið er að ákveða að tilraunir fari fram á tilraunabúunum á Möðruvöllum og á Stóra-Ármóti. Þar verði bændum leyft að reyna framleiðslugetu kúa sinna án tak- markana um framleiðslustýringu á mjólk. Samkvæmt áætlunum um til- raunastarfsemi með norska fóstur- vísa þá á, eins og áður sagði, að safna saman kúm úr NRF-kúa- stofni í Noregi í þessum mánuði til rannsókna. í desember gera menn ráð fyrir niðurstöðu úr þeim rannsóknum og verða kýr sem uppfylla erfða- og sjúk- dómsskilyrði settar í einangr- un í fósturvísastöðinni í Vevla. Þá verða kýr sem upp- fylla sjúkdómaskilyrði hér- lendis settar í einangrun í Hrísey. í janúar 2001 verður fóst- urvísum safnað saman í Vevla í Noregi og komið fyrir i kúnum í Hrísey. í mars verður fósturvisum komið fyrir í kúm sem ekki héldu i janúar. í októ- ber 2001 má gera ráð fyrir að fyrstu kálfamir fæðist í Hrísey. í desember 2002 eiga kálfar að vera að ná kynþroskaaldri og verður þá byrjað að safna fósturvísum og sæði. í janúar 2003 verður fyrstu norsk-íslensku fóstur- vísunum komið fyrir í Guðni kúm á tilraunastöðvum Ágústsson hérlendis. landbúnaðar- í júlí árið 2003 er búist ráðherra. nærast sem blendingar í náttúru ís- lands. Þeir eru að gera það að verk- um að nautakjöt er sterkara á mark- aðnum en ella. Spurt verður um afkastagetu nýju gripanna út frá mörgum sjónarmið- um. Ég útiloka það ekki að íslenska kýrin sigri í samanburði við þær norsku." - Hvað með sykursýkisþáttinn og hættuna á kúariðusmiti? „Það er tvennt sem ég vildi hafa alveg á hreinu varðandi þetta til- raunaleyfi og það tók mig því mjög langan tíma undir feldinum að taka ákvörðun. Þriggja manna nefnd fór vandlega yfir sykursýkisþáttinn varðandi mjólkina. Niðurstaðan var að þeir sögðu að enginn vandi væri að velja gripina frá Noregi út frá þeim sjónarhóli að það hefði ekki áhrif á þá stöðu sem við höfum í landinu í dag varðandi áhrif mjólk- ur á sykursýki. Hitt atriðið er að ég kallaði sam- an á ráðstefnu alla hörðustu vis- indamennina vegna samanburðar sem gerður hefur verið af mikilli til- finningu á öUu því versta sem gerst hefur í íslenskum landbúnaði. Þar á meðal var Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum. Ég marg- spurði hvort hætta væri á því að fósturvísainnflutningur frá Noregi bæri með sér sjúkdóma. Þeir sem þama voru sögðu að hvergi í heim- inum þar sem fósturvísaflutningur hefði átt sér stað hafi slíkt borið sjúkdóma á miUi.“ Ekki hægt að útiloka riðusmit Dýralæknirinn Sigurður Sigurð- arson, sem ráðherra vitnar tU, sagði i samtali við DV að hann vUdi ekki vera með yflrlýsingar um þetta mál nú þar sem búið væri að ákveða þetta. Hann vísaði tU bæklings sem hann ritaði ásamt Stefáni Aðal- steinssyni á þorra á þessu ári um rök gegn innflutningi á norska NRF-kúakyninu. „Það er hreint ekki hægt að úti- loka að riða berist með fósturvísum. Það eru veirusjúkdómar sem geta borist með fósturvísum," segir Sig- urður. í ritinu er alvarlega varað við þessum innflutningi. Bent er á ýmsa sjúkdóma sem þekktir eru í norskum kúm og marga stór- hættulega. Þar er m.a. um að ræða smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi hvítblæði (EBL), smitandi berkjulungna- bólgu (RSV) og smitandi barka- bólgu (IBR/IPV). Þá nefnir hann einnig sykursýkisþáttinn en insúlinháð sykursýki í börnum í Noregi undir ferm- ingu er 100% tíðari þar en á íslandi. Þá varar hann við því að flóknar reglur verði snið- gengnar og spyr m.a. hvort ekki mætti eins flytja inn nýtt hestakyn. Óttaðist kærur og ófrið „Ég stend með íslensku kúnni,“ sagði Guðni Ágústs- son í samtali við DV. „Minir draumar rættust ef menn kæmust að þeirri niðurstöðu að miðað við stærð og hvað hún mjólkar, miðað við það magn sem kýrin þarf að éta, þá væri hún mjög hagkvæm. Ég myndi gjarnan vilja sjá íslensku kúna sigra. Ég hefði samt ekki verið hliðhollur bændum um framtíðina ef ég hefði slegið á þessa tilraun, fyrir utan hitt að ég átti ekkert gott með það. Það hefði orðið mjög mikil ósátt og ófriður í kringum slíka neitun. Menn hefðu stofnað ræktunarfélög og sótt að ráðherranum fyrir að mismuna bændum og sjálfsagt kært mig bæði innanlands og utan fyrir brot á sam- keppnislögum, á sínum mannrétt- indum og atvinnufrelsi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.