Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Síða 9
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Framsóknarmenn í Borgarbyggð: Kosningaúrslitin fara fyrir Hæstarétt Framsóknarfélag Mýrasýslu hefur ákveðið að áfrýja tif Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Vesturlands frá 24. september sl. um úrskurð félags- málaráðuneytisins varðandi ógild- ingu sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð í maímánuði. Fram- sóknarfélag Mýrasýslu telur það marga ágalla hafa veriö á fram- kvæmd kosninganna sem m.a. koma fram í niðurstöðum úrskurðar ráðu- neytisins að nauðsynlegt sé að fá úr- skurð Hæstaréttar í málinu. Þessir ágallar snerti grundvallaratriði mannréttinda sem erfitt sé að líta fram hjá. í samþykkt Framsóknarfélagsins segir m.a.: „Þrátt fyrir að félagsmála- ráðuneytið hafi í úrskurði sínum ekki tekið afstöðu til aðalkröfu fé- lagsins um að dæma gilt atkvæði greitt B-listanum telja framsóknar- menn ekki annan kost í stöðunni nú en áfrýja dómnum og krefjast þar með ógildingar kosninganna. Upp- haíleg kæra félagsins hefur nú farið í gegnum þrjú stig. Kærunefnd sem skipuð var af sýslumanninum í Borgarnesi hafnaði kröfu félagsins um endurtalningu atkvæða og ógild- ingu niöurstaðna kosninganna með úrskurði sínum þann 11. júní 2002. Vilja líknardeild á FSA Heimahlynning á Akureyri er 10 ára um þessar mundir en með heimahlynningu er átt við sérhæfða hjúkrunar- og læknisþjónustu fyrir mikið veika einstaklinga í heima- húsum. Á sl. 10 árum hefur starf- semin aukist jafnt og þétt en draum- ur aðstandenda er að stofnuð verði líknardeild við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Fyrir er ein slík deild á landinu, þ.e.a.s. á Landspítalan- um. Sunnudaginn 6. október verður hátíðardagskrá í tilefni afmælisins og fer hún fram í gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri. Dag- skráin hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.30. Ávörp flytja Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir á Líknar- deild Landspítalans, Friðrik E. Yngvason, sérfræðingur á lyfjadeild FSA, og Elísabet Hjörleifsdóttir sér- fræðingur í krabbameinshjúkrun. Boðið verður upp á léttar veitingar og verða flutt tónlistaratriði. Kynnir er Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og eru allir velunnarar Heimahlynningar velkomnir. -BÞ Akranes: Kostnaður úr böndum hjá Verka- lýðsfélaginu Kostnaður við endurbætur á nýju skrifstofuhúsnæði Verka- lýðsfélags Akraness að Sunnu- braut 13 er kominn langt fram úr þeirri kostnaðaráætlun sem gerð var við upphaf framkvæmda. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á liðlega 3 milljónir króna en er nú komin í tæplega 7 millj- ónir króna. Endurbótum er þó ekki lokið og því ljóst að kostnað- ur mun enn aukast. Hervar Gunn- arsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins, gengst þó ekki við því að kostnaður sé kominn úr böndun- um þar sem ráðist hafi einnig ver- ið í framkvæmdir sem ekki var gert ráð fyrir en teljist nauðsyn- legar. Þær felast m.a. í glugga- skiptum sem reynst hafa kostnað- arsamar. Stormasamt hefur verið um Verkalýðsfélag Akraness und- anfarin ár, ekki síst kringum for- manninn, og hann m.a. borinn vantrausti sem hann hefur þó staðið af sér. -GG Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði síðan kosningarnar ógildar þann 30. júlí sl. og nú síðast feildi Héraðsdóm- ur Vesturlands úr gildi úrskurð ráðuneytisins með dómi sínum þann 24. september sl. Dómurinn tekur ekki á kæruefni framsóknarfélagsins um kosningarnar í Borgarbyggð heldur fjallar um stjórnsýslu félags- málaráðuneytisins. Efnisleg niður- staða í úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins hefur því ekki verið hrakin. Málið snýst því ekki lengur um hvort Framsóknarflokkurinn fengi fleiri eða færri atkvæði eða fjölda bæjarfulltrúa, heldur um þau sjálf- sögðu mannréttindi að fólk fái að njóta atkvæðisréttar síns.“ -GG DV-MYND E.ÓL Húsavernd í Hafnarfiröi Þrír styrkir voru veittir úr Húsverndarsjóöi Hafnarfjarðar nýlega. Þá hlutu eig- endur Hverfisgötu 4 (Þorlákshúss) og Skúlaskeiös 4 og 42. Á myndinni eru húseigendurnir, Jóhanna Kristmundsdóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir, Jón Snorri Bergþórsson, Atli Erlingsson og Anna Kristín Jóhannsdóttir. F U II M a f n ý j u m u i irum l leint frá Indlan Infcerskír , \ i ifi Stofúskápur \ með góðum \ hillum og 'li tveimur skúffúm ' m 1 jf, hæð: 190 cm r-^ breidd:110cm , verö kr. / 79.900 Homskápur meðhurðum hæð: 180 cm breidd:100cm / verð kr. / 67.900 í 49.900 B æ j a r I i n d 6 Opið virka daga kl.10-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-16 201 Kópavogi S. 554 6300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.