Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Qupperneq 26
26 HelQctrblað J3V LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 ,Við nennum þessu vegna þess að okkur þykir þetta mikilvægt starf,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson Ég er lukkunnar pamfíll - segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri í Svarfaðardal Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er á tí- unda starfsári sínu og hefur alla tíð notið krafta Guðmundar Ola Gunnarssonar sem stjórnanda. Rekstrarskilyrði sveitarinnar hafa verið erfið en Guðmundur Óli lítur á starf sitt sem forréttindi þótt hann sé eng- inn sérstakur áhugamaður um tónlist í steindauðum íþróttahúsum. - Þið eru nýkomin úr fyrstu tónleikaferð sveit- arinnar út fyrir landsteinana. Hvemig var að spila fyrir Grænlendinga? „Það gekk mjög vel. Grænlendingar eru ákaflega góðir heim að sækja og óhætt að segja aö þeir hafi tekið okkur með fádæmum vel. Eftir þessa ferð er ég alveg búinn að henda þeirri mítu út um glugg- ann að íslendingar séu svona lokaðir og inni i sér af þvi að þeir búi á köldum, dimmum og norðlæg- um slóðum. Grænlendingar eru afskaplega opnir og ekki með neina tilgerð og ég hef aldrei upplifaö önnur eins viðbrögð viö tónleikunum eins og þeim sem við fengum á tónleikunum í Nuuk. Það var bara eins og við værum komin á rokktónleika. Menn voru ekkert að fela að þeir væru hrifnir af tónlistinni." í fyrsta skipti í sögunni flutti hljómsveitin Pétur og úlfinn á grænlensku í ferðinni og ennfremur var frumflutt tónverk eftir eina tónskáld Græn- lendinga, Per Rosing, sem jafnframt var sögumað- ur í Pétri og úlfinum. „Við létum einnig útsetja níu grænlensk kórlög fyrir hljómsveitina sem við fluttum með grænlenskum kór. „Mér fannst rétt að við legðum eitthvað af mörkum fyrir þeirra tón- listarlíf. Hvaö varðar grænlenska tónlist nefnir Guð- mundur Óli að auk hins hefðbundna trommudans dafni blómlegt kórastarf í Grænlandi og Grænlend- ingar virðist mjög glaðsinna fólk. Til að mynda hafi öll grænlensku lögin sem hljómsveitin flutti verið í dúr! Fólk úr öllum áttuni Rekstur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hef- ur verið erfiður í tímans rás en aukinn skilningur er í samfélaginu á hlutverki hljómsveitarinnar, að sögn hljómsveitarstjórans. Aðdragandann að stofn- un hennar má rekja allt til ársins 1946 þegar Tón- listarskólinn á Akureyri var stofnaður. Eitt af yf- irlýstum markmiðum skólans var að stofna hljóm- sveit og hefur stórhugur einkennt skólastarfið fram til þessa. í fyrstu voru hljómsveitir skipaöar nemendum að mestu með fulltingi kennara en dæmið snerist við árið 1987 þegar Kammerhljóm- sveit Akureyrar var stofnuð. Þá urðu kennarar burðarásar í flutningi og óx starfinu fiskur um hrygg fram til ársins 1993 þegar gerður var samn- ingur við menntamálaráðuneytið og Akureyrarbæ og nafninu var breytt í Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og kemur hljómsveitin fram um tiu sinnum árlega auk þess sem fjárframlög hafa aukist töluvert. Hljómsveitin hefur landsbyggðarlegt hlutverk og sækir krafta sína út um allt land þótt meirihluti meðlima starfi á Akureyrarsvæðinu. Tónlistar- menn sveitarinnar koma m.a. frá Vopnafirði, Reyðarfirði, Mývatnssveit, Laugum, Stórutjömum, Dalvík, Sauðárkróki og Hvolsvelli og er drjúgur hópur tónlistarmannanna af erlendu bergi brot- inn. Engir fastráönir hljóðfæraleikarar eru í sveit- inni en draumur hljómsveitarstjórans er að fá samning um 14 manna fastakjama. Eigum hvergi samastað - Hvemig er að starfa við þær kringumstæður að eiga ekkert tónlistarhús undir æfingar eða flutning tónlistarinnar? „Þetta er náttúrlega mjög flókið og krefst mikill- ar skipulagningar. Það þarf að ráða hvern einasta haus fyrir hvert verkefni, útvega gistingu og skipuleggja ferðalög þeirra sem koma að o.s.frv. Við eigum engan fastan samastaö heldur þurfum að tjalda til einnar nætur i hvert skipti sem við komum fram og það verður sífellt erfiðara að fá inni einhvers staðar. Við höfum oft komið fram i kirkjunum hérna á Akureyri en sá möguleiki er að lokast líka, einfaldlega vegna þess að þar fer starf- semin vaxandi og þær eru ekki gerðar fyrir okkar starf.“ - Og íþróttahúsin eru víst ekki heldur sniðin fyrir tónleikahald. „Nei, þau eru náttúrlega sérkapítuli út af fyrir sig. Nú er íþróttaskemman úr sögunni sem tónlist- arhús en við höfum nokkrum sinnum spilað í íþróttahöllinni en þótt ég hafi kynnst mörgum iþróttahúsum er hljómburðurinn þar sá alversti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.