Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002
11
Skoðun
Steinaldarmaðurinn
„Nennirðu ekki að skjótast út í bíl
og sækja gæsir sem ég náði mér í?“
sagði konan og gerði sig sæta í fram-
an, „ég gleymdi þeim í skottinu." Ég
sá 'ekki að bráðlægi á þessu þar sem
haustregnið buldi á húsinu og gulnuð
laufblöðin urðu undan að láta fyrir
rokinu. Samt drattaðist ég út, minn-
ugur hins fomkveðna, að illu er best
af lokið.
Gæsimar sá ég ekki í fljótu bragði
þegar ég opnaði farangursgeymslu
bílsins enda nokkuð tekið að skyggja.
Ég leitaði að matvælum í neytenda-
pakkningum en sá ekkert slíkt. 1
skottinu var hins vegar stór pappa-
kassi og í honum enn stærri svartur
plastpoki. Ég rak handlegginn ofan í
pokann en kippti honum strax að mér
í ofboði. Taugaviðbrögðin vora ósjálf-
ráð enda hafði ég hvorki þreifað á
kassa né öskju með gæsabringum
heldur tók þétt á gæsarhöfði svo gogg-
urinn stakkst í lófann.
Siv að kenna
Ég lokaði pokanum snarlega sem og
bílskottinu og hljóp votur inn. Haust-
ið lét ekki að sér hæða. „Hvað í ósköp-
unum ertu með, kona?“ hrópaði ég
um leið og ég komst í húsaskjól. „Þú
ert þó ekki með gæsir með húð og
hári í staö þess að koma heim með al-
mennilegt kjöt, tilbúiö á pönnuna. Það
er mikið að ég fann ekki dauða rollu í
skottinu, hymda og í tveimur reyf-
um.“
„Rólegur, vinur," sagði konan sem
virtist ekki kippa sér upp við æsing-
inn í mér. „Má ég benda þér á að fugl-
ar eru fiðraðir en ekki hærðir, en
mikið rétt, þetta era gæsir, hvorki
meira né minna en þrjár. Bróðir minn
var svo almennilegur að gefa mér þær
en hann fór á skyttirí í gær. Það er
varla ofverkið þitt að reyta nokkrar
gæsir fyrst mágur þinn sá um að
skjóta þær fyrir þig. Mannaöu þig nú
upp og náðu í fuglana."
Hví gat Siv umhverfisráðherra ekki
bannað að gefa gæsir, eins og til
stendur með ijúpuna, hugsaði ég með
mér á útleiðinni og skipaði mágnum
góða og ráðherranum á sama bekk.
Það ætti að minnsta kosti að setja það
í reglugerð að gæsir skulu einungis
gefhar reyttar, innyflahreinsaðar og
sviðnar. Hvað gerir óvanur maður
svo sem þegar hann stendur frammi
fyrir brostnum augum gæsar með
haus, vængi og stél, að ógleymdum
gæsalöppunum?
Útþynnt eðli
Ég rogaðist inn með gæsapokann
og undraðist hve þijár gæsir geta ver-
ið þungar. „Hvað geri ég nú?“ spurði
ég þar sem ég stóð fyrir framan konu
og dóttur með svarta plastpokann. Ég
leyfði mér að grípa um háls einnar
gæsarinnar og lyfti henni hátt á loft
þar sem ég stóð á eldhúsgólfinu. „Oj,
hvað þú getur verið ógeðslegur,
pabbi,“ hrópaði dóttirin og hljóp út úr
eldhúsinu og inn í herbergið sitt. „Er
ekki rétt að þú gerir að fúglunum,
góði minn?“ sagði konan og lét sér
hvergi bregða. Á þessu augnabliki
fannst mér við komin á steinaldarstig
þar sem veiðimaðurinn ber bráð sína
heim í hellinn og veifar henni sigri
hrósandi framan í konuna. Vandinn
var bara sá að veiðimannseðlið í mér
er orðið mjög útþynnt og ég hafði ekki
hugmynd um næstu skref varðandi
fugla þessa.
„Ég hengi gæsimar út á svalir,"
sagði ég til að vinna tíma. Ég hef séð
karlmannlega nágranna mína gera
slíkt þegar þeir koma úr veiðitúrum á
haustin. Gæsimar eiga víst að brjóta
sig, eins og sagt er. Þetta á að minnsta
kosti við um ijúpur, ég er ekki eins
vel að mér um stærri fugla. Á svölun-
um brá ég bandi utan um háls
gæsanna þriggja og hengdi þær upp.
Það er að vísu ofmælt, ég reyndi. í
haustrokinu og rigningunni var þetta
torvelt. Mjóir hálsamir smugu úr
nælonbandinu svo gæsimar hlunkuð-
ust niður á svalagólfið og lágu þar í
hrúgu. Ég breiddi því plastpoka yfir
fuglana. Þetta var ffáleitt eins flott og
hjá grönnum mínum. „Þær eru byij-
aðar að bijóta sig,“ sagði ég við kon-
una þegar ég kom inn af svölunum,
enn eins og steinaldarmaður. Dóttir
okkar hafði ekki komið út úr herberg-
inu.
