Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Framsóknarmenn í Borgarbyggð: Kosningaúrslitin fara fyrir Hæstarétt Framsóknarfélag Mýrasýslu hefur ákveðið að áfrýja tif Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Vesturlands frá 24. september sl. um úrskurð félags- málaráðuneytisins varðandi ógild- ingu sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð í maímánuði. Fram- sóknarfélag Mýrasýslu telur það marga ágalla hafa veriö á fram- kvæmd kosninganna sem m.a. koma fram í niðurstöðum úrskurðar ráðu- neytisins að nauðsynlegt sé að fá úr- skurð Hæstaréttar í málinu. Þessir ágallar snerti grundvallaratriði mannréttinda sem erfitt sé að líta fram hjá. í samþykkt Framsóknarfélagsins segir m.a.: „Þrátt fyrir að félagsmála- ráðuneytið hafi í úrskurði sínum ekki tekið afstöðu til aðalkröfu fé- lagsins um að dæma gilt atkvæði greitt B-listanum telja framsóknar- menn ekki annan kost í stöðunni nú en áfrýja dómnum og krefjast þar með ógildingar kosninganna. Upp- haíleg kæra félagsins hefur nú farið í gegnum þrjú stig. Kærunefnd sem skipuð var af sýslumanninum í Borgarnesi hafnaði kröfu félagsins um endurtalningu atkvæða og ógild- ingu niöurstaðna kosninganna með úrskurði sínum þann 11. júní 2002. Vilja líknardeild á FSA Heimahlynning á Akureyri er 10 ára um þessar mundir en með heimahlynningu er átt við sérhæfða hjúkrunar- og læknisþjónustu fyrir mikið veika einstaklinga í heima- húsum. Á sl. 10 árum hefur starf- semin aukist jafnt og þétt en draum- ur aðstandenda er að stofnuð verði líknardeild við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Fyrir er ein slík deild á landinu, þ.e.a.s. á Landspítalan- um. Sunnudaginn 6. október verður hátíðardagskrá í tilefni afmælisins og fer hún fram í gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri. Dag- skráin hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.30. Ávörp flytja Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir á Líknar- deild Landspítalans, Friðrik E. Yngvason, sérfræðingur á lyfjadeild FSA, og Elísabet Hjörleifsdóttir sér- fræðingur í krabbameinshjúkrun. Boðið verður upp á léttar veitingar og verða flutt tónlistaratriði. Kynnir er Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og eru allir velunnarar Heimahlynningar velkomnir. -BÞ Akranes: Kostnaður úr böndum hjá Verka- lýðsfélaginu Kostnaður við endurbætur á nýju skrifstofuhúsnæði Verka- lýðsfélags Akraness að Sunnu- braut 13 er kominn langt fram úr þeirri kostnaðaráætlun sem gerð var við upphaf framkvæmda. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á liðlega 3 milljónir króna en er nú komin í tæplega 7 millj- ónir króna. Endurbótum er þó ekki lokið og því ljóst að kostnað- ur mun enn aukast. Hervar Gunn- arsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins, gengst þó ekki við því að kostnaður sé kominn úr böndun- um þar sem ráðist hafi einnig ver- ið í framkvæmdir sem ekki var gert ráð fyrir en teljist nauðsyn- legar. Þær felast m.a. í glugga- skiptum sem reynst hafa kostnað- arsamar. Stormasamt hefur verið um Verkalýðsfélag Akraness und- anfarin ár, ekki síst kringum for- manninn, og hann m.a. borinn vantrausti sem hann hefur þó staðið af sér. -GG Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði síðan kosningarnar ógildar þann 30. júlí sl. og nú síðast feildi Héraðsdóm- ur Vesturlands úr gildi úrskurð ráðuneytisins með dómi sínum þann 24. september sl. Dómurinn tekur ekki á kæruefni framsóknarfélagsins um kosningarnar í Borgarbyggð heldur fjallar um stjórnsýslu félags- málaráðuneytisins. Efnisleg niður- staða í úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins hefur því ekki verið hrakin. Málið snýst því ekki lengur um hvort Framsóknarflokkurinn fengi fleiri eða færri atkvæði eða fjölda bæjarfulltrúa, heldur um þau sjálf- sögðu mannréttindi að fólk fái að njóta atkvæðisréttar síns.“ -GG DV-MYND E.ÓL Húsavernd í Hafnarfiröi Þrír styrkir voru veittir úr Húsverndarsjóöi Hafnarfjarðar nýlega. Þá hlutu eig- endur Hverfisgötu 4 (Þorlákshúss) og Skúlaskeiös 4 og 42. Á myndinni eru húseigendurnir, Jóhanna Kristmundsdóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir, Jón Snorri Bergþórsson, Atli Erlingsson og Anna Kristín Jóhannsdóttir. F U II M a f n ý j u m u i irum l leint frá Indlan Infcerskír , \ i ifi Stofúskápur \ með góðum \ hillum og 'li tveimur skúffúm ' m 1 jf, hæð: 190 cm r-^ breidd:110cm , verö kr. / 79.900 Homskápur meðhurðum hæð: 180 cm breidd:100cm / verð kr. / 67.900 í 49.900 B æ j a r I i n d 6 Opið virka daga kl.10-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-16 201 Kópavogi S. 554 6300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.