Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 31
LAUCARDAGUR s. OKTÓBER 2002 3 Scola Cantorum hreppti silfurverðlaun í kórakeppni í Gorizia á Ítalíu í sumar. Á myndinni sjást þau á sviði í keppninni og þau lofa íslendingum að heyra sýnishorn af efnisskrá sinni á sunnudag í Digraneskirkju. Scola Cantorum í Digranesi Hinn rómaði kammerkór Schola cantorum heldur tón- leika í Digraneskirkju sunnu- daginn 6. október klukkan 17.00 undir stjóm Harðar Áskelsson- ar. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins á íslandi síðan hann hreppti silfurverðlaun í alþjóð- legri kórakeppni í Gorizia á Ítalíu i sumar. Efnisskrá tón- leikanna samanstendur að miklu leyti af verkum sem kór- inn söng í keppninni og spann- ar tónlistin um 300 ár. Tón- leikagestum verður boðið upp á stórkostlega fjölröddun sext- ándu aldar tónskáldanna Gesu- aldos og Hasslers, hina frægu mótettu Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms og verk eftir norrænu tónskáldin Rauta- vaara, Kverno og Nystedt, auk verka nokkurra íslenskra höf- unda. í lok tónleikanna syngur kórinn tvö lög eftir Áskel Jóns- son frá Mýri, fóður stjórnand- ans, sem jarðsunginn var á Ak- ureyri í síðustu viku. Hörður Áskelsson stofnaði kammerkórinn Schola cantor- um árið 1996 og var hópurinn upphaflega að mestu skipaður söngfólki sem starfað hafði í Mótettukór Hallgrímskirkju. Fastir kórfélagar eru átján. Flestir þeirra eru menntaðir tónlistarmenn með mikla reynslu í kórsöng og starfa margir að tónlist á öðrum vett- vangi. Schola cantorum hélt fyrst tónleika í byrjun aðventu 1996 og vakti þegar athygli fyr- ir fágaðan söng. Síðan hefur kórinn haldið fjölda tónleika í Hallgrímskirkju og á lands- byggðinni, í Frakklandi og í Finnlandi. Árið 1998 vann kór- inn til verölauna í alþjóðlegu kórakeppninni í Picardie í Frakklandi. Tónleikamir á sunnudaginn eru sérstakir fyrir þær sakir að þeir eru hinir fyrstu sem kórinn heldur á höfuðborgarsvæðinu utan „heimakirkju" sinnar, Hall- grímskirkju. Kórfélagar hlakka mikið til að spreyta sig á hljóm- burði Digraneskirkju, sem þyk- ir mjög góður. Schola cantorum hefur gefið út hljómdiskana Principium, með endurreisnartónlist og Heyr himna smiður, með nýrri íslenskri kirkjutónlist, en sá diskur hlaut tilnefningu til ís- lensku tónlistarverðlaunanna árið 2001. Auk þess hefur kór- inn sungið mörg af tónverkum Jóns Leifs fyrir kór og hljóm- sveit inn á hljómdiska með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Schola cantorum dregur nafn sitt af hefðbundnu heiti for- söngvarakóra i klassísku helgi- haldi kirkjunnar, sem gefur vís- bendingu um hlutverk og verk- efnaval kórsins. Verkefni kórs- ins eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er tónlist endurreisnartíma og barokks og hefur verið sungin tónlist eftir Palestrina, Gesualdo, Byrd, Purcell og Bach, svo ein- hverjir séu nefndir. Hins vegar er tónlist 20. aldar og hefur þar verið lögð áhersla á íslenska höfunda á borð við Þorkel Sig- urbjömsson, Hjálmar H. Ragn- arsson, Jón Hlöðver Áskelsson, John Speight og Óliver Kentish. Efnisskrá tónleikanna: Carlo Gesualdo di Venosa (ca. 1560-1613): Sicut ovis (Responsorium I) Hans Leo Hassler (1564-1612): Ad Dominum Johannes Brahms (1833-1897): Warum ist das Licht gegeben Knut Nystedt (f. 1911); Peace I leave with You Laudate Domino (Lofið Drottin, Ds. 117) Einojuhani Rautavaara (f. 1928): Herran rukous (Faðir vor) Trond Kverno (f. 1945): Ave maris Stella (Latnesk bæn frá 9. öld) Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952): Ave Maria Bára Grímsdóttir (f. 1960): María, drottins liljan (óþekktur höfundur frá 18. öld) Atli Heimir Sveinsson (f. 1938): Mariukvæði (Halldór Laxness) Áskell Jónsson (1911-2002): Hve máttur Guðs er mikill (Sverrir Pálsson) Betlehemsstjarnan (Úlfur Ragnarsson; úts. Jón Hlöðver Áskelsson) enpert « Opnar í nóvember glæsilega raftækjaverslun við Holtagarða HelQarblaö iOV m pi Stori jeppinn fra Suzuki SUZUKI BILAR HF SIMI 56S 51 00 Allnr upplysingar a www.suzukibilar.is * • _ V?«Í8 - jfe.jp Ný sending af gegnheilum gólfflísum. Tilvalið fyrir þvottahús, bílskúra og svalir. 1 .290 kr./m2 Verð áður: kr. Heimilisdúkar Verð frá 1.150 kr./m2 Mikið úrval af filtteppum. Verð 299 kr./m2 Vegg og gólfflísar á eldhús og bað. 1.1 90 kr./m2 Verð áður: J^efTkr. 1.690 kr./m2 Dublin Verð áður: JjJSö"kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Lamella parket Eik Country Verð 2.890 kr./m2 Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2 Merbau Classic verð 3.995 kr./m2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.