Magi eða bak
Gæsimar lágu þrjá næstu daga á
svölunum. Pokinn hélst sem betur fer
yfir þeim þótt haustnæðingurinn léki
hann á stundum grátt. Konan minnti
mig daglega á matvælin sem hún taldi
bundin við handriðið og hvatti mig til
aðgerða. Hún vissi sem betur fer ekki
að fúglamir lágu í heldur óálitlegri
hrúgu á gólfinu. Á fjórða degi kom
hún heim með enn eina gæsina. Feng-
ur bróðurins dugði aUri stórfiölskyld-
unni og vel það. Þá setti ég undir mig
hausinn og sótti pokann.
Það verður að segja þá sögu eins og
er að eldhúsiö hjá okkur er ekki hann-
að sem sláturvettvangur og enn síður
til reytingar fiðurfénaðar. Ég brá pok-
anum svarta á eldhúsboröið, teygði
mig eftir hálsi einnar gæsarinnar og
„Á þessu augnabliki
fannst mér við komin á
steinaldarstig þar sem
veiðimaðurinn ber bráð
sína heim í hellinn og
veifar henni sigri hrós-
andi framan í konuna.
Vandinn er bara sá að
veiðimannseðlið í mér er
orðið mjög útþynnt og ég
hafði ekki hugmynd um
nœstu skref..."
kippti henni út. „Hvort heldurðu að sé
betra að að byrja á maganum eða bak-
inu?“ spurði ég konuna sem sat
álengdar. „Prófaðu bringuna," sagði
konan og lét sem hún hefði lítið ann-
að gert fyrri hluta starfsævinnar en
reyta fúgla. Ég reif lúku af fiðri svo sá
í bleikt hörund og áfram þar til bring-
an var ber. „Hvemig líst þér á?“ hróp-
aði ég í ham og lyfti fúglinum fjaðra-
lausum, með haus, vængjum og löpp-
um í allar áttir.
Aftur til fortíðar
„Hægðu aðeins á þér,“ sagði konan.
„Séröu ekki að flðrið fýkur um allt
eldhúsið? Náðu í Helgu Sigurðar og
athugaðu hvort þar er ekki leiðbein-
ingar að frnna. Þetta getur ekki átt að
vera svona. Athugasemd konunnar
átti rétt á sér, fiðrið var úti um allt,
ýmist á borðinu eða gólfinu, fyrir
utan það sem sveif í loftinu. Ég hlýddi
og sótti það merka þing, matreiðslu-
bók Helgu Sigurðardóttur. Hún hefur
reynst vel allan okkar búskap og brást
heldur ekki í þetta skipti. Það kom
nefnilega í ljós að með því að stinga
fuglunum ofan í volgt vatn fyrir reyt-
ingu mátti koma í veg fyrir allt
fjaðrafokið.
Ég kláraði aö reyta fuglana og sarg-
aði síöan af hausa og lappir með búr-
hnifhum. Hann bítur ekki vel svo ég
reyndi ekki við vængina. „Þú verður
að láta bróöur þinn um þá,“ sagði ég,
„og svíða kroppana. Þar er ég löglega
afsakaður, græjulaus með öllu.“ Kon-
an féllst á þetta. Ég sá ekki betur en
hún hrifist af snöfúrmannlegum að-
gerðum manns sins. Við vorum á
steinaldarstiginu. „Þú verður samt,“
sagði hún, „að taka innan úr fuglun-
um.“ Þar kom að því sem ég óttaðist
mest. Reytingin var ekki spennandi
en innyflin vora önnur og jafhvel enn
verri saga.
Soghljóð
„Látum okkur sjá, elskan mín,“
sagði ég og greip beran fugl, þó með
vængjum. „Hvar telur þú gáfulegast
að byrja?" Ég gerði mig kláran, þvoði
hendurnar og kallaði til konunnar:
„Hníf.“ Þannig hafa skurðlæknar það,
að minnsta kosti á Bráðavaktinni f
Sjónvarpinu. Af svip konunnar mátti
ráða að hún taldi sig ekki skurðhjúkr-
unarfræðing en samt rétti hún mér
bitlausan búrhnífinn. Ég risti upp það
svæði sem ég taldi kviðinn á fuglin-
um, stækkaði gatið og tróð hendinni
inn. Með átaki reif ég innyflin úr fugl-
inum, hjarta, lifur og gamir. Það
heyrðist soghljóð um leið og ég kippti
blóðugri höndinni, með öllu gumsinu,
út.
í sama mund skaust dóttir okkar
inn í eldhúsið í þeim saklausu erinda-
gjörðum að fá sér mjólkurglas. Hún
hrökkaðist út, afinynduð í framan af
skelfmgu. „Pabbi,“ hrópaði hún, „þú
ert viðbjóður."
Jónas
Haraldsson
adstoöarritstjóri